Morgunblaðið - 31.03.1996, Qupperneq 17
16 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 17
’
Á írlandi?
Djöflaeyjan er dýrasta mynd sem gerð hefur
verið á íslandi. Hún kostar 167 milljónir og
Friðrik Þór segist þurfa 70.000 manns á hana
hér á landi til að ná inn kostnaðinum af inn-
lendri fjárfestingu í myndinni. „Fyrsta handritið
að Djöflaeyjunni var lagt fyrir Kvikmyndasjóð
íslands árið 1991 að minnir mig en þá var litið
svo á að erfitt yrði að fjármagna myndina. Evr-
ópsku samböndin sem við höfum núna lágu þá
ekki fyrir og Norræni sjóðurinn hélt að við
myndum aldrei- geta fjármagnað þessa mynd.
Lengi vel leit út fyrir að við myndum skjóta
þetta á ensku á írlandi því hér var ekkert flár-
magn til en sagan á sterkar rætur hjá þjóðinni
og okkur fannst óráðlegt að taka á ensku þótt
það væri auðveldara. Það stóð líka til á tímabili
að gera sjónvarpsmyndaflokk og bíómynd sam-
hliða en það náðist ekki.“ Bragginn fyllist
skyndilega af bláum reyk úr reyktæki sem bor-
ið er um stofuna. Taka er að hefjast. Friðrik
Þór stendur upp: „Þetta er ekkert hættulegur
reykur," segir hann til hughreystingar.
-Hvað verður um braggana að tökum loknum?
„Ég vona að þeir verði varðveittir á einhvern
hátt.“
Leikmyndin
Leikmyndahönnuðurinn Arni Páll er arkítekt
braggahverfisins. Hann situr við tölvu á skrif-
stofu í einum bragganum en hann hefur gert
tölvumynd af hverfínu og getur farið um það
að vild á tölvuskjánum, ekið eftir aðalgötunni,
farið á milli bragganna og miðað út sjónarhorn
fyrir myndavélina. Það kom til álita að reisa
braggabyggðina uppi á Kjalarnesi en Seltjarnar-
nesið var hagkvæmari kostur eins og sagt er
um álverin. Árni Páll kom aldrei sjálfur í bragga
en kynnti sér ijósmyndir af þeim á söfnum og
talaði við fólk sem bjó í bröggum. „Ég talaði
við konu í Mosfellssveit sem hafði búið í bragga
og býr enn í bragga en hann var voðalega fínn.
Braggarnir voru ekki í svona mikilli niðurníðslu
það sem ég hef séð en kannski erum við að
ýkja þann part.“
Meginbreytingin frá sögu Einars er sú að í
myndinni býr fjölskylda Karolínu og Tomma líka
1000 uppstillingar; Ari Kristinsson á bak við
myndavélina með mönnum sinum, Halldóri
Gunnarssyni og ióni Karli Helgasyni.
AD koma á stað sem ég hef hugsað um og lif-
að mig inni árum saman; Einar Kárason rithöf-
undur gægist út um bragga.
braggahverfið þegar búið er að rífa það í mynd-
arlok.
„Hann hefur svo lítinn skilning á því hvernig
kvikmynd verður til,“ segir Friðrik Þór. „Ef við
ætluðum að rífa hverfið í mynd yrði hún ansi
löng og ieiðinleg. Nógu lengi höfum við verið
að reisa það, heilt ár, og það hefði líka orðið
langt og leiðinlegt hefðum við gert mynd af því.“
Líkbíllinn hefur farið nokkrar æfíngaferðir
niður braggagötuna. Myndavélinni hefur verið
komið fyrir á braut skáhallt yfir götuna. Ari
grúfir sig yfir hana. Kjartan Kjartansson hljóð-
maður stendur fyrir aftan hann með hijóðnema
á langri stöng. Þetta er einfalt atriði en krefst
svolítillar samhæfingar. Póstmaður gengur upp
götuna, börn eru að leik upp við blokkina, bíll-
inn kemur niður brekkuna. Karólína spákona
og hennar lið stígur útúr honum og heyrir um
leið hávaðann í Hreggviði sterka fyrir aftan sig.
Talstöðvarboð ganga á milli manna úr bílnum
og niður til tökuhópsins og um allt hverfið.
