Morgunblaðið - 31.03.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 31.03.1996, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINIWAUGL YSINGAR PÓSTUR OG SÍMI SAMKEPPNISSVIÐ óskar að ráða verkfræðinga - tæknif ræðinga 1. Boðkerfi Á farsímadeild er laus til umsóknar staða umsjónarmanns Boðkerfis. 2. Gagnasendingar Laus er til umsóknar staða á farsímadeild. Um er að ræða starf sem tengist nýrri þjón- ustu farsímakerfa svo sem gagna- og fax- sendingar, SMS (Short Message Service) og fleiru. 3. TADIG-prófanir, skráning og úrvinnsla Laus er til umsóknar staða á farsímadeild. Starfið tengist skráningu farsímtala í sím- stöðvum, úrvinnslu skráningar hjá Reikni- stofu, umsjá og eftirlit með gögnum sem send eru á rafrænan hátt til útlendra farsíma- rekenda og gögnum sem eru móttekin frá þeim. (TADIG: Transfer Account Data Interchange Group) Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ólafur Indriðason, yfirtæknifræðingur, sími 550 6231. SJÚKRAHÚS REYKjAVÍ K U R Hjúkrun íendurhæfingu Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarfræðinemar óskast til sumarafleysinga og í fastar stöður á endurhæfinga- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á Grensási. Á Grensásdeild fer fram hjúkrun sjúklinga eftir heilablóðfall, heila- og mænuskaða vegna sjúkdóma og slysa, auk fjölmargra annarra tauga- og stoðkerfissjúkdóma, s.s. verkjasjúklinga. Sérstaða deildarinnar felst m.a. í því að taka við sjúklingum frá bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hjúkrun sjúklinga í endurhæfingu er vax- andi áhugasvið innan hjúkrunar og á eftir að eflast á komandi árum vegna áherslu- breytinga í heilbrigðiskerfinu. Við óskum eftir áhugasömum og metnaðar- fullum hjúkrunarfræðingum til að taka þátt í uppbyggingar- og þróunarstarfi í endurhæf- ingahjúkrun. Við bjóðum upp á aðlögun í starfi, góða fræðslu og gott og gefandi vinnuumhverfi. Verið velkomin að koma og skoða Grensás- deild. Upplýsingár gefa: Ingibjörg S. Kolbeins, hjúkrunardeildarstjóri, í síma 525 1672 og Ingibjörg Hjaltadóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 525 1225. Hjúkrunarfræðingar! Loksins eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á deild A-5. Á deildinni eru tvö sérsvið við heila- og tauga- skurðlækningar. Deildin erein sinnartegund- ar hér á landi. Hjúkrunin er krefjandi og metnaður lagður í að veita sem besta hjúkr- un. Skipulagsformið er hóphjúkrun. Upplýsingar veita Bjarnveig Pálsdóttir, deild- arstjóri, Lilja Guðmundsdóttir, aðstoðar- deildarstjóri, í síma 525 1065 eða Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 525 1306. Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir eftir starfsmanni f stjórnmáladeild Sendiráð Bandaríkjanna óskar eftir að ráða aðstoðarstjórnmálafulltrúa. Viðkomandi mun m.a. gefa út daglegar fréttaþýðingar sendi- ráðsins, skrifa skýrslur og greinargerðir um einstaka atburði sem og almenna þróun á sviði íslenskra stjórnmála, þýða greinar og bréf sem við koma samskiptum ríkjanna tveggja, og túlka á fundum og í ferðum bandarískra sendiráðsstarfsmanna um landið. Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: ★ Fullkomið vald á ensku og íslensku. ★ Háskólapróf er skilyrði, framhaldsnám æskilegt, t.d. í alþjóðasamskiptum. ★ Áhuga og þekkingu á alþjóðamálum og samskiptum íslands og Bandaríkjanna. ★ Staðgóða þekkingu á íslenskum stjórn- og efnahagsmálum, sögu þeirra og þró- un. ★ Þekkingu á Bandaríkjunum, helst í gegn- um nám eða starf. ★ Tölvukunnátta nauðsynleg, einkum Microsoft Word og Word Perfect. Umsóknareyðublöð má sækja í afgreiðslu sendiráðsins á Laufásvegi 21 frá klukkan 8.00 þann 1. apríl. Umsóknirnar verða að vera á ensku og þeim ber að skila fyrir klukk- an 16.00 þann 9. apríl. Umsóknir sem ber- ast eftir þann tíma verða ekki teknar gildar. Sendiráð Bandaríkjanna mismunar ekki um- sækjendum eftir kyni, aldri eða kynþætti. Kennararstöður við eftirtalda skóla eru lausar tii umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1996. Grunnskólinn í