Morgunblaðið - 09.02.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Anna Erna
Bjarnadóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 16. apríl 1943.
Hún lést í Reykjavík
3. febrúar síðastlið-
inn. Hún var næstelst
fimm barna hjónanna
Kristínar Einarsdótt-
ur, f. 29.4. 1914, d.
7.2. 1995, og Bjarna
Bjarnasonar rakara-
meistara, f. 12.5.
1916.
Systkini: Jónina, f.
9.1. 1942, Bjarni, f.
20.11. 1946, d. 19.8.
1966, Helga, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 2.5. 1948, gift Hjalta
Jóhannssyni og eiga þau tvo
syni. Einar, verkstjóri, f. 8.8.
1956, kvæntur Ester Ólafsdótt-
ELSKU amraa.
Nú ertu farin frá okkur, út í frels-
ið og himnasæluna. Þú kvaddir
okkur með reisn og glæsileika sem
þér einni var lagið. Eftir sitjum við
hin með allar fögru minningamar
um þig og söknum þess að hafa
ekki notið þín lengur. Þú kenndir
okkur mikið þennan tíma og æðm-
leysi þitt og lífsvilji var aðdáunar-
verður.
Þú gafst okkur ómetanlegt vega-
nesti út í lífið. Alltaf varstu til stað-
ar þegar eitthvað bjátaði á, með
hlý orð og skynsamar ráðleggingar.
Þú beindir okkur inn á réttar braut-
ir og gerðir allt til að forða okkur
frá falli.
Bemskuminningarnar eru gleði-
legar og alltaf munum við þá ham-
ingju og þann kærleika sem ríkti á
milli þín og pabba.
Hreinskilni var ein af þínum
stærstu' kostum og oftar en ekki
komu upp þær aðstæður þar sem
auðvelt hefði verið að fara í kring-
um hlutina, en það kunni Erna
Bjarna ekki við. Mamma kom alltaf
hreint fram óg fals var ekki til í
hennar huga.
Þú varst mjög heimakær og gerð-
ir heimilið okkar að eftirsóttum og
notalegum stað. Matargerðarlistin
var áhugamál þitt og nutum við
góðs af. Sem unglingum fannst
okkur eftirsóknarverðara að vera
heima á kvöldin í faðmi fjölskyld-
unnar, heldur en að vera að þeyt-
ast út um allan bæ í leit að skemmt-
unum.
Þú varst vel liðin af því fólki sem
kynntist þér og alls staðar vaktir
þú athygli fyrir glæsileika og snyrti-
mennsku, enda gerðir þú þér ætíð
far um að koma vel fyrir, jafnt í
orði sem verki.
Meira að segja í gegnum öll veik-
indin, þar sem þú þurftir oftar en
einu sinni að berjast fyrir lífinu,
sýndir þú alltaf sama jákvæða við-
horfið.
Ömmubörnin þín urðu tvö og
hrifust þau af hlýju þinni og per-
sónujeika, eins og öll hin börnin í
ur, þau eiga 4
börn.
Erna giftist
10.12. 1966 Magn-
úsi Þorsteini
Karlssyni, vél-
virkja, f. 4.7.1936.
Börn þeirra eru:
Kristín Björk,
röntgentæknir, f.
7.11. 1965, gift
Páli G. Arnar iðn-
aðartæknifræð-
ingi, og eiga þau
tvær dætur, Aldísi
Ernu og Berglindi
Elenóru. Þröstur,
matreiðslumaður, f. 12.10.
1971.
Útför Ernu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst at-
höfnin kiukkan 13.30.
fjölskyldu okkar. Alltaf var gaman
að koma í Hraunbæinn til ömmu
og afa, enda dekrað við litlu krílin.
Amma hafði oft á orði, hversu
yndislegt ömmuhlutverkið væri og
naut hún þess ríkulega.
Það er erfitt að kveðja þig elsku
mamma, því þú varst yndisleg
manneskja og skildir eftir þig stórt
skarð í litlu ijölskyldunni okkar.
En nú líður þér vel og við verðum
að hugga okkur við það. Við verðum
að lifa áfram í þínum anda, vera
lífsglöð og jákvæð því lífið heldur
áfram.
Við viljum þakka Helgu Bjarna-
dóttur, systur mömmu, fyrir allan
stuðninginn og hjálpina sem hún
veitti mömmu í veikindum hennar.
Alltaf stóð Helga eins og klettur
við hlið mömmu og tengdust syst-
urnar sterkum böndum þehnan
tíma.
Að lokum viljum við þakka öllu
starfsfólki deildar A7 Borgarspítala
fyrir frábæra hjúkrun og umönnun.
