Morgunblaðið - 09.02.1996, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 41
BREF TIL BLAÐSINS
Gerræði
borgar slj órnar
- eða hvað?
Nokkrar staðreyndir um samskipti
íbúa Bústaða- og Smáíbúðahverfis og1
borgaryfirvalda vegna áforma um
byggingu leikskóla við Hæðargarð
Frá nokkrum íbúum í Bústaða- og
Smáíbúðahverfi:
1. Snemma vors 1995 var hald-
inn fundur af borgarskipulagi þar
sem íbúar mættu og mótmæltu í
öllu fyrirhugaðri byggingu á leik-
skóla við Hæðargarð. Meginástæða
mótmæla þessa eru ekki að gera
borgaryfirvöldum erfitt fyrir heldur
er ástæðan sú: Með leikskóla fylgir
mikil umferð á álagstímum og telja
íbúar það bijóta á grundvallarhug-
myndum þeirra um nágrenni skóla-
lóðar þ.e. að umferð verði haldið í
svo miklu lágmarki sem verða má.
Umferðartoppar vegna leikskólans
munu einmitt vera á sama tíma og
börn hverfisins eiga leið til og frá
Breiðagerðisskóla og finnst íbúum
hverfisins nægur vandi fyrir með
tilveru Réttarholtsvegar þvert í
gegn um hverfið á milli Breiðagerð-
isskóla og Réttarholtsskóla. Einnig
finnst íbúum gróflega brotið á sér
með áður gefin loforð um nýtingu
lóðarinnar við Hæðargarð.
2. Um miðjan júlí var haldinn
fundur á vegum borgaryfirvalda
þar sem íbúar lýstu sig í einu og
öllu andvíga byggingu leikskólans.
3. 10. október 1995 var haldinn
fundur á vegum borgaryfirvalda
þar sem allir íbúar sem á fundinn
mættu lýstu andstöðu sinni við
bygginguna. Sem sagt þrír fundir
með íbúum þar sem þeir lýstu allt-
af fullri andstöðu við fyrirhugaða
leikskólabyggingu við Hæðargarð.
Samt héldu borgaryfirvöld áfram
að ýta þessu máli fram og skyldi
það tekið fyrir í borgarráði. Um-
hugsun vekur til hvers borgaryfir-
völd voru að halda fyrrgreinda
fundi.
4. 18. október fór einn íbúi á
fund borgarstjóra. Daginn áður
hafði borgarstjóra verið afhentar
undirskriftir vel á þriðja hundrað
íbúa þar sem þeir mótmæltu fyrir-
hugaðri byggingu. Borgarstjóra
var gerð grein fyrir þeim áhyggjum
sem íbúar hafa og undirskriftunum
þar með fylgt eftir. Að beiðni borg-
arstjóra var þá fundin 4 manna
nefnd úr hverfinu til viðræðna við
borgaryfirvöld. Undirritaðir hafa
mætt á fundi með borgaryfivöldum
vegna þessa máls.
5. 19. október mætti vinnu-
nefndin á fund í borgaskipulagi.
Borgaryfirvöld buðu vistvæna götu
í Hæðargarði, og alls konar þreng-
ingar og/eða upphækkanir til þess
að tefja umferð um Hæðargarðinn.
Satt best að segja gátu íbúar vel
samþykkt þrengingu í Hæðargarði
á móts við Breiðagerðisskólann en
ekki þá auknu umferð sem leik-
skóla fylgir. Voru þar ræddir ýms-
ir möguleikar m.a. við Bústaðaveg
ofan við eða gegnt Jarlinum, við
Bústaðaskóla, á horni Réttarholts-
vegar og neðan Sogavegar, á holt-
inu austan við Réttarholtsskóla, í
Grundargerðisgarði og síðast enn
ekki síst við ofanvert RÚV hús
þ.e. við Listabraut. Reyndar er síð-
asttalda lóðin sú sem flest með-
mæli hefur fengið í viðtölum nefnd-
armanna við íbúa hverfisins.
6. 23. október hélt borgarstjóri
hverfafund í Réttarholtsskóla.
Nefndarmenn höfðu áður rætt það
við borgaryfirvöld að þeir ætluðu
ekki að hleypa þeim fundi upp með
æsingafundi um leikskólamálin við
Hæðargarð. Var það gert meðal
annars með teknu tilliti til þess að
fundurinn var fyrir fleiri hverfi. Á
sama fundi sagði borgarstjóri í
ræðu sinni að þrátt fyrir ítrekuð
mótmæli væri Hæðargarðslóðin
enn besti kosturinn þó við værum
á þeim tíma að leita lausna með
borgaryfirvöldum (gerræði eða
hvað?).
