Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJAN
ODDSSON
+ Kristján Odds-
son var fæddur
16. október 1938 í
Reykjavík. Hann
lést á Selfossi 4.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Oddur Hjalta-
lín Kristjánsson frá
Hjarðarbóli í Kol-
grafarfirði, fram-
kvæmdasljóri í
Grafarnesi og síðar
eftirlitsmaður, f.
1903, d. 1983, og
kona hans Kristín
Ólafsdóttir frá
Reykjafirði við ísafjarðardjúp,
f. 1903, d. 1981.
Kristján átti þrjá bræður,
Ólaf Jónsson, sammæðra, lækni
í Reykjavík, f. 1924, d. 1987,
Reyni, kvikmyndagerðarmann
búsettan í Bandaríkjunum, f.
1936, og Hrafn Heiðar flug-
stjóra, f. 1946, búsettur í
Reykjavík.
Sambýliskona Kristjáns var
Rósanna Hjartar-
dóttir verkakona á
Selfossi, fædd 26.
janúar 1930 á
Bakka í Ölfusi,
dóttir Hjartar Sig-
urðssonar bónda í
Auðholtsleigu í Ölf-
usi, f. 1898, d. 1981,
og konu hans Jó-
hönnu Ástu Hann-
esdóttur, f. 1898, d.
1966. Kristján og
Rósanna voru barn-
laus.
Kristján fluttist
að Selfossi fyrir
rúmum 20 árum og stundaði
þar ýmis störf, var fyrst verka-
maður hjá Hitaveitu Selfoss og
síðar starfsmaður Pósts og
síma á Selfossi. Kristján var
einnig mikill áhugamaður um
flug og vann töluvert að mál-
efnum flugs á Selfossi.
Útför Kristjáns fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
HORFINN er til annarra heim-
kynna Kristján Oddsson langt um
aldur fram. Kristján varð bráð-
kvaddur á heimili sínu á Selfossi.
Kynni okkar hófust þegar við
vorum báðir starfsmenn Sambands
íslenskra samvinnufélaga um 1970.
Kaflaskil verða í lífi Kristjáns
skömmu síðar þegar hann kynnist
Rósönnu Hjartardóttur og flytur á
Selfoss. Kristján hóf störf hjá Hita-
veitunni á Selfossi og gerðist síðan
starfsmaður Pósts og síma á Sel-
fossi og vann þar til dauðadags.
Hann hafði mikinn áhuga á fram-
> gangi flugs á Selfossi og vann tölu-
vert að þeim málum. Hann var álit-
inn traustur, vandvirkur og ötull
starfsmaður. Kristján og Rósanna
bjuggu í sama húsi og foreldrar
mínir meðan þau höfðu síðustu við-
veru hér. Á fyrstu árum Kristjáns
á Selfossi var faðir Rósönnu,
tengdafaðir minn, heimilisfastur hjá
þeim.
Það verður að segjast eins og er
að með þeirri umönnun og hlýju sem
hann sýndi foreldrum mínum og
tengdaföður sýndi hann einstaka
hlið á sér. Sama á við um háaldr-
aða frænku mína, Ástu á Selfossi,
og Skúla manninn hennar.
Kristján bar tilfinningar sínar lít-
ið utan á sér en maður sem sýnir
slíka natni og umhyggju fyrir þeim
sem aldraðir eru og bágt eiga eða
minna mega sín er maður með stórt
hjarta. Fyrir þessa hluti verðum við
honum sem næst stóðum ævarandi
þakklát og minnumst hans sem
slíks.
Kristján og Rósanna urðu ekki
þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast
börn en tóku ætíð bömum okkar
og barnabörnum sem sínum eigin.
Skapast hafði sú hefð að við fjöl-
skyldan fórum alltaf til Kristjáns
og Rósönnu á jóladag og var það
orðinn ómissandi liður í helgihaldi
okkar. Verður Kristjáns nú sárt
saknað.
Fyrir hönd okkar mága, og systra
Rósönnu, þakka ég aftur fyrir sam-
fylgdina.
Elsku Rósanna, við biðjum góðan
guð að vernda þig og veita þér
styrk.
Gísli Erlendsson.
Langt er flug til fjarra stranda,
fýkur löður, stormur hvín.
Eins og fugl, sem leitar landa,
leita ég, ó, Guð, til þín.
Eins og sævarbylgjan breiða
býður faðminn þreyttri lind,
þannig, Faðir, lát mig leiða
löngun háa’ að þinni mynd.
Leið þú mig í myrkri nauða,
mig þú leið, er sólin skín.
Leið þú mig í lífi’ og dauða,
leið mig, Guð, æ nær til þín.
(Jakob J. Smári.)
t
Faðir okkar,
SKÚLI ÞÓRÐARSON
skipasmíðameistari,
lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar 8. febrúar.
Ágústa Skúladóttir,
Svandís Skúladóttir,
Skúli Þ. Skúlason,
Árni Skúlason,
tengdabörn og aðrir vandamenn.
t
Útför
GÍSLA ÁGÚSTS GUNNLAUGSSONAR,
Ölduslóð 43,
Hafnarfiröi,
fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, mánudaginn 12. febrúar
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsféiagsins
eða MND-félagið.