Kristín Björk og Þröstur.
Kveðja frá systur
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minninpm hlýjum.
(Hallgrimur I. Hallgrímsson.)
Baráttunni er lokið, kominn tími
til að kveðja og þakka fyrir sam-
fylgdina. Við Erna kynntumst ekki
að ráði fyrr en hún var orðin ungl-
ingur og ég 10-12 ára. Vegna erf-
iðra veikinda móður okkar var okk-
ur sytrum komið í fóstur til tveggja
móðursystra okkar. Ema og Nína
fóm til Siglufjarðar 5 og 6 ára
gamlar en ég til Hafnarfjarðar að-
eins mánaðargömul. Þá var mamma
lögð inn á Vífilsstaði, orðin fárveik
af berklum, og dvaldi þar næsta
árið. Þegar hún hresstist og komst
aftur heim til Vestmannaeyja sam-
einaðist fjölskyldan á ný, nema ég
var áfram í Hafnarfirði í góðu yfir-
læti. Það er einmitt af Norðurbraut-
inni sem mínar fyrstu minningar
um þessa stóm, fallegu systur mína
eru. Þegar hún að lokinni sumar-
vinnu kom ásamt vinkonum sínum
suður til að skemmta sér dálítið
áður en sest var aftur á skólabekk
að hausti. Ég man hvað ég mændi
full aðdáunar á hana þar sem hún
stóð fyrir framan spegilinn og lag-
aði sig til áður en haldið var í bæ-
inn, nú, og stundum fékk litla syst-
ir að fara með og var þá gjarnan
komið við á „Hressó" og ferðin þar
með fullkomnuð.
Ekki var ég síður stolt af fyrirlið-
anum systur minni nokkrum árum
síðar, þegar ég fór að fara ein í
heimsókn til Vestmannaeyja og
horfa á hana geysast um handbolta-
völlinn í stuttbuxum og bol en Erna
spilaði handbolta með Tý á sínum
yngri árum.
Svo þegar Erna giftist Magga
sínum og fluttist suður kynntumst
við enn betur og höfum átt margar
yndislegar samverustundir í gegn-
um árin.
Við eigum báðar syni fædda á
sama árinu og oft hefur verið gott
að geta borið saman bækur sínar
um frændurna fjörmiklu.
Yngri sonur minn, sem nú er
skiptinemi í Ameríku, biður fyrir
ástarkveðjur til „Endu“ sinnar og
Magga, en hann dvaldi tvívegis hjá
þeim um tíma meðan foreldrarnir
voru á ferðalagi. Á milli hans og
þeirra myndaðist innilegt samband
sem haldist hefur síðan.
Lengst af hefur heimili Ernu og
Magga staðið í Hraunbænum, þar
er snyrtimennskan og reglusemin í
fyrirrúmi og voru þau einstaklega
samtaka í þeim efnum.
Erna var heimavinnandi og helg-
aði sig uppeldi barnanna sinna þar
til þau voru orðin sjálfbjarga. Þá
hóf hún störf hjá Íslensk-Ameríska
verslunarfélaginu og starfaði þar í
10 ár eða þar til hún veiktist fyrir
tveimur og hálfu ári. Henni líkaði
vinnan vel og þar eignaðist hún
góða vini sem hafa sýnt henni rækt-
arsemi og hlýhug í veikindunum.
Erna naut þess að ferðast, sér-
staklega um Evrópu, og átti hún
sín uppáhalds lönd sem voru Þýska-
land og Austurríki.
Löngu áður en fyrirbærið „flug
og bíll“ varð vinsælt höfðu þau hjón
notfært sér þann ferðamáta í mörg
ár. Hvað er líka notalegra en að
staldra við í litlu sveitaþorpi í Ölp-
unum, setjast niður við borð úti á
gangstétt og fá sér glas af köldu
hvítvíni?
Víst hefði Ema viljað lifa lengur,
ferðast með Magga sínum og fá
að fylgjast með uppvexti litlu dótt-
urdætranna sem eru einmitt að
flytja í bæinn eftir að hafa búið á
Húsavík sl. 2 ár, en örlögin verða
ekki umflúin, kallið er komið, orust-
an töpuð þrátt fyrir hetjulega bar-
áttu fram á síðustu stundu.
Um tíma virtist jafnvel sigur í
sjónmáli en hálfum mánuði fyrir
brúðkaup Kristínar Bjarkar og
Palla í júlí í sumar blossaði óþverr-
inn upp að nýju og nú hálfu ill-
skeyttari en fyrr. Erna samdi við
læknana um frest á meðferð þar
til fram yfir brúðkaup og með blóð-
gjöf og góðra manna hjálp tókst
henni að standa á fótunum og rækja
skyldur sínar þar til allt var yfir-
staðið.