Karólína spákona vill vita hvort hún á að segja
„mig“ eða „mér“. Hún á að segja „mér“.
„Það vantar Gretti í líkbílinn", er kallað ofan
úr brekkunni. Grettir skilar sér. Æfingum er
lokið. Fyrsta takan.
„Gerið svo vel“, hrópar Friðrik Þór. Bíllinn
birtist á brekkubrúninni, börnin taka að leika
sér, póstmaðurinn heldur af stað upp í móti.
Allt smellur þetta saman.
„Það vantar batterí í vélina", segir Ari.
Skrýlin upplifun
„Skáldið er inni í bragga," segir Friðrik Þór
þegar búið er að taka atriðið og beðið er meðan
tökuvélin er flutt til eina ferðina enn; það þurfti
ekki nema tvær tökur af líkbílnum. Skáldið er
Einar Kárason sem kominn var til að fylgjast
með kvikmyndagerðinni og sat með nokkrum
leikurum í kafflbragganum. „Ég kem hingað til
að hitta þetta lið og skoða mig um. Allt er þetta
stórfenglega gert og það er skrýtin upplifun að
sjá þessar vistarverur og likbílinn breytast úr
hugmynd, sem maður hefur haft í kollinum öll
þessi ár, í raunveruleika.“
Hvernig upplifun er það?
„Það er liðinn svo langur tími frá því ég fór
að skrifa þessar bækur og ég hef hugsað svo
Friðrik Þór kemur inn í þessu. „Nú fer Einar
alltaf heim í villuna sína á Flókagötu þar sem
einu sinni stóðu braggar,“ segir hann.
Hvernig var samstarfið á milli ykkar við hand-
ritsgerðina?
„Það var alveg hörmulegt,“ segir Friðrik Þór
og heldur áfram að gera at í Einari.
„Þú skilur af hverju samstarfið hefur verið
svona erfitt. Hann er alltaf með fúla brandara
á minn kostnað," segir Einar. Friðrik Þór er
kallaður út.
Til stóð að gera sjónvarpsþætti úr braggasög-
unum.
„Ég skrifaði handrit að fjórum sjónvarpsþátt-
um byggðum á bókunum en það náðust ekki
samningar um sjónvarpsgerðina. Handritið hefur
verið í stöðugri þróun þessi ár en nú teljum við
okkur vera komna með þetta.“
„Braggahverfið kom á undan handritinu," skýt-
ur Árni Páll inní hróðugur þegar hann rekur inn
nefíð með Friðriki Þór. Leikstjórinn er með gam-
alt fréttablað í höndunum, The Manchester Guar-
dian Weekly reyndar, og rýnir í það um stund.
„Ég er kominn með þetta," segir hann og réttir
Áma Páli blaðið. Leikstjórinn virðist hafa verið
á undan honum að ráða skákþraut í blaðinu.
„Meginhugmyndin hefur alltaf verið á hreinu
og hvaða atburði í bókunum við vildum leggja
áherslu á,“ heldur Einar áfram. „Til dæmis hef-
ur flugslysið í Gulleyjunni frá upphafi verið
miðlægt í sögunni."
Skiptir þú þér eitthvað af kvikmyndatökunni
sjálfri?
„Aðeins ef þeir bera eitthvað undir mig sér-
staklega. Ég vil ráða því sem ég á að ráða án
afskiptasemi og á sama hátt virði ég annarra
verk. Friðrik kann að leikstýra og Ari að taka
og Árni Páll að smíða leikmynd. Það er best að
láta þá um það. Maður er bara áhorfandi uppi
í stúku þegar þeir fara að performera."
Ari og lakan
Takan hafði gengið hratt fyrir sig enda unnið
eftir góðu skipulagi og þaulvanir menn við tæk-
in. Mikilvægasta atriði dagsins er af Hreggviði
að ryðja niður braggagaflinum. Tæknibrellu-
mennirnir hafa áður losað gaflinn frá og komið
„GERIÐ svo
vel"; leik-
stjórinn
Friörik Þór
í bragga-
dyrunum.
s
BRAGGINN hrynur;...
