Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 6

Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ITÆKIFÆRISRÆÐUM verður mönnum tíðrætt um íslenskan hátækniiðnað og jafnvel er biyddað upp á tölvusmíði og sam- setningu í því sambandi sem leið Is- lendinga inn í nýja öld. Slík færi- bandavinna flokkast þó undir flest annað en hátækniiðnað; raunveruleg íslensk hátækni hlýtur að byggjast á íslensku hugviti sem speglast hvergi betur er í hugbúnaðargerð. Hvati að slíkri vinnu er tölvukennsla, þar á meðal tölvunarfræði sem kennd er við Háskóla íslands. Oddur Bene- diktsson er prófessor við tölvunar- fræðiskor Háskóla Islands og hefur starfað að tölvufræðslumálum í á fjórða áratug. Oddur Benediktsson lærði véla- verkfræði, skrifaði BA-ritgerð í henni, og hóf síðan nám í stærð- fræði. Á þeim tíma voru tölvur komn- ar til sögunnar og í náminu vann hann meðal annars ýmsa útreikninga á vélum sem þættu harla frumstæðar í dag, en framan af voru tölvurnar einkum ætlaðar til útreikninga, enda hægt að reikna með aðstoð þeirra ýmis flókin dæmi sem ekki hafði verið hægj; áður nema með miklum tilkostnaði. Að loknu námi vann Oddur við reiknistofnun verkfræði- háskólans sem hann nam við vestan hafs og vann svo eitt ár hjá rann- sóknastofu Bell símafyrirtækisins við skipulagningu tölvuvinnslu. „Þegar ég var að ljúka doktors- prófi 1964/65 hafði prófessor Magn- ús Magnússon staðið fyrir því að Háskólinn fékk IBM 1620 tölvu, en Skýrsluvélar fengu líka fyrstu tölv- una á sama tíma,“ segir Oddur og bætir við að hann hafi tekið að sér með öðrum að skipuleggja námskeið í tölvufræðum í Háskólanum; „og við vorum fyrsti háskóli á Norðurlöndum til að hefja skyldukennslu í verk- fræðideild í forritun." Eins og áður segir voru tölvur þess tíma fyrst og fremst útreikn- ingaapparöt og Oddur rifjar upp að borgarverkfræðingur hafi reiknað mikið í háskólatölvunni og fyrir vikið var hægt að reikna úr öllum lóðamæl- ingum á skemmri tíma en áður hafði þekkst. „Þorsteinn Sæmundsson reiknaði líka hjá okkur aimanakið, Stefán Aðalsteinsson vann úr erfða- gögnum sauðfjár, Jakob Jakobsson vann úr gögnum um fískigengd og svo mætti lengi telja. Þetta voru al- menn verkefni sem torvelt og mjög tímafrekt hafði verið að leysa fram að þessu. Reiknistofnun Háskólans vann til að mynda eitt sinn verkefni fyrir samflot íslensku tryggingafé- laganna fyrir Bjarna Þórðarson. Þá var unnið úr öllum tjónaupplýsingum bifreiða sem ekki hafði verið hægt áður vegna umfangsins; það þurfti að keyra um 200.000 gataspjöld í gegnum tölvuna. Ég tók líka þátt í að tölvuvæða fasteignamatið með Helga Sigvaldasyni, Ragnari Ingi- marssyni og Theodór Diðrikssyni sem var allt sett á gataspjöld og þurfti mörg hundruð þúsund spjöld," segir Oddur og bendir á að þá hafi verið algengt að svo mörg spjöld þyrfti í veigamikla útreikninga; „Skýrsluvélar voru þá með alla þjóð- skrána á gataspjöldum, 180.000 spjöld eða svo. Seinna komu svo seg- ulbönd og diskar sem jaðartæki við tölvurnar og gataspjöldin heyra nú sögunni til.“ Til IBM Oddur hætti hjá Háskólanum og hóf störf hjá IBM á íslandi, en þá voru tölvur smárn saman að hasla sér völl meðal stórfyrirtækja. Um svipað leyti voru bankarnir að taka upp tölvuvinnslu og drög lögð að Reiknistofnun bankanna sem var mikið hagræði fyrir bankakerfið, þ.e. viðskiptaútreikninga með mörgum færslum. Á þeim árum, um 1970, segir Oddur að tölvurnar hafi verið mjög dýrar og fyrirtæki hafi gjarnan skipulagt samflot til að ná kostnaði breíkkar hratt íslendingar hafa náð góðum árangrí í hátækniiðnaði undanfarin misseri. Qddur Benediktsson, prófessor við tölvunarfræði- * skor Háskóla Islands, sagði Arna Matthías- syni að ástæða væri til að herða róðurinn til að dragast ekki aftur úr öðrum þjóðum. Oddur og kímir. „Ekki má heldur gleyma áráttu íslendinga að safna upplýsingum sem er hæglega yfir- færanleg í tölvuvinnsluna og fólk fær mikla útrás fyrir þennan áhuga sinn, ættarskráningar og skráningar hverskonar, þýðingar og álíka.