Berglind Ásgeirsdóttir,
Ásgeir, Sigrún Ingibjörg og Sæunn,
Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, Gunnlaugur Þorfinnsson,
Sigrfður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Magnús Þorkelsson,
Þorfinnur Gunnlaugsson,
Sæunn Sveinsdóttir, Ásgeir Jóhannesson.
Við þökkum Kristjáni fyrir sam-
fylgdina. Minningin um góðan
mann lifir í hjarta okkar.
Við biðjum góðan guð að styrkja
Rósönnu frænku okkar í þessari
miklu sorg.
Hulda, Helga og fjölskylda.
Okkur iangar með nokkrum orð-
um að minnast hans Kristjáns sem
óvænt er fallinn frá langt um aldur
fram. Kristján hefur verið sambýlis-
maður hennar Rósönnu frænku
minnar í yfir tuttugu ár og man
ég ekki eftir henni öðruvísi en með
Kristján sér við hlið. Kristján var
yndislegur maður, rólegur og yfir-
vegaður. Það eru margar minningar
sem koma upp í hugann á svona
stundum. Þegar ég var að alast upp
bjuggu þau hjón í sama húsi og afi
minn og amma og var ég oft hjá
þeim til styttri dvalar á sumrin. Þá
var margt sér til gamans gert og
voru þeir ófáir bíltúrarnir sem ég
fór með þeim Rósönnu og Kristjáni
í Eden í Hveragerði eða annað.
Einnig tókst honum tvisvar að
draga mig í flugtúr og var seinni
ferðin farin núna síðasta vor og var
þá dóttir mín hún Rósanna með í
för. Þetta var heilmikið ævintýr
fyrir 5 ára stúlku en litli bróðir sem
beið á jörðu niðri var ekki eins glað-
ur og beið eftir að verða nógu stór
til að fljúga með Kristjáni vini sín-
um. Það var alveg aðdáunarvert
hvað hann Kristján var bamgóður
og hlakkaði Sindri alltaf til að hitta
vin sinn og fara með honum í bíltúr
út á flugvöll að skoða flugvélarnar.
Aðaláhugamál Kristjáns var ein-
mitt flug og flugvélar þó ekki hefði
hann flugréttindi sjálfur en átti ótal
kunningja sem buðu honum með í
flugferðir. Hann starfaði einnig
mikið í tengslum við flugvöllinn og
hafði mikla ánægju af. Það má
segja að flug og bílar hafi verið
hans aðaláhugamál og bar bíllinn
hans þess merki, alltaf gljáandi
hreinn og fínn. Það var ánægjulegt
í sumar þegar ég og bömin mín
urðum samferða þeim Rósönnu og
Kristjáni til Noregs. Þar dvöldum
við á sitthvorum staðnum en hitt-
umst þó. Þau hjón dvöldu hjá
frænku okkar Rósönnu og áttu þar
alveg yndislegan tíma og var mikið
keyrt um og farið í skoðunarferðir
og nýr flugvöllur í nágrenninu skoð-
aður. Einnig eru ógleymanleg öll
jólaboðin sem við áttum hjá þeim á
Víðivöllunum á jóladag ár hvert.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum þennan kæra vin.
Rósanna og Sindri eiga svo sann-
arlega eftir að sakna þessa vinar
sem var alltaf boðinn og búinn að
gera allt fyrir þau og var þeim svo
hlýr og góður. Við biðjum góðan
guð að styrkja þig á þessum erfiðu
tímum elsku Rósanna okkar og í
hjarta okkar lifir minningin um
góðan mann.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hjördís Jóna, Andrés,
Rósanna og Sindri.
í dag kveðjum við Kristján Odds-
son sem verið hefur samstarfsmað-
ur okkar um árabil. Fyrstu árin
vann hann með símamönnum við
línulagnir, viðhald og annað sem
til féll. Síðar gerðist hann póstbíl-
stjóri og flutti póst á stöðvarnar
með ströndinni og í Hveragerði.
Milli póstferða sinnti hann ýmsum
daglegum störfum sem ekki létu
alltaf mikið yfir sér en þurfti að
sinna. Mikilvægi þeirra kom betur
í Ijós þá sjaldan Kristján var fjarver-
andi og var hans þá oft saknað.
Kristján hafði gaman af að vera
með vinnufélögunum og fjölskyld-
um þeirra þegar komið var saman
utan vinnutíma. Hann var afar
barngóður og nutu börn okkar þess
í samskiptum við hann.
Kristján mun ekki alltaf hafa
gengið heill til skógar en sinnti þó
störfum sínum af samviskusemi alla
tíð. Við þökkum honum samstarfið
og samfylgdina um veraldarveginn.
Rósönnu sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró
og hinum líkn er lifa.
(Sólarljóð, 82)
Starfsfólk Pósts og síma,
Selfossi.