7. 24. október fór vinnunefndin
á fund í borgarskipulagi. Nefnt var
af borgaryfirvöldum að loka mætti
Hæðargarði í miðju og eða vera
með einhvers konar umferðarte-
fjandi framkvæmdir þar. Borgaryf-
irvöld höfðu eitthvað á móti öllum
þeim möguleikum á öðrum lóðum
sem nefndir höfðu verið. Með lokun
Hæðargarðs í miðju skapast mörg
vandamál. Gatan er snjóþung og
hún er lægst í miðju. Ibúar sem
búa við miðja götu eiga oft í erfið-
leikum að komast út á svokallaðar
strætóleiðir á snjóþungum vetrar-
morgnum og með lokuninni myndi
umferðinni vegna leikskólans vera
beint alfarið á annan helming
Hæðargarðsins og er það því
skammgóð lausn.
8. 25. október var haldinn aðal-
fundur í Foreldrafélagi Breiðagerð-
isskólans. Félagar í Foreldrafélag-
inu eru allir foreldrar og forráða-
menn barna í Breiðagerðisskólan-
um. Á fundinum var einróma sam-
þykkt ályktun á móti fyrirhugaðri
byggingu leikskóla við Hæðargarð.
Áður hafði kennararáð í Breiða-
gerðisskóla samþykkt mótmæli
vegna byggingarinnar.
9. I nóvember vorum við boðuð
á fund með fulltrúum frá Grundar-
gerðisgarði og borgaryfirvöldum.
Sá fundur reyndist hin mesta
sýndarmennska, þar sem okkur
varð ljóst að ætlun borgaryfirvalda
var að etja saman íbúum hverfis-
ins. Þá lýsti Árni Þór Sigurðsson,
formaður stjórnar Dagvistar barna,
Frá Kára Sigurðssyni:
UNDANFARNA daga hefur mikið
verið rætt um fíkniefni og skaðsemi
þeirra. Þetta finnst mér vera þörf
umræða en eitt sjónarmið hefur
mér fundist vanta og mun ég í þess-
ari grein reyna að varpa ljósi á það.
Þegar verið er að fjalla um eitur-
lyf eru gjarnan fengnir gamlir eitur-
lyfjaneytendur til að segja frá
reynslu sinni. Þetta eru oft á tíðum
menn sem hafa náð sér vel á strik
og eru á ný orðnir þátttakendur í
þjóðfélaginu. En í stað þess að segja
frá reynslu sinni á neikvæðan hátt
þá segja þeir söguna í hetjusagna-
stíl svo það að hafa verið í „rugl-
inu“ gefur persónunni aukna dýpt
og meiri virðingu. Þetta álít ég að
hvetji til neyslu þar sem unglingar
sjá fyrirmyndir sínar draga upp
rómantíska mynd af ruglárunum.
Ég er sannfærður um að ungling-
ar vita nákvæmlega um skaðsemi
að sér fyndist að Ieikskólann ætti
að byggja við Hæðargarð (gerræði
eða hvað?).
10. Á almennum fundi í Breiða-
gerðisskóla þann 6. febrúar 1996
leggja borgaryfirvöld enn og aftur
til að leikskólinn verði byggður við
Hæðargarð. Enginn vinna hafði
verið lögð í að takmarka umferð á
Réttarholtsvegi, hún frekar aukin
á álagstímum. Vel var mætt á fund-
inn og lýstu fundarmenn enn furðu
sinni á vinnubrögðum borgaryfi-
valda.
Af fyrrgreindum 10 liðum má
ljóst vera að íbúar í Bústaða- og
Smáíbúðahverfi hafa gert það sem
í þeirra valdi stendur til að forða
því slysi fyrir hverfið sem þeir telja
að leikskólabyggingunni fylgi, þ.e.
aukin umferð á leið barna okkar
til og frá skóla.
Enn förum við fram á við borgar-
stjórn:
Að tekið verði tillit til þeirra
hundruða íbúa í Bústaða- og Smá-
íbúðahverfi sem hafa á öllum fund-
uin og með undirskriftum lýst sig
andvíga byggingu leikskóla við
Hæðargarð og hjálpi okkur að
skipuleggja hverfið okkar þannig
að ekki verði aukin umferð í grennd
við skólana.
