Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 33

Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 33 KATRIN SVEINSDOTTIR + Katrín Sveins- _ dóttir var fædd í Ólafsvík hinn 27. september 1932. Hún andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík laugar- daginn 3. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Þórheiður Einarsdóttir, hús- móðir, f. 4. apríl 1895, d. 6. júní 1964, og Sveinn Einarsson sjómaður í Ólafsvík, f. 10. janúar 1892, d. 13. september 1967. Hún átti 10 systkini: Ein- ar, f. 1916 - látinn, Lárus, f. 1919 - látinn, Maríu, f. 1921, Sigurð, f. 1923 - látinn Elín- berg, f. 1926, Sólveigu, f. 1928, Sæunni, f. 1930, Jónatan, f. 1934, Sveinbjörn, f. 1936, og Guðmund, f. 1939. Auk þess ólst upp á heimili for- eldra hennar bróð- urdóttir Sveins, Þóra Stefánsdóttir. Katrín eiguaðist eina dóttur, Þór- heiði Einarsdóttur, flugfreyju, fædd 11. mars 1955. Eigin- maður hcnnar er Friðrik Guðmunds- son, rafeindavirki, og búa þau í Kópa- vogi. Dætur þeirra eru Katrín fædd 29. marz 1983, og Oddný Dögg, fædd 14. ágúst 1990. Á yngri árum vann Katrín ýmis þjónustu- og verslunarstörf en síðustu 25 árin af starfsævinni vann hún sem talsímavörður hjá Póst- og símamálastofnuninni. Útför Katrínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. KLUKKAN var rétt að halla í tólf sl. laugardagskvöid er ég sat við sjúkrabeð tengdamóður minnar er kallið mikla kom. Þó svo vitað væri hvert stefndi kom kallið óvænt og fyrirvaralítið. Er ég lít til baka þau ár sem við áttum samleið sé ég fyrir mér kjarkmikla dugnaðarkonu sem unnið hafði á erfiðum veikindum og ekkert virtist geta bugað. En lengi má manninn reyna því þó Kata ynni bug á krabbameinsveirunni í tvígang varð hún aldrei söm eftir slag er hún fékk fyrir rúmum fjórum árum. Á fætur komst hún þó en átti erfitt með að sætta sig við þá fötlun sem hún hafði hlotið, t.d. missti hún allan mátt í hægri hendi. Það var svo 21. desember sl. að Kata veiktist heiftar- lega af lungnabólgu og var flutt á Borgarspítalann þar sem hún svo lést 3. febrúar sl. eftir erfiða legu. Katrín var mikið fyrir mat og matargerð meðan heilsan leyfði en líf hennar snerist þó fyrst og fremst um Tótu og dætur hennar tvær. Naut ég þar góðs af sem tengdason- ur hennar. Dætur okkar, þær Katrín og Oddný Dögg, njóta nú hand- leiðslu þinnar ekki lengur og sakna ömmu sinnar sárt. Ég veit að þú hefðir viljað sjá Katrínu fermast og taka þátt í þeirri athöfn og það munt þú örugglega gera þaðan sem þú nú ert. En nú er þjáningum þínum lokið, Kata mín, og sá friður sem færðist yfir þig er yfir lauk segir mér að þér líði vel á nýjum stað. Ég veit að þú fylgist með okkur, telpunum sérstaklega, og þín góða minning mun hjálpa okkur Tótu að tryggja þeim bjarta framtíð. Kata mín, þakka þér fyrir sam- fylgdina og Guð blessi minningu þína. Friðrik. Skilafrest- ur vegna minningar greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm i nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Guð geymi þig elsku amma mín. Katrín og Oddný Dögg. Katrín Sveinsdóttir, eða Kata eins og hún var kölluð innan fjölskyld- unnar, lést 3. febrúar sl. eftir erfiða sjúkdómslegu. Góð kona með stórt hjarta er gengin á vit forfeðranna en skilur eftir þakklæti í huga okkar sem fengum að njóta návistar henn- ar. Með Kötu kveðjum við mjög ná- inn fjölskylduvin. Kata fæddist í rÓ!afsvik og ólst þar upp. Hún var fjórða yngst 11 systkinna og er móðir mín ein af þeim 7 sem eftir lifa. Hörð og erfið lífsbarátta í Ólafsvík á þriðja og fjórða áratugnum hefur sjálfsagt sett mark sitt á hana svo og nálægð- in við hafið og hættur þess. M.a. þurfti Kata að sjá á eftir tveimur bræðra sinna í orðsins fyllstu merk- ingu í heljargreip Ægis á 15. afmæl- isdegi hennar þegar