Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLÁÐÍÐ SUNNUDAGÚR 28. APRÍL 1996 B 29 ENDUR fyrir löngu skrifaði ég lof- grein um kaffið. Það var þá miklu mikilvægara fyrir íslenzkt fólk og annað, heldur en það nú er. Það er svo margt, sem komið hefir fram á sjónarsviðið í drykkjarmálum síð- an þá, og er það reyndar einnig þannig á öðrum sviðum í lífinu. Það er allt of margt á boðstólum og úr allt of mörgu að velja. Allir beijast um að ná athygli okkar og helzt selja okkur eitthvað. Og við erum í vandræðum að ákveða okkur, eins og máltækið segir: Sá á kvölina, sem á völina. En áður fyrr skipaði kaffið öruggan sess í hjörtum ís- landsmanna, og maður þurfti ekki að velja milli margra drykkja, eins og ég greindi frá í greininni gömlu. Rétt áður en ég og konan mín, blessunin, giftum okkur, lallaði ég mér við í Liverpool á Laugaveginum og keypti kaffikönnu í búið. Yar ég mjög ánægður með þau kaup, og hefir sú kanna fylgt okkur alla tíð síðan. Það var mikið hellt upp á hana á íslandi, og sopinn úr henni skerpti marga hugsun, hrakti burt margan leiða, liðkaði margt mál- beinið, hressti margan rykaðan haus. Okkar kaffikanna skipaði heiðurssess á heimilinu eins og tíðk- ast á mörgum íslenzkum heimilum. En nú, hérna í henni Ameríku, hefir kaffikannan góða verið leyst frá skyldustörfum sínum, a.m.k. í bili, og kúrir nú uppi í efstu hillu inni í eldhússkáp. Þegar við komum hér, var hún strax tekin upp, saum- aður nýr poki í hringinn, hann fyrst soðinn í korg, og svo hafist handa Kaffisopinn kætir og bætir við að laga kaffi. Ætlunin var svo sannarlega ekki að breyta kaffilög- un heimilisins á hinn minnsta máta. En einhvern veginn tókst könnunni okkar góðu ekki að laga sig að stað- háttum hér. Samt var það ekki beinlínis hennar sök. Hér eru næstum óþekktar kaffi- könnur með mjóum stút, poka og hring. Okkur gekk illa að fínna kaffi, sem hentaði vel í uppáhell- ingu. Sopinn varð einlægt gruggug- ur og ekkert líkur því, sem hann hafði verið uppi á íslandi, dökktær og ilmandi. Eftir að hafa ráðgazt við grannkonu, festum við kaup á rafmagnskönnu, sem lagaði kaffi að ameriskum sið. Maður lét í hana vatn og kaffi og stakk svo í sam- band. Auðvitað sauð hún svo vatnið sjálf og hellti síðan uppá sig inn- vortis. I tíu mínútur rumdi, kraum- aði og bullaði í apparatinu, en svo kviknaði rautt ljós og kaffið var tilbúið. En við að nota svona nýmóðins tæki til að laga sopann er auðvitað horfinn allur rómansinn af því að búa til kaffið. Fátt getur jafnazt á við að sitja á eldhúskolli við vaxdúksþakið eldhúsborð, sem á er svo sem ein skál af kleinum, svo ég tali nú ekki um pönnukökur, nýupprúllaðar með sykri, og spjalla við húsmóðurina, þar sem hún stendur við eldavélina með aðra Þórir S. Gröndai hönd á mjöðm, en með hinni hell- andi úr hraðsuðukatlinum í pokann, hálffylltan þessu indælis nýbrennda og malaða kaffi. Stæði maður upp til að athuga, hvernig niður sigi vatnið, gæfi að líta þessa heillandi, dularfullu liti ofan í pokanum. Alla vega brúnar, lillabláar og himinblá- ar kúlur myndast í froðunni, þégar vatnið streymir yfir kaffið með þessu sérkennilega, heillandi hljóði. Eða þá ilmurinn! Þá eru kaffídrykkjusiðirnir á ís- landi mjög ólíkir því, sem hér tíðk- ast. Ameríkaninn hefir tekið alla rómantík úr kaffilöguninni, og svo hefir hann ekki heldur neinar erfða- venjur eða forna siði við sjálfa drykkjuna. Hann notar ekki mola- sykur, hann hefir engan