Þau sorgartíðindi bárust út sl.
mánudag að Kristján Oddsson,
Víðivöllum 2 á Selfossi, starfsmaður
hjá Pósti og síma, hefði orðið bráð-
kvaddur í bíl sínum daginn áður,
sunnudaginn 4. febrúar, langt um
aldur fram.
Ferðinni hafði verið heitið út á
flugvöll, en þangað lá leiðin oft.
Kristján, sem var félagi í Flug-
klúbbi Selfoss, hafði mikinn áhuga
á flugi og tók mjög virkan þátt í
störfum klúbbsins. Vandvirkni og
snyrtimennska einkenndu störf
hans og kom það þess vegna sjálf-
krafa í hans hlut að halda öllu í
röð og reglu í flugstöðinni. í tengsl-
um við lendingarkeppnir sá hann
oftast um merkingar flugbraut-
anna og fleira er að þeim laut.
Ógleymanlegar voru einnig stund-
irnar á sunnudagseftirmiðdögum
þegar ekki var flogið, en rabbað í
flugstöðinni í staðinn. Valur And-
ersen, flugrekandi í Vestmannaeyj-
um, naut starfa Kristjáns. Þetta
samstarf var orðið í nokkuð föstum
skorðum, en upphaflega þróaðist
það úr greiðasemi og lipurleika.
Svona var Kristján. Fyrir þetta og
miklu meira viljum við félagarnir
í Flugklúbbi Selfoss þakka góðum
félaga, nú þegar leiðir skilja í bili.
Um leið vottum við Rósönnu Hjart-
ardóttur, sambýliskonu Krisstjáns,
innilega samúð.
Jón Guðbrandsson.
Það er mikill og sár söknuður
að Kristjáni Oddssyni, sem svo
óvænt og óvægið er fallinn 'frá langt
fyrir aldur fram. Kristján var ein-
staklega traustur og góður félagi
og var alltaf tilbúinn til þess að
leysa úr málum sem leysa þurfti.
Ég kynntist Kristjáni fyrst í fluginu
á Selfossflugvelli þar sem hann var
daglega kallaður Stjáni, enda fé-
lagsskapurinn í kring um flugið
þess eðlis að gælunöfnin eru svo
eðlileg. Stjáni var sérstaklega bón-
góður, alltaf tilbúinn til þess að
hjálpa, alltaf á vaktinni og hann
var svo sannarlega vinur vina sinna.
Stjáni var snyrtimenni fram í fing-
urgóma og það gilti fyrir allt sem
hann kom nálægt, hvort sem það
var heimilið, bíllinn, flugvöllurinn
eða annað. Hann var pottþéttur eins
og maður segir um þá sem standa
til fulls fyrir sínu.
Stjáni kippti sér ekkert upp við
það að vera endalaust í snúningum
á sínu sérstaka áhugasviði fluginu,
dytta að, skjótast eftir hinu og
þessu og honum þótti ekkert til-
tökumál að skreppa til Þorlákshafn-
ar í Heijólf með bíl eða að sækja
bíl. Stjáni leyndi á sér á mörgum
sviðum, því hann flíkaði ekki skoð-
unum sínum, en hann var mikill
flugáhugamaður og í hópi þeirrar
harðsnúnu og kraftmiklu sveitar
flugáhugamanna á Selfossi sem
hafa byggt upp flugvöllinn þar af
meiri ósérhlífni en þekkist nokkurs-
staðar á landinu í hópi áhuga-
manna. Stjáni átti fullkomið tal-
stöðvar- og hlustunarkerfi og hafði
„control" á mörgum þáttum, flug-
umferð og ýmsu fleiru. Hann var
nánast öllum stundum í frítíma sín-
um á Selfossflugvelli, hellti upp á
könnuna, pússaði og snyrti bæði
smátt og stórt. Eins var hann á
heimili sínu svo ánægður og glað-
ur, og að koma heim til þeirra Rós-
önnu og Stjána var eins og að koma
heim til sín. Heimili þeirra, svo hlý-
legt og fallegt, bar þeim báðum
gott vitni.
Það er sárt að sjá á eftir Stjána
hverfa yfir móðuna miklu í blóma
lífsins og mannlífið og athafnalífið
í fluginu verður fátækara eftir og
ekki eins svipmikið. Einhvernveginn
af sjálfu sér varð Stjáni svo mikil-
vægur í umhverfi sínu þótt hann
krefðist einskis í þeim efnum.
Við Inga vottum vinum og vanda-
mönnum Stjána dýpstu samúð og
megi minningarnar um góðan dreng
og traustan milda sársaukann. Það
var gott að eiga Stjána að í leik
og starfi og þakklæti er okkur efst
í huga þegar við kveðjum hann.
Valur og Inga.
• Flciri minningargreinar um
Kristján Oddsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Heiðargerði 96,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 7. febrúar.
Jón Frímann Eiríksson, Steinunn Ásta Björnsdóttir,
Ester Eiríksdóttir, Örn Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum öllum þeim, er sýndu hlýhug
og samúð við útför
GUÐRÚNAR
GUÐJÓNSDÓTTUR,
Hólabraut 3,
Hafnarfirði.
Oddur Ingvason,
börn, tengdabörn, barnabörn,
systkini hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.