Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ _________________________________ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 7 MAIMIMLÍFSSTRAUMAR KANKAN séð með augum Toulouse-Lautrec. VISINDI/ffo^#/* kemurgeimryk? Uppruni hrapstdna MIKILL aragrúi smástirna og halastjarna ferðast um sólkerfið okkar. Sam- setning og uppruni þessara himinhnatta hefur lengi verið áhugaefni vísinda- manna sem eytt hafa miklum tíma í rannsóknir á þeim. Lengst af hefur það verið skoðun manna að allar þekktar halastjörnur og smástirni séu bundin við sólkerfið. Skoðun þessi byggist á rannsóknum á efnasamsetn- ingu smástirna, en þó fyrst og fremst á mælingum á hraða þeirra. Nýleg- ar mælingar sem gerðar voru á hraðadreifingu hrapsteina í lofthjúp jarðar- innar benda til þess að sumt það efni sem heimsækir sólkerfið komi frá svæðum utan þess. Rykagnir berast stöðugt í miklum hraða inn í efri loftlög jarðarinn- ar. Rykagnimar örva og jafnvel jóna sameindir í lofthjúpnum og leiða þannig til myndunar ljósslóða sem stundum greinast frá jörðinni. Einnig er mögulegt að greina slóða þessa, eða hrapsteina með ratsjártækni. Mæl- ingar á hraða rykagnanna hafa hingað til ekki gefíð áreiðanlegar upp- lýsingar um það hver er uppruni þeirra. Til þess að koma gervihnetti út í geiminn þarf hraði hans í upphafi að vera svo mikill að honum takist að yfirgefa þyngdarsvið jarðarinnar. Hraði þessi, sem nefnist lausnar- hraði, er 11,2 km/sek. Rykagnir og loftsteinar sem falla til jarðar með hraða sem er meiri en lausnarhraði jarðarinnar koma því frá svæði þar sem þyngdarsviðs jarðarinnar gætir nánast ekki. Alveg eins og jörðin hefur sólkerfið í heild sinni eigin lausnarhraða sem er því sem næst 73 km/sek. Efni sem berst til jarðar með hraða sem er meiri en lausnar- hraði sólkerfisins á því væntanlega rætur að rekja tii svæða utan sólkerf- isins. Það hefur lengi verið ljóst að hala- stjömur sem mynduðust innan sól- kerfisins geta öðra hvora yfirgefið það og borist út í geiminn. Margir hafa því velt því fyrir sér hvort smá- stimi og geimefni geti ekki eins bor- ist inn í sólkerfið og jafnvel alla leið til jarðarinnar. Stjamvísindamenn hafa haft mjög mismunadi skoðun á þessu. Sumir telja að allt að því 60-70% allra hrapsteina eigi rætur sínar að rekja út fyrir sólkerfíð. Aðr- ir telja að þetta sé ekki nema 2-3%. Mikið ber hér á milli og því hefur mikið verið reynt til þess að fá úr málinu skorið. Nýlega birtu þrír vísindamenn frá Ástralíu grein í tímaritinu Nature þar sem þeir lýsa niðurstöðum athugana sinna á hraðadreifíngu hrapsteina. Vísindamenn notuðu aflmikinn rat- sjársjónauka til að rannsaka hraða og braut meira en 350000 hrap- steina. Þeir fundu að 0.9% þeirra höfðu meiri hraða en 100 km/sek. Þar sem þetta er langtum meira en lausnarhraði sólkerfisins telja þeir nokkuð víst að þessir hrapsteinar komi frá svæðum sem liggja utan við sólkerfíð. Það sem var sérstaklega áhugavert við niðurstöður vísindamannanna er að veralegrar árssveiflu gætir í fiæði rykagnanna sem berast til jarðarinn- ar. Þar sem afstaða jarðarinnar til HVAÐAN koma glóandi vígahnettir? stjömuhiminsins er mismunandi eftir árstíma gerir þessi staðreynd þeim mögulegt að segja nánar fyrir um upprana agnanna úti í geimnum. Þeir telja að geimrykið komi fyrst og fremst. frá þremur mismunandi svæð- um. í tveimur tilfellum er um að ræða mismunandi stjömugerðir, s.k. A og B stjömur, en þriðja rykgusan tengist hinsvegar hreyfingu sólarinn- ar um miðsvæði vetrarbrautarinnar. Margir stjamvísindamenn munu hafa mikinn áhuga á þessum niður- stöðum, sér í lagi þó þeir sem um áraraðir hafa haldið því fram að fyrsta líf á jörðinni hafi borist með efni utan úr geimnum. Þeir munu bíða spenntir eftir betri skilningi á upprana þess efnis sem trúlegt er að berist stöðugt til jarðarinnar. eftir Sverri Ólafsson Dali lenti á fimmta áratugnum í svipaðri aðstöðu og Picasso, því leiktjöld hans þóttu of áberandi. Úr því var unnið á farsælan hátt þó samstarfið hafi því miður ekki leitt af sér hjónaband. Eins og sjá má hafa ótrúlega margir myndlistarmenn lagt hönd á plóginn við að mála dansara, starfa