Síðan, eða í rúmlega hálft ár,
hefur hún dvalist nær óslitið á deild
A7 á Borgarspítalanum, þar sem
allt hefur verið gert til að létta
henni róðurinn. Þvílíkt einvala
starfslið sem Borgarspítalinn hefur
þar upp á að bjóða hélt ég að fyrir-
fyndist ekki í okkar spítalakerfi.
Maður hafði stundum á tilfmning-
unní að hún væri eini sjúklingurinn
á deildinni, það var alltaf tími til
að spjalla og sinna andlegum þörf-
um jafnt sem líkamtegum. Hafíð
hjartans þakkir fyrir, öll sem eitt.
Elsku Maggi, Kristín mín og
Þröstur, megi minningin um Ernu
styrkja ykkur um alla framtíð.
Helga.
Látin er í Reykjavík Erna frænka
mín eftir harða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Erna var fædd í Vest-
mannaeyjum 16. apríl 1943. Hún
var næstelst fimm barna hjónanna
Kristínar Einarsdóttur og Bjarna
Bjamasonar. Móðir Ernu, Kristín,
lést fyrir réttu ári og Bjarni bróðir
hennar árið 1966.
Sem lítil stúlka fór ég oft til
Eyja til móður- og föðurforeldra
minna sem þar bjuggu og heim-
sótti þá gjarnan Kristínu ömmu-
systur mína og Bjarna, foreldra
Ernu, sem þar bjuggu á Heiðarveg-
inum í Eyjum. Oftast nefndi ég
báðar frænkur mínar Ernu og Nínu
systur hennar í sömu andránni því
svo samrýndar voru þær og lítill
aldursmunur þeirra á milli. Eg var
ákaflega stolt af þessu frændfólki
mínu í Eyjum.
En Ernu kynntist ég síðan betur
nú hin síðari ár í gegnum sameigin-
lega reynslu. Við tvær urðum „bar-
áttufrænkur". Báðar greindumst
við í sömu vikunni fyrir rúmum
tveimur árum með sjúkdóm sem
ber sama heitið en er til í ótal
myndum. Við ræddum þessa miklu
reynslu í lífi okkar, töldum kjark
hvor í aðra, reyndum að vera bjart-
sýnar og öðluðumst bætta og betri
lífssýn. Fyrir okkur var beðið af
góðu fólki og sjálfar sóttum við
saman yndislegar bænastundir í
Seljakirkju einu sinni í viku og
ákváðum að fela Guði örlög okkar.
Helga, uppeldissystir móður
minnar, besta frænka mín og systir
Ernu, fékk ærið verkefni að hugsa
um okkur báðar. Af mér sleppti hún
hendinni þegar henni þótti ástæða
til en yfir Ernu systur sinni hefur
hún vakað sl. ár.
Hún létti henni sporin í barátt-
unni svo um munaði þar til yfir
lauk. Hún er einstök hjúkrunarkona
og sálufélagi og fyrir allt sem hún
gaf okkur „baráttufrænkunum" af
sjálfri sér vil ég þakka.
Þegar mér varð ljóst að Erna
frænka mín biði ósigur í baráttu
sinni við sjúkdóm sinn, var sem
slokknaði vonarneisti í mínu bijósti.
Báðar ætluðum við að lifa af þenn-
an skelfilega sjúkdóm. En ég veit
núna að tilgangurinn með sjúkdóm-
um er ekki hinn sami hjá öllum.
Okkur er ekki öllum ætlað að lifa
þá af. Ég veit að fyrir mér voru
veikindin „kennsla".
Ég átti greinilega margt ólært
og átti að læra af reynslunni, a.m.k.
um sinn. Tilgangurinn hjá Ernu
frænku minni var annar. Hún hafði
skilað sínu hlutverki hér. Hennar
beið annað og mikilvægara hlutverk
hinumegin. Það er trú mín að nú
sé hún frjáls, geti fylgst með fólk-
inu sínu hérna megin en haldið
áfram að þroskast á æðri og bjart-
ari sviðum og taki síðan á móti
okkur þegar við kveðjum þetta jarð-
líf.
Síðustu dagana þráði hún að
komast til himna eins og hún orð-
aði það. Henni hefur nú orðið að
ósk sinni og frá ásjónu hennar nú
má greina mikinn feginleika. Bar-
áttunni er lokið. En hjá okkur sem
eftir stöndum heldur lífsbaráttan
og þroskinn áfram um sinn. Við
höfum ekki enn skilað tilætluðum
árangri hér á jörð. En óhætt er að
fullyrða að við höfum mikið lært
af hetjulegri baráttu frænku minnar
sl. ár.
