Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 35
ASTRIÐUR
SIG URJÓNSDÓTTIR
+ Ástríður Sigur-
jónsdóttir var
fædd á Rútssöðum
í Svínadal, Austur-
Húnavatnssýslu,
22. janúar 1925.
Hún lést í Landspít-
alnum 1. febrúar
1996. Foreldrar
hennar voru Sigur-
jón Oddsson og
Guðrún Jóhanns-
dóttir og eignuðust
þau 13 börn, þar af
komust 12 til full-
orðinsára. Áður
hafði Siguijón
eignast 4 börn sem öll eru lát-
in. Af alsystkinum eru 9 á lífi.
Árið 1947 giftist Ástríður
Grími Eiríkssyni, sem fæddur
var í Ljótshólum, 23. apríl
1916, en hann lést 22. maí 1993.
Þau hófu búskap í Ljótshólum
árið sem þau giftust og bjuggu
þar til haustsins 1974 er þau
brugðu búi og fluttust til
Reykjavíkur. Ástríður vann
síðustu 13 árin á
barnaheimilinu
Skógarborg en
Grímur var um ára-
bil vaktmaður í
Stjórnarráðinu.
Þau Ástríður og
Grímur eignuðust 2
börn, Eirík, fædd-
an 20. nóvember
1947. Synir hans
eru Grímur Fann-
ar, fæddur 1. febr-
úar 1972, Bjarki
Rafn, fæddur 4.
desember 1975 og
Rúnar Örn, fæddur
24. nóvember 1988.
Dóttir þeirra Anna fæddist
24. júní 1951. Hún er gift Run-
ólfi Þorlákssyni, fæddum 24.
september 1950. Synir þeirra
eru Þorlákur, fæddur 24. mars
1973 og Daði, fæddur 1. júní
1979.
Útför Ástríðar fer fram í
dag frá Árbæjarkirkju og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Sem þá á vori sunna hlý
sólgeislum lauka nærir
og fífílkolli innan í
óvöknuð blöðin hrærir,
svo vermir fögur minning manns
margt eitt smáblóm um sveitir lands,
fijóvgar og blessun færir.
(Jónas Hallgrimsson.)
Það eru ekki liðin þijú ár síðan
við fylgdum afa okkar, Grími, til
grafar. Og enn kveðjum við ætt-
menni í síðasta sinn. í þetta sinn
er það amma okkar sem eftir hart
og erfitt stríð kveður þennan heim
og heldur í sína síðustu för. í lifanda
lífi var hún klettur í hafínu, hörð
af sér, kjarkmikil og virtist getað
staðið af sér öll verstu veður. Það
er dæmi um kjarkinn í henni að
stuttu fyrir andlátið bað hún um að
sér yrði færð myndavél svo hún
gæti nú átt mynd af sér þegar hún
kæmi heim. Það virtist vera sama
hvað bjátaði á, alltaf var allt gott
að frétta og henni leið bærilega. Það
var ekki hennar, að bera vandræði
sín á torg.
Það kom varla fyrir þegar maður
kom í Drápuhlíðina til afa og ömmu
að amma væri ekki að pijóna og þær
eru ófáar peysumar hennar sem
fólk, bæði hér heima og erlendis,
klæðist. Amma var örlát kona og
gaf stórar gjafir, hvaða nafni sem
nefnast. Hún var í gegnum árin stoð
og stytta afa í veikindum hans. Þá
hefði engan grunað að það myndi
heija á hana ömmu jafn skæður
sjúkdómur og sá sem lagði hana að
velli.
Síðustu dagana var farið að draga
af henni og lést hún á afmælisdegi
elsta barnabarnsins, 71 árs að aldri.
Við vitum að nú leiðir afi hana
um himnasalina og kynnir hana fyr-
ir nýjum heimkynnum þar sem henni
mun aftur líða vel.
Um leið og við kveðjum ömmu í
síðasta sinn viljum við þakka henni
samfylgdina. Við biðjum algóðan
Guð um að vernda minningu ömmu
okkar, og þeirra hjóna. Saman munu
amma og afi vaka yfir fólkinu sínu
og gæta þess um ókomna tíð.
Grímur Fannar, Þorlákur,
Bjarki Rafn, Daði og Rúnar Örn.
Erfitt er að sætta sig við að Ásta
tengdamóðir mín skuli ekki vera
Iengur hér á meðal okkar. Hún sem
alltaf hafði verið svo frísk og kát.