fyrir dansflokka, verða ástfangnir af listgreininni eða þeim sem hana stunda. Auk þessa ástarsambands hafa myndlist og danslist gengið saman í gegnum ýmis skeið. Mynd- listarmenn sem og danshöfundar sögunnar hafa fengist við módern- isma, rómantík, naumhyggju, popp- iist og póstmódernisma. En hvað gott rúgbrauð og hinn daglega salt- fisk. Mér virtist þetta hins vegar í meira lagi dauflegt líf og ekki spennandi. Núna í myrkrinu bauð mér allt í einu í grun að það lægi kannski ekki alveg í augum uppi hvað væri hið rétta. Gat verið að ég og ótal margir aðrir hefðum leit- að langt yfir skammt? Er það kannski svo að hinir síðustu verða að lokum fyrstir - í þessum efnum eins og sumum öðrum? Víst er að þetta gamla fólk bjó yfir jafnaðar- geði og sálarró. Var unga stúlkan á hjólinu ekki einmitt að segja að hún hefði fundið leið til þess að varðveita sálarró sína? Og er sálar- róin ekki eitt það eftirsóknarverð- asta í þessum heimi þegar á allt er litið? Er það ekki hún sem við erum m.a. að sækjast eftir þegar við tölum um að „slappa af og hafa það næs“? Vissulega er ljóst að í nútíma- þjóðfélagi er ekki hægt annað en ferðast í bílum. Það er heldur ekki hægt annað en ferðast með flugvél- um milli landa. Erum við þá búin að mála okkur út í „hraðahornið“? Að ákveðnu marki er það svo. Við erum börn okkar tíma og getum ekki snúið hjólum sögunnar við. Við getum ekki öll leitað upp til dala til þess að njóta þar þess næðis og kyrrðar sem gamla fólkið bjó við, sem ég áður nefndi. Við byggj- er það þá sem dans og myndlist eiga sameiginlegt? Svarið gæti verið einfalt, að auk þess að um sé að ræða tvö sjónræn listform beinist áhugi þeirra beggja að líkamanum. Að hluta til í myndiist en alfarið í dansi. Dansarar reyna að segja sögu, túlka tilfinningar, hanna form eða bara skemmta fólki með líkam- anum. Myndlistarmenn reyna hins- vegar að ná hraða og spennu hreyf- inganna og ótakmörkuðum mögu- leikum líkamans niður á blað. í hreyfingunni felst áskorun til mynd- listarmannsins, að ná niður lifandi augnabliki á dauðan flöt. Hreyfingin ögrar myndlistinni og nýtur vin- sælda fyrir vikið. um á öðrum undirstöðum en fólk bændasamfélagsins gerði. Hins vegar getum við vissulega sett okkur mörk í annríki okkar. Við þurfum til dæmis ekki að hitta svona marga á svona skömmum tíma eins og við gerum flest, a.m.k. ekki í frítíma okkar. Ef við göngum eða hjólum á milli þegar við erum ekki að vinna, setur það ferðalög- um okkar strax verulegar skorður og gefur okkur auk þess tíma til hugleiðinga. Þeir sem vilja búa við meiri ró en þeir gera ættu að spá í þetta. Það kvarta margir yfir ein- beitingar- og minnisleysi í dag, ekki síst fólk á besta aldri. Sumir kenna of miklu áreiti um, aðrir tölvunum. Það væri fróðlegt ef gerð væri rannsókn á því hvort einfaldara líf og minna áreiti skil- aði þeim árangri að fólk væri ánægðara, ætti betra með að ein- beita sér og yrði minnisbetra. Kannski hefur slík rannsókn verið gerð hér á landi án þess að ég viti. Það er alltaf verið að gera alls konar rannsóknir á fólki og lifnað- arháttum þess. Ef ekki, sýnast þessi umræddu atriði vera spenn- andi rannsóknarefni. Kannski er hægt að sanna svo ekki verður um villst að stúlkan á hjólinu hafi rétt fyrir sér, það sé raunverulega óhollt fyrir fólk að fara of fljótt yfir og hitta of marga á of skömm- um tíma. Málstofa BSRB Ríkisst jórnin - verkalýðshreyf ingin Samráð eða átök þríðjudaginn 30. apríl Frummœlendur: Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Friðrik Sophusson, fjórmálaráðherra, Páll Pétursson, íélagsmálaráðherra, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Fundarstjóri: Danfríður Skarphéðinsdóttir, fyrrverandi þingmaður. Málstofa BSRB verður haldin í Félagsmiðstöðinni, Grettisgötu 89, þriðjudaginn 30. apríl kl. 17-19. Yfirskriít Málstofunnar er Ríkisstjórnin - verkalýðshreYfiiTgin, samráð eða átök. Eins og yfirskriítin ber með sér verða frumvörp ríkisstjórnarinnar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og um stéttaríélög og vinnudeilur í brennidepli á Málstofunni. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.