Grímsey - almenn kennsla. Barnaskóli Ólafsfjarðar - almenn kennsla. Gagnfræðaskóli Olafsfjarðar - raungreinar 1/2 staða. Dalvíkurskóli - almenn kennsla. Grunnskólinn í Hrísey - almenn kennsla. Árskógarskóli - almenn kennsla. Þelamerkurskóli - almenn kennsla. Barnaskóli Akureyrar - almenn bekkjar- kennsla, heimilisfræði. Lundarskóli - almenn bekkjarkennsla. Oddeyrarskóli - staða aðstoðarskólastjóra, almenn bekkjarkennsla, sérkennsla. Gagnfræðaskóli Akureyrar - íslenska, enska, stærðfræði, smíðar. Glerárskóli - almenn bekkjarkennsla, saum- ar, smíðar, heimilisfræði, tónmennt. Síðuskóli - almenn bekkjarkennsla, sér- kennsla, myndmennt, smíðar, heimilisfræði, íþróttir. Giljaskóli - almenn bekkjarkennsla í 1.-3. bekk. Bröttuhlíðarskóli - sérkennsla. Hrafnagilsskóli - almenn kennsla, þroskaþjálfi. Valsárskóli - almenn kennsla. Grenivíkurskóli - almenn kennsla. Stórutjarnaskóli - almenn kennsla. Grunnskóli Skútustaðahrepps - almenn kennsla. Litlulaugaskóli - almenn kennsla. Hafralækjarskóli - almenn kennsla. Borgarhólsskóli - almenn kennsla, enska á unglingastigi. Grunnskólinn í Lundi - almenn kennsla. Grunnskólinn á Kópaskeri - almenn kennsla. Grunnskólinn á Raufarhöfn - almenn kennsla. Grunnskólinn Svalbarðshreppi - almenn kennsla. Grunnskólinn á Þórshöfn - almenn kennsla. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Skólaþjónusta Eyþings. Gjaldkeri Hard Rock Café í Reykjavík óskar eftir starfs- manni til að gegna starfi gjaldkera í verslun sinni. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af verslunarstarfi og sölumennsku. Viðkom- andi þarf að vera metnaðargjam, samvisku- samur, heiðarlegur, vinnusamur og hafa líf- lega og skemmtilega framkomu. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 23 ára. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Hard Rock - 4125“, fyrir 5. apríl nk. A KÓPAVOGSBÆR Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogssvæðis Staða framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Kópavogssvæðis er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi sem heilbrigðisfulltrúar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1996. Upplýsingar veitir Ómar Logi Gíslason, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Kópavogs- svæðis, í síma 564 1515. Umsóknir sendist Heilbrigðiseftirliti Kópa- vogssvæðis, Fannborg 2, pósthólf 337, 202 Kópavogi. Starfsmannastjóri. Guðfræðingur Hjallakirkja í Kópavogi Sóknarprestur og sóknarnefnd Hjallasóknar í Kópavogi óska eftir að ráða guðfræðing til starfa við Hjallakirkju. Starfið felur m.a. í sér eftirfarandi: • að aðstoða sóknarprest og sóknarnefnd við leiðsögn og umsjón með starfi kirkju, safnaðar og starfsfólks. • að annast og fylgja eftir áætlanagerð á vegum sóknarprests og sóknarnefndar, sem taka skal til allra helstu þátta þeirra starfsemi, sem fram fer í nafni kirkjunnar. • að annast allt nauðsynlegt skrifstofuhald og erindrekstur á vegum sóknarprests og sóknarnefndar, þ.m.t. bréfaskriftir, skýrslugerð, boðun funda, skjalavarsla, gerðabækur o.þ.h. • að ritstýra útgáfu á riti Hjallakirkju: „Glatt á Hjalla“. Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn til að sækjast eftir stöðu aðstoðarprests við Hjalla- kirkju, sem hugur sóknarnefndar stendur til að verði veitt sem fyrst. Boðið er upp á afar góða vinnuaðstöðu og sjálfstætt starf, þar sem einstaklingur með forystuhæfileika, frumkvæði og hugmynda- flug fær að fást við og móta verðug verkefni. Þessi starfsmaður þarf að vera vinnufús og hafa góða framkomu og samstarfshæfni, sem sæmir hlutverki hans og kirkjunnar. Hann þarf, auk guðfræðimenntunar sinnar, að búa yfir nægilegri menntun og leikni í almennum skrifstofustörfum, þ.m.t. að kunna á tölvur og algengustu forrit. Nánari upplýsingar um starf þetta veita sókn- arprestur og formaður sóknarnefndar. Skriflegar umsóknir þerist til Hjallakirkju fyrir 20. apríl nk. Sóknarprestur og sóknarnefnd Hjallasóknar, Álfaheiði 17, 200 Kópavogur, sími 554 6716.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.