VARTUR líkbíll rennur niður
braggagötuna og staðnæmist fyrir framan
myndarlegasta braggann í hverfinu. Út stígur
Karolína spákona tuðandi um bannsettan skijóð-
inn. „Alltaf á ég jafn helvíti erfitt með að fella
mig við að láta transportera mér á þessu helvít-
is farartæki,“ segir hún og skellir aftur hurð-
inni. Grettir situr undir stýri og Tommi húkir
aftur í. Þegar þau stíga útúr líkbílnum berst
háreysti mikil aftan að þeim úr bragga ofar í
götunni og þau snúa við og ganga forviða á
hljóðið. Inni í bragganum er Hreggviður sterki
að rífast við kerlinguna sína með þeim orðum
að hann sé sterkasti maður í heimi. Hann er
blindfullur eins og venjulega og til að leggja
áherslu á orð sín ryður hann framhliðinni úr
bragganum í heilu lagi svo hún fellur tignarlega
út á götu með háu braki. Neistaflug frá slitinni
rafmagnslínu hrynur yfir Hreggvið sterka sem
hristir sig eins og naut í braggagatinu.
En braggarnir eru ekki aðeins notaðir fyrir
útitökur. Af þeim hafa kvikmyndagerðarmenn-
irnir margvísleg not. Einn þeirra er innréttaður
sem upptökuver með hljóðeinangrun _og tilheyr-
andi þar sem eru teknar innisenur. í öðrum er
kaffistofa fyrir kvikmyndaliðið og skrifstofa. Í
enn öðrum er búninga- og förðunardeildin. Kvik-
myndagerðármennirnar þurfa sáralítið að leita
út. fyrir braggahverfið, um 80 prósent myndar-
innar eru tekin í hverfinu, sem gerir kvikmynda-
tökuna mjög vandræðalitla og fljótvirka. Flutn-
ingar á tökustaði og veður eru ekki til að draga
úr vinnuhraðanum. Braggahverfíð er skínandi
gott dæmi um þróaðan íslenskan kvikmyndaiðn-
að sem gengur eins og smurð vél. Að koma inn
í hverfið er ekki aðeins að ganga inn í sögusvið
bóka Einars Kárasonar heldur inn í íslenskt
kvikmyndaver. „Braggahverfið er byggt sem
stúdíó,“ segir Friðrik Þór.
Innandyra í bragga Karolínu eru gömul og
Eins og veslrabær
Þetta er atriði í nýjustu bíómynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Djöflaeyjunni, sem byggð
er á verkum Einars Kárasonar rithöfundar um
braggalífið í Túlekampi en Einar skrifar sjálfur
handritið. Braggahverfi hefur verið reist á Sel-
tjarnarnesi skammt frá Gróttu og að koma þang-
að er eins og að hverfa hálfa öld aftur í tím-
ann. Leikmyndin, sem kostar um 20 milljónir
króna, er eins og einn af þessum vestrabæjum
sem finnast í tugatali á baklóðum stóru kvik-
myndaveranna í Hollywood. Braggaþyrping
stendur við eina aðalgötu en upp af henni rís
nýi tíminn í líki heljarmikillar blokkar sem þreng-
ir sér inn í braggamenninguna; blokkin er gerð
úr stórum flutningagámum sem er raðað hveij-
um upp á annan en framhliðin á þeim er timbur-
klædd og steypukústuð og við hana eru reistir
stillansar. „Svalir“ eru á blokkinni og hægt er
að kveikja ljós í „gluggum" hennar. Utikamrar
og dúfnakofar standa við braggana og ryðguð
bílhræ eru neðst í götunni, kerra og bamavagn
standa í braggasundum. Þetta er sóðaiegur
kampur í niðurníðslu. Brúnn ryðlitur og dras!
og meira ryð.
slitin húsgögn og fáeinar bækur og stofuborð.
Á borðinu liggur gulnað breskt dagblað, The
Manchester Guardian Weekly, útgefið fimmtu-
daginn 13. desember, 1951. Innréttingarnar
gera Friðriki Þór kleift að sýna inn í braggann
utan af götunni sem gerir sviðsmyndina raun-
verulegri og eðlilegri. Þetta er ekki aðeins báru-
járn og spýtur heldur heimili. Lýst er inn um
gluggana fyrir innisenur og ekkert mál er að
taka út um gluggana með braggagötuna í bak-
sýn. Allt hverfið er leiktjöld. Og margar lausnirn-
ar eru broslega einfaldar. Búið var til sumar-
umhverfi fyrir utan aðalbraggann með því að
sprauta gulnað grasið grænt og líma laufblöð
úr gerviefni á hríslur.