Að Foreldrafélagi Breiðgerðis-
skóla verði sýnd sú virðing að tek-
ið verði fullt tillit til samþykkta
fíkniefna. En það er alltaf einhver
ævintýraljómi yfir því að vera í
„ruglinu“. Dáðst er að mönnum sem
sagt er að séu í „ruglinu“, en standa
samt sína plikt. Þessi lífsstíll að
vera í „ruglinu“ og athyglin sem
honum fylgir heillar unglinga og
nú er svo komið að margir hella
sér út í „ruglið“, en flestir klikka
á pliktinni.
Fólk spyr sig gjaman af hveiju
krakkar, sem hafa allt til alls, byija
í fíkniefnum. Foreldrar minnast
gjarnan á að það hafi verið annað
þegar þeir vom að alast upp, þá
hafi þau þurft að vinna fýrir nauð-
synjum. Kannski er mergurinn máls-
ins sá að þegar fólk býr við allsnægt-
ir og hefur mikinn frítíma er hætt
við að það vanti spennu í lífið. Þeg-
ar búið er að vinna fyrir nauðsynjum
hefst lífsgæðakapphlaupið. Senni-
lega er neysla tískueiturlyfja og
hraði lífsmátinn sem henni fylgir
Foreldrafélagsins. í Foreldrafélag-
inu eru allir foreldrar barna í skól-
anum. Sýnum samstöðu fyrir betri
borg fyrir börn á öllum aldri.
Að hlustað verði á Kennararáð
Breiðagerðisskóla sem hefur sent
borgaryfirvöldum mótmæli við
fyrirhugaðri byggingu við Hæðar-
garðinn og þar með að auka vísvit-
andi umferð á götunum næst skól-
anum.
Láti borgaryfirvöld verða af leik-
skólabyggingu við Hæðargarð
munu þau gerræðislegu vinnubrögð
auka slysahættu til muna. Lýsum
við því fullri ábyrgð á hendur borg-
aryfivöldum.
Þau okkar sem kusu R-listann
í síðustu borgarstjórnarkosning-
um telja sig örugglega ekki hafa
verið að kjósa yfir sig gerræðis-
stjórn heldur þvert á móti. Stönd-
um því saman og leysum málin
án sundrungar í hverfinu. Það
hlýtur að vera okkur öllum fyrir
bestu eða svo teljum við sem sát-
um í vinnunefnd að beiðni borgar-
stjóra.
EDDA SÓLEY ÓSKARSDÓTTIR
Rauðagerði 61, Rvk.
ELÍN HREFNA HANNESDÓTTIR,
Langagerði 13, Rvk.
GUÐLAUGUR ÁGÚSTSSON
Hólmgarði 42, Rvk.
GUNNAR GUÐNASON,
Hæðargarði 52, Rvk.
nokkurskonar framlenging á lífs-
gæðakapphlaupinu. Krakkar hér á
landi eru ekki í neyslu af fáfræði.
Þeir vita upp á hár hvað er rétt og
hvað er rangt en þeir elska spenn-
una, taka hégómann og athyglina
framyfir hinn andlausa veruleika.
Unglingar þrá meira en andlausa
búskaparvelgengni og efnahagslegt
öryggi, þeir þrá draumhygð og nær-
ingu fyrir ímyndunaraflið. Nú á tím-
um fínna unglingar ekki frið meðal
gömlu góðu dyggðanna því þær
samræmast ekki hraða nútímans.
Meðan þessi friður er ekki fundinn,
er andanum svalað af augna-
bliksnýjungum, og hvað er eðlilegra
en slíkt móti hverfullynda augna-
bliksmenn sem fúsir eru að prófa
eitthvað nýtt.
Ég álít rót eiturlyfjavandans ekki
síður vera hjá heimilunum en yfir-
völdum. Heimilin eru búin að týna
gömlu dyggðunum í neyslukapp-
hlaupinu og það skapar markað
fyrir eiturlyf. Til að stöðva eitur-
lyfjaneysluna þarf hugarfarsbreyt-
ingu en til að hún geti orðið verða
allir að leggjast á eitt og það er
hægara sagt en gert.
KÁRI SIGURÐSSON,
Stapaseli 5, Reykjavík.
Æ vintýralj ómi
„ruglsins“
WtÆKWÞAUGL YSINGAR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
FÉLAGSSTARF
Reykjaneskjördæmi
Kjördæmisþing
laugardaginn 10. febrúar 1996
Stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæöisflokksins í Reykjaneskjördæmi boð-
ar stjórnir félaga, fulltrúaráða, sveitarstjórnarmenn og kjördæmis-
ráðsfulltrúa flokksins í kjördæminu til kjördæmisþings I Gafl-inum,
Dalshrauni 13, Hafnarfirði, laugardaginn 10. febrúar nk. kl. 09.00
árdegis.
