Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 43

Morgunblaðið - 09.02.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1996 43 I DAG BRIDS llmsjón Guömundur l’áll Arnarson BÖLSÝNISMENN finna hættur við hvert fótmál. Þraut dagsins er við þeirra hæfí. Suður spilar þijú grönd og fær út hjarta- kóng: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ D1073 ¥ 103 ♦ K84 ♦ ÁG92 Suður ♦ ÁG5 V ÁG6 ♦ ÁG3 ♦ D1076 Vestur Norður Austur Suður - 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: Hjartakóngur. Hver er hættan og hvernig á suður að spila? Hættan er sú að svíning- arnar fyrir svörtu kóngana misheppnast báðar. Enn- fremur þarf vörnin að geta tekið þijá slagi á hjarta, sem þýðir að öllu er óhætt ef liturinn skiptist 4-4. Það er 5-3-legan sem er hættuleg. En kannski ligg- ur aðalhættan í hjartatíu blinds. Ef hún væri ekki til staðar, myndi hver ein- asti maður dúkka fyrsta slaginn. Sem er lykilspila- mennskan: Norður ♦ D1073 ¥ 103 ♦ K84 ♦ ÁG92 Vestur ♦ K6 ¥ KD982 ♦ D52 ♦ 853 Austur ♦ 9842 ¥ 754 ♦ 10976 ♦ K4 Suður ♦ ÁG5 ¥ ÁG6 ♦ ÁG3 + D1076 Lítum á hvað gerist ef suður drepur strax á hjartaás. Hann spilar næst tígli á kóng og svínar fyrir spaðakóng. Vestur drepur og spilar smáu hjarta. Þannig heldur vestur sam- gönguleiðinni í hjarta op- inni, og þegar austur kemst um síðir inn á lauf- kóng getur vörnin tekið þijá hjartaslagi. Einn nið- ur. Ef suður dúkkar fyrsta slaginn gerir vestur best í því að skipta yfir í lauf. En sagnhafi stingur upp ásnum og svínar fyrst fyrir spaðakóng. Þar með nær vörnin aldrei að gera sér mat úr hjartalitnum. Árnað heilla ff /\ÁRA afmæli. í dag, 0\/föstudaginn 9. febr- úar, er fimmtugur Magnús Ólafsson, bóndi á Sveins- stöðum A.-Hún. Eiginkona hans er Björg Þorgilsdótt- ir. Þau hjón taka á móti gestum í Félagsheimilinu á Blönduósi frá kl. 20.30 annað kvöld, laugardags- kvöldið 10. febrúar. rr|ÁRA afmæli. í dag, tJ V/föstudaginn 9. febr- úar, er fimmtugur Sigurður Ólafur Kjartansson, til heimilis að Frostaskjóli 63, Reykjavík. Hann og kona hans Eyrún Gunnarsdóttir taka á móti gestum í Veit- ingasalnum Mánaberg, Lágmúla 4, milli kl. 18-21 í kvöld. KANADÍSKUR karlmað- ur, sem getur ekki um ald- ur, með mikinn áhuga á Islandi og öllu íslensku, vill skrifast á við konur: Lorne Mackenzie, c/o R.H. Elder, Attn: Debbie Sisson Warren Sinclair, First Red Deer Place, 600, 4911-51st Street, Red Deer, Albcrta, Canada T4N-6V4. í GREIN Árna Reynis- sonar í blaðinu í gær rugl- uðust línur í meðfylgjandi töflu. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mis-- tökunum. Taflan er rétt svona: Farsi HOGNIIIREKKVÍSI zttir -Pirvuz, a.Uta.f sotxtasta- Staainr\,ai /leiictm c/ögurrt- " Pennavínir SEXTÁN ára japönsk stúlka með áhuga á tón- list, kvikmyndum, o.fl.: Kumiko Oka, 1490 Ii., Osafune-cho, Oku-gun, Okayama-ken, 701-42 Japan. LEIÐRÉTT Línur rugluðust TVÍTUG finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Taija Oikarinen, 40-KylA 29 A 15, 20540 Turku, Finland. ÁTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, fót- bolta, ferðalögum o.m.fl.: Rebecka Andersson, S. Kungsgatan 36, 802 52 Giivle, Sweden. Samlíf 5% 15.230.279 Allianz 5% 16.626.945 7% 23.093.746 Friends 5% 13.351.800 15.071.350 7,5% 22.455.300 25.621.100 10% 38.942.750 45.056.250 STJÖRNUSPA cflir Franccs Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þér vegnar vel á hverju því sviði þar sem gáfur þínar njóta sín. Hrútur [21. mars - 19. apríl) Þú hefur lítil not fyrir óþarfa skriffinnsku .og vilt ganga lireint til verks. Dómgreind pín í peningamálum reynist góð. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú þarft að halda þig innan fjárhagsáætlunar heimilis- ins, og ef ágreiningur kemur upp er rétt að leita leiða til sátta. Tvíburar (21. ma! - 20. júní) lJ0tl Þú ættir ekki að stunda skemmtanalífið í dag. Hins- vegar væri vel til fundið að bjóða heim góðum gestum þegar kvöldar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“!S Aðrir leita til þín, og þér tekst að laða fram kosti þeirra, sem þú umgengst. Þú ættir ekki að skýra frá áformum þínum í bili. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Leikur og starf fara vel sam- an í dag, og í kvöld koma starfsfélagar saman til fagn- aðar. Hafðu ástvin með í ráðum. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú hefur fulla ástæðu til að gleðjast í dag yfir góðu gengi í vinnunni að undanförnu. Láttu ekki öfund starfsfé- laga á þig fá. Vog (23. sept. - 22. október) Þróun mála í vinnunni hefur valdið þér nokkrum von- brigðum, en nú er bjartara framundan, og þú skemmtir þér með vinum í kvöld. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú verður fyrir óvæntum út- gjöldum vegna ijölskyldunn- ar. Gerðu verðsamanburð áður en þú kaupir dýran hlut. Vinur þarfnast aðstoðar. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Þú ættir ekki að taka afstöðu í ágreiningsmáli, sem upp kemur í vinnunni í dag. Og gættu hófs við innkaup dagsins. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú færð heimild til að hrinda í framkvæmd verkefni, sem þú hefur lengi haft áhuga á. Starfsfélagar geta veitt góða aðstoð. Vatnsberi (20. janúar - 18. febi-úar) $5% Ástvinir hafa tækifæri i dag til að taka fram ferðabækl- inga og undirbúa sumarfríið. Taktu ekki mark á orðrómi sem þú heyrir. Fiskar (19.febrúar-20.mars) 72* Þú átt auðvelt með að ein- beita þér í vinnunni í dag, og þér verður vel ágengt. Notaðu kvöldið til hvíldar heima hjá fjölskyldunni. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Aðatfundur 1996 Skeljungurhf. Shell einkaumboö Aðalfundur Skeljungs hf. verður haldinn föstudaginn 15. mars 1996 í Hvammi Grand Hótel, Sigtúni 28, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 16:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. grein samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðaifund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 4, 6. hæð, frá og með hádegi 8. mars til hádegis á fundardag, en eftir það á fundarstað. Að loknum aðalfundarstörfum verður móttaka fyrir hluthafa með léttum veitingum í Setrinu á sama stað KYNNING I KOPAVOGS APÓTEKI í dag kl. 2-6 MIKILL AFSLÁTTUR Happdrætti - ókeypis húðgreining Vandamálalausnir: Slæm húð - bólur - baugar - augnpokar - hrukkur - glansandi húð - varaliturinn helst illa á - rauð húð. Við ráðleggjum og lögum það sem hægt er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.