bátur er þeir voru á fórst við Ólafsvíkurhöfn. Slík lífsreynsla hlýtur að skilja eftir djúp sár sem gróa seint eða aldrei. Erfið- leikar og mótlæti verða samt oft til að þjappa fólki saman. Samveru- stundir móðursystkina minna sem ég var vitni að eru mér margar minn- isstæðar. Vinátta og samheldni sem oft skapast í svo stórum systkina- hópi endurspeglaðist í hressilegum samræðum og frásögnum. Kata var enginn eftirbátur annarra í þeim efnum og frásagnargleðin leyndi sér ekki er hún sagði sögur, t.d. frá Ólafsvík. Kata eignaðist Þórheiði, eða Tótu eins og hún er jafnan kölluð, árið 1955 og flutti suður til Reykjavíkur 1959. Hún bjó í Reykjavík en flutt- ist síðan í Kópavoginn og bjó síðast í Fannborg 8, í næsta nágrenni við nána ættingja sem höfðu flutt frá Ólafsvík. Ég minnist Kötu sem náins fjöl- skylduvinar og stórfrænku. Ég minnist hennar fyrst þegar ég var lítill hnokki í Stórholtinu þar sem hún bjó ásamt Tótu í sama húsi og foreldrar mínir bjuggu í. Ótalmargar samverustundir koma upp í huga minn og þá sérstaklega frá þeim tíma sem Kata bjó í Úthlíð í Reykja- vík. Hún hafði sérlega gaman að fá fólk til sín og halda því góða veislu og var hvergi sparað í þeim efnum. Kata hefur jafnan verið við- stödd á helstu stundum fjölskyldu minnar. Hún fylgdist alltaf náið með högum mínum og systkina minna, bæði hér á íslandi og einnig er við dvöldumst langdvölum erlendis. Hún sýndi börnum okkar mikinn áhuga og var óspör á hlýju og gjafir til þeirra. Síðasta heimsókn hennar til okkar var á afmælisdegi yngri sonar míns í desember sl. MINNINGAR Kata hafði einstaklega gaman af ferðalögum og ferðaðist víða um heiminn ásamt Tótu, dóttur sinni. Hún hafði af mörgu spennandi og skemmtilegu að segja úr þessum ferðum og var alltaf einhver ævin- týraljómi í kringum þær. Það var fátítt í þá daga að fara til fjarlægra landa eins og til Egyptalands og hitta jafnvel frægar kvikmynda- stjörnur eins og hún Kata gerði. Því miður þá hætti Kata mikið til að geta ferðast vegna veikinda sem hún varð fyrir árið 1991. Hún fór síð- ustu utanlandsferð sína til Flórída á sl. ári. í gegnum sína erfiðu sjúkdóms- göngu hin síðari ár naut Kata frá- bærrar umhyggju Tótu og Friðriks sem voru henni stoð og stytta. Dæt- ur Tótu, nafna hennar ■ Katrín og Oddný Dögg, voru Kötu sérstaklega kærar og kom alltaf sérstakur glampi í augu hennar er hún var að segja frá þeim þó að hægur bati sjúkdómsins hvíldi þungt á henni. Éinnig hafa systkini og mágafólk Kötu verið henni afar hjálpleg og stutt hana á margan hátt í baráttu hennar við að lifa eðlilegu lífi þrátt fyrir umtalsverða fötlun hin siðustu ár. Elsku Tóta mín, fyrir hönd okkar Sigurveigar og strákanna votta ég þér okkar innilegustu hluttekningn og við lýsum um leið yfir aðdáun okkar hversu vel þú hefur hlúð að mömmu þinni í veikindum hennar. Lárus Sigurður Ásgeirsson. Kata, móðursystir mín, var svo lengi sem minni mitt nær nátengd heimili mínu og uppvexti okkar systkina. Einkadóttir Kötu og ég vorum skírðar saman og fermdar saman. Kata bjó á heimili foreldra minna um tíma og ef að þeir þurftu að bregða sér frá var það ævinlega Kata sem var fengin til að gæta mín og bræðra minna. Mér er það minnisstætt hve glettin hún var og góð í frásögnum og eftirhermum. Hún gat haldið okkur rólegum og góðum lengri tíma með því að segja okkur sögur og leika þær fyrir okk- ur og var tilbúin að margendurtaka fyrir þráláta beiðni okkar. Ég naut þess oft að fylgjast með, Tótu dóttur hennar, hvort heldur var í sundi eða ballett eða öðru sem mæður okkar buðu okkur að reyna. Kata var lífsglöð en skapmikil, eins og oft er sagt um rauðhært fólk. Hún var glæsileg, bar sig vel og hafði gaman af því að búa sig upp á. Eftir að dóttir hennar hóf vinnu, sem tengdist flugmálum, náði