Dagskrá:
09.00 Morgunkaffi.
09.20 Setning. Ávarp formanns fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna
í Hafnarfirði.
09.40 Hópar starfa.*
12.00 Léttur hádegisverður.
12.40 Hópar starfa.*
14.30 Samantekt.
15.00 Þingslit.
Þingstjóri: Mjöll Flosadóttir.
*Hver þingmaður er 30 mínútur með hverjum hópi og ræðir
ákveðin málefni.
Gestir fundarins og þátttakendur í hópstarfi verða Björn Bjarna-
son, menntamálaráðherra, og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra.
Þinggjald kr. 1.500 (veitingar innifaldar).
I.O.O.F. 12=17709027'h = þb
l.O.O.F. 1 = 177298V2 = 9.O.*
Frá Guðspeki-
félaginu
Ipgólfsstræti 22
Askriftarsími
Ganglera er
896-2070
I kvöld kl. 21 heldur Jón Bene-
diktsson erindi, „í kompaníi við
Siddha", i húsi félagsins, Ingólfs-
stræti 22. Á laugardag er opið
hús frá kl. 15-17 með fræðslu
kl. 15.30. Einar Þorsteinn Ás-
geirsson fjallar um „Handbók
um tilvist". Á fimmtudögum kl.
16-18 er bókaþjónusta félags-
ins opin með mikið úrval and-
legra bókmennta. Þá er skrif-
stofa félagsins einnig opin á
fimmtudögum frá kl. 17-19.
SHtCI auglýsingar
Skíðafélag Reykjavíkur
mun sjá um skíðagöngukennslu
á Miklatúni nk. laugardag og
sunnudag milli kl. 13 og 15
(ef veður leyfir).
Upplýsingar í síma 551 2371.
Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur.
^ Viðurkcnndur mcistari 4L_
% (sRéikisomtok aPsLmdf
Heilunarkvöld
Opið hús í kvöld milli kl. 20 og
23 á Sjávargötu 28, Bessastaða-
hreppi, fyrir alla þá, er hafa lært
Reiki hjá viðurkenndum meist-
ara, til þess að þjálfa sig og
spjalla. Éinnig er öllum þeim, er
vilja þiggja Reiki-heilun (hluta
Reiki) og fræðast, boðið að
koma. Aögangur ókeypis.
Símsvari 565 5700,
sími 565 2309.
FERÐAFÉLAG
© ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Ferðafélag íslands
NÝJUNG:
Skiðagöngunámskeið
fyrir almenning
Næstkomandi laugardag 10. og
sunnudag 11. febrúar stendur
Skíöasamband (slands, í sam-
vinnu við Feröafélagið og fleiri
aðila, fyrir ókeypis skíðagöngu-
kennslu í Laugardalnum. Mæt-
ing kl. 10, kl. 12, kl. 14 eða kl.
16 báða daganna. Hvert nám-
skeið er 1 klst. Komiö með eigin
skíði, en einnig verður eitthvað
af skíðum til láns. Kennslan
verður á Valbjarnarvellinum,
mæting við stúkuna.
Námskeið i Þelamerkursveiflu
á skfðum, sem fyrirhugað er
sunnudaginn 25. febrúar, verð-
ur að panta á skrifstofunni.
Sjáifboðavinna
Sjálfboðaliðar óskast ! skála-
smíðavinnu o.fl. í vetur. Nánari
upplýsingar á skrifstofunni.
Munið sunnudagsferðirnar 11.
febr. kl. 10.30 Bláfjöll - Heiðin
há - Grindaskörð. Fyrir vant
skíðagöngufólk. Kl. 13.00 Skíða-
ganga. Fyrir þá, sem vilja styttri
og auðveldari göngu. Kl. 13.00
Helgafell - Dauðadalir. Brottför
í ferðirnar frá BSÍ, austanmegin
og Mörkinni 6.
Munið næsta myndakvöld mið-
vikudagskvöldið 14. febrúar kl.
20.30 í Mörkinni 6. Ný fjöl-
breytt f erðaáætlun er komin út.
Ferðafélag fslands.
Aðventkirkjan í Reykjavik,
Ingólfsstræti 19.
f kvöld kl. 20 tónlistarsamkoma.
Laugard. kl. 9.45 biblíuleshópar.
Efni ársfjórðungsins:
Að rannsaka ritningarnar.
Kl. 11 .OOalmenn guðsþjónusta.
Ræðumaður: Björgvin Snorra-
son. Allir velkomnir.