Fyrir réttum sjö mánuðum kenndi
Ásta sér fyrst lasleika sem reyndist
krabbamein á háu stigi. Þótt útlitið
væri ekki gott var hún tilbúin að
takast á við þá baráttu, sem þessum
sjúkdómi fylgdi, af rósemi og rniklu
æðruleysi. Aldrei hvarflaði að henni
að gefast upp þótt baráttan væri
erfið. Helst vildi hún tala um lífið
og tilveruna á léttu nótunum og sem
minnst um sína erfiðleika. Þetta
endurspeglaði lífsviðhorf hennar
eins og hún á kyn til. Rútsstaða-
systkinin eru öll harðdugleg, geisl-
andi og glaðvært fólk, sem kunna
að horfa á björtu hliðamar í lífinu
og íþyngja ekki öðrum með voli og
væli.
Þau Ásta og Grímur hættu búskap
í Ljótshólum og fluttust til Reykja-
víkur 1974. Lengst af starfaði hún
í eldhúsinu á Skógarborg, barna-
heimili Borgarspítalans þar sem hún
eignaðist marga góða vini og vinnu-
félaga sem reyndust henni alla tíð
tryggir og góðir vinir og ekki síst í
veikindum hennar síðustu mánuðina.
Þótt Ásta hafi unnið utan heimilis
mest alla sína starfsævi reyndist
henni létt að sinna heimili sínu af
miklum höfðingsskap. Sama var
hvenær komið var í Drápuhlíðina,
alltaf voru nógar veitingar og gilti
þá einu hvort matarlistin væri mikil
eða lítil, alltaf átti maður að fá sér
aðeins meira.
Ásta var félagslynd kona og tók
virkan þátt í starfí Húnvetningafé-
lagsins í Reykjavík og bar hag þess
félags og heimahaga sinna mjög
fyrir bijósti. Hún hafði mikla ánægju
af að dansa og spila og átti marga
góða vini til að gleðjast með á þeim
vettvangi. Fá augnablik voru henni
ánægjulegri en þegar vel gekk í
spilamennsku með góðum mótspil-
ara því kappið var mikið. Ég held
að það séu einu skiptin sem tengda-
mamma setti ofan í við mig þegar
ég sagði vitlaust á spilin eða gaf
vitlaust í.
Frá því leiðir okkar Önnu, dóttur
þeirra Ástu og Gríms, lágu fyrst
saman, fyrir rúmum aldarfjórðungi,
hefur Ásta ætíð reynst mér trygg
og með afbrigðum hjálpsöm í hveiju
því sem hún sá að betur mátti fara.
Á kveðjustundu sem þessari rifjast
upp margar gleði- og ánægjustundir
sem erfitt er að sætta sig við að
ekki verða fleiri að sinni.
Ég vil er leiðir skilja þakka Ástu
fyrir fágæta ræktarsemi, vináttu og
tryggð sem aldrei bar skugga á.
Runólfur Þorláksson.
í dag er jarðsungin frá Árbæjar-
kirkju Ástríður Siguijónsdóttir frá
Ljótshólum og langar mig til að
minnast hennar með örfáum orðum.
Ásta, eins og hún var alltaf kölluð,
var fædd og alin upp á Rútsstöðum
í Svínadal, A-Húnavatnssýslu, en
hún fór aðeins yfir ána og 15. júní
1947 giftist hún Grími Eiríkssyni,
bóndasyni í Ljótshólum. Þar tóku
þau svo við búinu af foreldrum
Gríms. Þau byggðu upp á jörðinni,
ræktuðu tún og bjuggu þar um all-
langt skeið eða þar til heilsan brast
hjá Grími. Ásta og Grímur eignuð-
ust tvö börn, Eirík og Önnu. Ásta
var myndarleg kona og alltaf svo
hýr og falleg á svipinn. Hún bar sig
mjög vel og var alltaf létt á fæti og
létt í lund. Mér fannst Ásta alltaf
fín í hverju sem hún var og þar kom
vel í ljós hennar meðfædda snyrti-
mennska.. Alla tíð var mikill sam-
gangur milli heimilanna á Grund og
Ljótshólum bæði vegna vináttu
fólksins sem bæina byggðu og svo
var mamma mín alin upp í Ljótshól-
um og leit því alltaf á Grím sem
bróður sinn. Ég man vel hvað mér
fannst alltaf gaman og gott að fara
fram að Ljótshólum þegar ég var
krakki. Þar átti Anna, besta vinkona
mín, heima og þar voru allir svo
hressir og kátir og heimiljð var sér-
staklega fallegt, já hún Ásta hugs-
aði mjög vel um heimilið sitt, þar
sá aldrei fis á nokkrum hlut og allt-
af var allt í röð og reglu. Hún var
dugleg að hveiju sem hún gekk og
mjög vel verki farin. Hún var mikil
hannyrðakona og veit ég að margir
fallegir hlutir liggja eftir hana nú
þegar hún ér gengin. Ég man ekki
eftir því að ég sæi Ástu oft sitja
auðum höndum því hún pijónaði
mikið og heklaði og saumaði af
snilld.