1000 uppsetningar
Friðrik Þór kallar „Gerið svo vel“ til merkis
um að taka sé hafin og „Takk“ þegar hann
ákveður að henni sé lokið. Annars virðist hann
lítið„leikstýra“ á tökustað enda mikilli undirbún-
ingsvinnu lokið þegar loks tökur hefjast. „Leik-
stjórinn er sá maður í tökuliðinu sem virðist
aldrei gera neitt," segir hann. Mestur tíminn fer
eins og alkunna er í endalausa bið þrátt fyrir
einkar gott skipulag á hlutunum. Kvikmynda-
Einar Kárason varó ringl-
aóur, Maqnús Qlafsson
ruddi nióur bragga, Frió-
rik Þór réó skákþraut og
Ari Kristinsson hefói ekki
átt aó tala vel um veórió.
Braggahverfi hefur risió á
Seltjarnarnesi og þar
kvikmyndar Friðrik Þór
Frióriksson Gulleyjuna
sem byggir á sögum Ein-
ars. Arnaldur Indrióa-
son fylgdist meó upptök-
um fyrir skemmstu.
... Magnús Ólafsson í hlutverki Hrcggviós ryður niöur braggagaflinum í Djöflaeyjunni.
Morgunblaðið/Ásdís
tökuhópurinn puðar endalaust. Ari Kristinsson,
sem stjórnar kvikmyndatökunni, segir að stefni
í 1000 uppsetningar á myndavélinni. Til saman-
burðar nefnir hann að myndavélauppstillingarn-
ar í Á köldum klaka hafi verið á milli 300 og
350. Hérna er hrynjandin öll önnur. Hraðinn í
frásögninni miklu meiri og í braggahverf-
inu/kvikmyndaverinu er ekkert mál að stilla
myndavélinni upp að vild. Unnið er frá því
snemma á morgnana og fram á kvöld og afrakst-
ur dagsins er yfirleitt ein og hálf til tvær mínút-
ur af efni.
Sögur Einars Kárasonar af braggabyggðinni
eru þjóðkunnar og persónurnar eru mörgum
kærar. Með aðalhlutverkin í myndinni fara
Baltasar Kormákur (Baddi), Gísli Halldórsson
(Tommi), Sigurveig Jónsdóttir (Karolína), Hall-
dóra Geirharðsdóttir (Dollí), Sveinn Geirsson
(Danni), Guðmundur Ólafsson (Grettir), Ingvar
E. Sigurðsson (Gijóni), Pálína Jónsdóttir (Gerð-
ur), Magnús Ólafsson (Hreggviður), Saga Jóns-
dóttir (Gógó), Sigurður Siguijónsson (Tóti),
Árni Tryggvason (Afi), Margrét Ákadóttir
(Fía), Guðrún Gísladóttir (Þórgunnur) og Helga
Braga Jónsdóttir (Gréta). Bak við tökuvélina
standa margir samstarfsmenn Friðriks Þórs til
fjölda ára. Ari er tökustjórinn, Kjartan Kjart-
ansson sér um hljóðhönnun, Árni Páll Jóhannes-
son sér um leikmyndina, framleiðendur eru
Friðrik Þór, Peter Rommel og Egil Ödegaard,
klippari Steingrímur Karlsson, framkvæmda-
stjóri Inga Björg Sólnes og Karl Aspelund sér
um búninga.
Tökur hafa staðið yfir í nokkrar vikur og eiga
eftir að halda áfram til aprílloka. Þær ganga
mjög eftir áætlun. Kvikmyndagerð Djöflaeyjunn-
ar hefur þegar vakið athygli erlendis. Von var
á sjónvarpsfólki frá BBC í Bretlandi að fylgjast
með tökum. „Þetta er besti tíminn til að kvik-
mynda því maður fær svo misjöfn veður,“ segir
Friðrik Þór þar sem við sitjum í stofu Karólínu.