hún að ferðast víða um heim. Feng- um við á stundum að heyra ævin- týralegar lýsingar af þeim ferðalög- um. Kata ferðaðist stundum með jafnöldrum dóttur sinnar, en hún var svo ung í anda að hún fylgdi þeim í einu og öllu. Kata lá ekkert á skoð- unum sínum. Hún hafði ríka samúð- arkennd og mátti ekkert aumt sjá án þess að það snerti hana djúpt. Þetta birtist meðal annars í því að hún var ein sú fyrsta sem tók að sér fósturbarn í gegnum S.O.S. barnaþorpin og fylgdist af miklum áhuga með indverska drengnum, sem hún kostaði uppeldið fyrir. Kata var mikill listakokkur og var oft haft á orði að það væri synd að þær mæðgur væru aðeins tvær í heimili, því hún eldaði alltaf eins og hún væri á bernskuheimili sínu, þar sem ólust upp 12 börn. Kata og Sæunn, móðir mín, voru mjög ná- tengdar og tóku til hinstu stundar virkan þátt í því sem gerðist hvor hjá annarri. Þær unnu oft saman að ýmsu sem tengdist heimilishaldi, svo sem og bakstri, sláturgerð og öðrum slíkum stórræðum. Eftir að Kata veiktist var móðir mín óþreyt- andi að reyna að hjálpa henni á alla lund og leitaðist við að gera henni lífið bærilegra, þrátt fyrir þá fötlun sem hún varð að búa við. Kata var einstaklega barngóð og það upplifði ég mjög sterkt eftir að ég eignaðist sjálf börn. Umhyggja hennar fyrir mínum börnum var mikil alla tíð. Þrátt fyrir mjög erfið veikindi undanfarin ár sýndi hún börnunum alltaf sama alúðlega við- mótið og fýlgdist glöggt með ferli þeirra. Síðustu árin voru Kötu á margan hátt erfíð og lífsviljinn þvarr, hvert áfallið á fætur öðru gekk yfir hana. Hún gældi lengi við það að henni myndi batna, en því miður reyndist henni ekki unnt að öðlast nema tak- markaða heilsu eftir heilablóðfall, sem hún fékk fyrir fjórum og hálfu ári. í gegnum veikindin, sem fengu mikið á hana, fylgdist hún alltaf grannt með líðan Gísla, eiginmanns míns, sem átti við alvarleg veikindi að stríða. Hún viknaði oft þegar hún ræddi um þau örlög er honum voru búin. í banalegunni átti hún erfitt með að tjá sig, en eigi að síður tókst henni að láta mig skilja að hún væri að spyija eftir líðan hans. Ör- lögin höguðu því svo að þau létust sama daginn. Ég vil að leiðarlokum þakka Kötu frænku minni fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir mig og mína og votta Tótu, dóttur hennar, og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Berglind. Ég rita þessi fáu orð til að minn- ast góðrar frænku minnar, hennar Kötu, sem lést að kveldi 3. febrúar á Borgarspítalanum. Kata hafði sterkan persónuleika sem mun seint gleymast. Ef orð fá einhveiju lýst þá eru það kjarkur, áræðni og skap sem lýsa henni best. Kata var skap- mikil kona sem mátti þó ekkert aumt sjá. Hún hafði skoðanir á flestum hlutum og' lét fólk heyra það umbúðalaust ef henni mislíkaði eitthvað. Þó hafði hún hliðar sem öll börn, sem hún kom nálægt, kynntust. Kata hafði gaman af börnum og var alltaf tilbúin til að rétta út höndina til hjálpar þeim er þurftu. Sterkar eru minningarnar þegar ég heimsótti Kötu sem barn. Hún var stöðugt að hafa áhyggjur af því að maður borðaði ekki nóg og venjulega var maður leystur út með eitthvert góðgætið til að tryggja það að maður færi saddur og ánægður frá henni. Þrátt fyrir mikil veikindi síðustu árin, þar sem hún þurfti að taka á öllu sem hún átti, voru börn alltaf það sem gladdi hana mest. Ég sé fyrir mér bros hennar þegar hún var að fylgjast með mínum eigin dætrum leika sér hjá henni veikri og enn var hún að rétta þeim hjálparhönd þegar litlar hendur eða fætur brugðust hlut- verki sínu. Líf Kötu var ekki dans á rósum þó að glæsileikinn geislaði af henni. Áræðni hennar var aðdáunarverð og var ljóst að þarna fór sjálfstæð kona sem lét engan trufla sig eða hindra í að ná settum markmiðum. Gjafmildi hennar