Við Ásta unnum einn vetur saman
á grunnskólanum á Húnavöllum og
man ég vel hvað hún var þar góð
við yngstu bömin sem þá voru þar
í heimavist og áttu oft erfitt á kvöld-
in. Ásta gekk þá á milli barnanna
og þurrkaði tár af mörgum litlum
vanganum og fór ekki frá fyrr en
bros var komið á litlu andlitin. Þetta
var Ástu mjög ljúft því hún var alla
tíð mjög barngóð.
Ég minnist þess oft með miklu
þakklæti hvað Ásta reyndist mér og
foreldrum mínum vel þegar ég glenti
í bílslysi þennan sama vetur, þá kom
vel í ljós hvað hún var hugulsöm og
góð.
Ég kom til Ástu í haust og var
hún þá komin í sjúkrahús. Hún vissi
alveg sjálf hvað var að henni og að
hveiju stefndi en hún var mjög róleg
og sterk og þannig hefur hún alltaf
verið í gegnum lífið. Hún barðist í
gegnum veikindi sín eins og hetja.
En nú er hún farin yfir móðuna
miklu, mér finnst svo alltof fljótt því
hún var alltaf svo hraust og hress
og því vildi maður vart trúa því að
hún væri að fara.
Anna mín og Eiríkur, ég og fjöl-
skylda mín öll vottum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar dýpstu samúð. Miss-
ir ykkar er mikill en minningin um
góða móður lifir alltaf.
Ragnhildur Þórðardóttir.
Nú er Ásta, eins og hún oftast
var kölluð, farin frá okkur til betri
heima. Þar er hún nú „frjáls eins
og fuglinn", laus úr þeim fjötrum
sem veikur líkaminn lokaði hana
inni í síðustu mánuðina. Leiðir okk-
ar lágu saman í leikskólanum Skóg-
arborg við Borgarspítalann, nú
Sjúkrahús Reykjavíkur, en þar
starfaði Ásta í þrettán ár. Lét af
störfum fyrir ári, þá sjötug að aldri.
Hún sá um eldhúsið sem jafn-
framt er setustofa starfsfólks og
því oft þröng á þingi. Þrengslin
skiptu ekki máli, Ásta var hrókur
alls fagnaðar. í eldhúsinu var ætíð
líf og fjör svo oft heyrðust hlátra-
sköll inn um allt hús. Þá sérstaklega
þegar „bílstjórarnir okkar“, þeir
Friðrik og Siggi, komu með matinn
enda annar þeirra úr Húnavatns-
sýslunni og þeir félagar miklir vinir
Ástu.
Ásta var falleg kona, félagslynd,
skemmtileg, myndarleg til verka og
jafnframt rösk, sama hvort það var
að baka kökur, við hannyrðir eða
þrífa, allt var gert af sama skör-
ungsskapnum.
Hún hafði yndi af ferðalögum,
tónlist, dansi og að spila, sérstak-
lega félagsvist og vann hún oft til
verðlauna í keppni, t.d. hjá Húnvetn-
ingafélaginu í Reykjavík en þar var
hún virkur félagi. Oft voru tekin
dansspor í eldhúsinu og fíflast t.d.
fyrir dansiballið á Vesturgötunni
eins og Ásta kallaði skemmtunina
með eldri borgurunutn þar á föstu-
dögum.
Ásta var hlý og glaðleg við börn-
in enda leituðu þau oft til hennar í
eldhúsið til að fá smá spjall og
stundum bita í munn, að launum
fékk hún fallegt bros og hlýjan hug
barnanna.
Ásta tók ætíð vel á móti gestum
að húnvetnskum sið, hvort sem það
var í eldhúsinu í Skógarborg eða
heima. Var ýmsu vön í þeim efnum,
hafði verið húsmóðir í sveit að Ljóts-
hólum í Svínadal A-Hún. fram yfir
miðjan aldur. Þar var mjög gest-
kvæmt, enda ríkti þar rausn og
myndarskapur þeirra hjóna Ástu og
Gríms Eiríkssonar. Grímur lést 22.
maí 1993.