“ Að mati Odds fellur áhugi íslend- inga á sagnaritun ekki síst að tölvu- starfi því aðspurður hvaða eiginleik- um góður forritari þurfi að vera bú- inn svarar hann eftir stutta þögn: „í rauninn þarf góður forritari að hafa svipaða eiginleika og góður rit- höfundur; hann þarf að ná utan um einhvern heim og geta tjáð sig,“ seg- ír hann og nefnir sem dæmi Friðrik Skúlason, sem hann segir að sé á við Halldór Laxness í sínu fagi. „í hátækni er ekki margt sem ís- lendingar geta gert sem gæti staðið öðrum þjóðum á sporði. Við höfum ekki gamlan gróinn tækniiðnað, véla- iðnað, rafeindaiðnað eða málmiðnað sem stórþjóðir byggja sína hátækni og iðnað á. Aftur á móti er hugbún- aðargerð ný vídd, poppið reyndar líka að við stöndum jafnfætis öðrum, að fyrirtæki hafi svipaða gátt inn á net- ið og fyrirtæki í öðrum löndum, svip- aðan hraða fram og til baka og líka svipaðan kostnað af tengingunni. Þetta verður sennilega meginatriði í þróuninni og þar þarf ríkið að að koma inn því netið er eins og hver annar vegur, höfn eða flugvöllur." Oddur segir að netið skipti ekki síst miklu máli varðandi möguleika á að dreifa upplýsingum um hérlend fyrirtæki og framleiðslu um allan heim, að dreifa hugbúnaðinum og þjónusta hann. „Til þess verður netið að vera gott. Nokkrir aðilar hafa flutt starfsemi sína til útlanda meðal ann- ars vegna þess að gáttin hingað til lands hefur einfaldlega verið of lítil.“ Umtalsverður hluti af þjóðartekjum Hugbúnaðariðnaður er þegar orð- inn umtalsverður hluti af þjóðartekj- um íslendinga og Oddur nefnir sem dæmi fyrirtækið Marel; það framleiði við fyrstu sýn vélbúnað, en sérstaða þess sé í.raun hugbúnaður. „Marel flytur út fyrir um milljarð, aðrir hug- búnaðarframleiðendur flytja út fyrir um hálfan milljarð og samanlagt er þetta á við helming útflutnings hjá ISAL þegar þar er búið að draga innflutning frá. Hið opinbera getur gert mjög margt til að örva þessa þróun, meðal annars með því að kaupa hugbúnað til að mynda með því að bjóða út Morgunblaðið/Ásdís niður. í lok áttunda áratugarins höfðu þær aftur á móti lækkað veru- lega í verði og einstakar ríkisstofnan- ir, sveitarfélög, stöndug fyrirtæki og jafnvel sumár verkfræðistofur keyptu sér tölvur. Háskóli íslands fékk fyrstu fjöl- notendatölvu sína árið 1980, en þá var Oddur kominn aftur til starfa þar. „Jón Þór Þórhallsson, sem þá var forstöðumaður Reiknistofnunar Háskólans, gekkst fyrir því að við fengum þá mjög öfluga tölvu, VAX, sem var víst ein sú fyrsta sinnar tegundar sem kom til Evrópu. Síðan komu stærri vélar af þeirri gerð. Nú eru um 35 UNIX vélar og 250 ein- menningstölvur á háskólanetinu og nokkur örtölvuver eru rekin með einkatölvum sem allir háskólanem- endur hafa aðgang að,“ segir Oddur. „Helsta byltingin í tölvuheiminum var síðan þegar fyrsta einka- eða einmenningstölvan kom á markað 1983. Við vorum tiltölulega fljótir að átta okkur á þessu, fengum fyrst Victor-tölvur og síðan komu IBM og Macintosh." Tölvuvinnsla fellur vel að geðslagi íslendinga „Við höfum verið nokkuð framar- lega;_ tölvuvinns'ia fellur vel að geðs- lagi íslendinga. Iðnbyltingin fór fram hjá okkur, við iðnvæddumst ekki fyrr en fram á þessari öld, tveimur öldum á eftir öðrum þjóðum, en við vorum alltaf að skrifa og lesa, skrifa og lesa og tölvunotkun, er að hluta byggð á því að skrifa og lesa,“ segir eins og sannast á Björk, og kvik- myndaiðnaðurinn; það þarf fyrst og fremst mjög færa einstaklinga og að vera með á nótunum, sem er á okkar færi. Hugbúnaðariðnaður á margt sameiginlegt með kvikmynda- gerð og poppinu. Ef tekst að búa til eitthvað sem nær mikilli útbreiðslu þá er hagnaðarvonin gríðarleg. Að mínu mati er hugbúnaðargerð, fyrir utan að skrifa bækur, fyrsta greinin þar sem íslendingar geta gert sig og hafa gert sig gildandi alþjóðlega; skapandi starf sem selst og skapar útflutning." Alnetið á eftir að breyta miklu „Alnetið á líka eftir að breyta miklu og þess vegna er mjög mikið atriði verkefni og draga úr slíkri vinnu innan ríkisstofnana. Þannig mætti til dæmis bjóða út verkefni fyrir hita- eða rafveitur, í heilbrigðiskerfinu eða vegna bankastarfsemi, svo eitthvað sé nefnt, og menn fengju síðan að selja hugbúnaðinn til annarra landa. Það skiptir meginmáli að skapa starfsgrundvöll á heimavelli." Oddur segir að viðhorf til hátækni og tövunnar sé nokkuð að breytast, á árum áður var vísindamaðurinn bjargvættur sem lét gott af sér leiða en afþreyingariðnaðurinn sé núorðið að gera tækni og tæknimenn mjög tortryggilega. Tölvumenn séu gerðir sérstaklega álappalegir og samvisku- lausir og bijálaði vísindamaðurinn sé að verða eitt þekktasta minni nútím- ans. Hann mótmælir þessu og bendir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.