og ræktarsemi var mikil og alltaf fann hún gjafir sem glöddu fólk þó að stundum hafi hún haft úr litlu að spila. Sem einstæð móðir var hún alltaf til staðar þeg- ar mest á reyndi og varði sína nán- ustu með sinni ákveðni þegar þess þurfti. Síðustu minningarnar um Kötu endurspeglast í orðunum kraftur og þrautseigja. Hún tókst á við þá sjúkdóma sem hijáðu hana síðustu árin af sama krafti og bestu íþrótta- menn takast á í úrslitaleikjum en svo fór að alvarlegt heilablóðfall dró verulega úr keppnisanda hennar. Framfarir hennar síðustu árin voru hægar en stöðugar og var ég farinn að vona að enn einu sinni myndi Kata sigrast á erfiðleikunum, en hún tapaði lokaslagnum. Guð blessi og styrki Tótu, Kat- rínu, Oddnýju Dögg og Friðrik í sorginni. Þór Heiðar Ásgeirsson. • Fleiri minningargreianr um Katrínu Sveinsdóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. AUÐUR G UÐJÓNSDÓTTIR 1921 til 1947. Auður var yngst sinna systk- ina en þau eru: Þor- grímur, f. á Kirkju- bóli í Akraneshr. 11.9. 1909, d. 17.6. 1910, Sigríður Þorgerður, f. á Kirkjubóli 10.10. 1910, d. 14.4. 1995, Þorbergur, f. á Kirkjubóli 20.9. 1911, Ágúst Sigurður, f. í Hrauntúni í Leirár- sveit 28.8. 1912, d. 3.9. 1995 og Jóhanna, f. í Hrauntúni 30.12. 1913. gerðishreppi 3. maí 1873, d. 9. Utför Auðar verður í dag frá ágúst 1954. Þau bjuggu lengst Akraneskirkju og hefst athöfnin í Melkoti í Leirársveit eða frá kl. 14. + Auður Kristín Guðjónsdóttir fæddist 29. maí 1916 í Hrauntúni í Leirársveit í Borg- arflrði. Hún lést 4. febrúar síðastliðinn á Sjúkrahúsi Akra- ness. Foreldrar Auðar voru Guðjón Jónsson, f. í Belgs- holtskoti í Melasveit f. 13. janúar 1873, d. 26. október 1960, og Ólöf Þorbergs- dóttir, f. á Arnar- stöðum í Hraun- AUÐUR var ógift og barnlaus og var alla ævi með bróður sínum, Þorbergi, sem einnig er ókvæntur og barnlaus. Þau bjuggu í Melkoti eftir að foreldrar þeirra létu af bústörfum árið 1947. Þar voru þau langt á þriðja áratug og ólu önn fyrir foreldrum sínum meðan þeir lifðu. Árið 1974 brugðu Þorbergur og Auður búi og fluttu út á Akra- nes en þar voru systkini þeirra og flestir ættingjar. Á Akranesi hélt Auður heimili þeirra Þorbergs, hin síðustu ár í notalegu raðhúsi við Höfða. Auður var lengst sinnar ævi frekar heilsulítil. ‘ Fyrir nokkrum árum gerði vart við sig sjúkdómur sá sem leiddi hana til dauða. Auður var þrautseig í veikindunum og hélt vel gleði sinni. Hana munaði þó mikið um styrka stoð bróður síns sem ætíð var nálægur. í byijun þessa árs var hún lögð inn á Sjúkra- hús Akraness og þar lést hún eftir mánaðarlegu. Fyrir rúmum áratug kynnist ég þeim frændsystkinum mínum, Auði og Þorbergi bróður hennar. Það var nokkrum árum eftir að ég fluttist á Akranes að þau leituðu mig uppi vegna ættartengsla okkar. Móðir þeirra og amma mín voru systur, fæddar á Arnarstöðum í Flóa, og það var ærin ástæða til nýrra kynna. Þau kynni hafa verið mér afar ánægjuleg. Margar stundir hef ég átt á heimili Auðar og Þorbergs og notið þess að ræða um allt milli himins og jarðar og notið góðgerða. Tíðræddast var okkur um ættfræði. Auður mundi vel og hafði á yngri árum komið að Arnarstöðum og vék oft tali sínu að þeim stað og ætt- mennum okkar þar. Hún var líka fljót að draga fram gamlar myndir til að sýna. Að sama skapi var Auð- ur glögg að þekkja fólk á gömlum myndum í mínum fórum. Hjá þeim systkinum hefur mér því hlotnast margháttaður fróðleikur sem ann- ars væri mér hulinn og fyrir það er ég þakklátur. Ég þakka þér, Auður, ánægjulega og lærdómsríka viðkynningu á liðn- um árum. Megir þú hvíla í friði. Ég og konan mín sendum eftirlifandi systkinum, Þorbergi og Jóhönnu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eiríkur G. Guðmundsson, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.