„Ég kom inn í einn bragga," segir hann aðspurð-
ur hvort hann þekkti bragga af eigin raun, „sem
búið var að breyta ansi mikið. Hann stóð skammt
frá Háteigsveginum þar sem Einar Kárason býr
núna:
í bragga en hún býr í húsi í bókunum og þykir
hafin yfir braggaliðið eins og Árni Pál! segir.
Breytingin er hugmynd Friðriks Þórs og Árni
Páll sagðist ekki frá því að hún komi vel út.
Hverfíð er byggt eins og vestrabæli með einni
aðalgötu.
„Já, þetta er svona vestrabær. Við gefum
dýpt í braggahverfið með ýmsu móti eins og
með Ijósastaurum og við sjáum bragga í götu-
sundum. Það sést í byggð gegnum rifurnar.
Þetta eru lágreist hús og við notum strompa svo
að braggarnir sýnist fleiri. Það var litið á bragg-
ana sem djöfulsins skömm. Á sínum tíma reifst
ég yfir því að einhveijir þeirra skyjdu ekki hafa
verið verndaðir."
Friðrik Þór talaði um að hann vildi láta þá
standa áfram eftir tökurnar.
„Nú, já, hann á þá eftir að lesa handritið.
Hverfið er rifið í sögulok."
Friðrik Þór kemur inn í þessu og heyrir á
braggatalið.„Minn draumur er að vera jarðaður
í braggakirkjugarðinum," segir hann og er far-
inn með það sama.
Braggahverfið hefur vakið heilmikla athygli
og talsverð umferð er í kringum það um helg-
ar. Þar sem hverfið stendur var tún fyrir ári
síðan en sumir spyija hvort braggarnir hafi allt-
af staðið þarna. Viðbrögð gesta og gangandi
geta verið með ýmsu móti eins og Árni Páll
hefur heyrt þau. „Helvíti er ég hissa á honum
Sigurgeiri [Sigurðssyni bæjarstjóra Seltjarnar-
ness], eins og hann er mikill framkvæmdamaður
og duglegur, að vera ekki búinn að láta rífa
þetta helvítis drasl fyrir löngu,“ sagði maður sem
leit yfir braggana. „Þetta er flott hverfi en ekki
gátu kapítalistamir beðið með að smíða blokkina
þar til þið voruð búnir að filma,“ sagði annar.
Þá hafa hestamenn látið í ljós áhuga á að kaupa
braggana, segir Árni Páll.
Vanlar Gretti i likbilinn
Myndatakan gengur snurðulaust fyrir sig að
mestu þótt minnháttar tafir verði. Friðrik Þór
stendur í braggadyrum og fylgist með undirbún-
ingi.
Árni Páll segir að erfitt verði að varðveita
KLIFRAÐ úr líkbilnum; Guðmundur Ólafsson,
Gísli Halldórsson og Sveinn Geirsson í hlutverk
um sinum i Djöflaeyjunni.
|9H § Ki
BEDID eftir töku; Halldóra Geirharösdóttir, Gylfi
Sigurösson og Sigurveig Jónsdóttir.
mikið um þetta fólk og síðan hefur þessi kvik-
mynd verið allan þennan tíma í undirbúningi,
að það skrítnasta við þetta var kannski hvað
það kom mér á óvart að sjá þetta allt. Þegar
ég kom til dæmis í stofuna hjá fjölskyldu Karol-
ínu þurfti ég hreinlega að setjast niður. Ég varð
bara ringlaður. Kannski var það vegna þess að
ég hef aldrei komið inn í bragga áður. Þetta
var ekki eins og að koma á æskustöðvar eða
einhvern stað sem ég á í endurminningunni held-
ur að koma á stað sem ég hef hugsað um og
lifað mig inn í árum saman.“
Hvernig fórstu að því að breyta sögunum í
kvikmyndahandrit? í þeim er fjöldi persóna og
hafsjór atburða, það hlýtur að hafa verið erfitt
að skera niður.