Það reyndist þeim hjónum erfitt
þegar þau þurftu að yfirgefa Dalinn
sinn og flytja á mölina. Þrátt fyrir
þessa breytingu var Ásta alltaf
sannur Húnvetningur og framsókn-
armaður, hélt því óspart á lofti við
samstarfsfélaga, svo oft var haft
gaman af og hló Ásta þá manna
mest. Þessu til staðfestingar fékk
hún alltaf grænan kartonhatt þegar
þeir voru gerðir við „hátíðleg tæki-
færi“ í leikskólanum og grænan
penna til að skrifa með öll þau þrett-
án ár sem hún vann með okkur.
Ásta og Grímur eignuðust tvö
börn, Önnu og Eirík, og eru barna-
börnin fimm. Allt er þetta mesta
myndar- og dugnaðarfólk og bar
Ásta hag þeirra mjög fyrir bijósti
og síðast en ekki síst má nefna
tengdasoninn Runólf sem hún dáði
mjög. Ásta hefur staðið við hlið af-
komenda sinna og hlúð að þeim á
lífsbrautinni og þau að henni. Að-
dáunarvert hefur verið að sjá þann
stuðning sem þau hafa sýnt henni
í erfiðum veikindum, sem og öll stór-
fjölskyldan, en hún var úr sautján
systkina hópi.
Ásta var heilsuhraust þar til síð-
ustu mánuðina og alla tíð lítið gefin
fyrir kvart og kvein. Til marks um
það mætti hún öll árin sem hún
starfaði með okkur til vinnu hvern
einasta dag, nema í tvær vikur þeg-
ar hún datt á leið til vinnu og hand-
leggsbrotnaði. Þetta er einstök sam-
viskusemi í starfi, því oft var mætt
þó í raun væri ekki geta til þess.
Þegar Ásta fékk þær fréttir í júlí
síðastliðnum að hún væri með
krabbamein og ekki útlit fyrir langt
líf, var hún ákveðin í að láta það
ekki bijóta sig niður, heldur njóta
lífsins meðan stætt væri og við það
stóð hún, var af þeim meiði komin
þar sem mótlæti var tekið með ró
og stillingu.
Við sem eftir sitjum og syrgjum
einstakan vin, munum hneigja höf-
uðið í þökk fyrir lífshlaup góðrar
konu og sanns vinar og láta okkur
dreyma um endurfundi á vegum
eilífðarinnar, þegar sú ferð verður <
farin sem okkur er öllum ætluð. í
þeirri ferð verður gott að tylla sér
niður í brekkunni í „dalnum" hennar
Ástu og anda að sér angan blóm-
anna.
Við biðjum almættið að milda
sorg fólksins hennar og leitum sjálf
huggunar í þeirri staðreynd að hún
lifði með bros á vör og endurminn-
ingin um hana verður aldrei dapur-
leg.
Megi guð geyma Ástu okkar og
þökk fyrir samfylgdina.
Fyrir hönd starfsfólks og bama
f Skógarborg,
Sigrún Björg Ingþórsdóttir,
Olga Guðmundsdóttir. <
• Fleiri minningargreinar um
Ástriði Sigurjónsdóttur bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.
t
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
EYGLÓ KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á heimili sínu, Skriðuseli 1, sunnudaginn 4. febrúar.
Nánustu aðstandendur.
t
Móðir okkar, tengdmóðir og amma,
SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Vatnsnesi,
Grímsnesi,
verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 10. febrúar
kl. 14.00.
Börn, tengdasynir og ömmubörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA RÓSA INGVARSDÓTIR,
Vallholti 3,
Ólafsvík,
verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju
á morgun, laugardaginn 10. febrúar,
kl. 14.00.
Rútuferð verður frá BSÍ kl. 9.00.
Oliver Kristjánsson,
Anna E. Oliversdóttir, Karl V. Karlsson,
Jóhanna H. Oliversdóttir, Magnús Steingrimsson,
Hjördís Oliversdóttir,
Jón Þ. Oliversson, Kolbrún Þ. Björnsdóttir,
Guðmunda Oliversdóttir, Páll Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGUNN MAGNÚSDÓTTIR
TESSNOW,
Gullsmára 11,
Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum að morgni
7. febrúar.
Útförin verður auglýst sfðar.
Werner Tessnow,
Unnur Tessnow, Baldvin Einar Skúlason,
Hulda Björg Baldvinsdóttir, Jóhannes Kristjánsson,
Hafdfs Erla Baldvinsdóttir, Einar Ragnarsson,
Helgi Magnús Baldvinsson, Bára Mjöll Ágústsdóttir,
Jóhanna Valdís Jóhannsdóttir,
Erna Federling
og langömmubörn.