Elsku Helga mín, Guð gefi þér
styrk í sorginni. Þér verður seint
fullþakkað það sem þú gerðir fyrir
systur þína.
Ég votta eiginmanni Ernu,
Magnúsi, börnunum hennar, Krist-
ínu og Þresti, tengdasyni og barna-
bömum, föður Ernu, Bjarna, Nínu
og Helgu, systrum hennar, mína
dýpstu samúð. Megi Guð gefa þeim
öllum styrk í sorginni.
Hvíl í friði, elsku Erna.
Guðný Stefánsdóttir.
Það er ekki oft sem hægt er að
minnast einhvers sem líf manns
hefur átt samleið með án þess að
nokkur misbrestur eða skuggi falli
á. En Erna var þannig að ekki kem-
ur eitt einasta atvik upp í hugann
sem misfella var á, einungis gleði
og dillandi hlátur hennar. Þessi
yndislega kona með fallegu barns-
augun sín var smitandi gleðigjafi,
hún var jákvæð og bjartsýn fram í
fingurgóma og var það með full-
komlega einlægum hug.
Þessi ár sem ég þekkti og starf-
aði með Ernu vorum við góðir og
kærir vinir, alltaf samgladdist hún
mér, eða kom mér í gott skap ef
eitthvað bjátaði á, því ógerlegt var
að vera leiður í návist hennar. Jafn-
vel í sinni erfiðu baráttu var hún
svo sterk að aðdáun vakti og lét
ekkert buga sitt góða skap.
Það er með gífurlegum söknuði
í hjarta að ég kveð þessa ljúfu konu
og þakka henni fyrir það ljós sem
hún færði mér. Ég og fjölskylda
mín vottum aðstandendum hennar
okkar innilegustu samúð á þessum
erfiðu tímum.
Elsku Erna, ég veit að Guð tekur
vel á móti þér, þú fórst alltof fljótt
frá okkur og við söknum þín.
Ragnheiður Lára,
Ragnheiður Kristín
og Bert Hanson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
FRYJOLFS NÍLSSEN,
Sœbóli,
Eyrarbakka.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eydís Vilhjálmsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlut-
tekningu við andlát og útför
CHARLOTTU A. ÞÓRÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Jón Ásgeirsson, Þórður Ásgeirsson
og fjölskyldur.
KATRIN
G UÐJÓNSDÓTTIR
+ Katrín Guðjóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 28.
nóvember 1928.
Hún lést á heimili
sínu 31. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðjón Pétursson
sjómaður og Kristín
Stefánsdóttir. Katr-
ín átti einn bróður,
Garðar Guðjónsson
lækni í Svíþjóð,
hann er kvæntur
sænskri konu. Árið
1951 giftist Katrín
Bjarna Jósefssyni pipulagn-
ingamanni. Saman eiga þau
dótturina Ragnheiði. Katrín
stundaði nám í Kvennaskólan-
um í Reykjavík og lauk þaðan
námi 1946. Hún starfaði lengi
við verslunarstörf.
Útför Katrínar fer fram frá
Kópavogskirkju klukkan 15.
ANDLÁT vinkonu okkar bar svip-
lega að, en kom okkur þó ekki á
óvart, þar sem hún hafði átt við
mjög vaxandi vanheilsu að stríða
hin síðari ár. Við í saumaklúbbnum,
sem var stofnaður 1946, höfum
margs að minnast. Við
erum innilega þakklát-
ar fyrir síðustu sam-
verustundir okkar, en
við hittumst á jólaföstu
í matarklúbbi hjá Bertu
og naut Katrín þeirrar
stundar ekki síður en
við, þótt sárþjáð væri.
Stórt skarð er
höggvið í hópinn, en
samt verður haldið
áfram. Katrín var trú
sannfæringu sinni og
lá ekki á skoðunum sín-
um. Hún var góð vin-
kona, sem gott var að
sækja heim og verður hennar sárt
saknað. Megi góður Guð styrkja
Bjama og Rannsý.
„Þó ég sé látinn þá harmið mig
ekki með tárum. Hugsið ekki um
dauðann með harmi og ótta. Ég er
svo nærri að hvert ykkar tár snert-
ir mig og kvelur. En þegar þið hlæ-
ið og syngið með glöðum hug lyft-
ist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir. lífinu."
Brynhildur, Berta, Gestrún,
Ingunn, Kristín og Maggý.
ANNA ERNA
BJARNADÓTTIR