„Myndin byggir á sömu aðalfjölskyldunni og
rauði þráðurinn í sögunni heldur sér. Aukapersón-
unum hefur fækkað enda gefur skáldsagan tæki-
færi til að segja sögur af aukapersónum sem
sleppt er hér. Skáldsagan er svolítill safnhaugur
þar sem hægt er að fleygja allskonar dóti sem
hrúgast upp eins og af sjálfu sér. Kvikmyndin
er allt annað listform. Þetta þyrfti að vera tíu
tíma löng kvikmynd ef ætti að gera öllum karakt-
erum sögunnar skil. Ég vann alltaf samkvæmt
hugmyndum leikstjórans um hverslags mynd
hann vildi gera. Hann var með mjög skýrar hug-
myndir um hvemig áferð og heildarsvipur -ætti
að vera á myndinni. Hann vildi ekki að hún yrði
í upprifjunartón með sögumanni. Það er mjög
einföld lausn en ég held að Friðriki hafi þótt það
hreinlega billegt. Og það er alveg rétt. Það vill
verða útskýringarlegt ef notast er við einhvem
sögumann. Það þurfti að fínna aðrar lausnir í
staðinn hveiju sinni. Myndin fylgir aðalfjölskyld-
unni þeirra Karolínu spákonu og Tomma og
bamabömum þeirra og tveimur öðmm lykilfjöl-
skyldum úr kampinum sem hún tengist mikið.“
Það hefur lengi staðið til að kvikmynda
braggasögurnar.
„Við Friðrik Þór vorum farnir að tala um að
þetta efni væri tilvalið i kvikmynd talsverðu
áður en fyrsta sagan kom út fyrir um 15 árum
en það var fyrir fimm árum sem við fórum að
undirbúa þetta fyrir alvöru."
fyrir litlum sprengjum í rafmagnslínu út frá
bragganum. Magnús Ólafsson í hlutverki Hregg-
viðs kemur sér fyrir inni í bragganum ásamt
öðrum leikurum. Mennirnir sem halda uppi gafl-
inum hlaupa frá og Friðrik Þór kallar: „Gerið
svo vel“. Hreggviður byijar að bölsótast inni í
bragganum og lætur hátt rómur. Hann er eftir
allt sterkasti maður í heimi og leggur á það
mikla áherslu, svo mikla að hann lemur bragga-
gaflinn í heilu lagi úr stæði sínu svo hann fellur
út á götu. Því fylgir brak og brestir og sprengju-
regn af rafmagnslínunum. Heggviður stendur á
skyrtunni reikulum fótum í braggagatinu.
„Hva,“ segir hann, „veggurinn bara fór.“
Ein taka og þetta er komið. Ari Kristinsson,
myndatökustjórnandi Friðriks Þórs til margra
ára og tökustjóri m.a. Barna náttúrunnar og Á
köldum klaka, var ánægður með afraksturinn.
Hér eru nokkuð aðrar aðstæður en þú átt að
venjast hlaupandi upp um fjöll og firnindi með
myndavélina.
„Það er öðruvísi stíll á þessari mynd miðað
við til dæmis Börn náttúrunnar þar sem var
mikið landslag. Hér er allt smíðað, allt búið til
og við þurfum ekki að eltast við sérstakt veður.
Óvissuþættirnir eru fáir. Allt er útbúið fyrirfram
og hér höfum við allt til alls. Auk þess eru miklu
fleiri persónur í Djöflaeyjunni en í hinum mynd-
unum og allt önnur hrynjandi. Söguþráðurinn
er miklu flóknari og fjölþættari."
Er einhver sérstök áhersla lögð á filmuáferð-
ina til að fanga gamla tímann?
„Sögutíminn er 1956 til 1960 og við erum
að gera ákveðnar tilraunir sem erfitt er að tala
um áður en við vitum hver útkoman verður en
við erum að reyna að ná anda gömlu litfilmanna."
Svo fer Ari að tala um veðrið. „Tíðin hefur
verið stórkostleg en maður þorir ekki að monta
sig af því ennþá. Við eigum slatta eftir.“
Það var eins og við manninn mælt. Veðrið
þennan dag var frábært til kvikmyndunar rétt
eins og vikurnar á undan. Hlýindi og skýjað.
Daginn eftir fór að snjóa. Það srijóaði dagana
þar á eftir og stundum gekk yfir með svo kol-
svörtum éljum að sá ekki úr augum. Og áðui
en langt um leið var braggahverfið hulið snjó,.
~t“