Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang:lauga@mbl.is
Hver ber ábyrgð á
börnunum okkar?
Frá Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur:
MANNELDISKENNSLA í skólum
er mjög bágborin, það sýnir sig
best á neysluvenjum ungu kynsló-
Guðrún M.
Jónsdóttir hús-
stjórnarkennari
skrifaði í Morg-
unblaðið um
hræðslu sína um
minnkandi fjár-
veitingu til heim-
ilisfræðslu í skól-
um þann 25. jan-
úar sl.
Að spara
heimilisfræðikennslu er að ráðast á
garðinn þar sem hann er lægstur.
Kennsla í þessu efni hefur verið til
skammar í skólum landsins, enda
ber ungviði þessa lands það utan á
sér. Blessuð börnin eru mörg hver
að beijast við ótalin aukakíló. Efnis-
kostnaður var víða lítill, en að ætla
það að heimilisfræðikennarar séu
galdrakonur er því miður ekki til-
fellið, þó hagsýni sé þeim kennd í
skóla.
Það er mjög erfitt að kenna verk-
lega grein án þess að hafa nokkurt
efni að moða úr. Hvar er skynsemi
þeirra sem stjórna rekstri skólanna,
vita þeir ekki að vel nærðir einstakl-
ingar hafa meiri möguleika á að
halda heilsu seinna meir á lífsleið-
inni? Hvað er að sliga þessa þjóð,
jú, menntakerfíð og heilbrigðiskerf-
ið. Er ekki kominn tími til að vinna
að langtímamarkmiðum?
Heimilisfræðikennsla hefur ekki
verið í „tísku“ undanfarin ár enda
fljótlegra og þægilegra að kaupa
eitthvað tilbúið og hita þegar heim
kemur, svo ekki sé talað um allan
þann skyndibitamat sem keyrður
er um bæinn í sérmerktum bflum
allan sólarhringinn. Íslenska þjóðin
er mjög fáfróð um hollustu þess sem
hún lætur ofan í sig, má það glögg-
lega sjá allt í kringum okkur. „Is-
lenska þjóðin víkkar út í veröldina."
Rétt fæðuval er undirstaða mann-
kynsins, til þess að fólk geti haldið
kröftum og verið fullgilt í vinnu er
nauðsynlegt að borða hollan mat.
Það hefur stunduni verið sett út
á hæfni kennara, að þeir séu ekki
allir nógu góðir en hefur einhvern
tímann verið sett út á hæfni ném-
andans til að taka við þeirri fræðslu
sem kennarinn er að koma frá sér
og jafnvel búinn að leggja mikla
vinnu í undirbúning? Nei, ekki man
ég eftir þeirri athugasemd.
Hversu tilbúnir eru nemendurnir
til að taka við fræðslu þegar um
30-40% nemenda í efri bekkjum
grunnskóla koma svangir í skólann
og oft og tíðum örmagna af þreytu.
Er námsárangur nemandans þá
kennaranum að kenna? Nei takk,
hann er vandi heimilanna.
Foreldrarnir eru fyrst og fremst
uppalendur og fyrirmynd barnanna,
það getur aldrei verið neinn annar.
Hvar eru foreldrarnir þegar verið
er að tala um minnkandi heimilis-
fræðikennslu?
Hvar eru foreldrarnir þegar verið
er að tala um allt gosþamb barn-
anna okkar?
Já, hvar erum við foreldrarnir
yfirleitt, höfum við gleymt hlutverki
okkar eða vitum við það ekki?
GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR,
móðir, hússtjórnarkennari
og næringarráðgjafi.
Guðrún Þóra
Hjaltadóttir
Hvar voru fjölmiðlar?
Kæri höfundur, við sendum til
baka þessa kjánalegu sögu þína.
Vertu svo vænn að senda okkur
ekki fleiri... í öllum lifandis
bænum ...
Mér finnst svo gaman að heyra
þá sárbæna mig...
Frá Sebastian Peters:
SÍÐASTLIÐINN mánudag var ég
viðstaddur opnun sýningar á vegum
alþjóðlegra ungmennaskipta um
sjálfboðavinnu. Til opnunarinnar yar
boðið forseta íslands og fulltrúum
allra fjölmiðla. Forseti íslands sýndi
okkur þann heiður að mæta og hún
sýndi bæði sýningunni og vinnu okk-
ar mikinn áhuga. Hún ávarpaði við-
stadda og ræddi síðan persónulega
við þá sem að sýningunni stóðu. Is-
lendingarnir voru afar stoltir af þjóð-
höfðingja sínum, eins og við er að
búast, og við erlendu gestirnir mjög
upp með okkur af áhugasemi hennar.
Það vakti aftur á móti athygli
mína að enginn fulltrúi fjölmiðla sá
sér fært að mæta. Ekki einn.
Ég efast ekki um að fjölmiðlafólk
hefur í mörg horn að líta og mörgu
þarf að sinna. En eftir umræðu síð-
ustu vikuna um ungt fólk og „áhuga-
mál“ þeirra (áhugaleysi, öllu heldur)
hefði mér þótt eðlilegt að a.m.k. ein-
um íjölmiðli hefði þótt áhugavert að
sjá hvað ungt fólk er að gera annað
en að drekka og dópa niðri í bæ.
En, nei, það var ekki.
Ég leyfi mér að halda því fram
að forseti íslands hafi líka í mörg
horn að líta og dagskrá hennar sé
jafn fullskipuð og fjölmiðlafólks. Hún
sá sér engu að síður fært að taka
frá tíma og eyddi dijúgum tíma í að
ræða við okkur. Kannski veit hún
að ungt fólk er að gera fullt af já-
kvæðum og skemmtilegum hlutum
og vill fylgjast með því sem það er
að gera. Kannski hefur hún bara
einlægri áhuga á fyrirbærinu „ungt
fólk“ heldur en fjölmiðlar, ég veit
það ekki.
Það voru óneitanlega vonbrigði að
finna það áhugaleysi sem fjölmiðlar
sýna ungu fólki sem er að vinna
uppbyggilegt starf, en sjá og heyra
svo alltaf öðru hvoru fjölmiðla sneisa-
fulla af tíðindum af þeim minnihluta
ungs fólks sem hefur af einhverjum
ástæðum ekki tekist að fóta sig al-
mennilega í lífinu. Það skortir ekki
tímann og áhugann hjá fjölmiðlum
þegar það óhamingjusama fólk er
annars vegar.
SEBASTIAN PETERS,
fyrrverandi sjálfboðaliði á íslandi,
13589 Berlin Platz E13, Þýskalandi.
Ferdmand
pear Contributor,
We are returninq
your stupid story.
jT'
Please don’t send us
any more..Please,
Please.Please...
I love to meAr
TMEM BE6..
Allt efni sem birtist t Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.