kaffikúlt- úr. Mér frnnst notalegt að drekka kaffi með íslendingum. Þeir hræra lengi í bollanum, jafnvel þótt þeir drekki bæði svart og sykurlaust. Svo er blásið í hann þótt kaffið sé ekki lengur heitt eftir alla hræruna. Þá er molinn valinn úr karinu eftir mikla umhugsun. Hann fer í munn- inn og bollinn er borinn að vörum. Oft mætir kaffiunnandinn honum á miðri leið með því að beygja sig eilít- ið yfir borðið. Næst heyrist þetta notalega hljóð, sem kallað er sötur. Svo kemur stunan, en þar næst kemur molinn aftur í spiíið, og er nú búið að hagræða honum einhvem veginn uppi í viðkomandi þannig, að hann verkar sem sía. Kaffið er sogið í gegnum hann. Það er erfitt að útskýra, hvað gerist innan- munns, en utanfrá sjáum við, að munnurinn fer í eins konar koss-stút og kinnamar innhverfast. Loks er kaffinu kyngt og þá er dæst. Svona skrifaði ég um kaffið fyr- ir meira en tuttugu árum, þegar það var mikilvægasti drykkurinn í lífi hvers Islendings. Þeir sem ekki dmkku kaffi voru afar fáir, og vora af flestum álitnir eitthvað skrítnir og virtir til vorkunnar. Nýi tíminn hefir breytt þessu öllu saman. Kaffineyzla hefir dregizt saman á íslandi sem í öðram löndum. Ýmsir læknar hafa líka bannað sumum sjúklingum sínum að njóta kaffis, því það geti orsakað hraðan hjart- slátt. Eg segi nú bara, að þegar aldurinn færist yfir og hjartað berst ekki lengur í bijóstinu vegna ástar- skots, ættu allir að vera ánægðir ef dælan tekur smá sprett fyrir tilst- uðlan kaffisopa. Allir mögulegir aðrir drykkir hafa komizt í tízku qg kólafyrirtæk- in hafa heilaþvegið milljónir ung- menna til þess að hafna heitu kaffi sem morgundrykk, en svelgja þess í stað ískalt kóla og ropa á eftir. Kaffiframleiðendur hafa mætt sam- keppninni á ýmsan máta. Þeir hafa aukið ijölbreytnina í úrvali og kom- ið neytendum upp á að mala sínar eigin baunir, sem hægt er að fá með öllum mögulegum brögðum. Svo er espresso kaffi og cappuccino og ekki má gleyma koffínlausu kaffi. Svona er kaffimenningin orðin flókin eins og reyndar allt blessað lífíð. Það þarf samt ekki að þýða, að ekki megi njóta góðs kaffís eins og fyrr á tímum, en það er ekki lengur sameiningartákn, eins og það var á íslandi áður fyrr og eitt- hvað, sem allir gátu notið saman. Nú er algengt, ef sex manns fara á veitingahús, að allir panti sinn drykkinn hver. Einn pantar venju- legj, kaffi, annar íste, sá þriðji koff- ínlaust kaffi, sá íjórði espresso, sá fimmti kóla og sá sjötti cappuccino. Ég get ekki að því gert, að ég sakna stundum kaffikönnunnar okkar góðu. Þá tek ég hana niður af hillu og heilsa uppá hana. Þegar ég læt hana aftur inn í skápinn, heyrist mér hún stundum andvarpa, þá er ég loka skápnum. I.O.O.F. 3 = 1784298 = Fl I.O.O.F. 10 = 1774298= Dn I.O.O.F. 19 = 1774298 = M.R. □ GIMLI 5996042919 I Lf. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Nám í cranio sacral- jöfnun 1. hluti af þremur 22.-28. júní. Upplýsingar og skráning í síma 564-1803. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands íslensku miðlarnir og huglaekn- arnir: Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Flafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, Margrét Flafsteinsdóttir, Símon Bacon og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir verða öll að störf- um hjá félaginu í apríl og maí. Kristín Þorsteinsdóttir og María Sigurðardóttir verða starfandi í maí. Einnig er breski miðillinn fris Hall væntanleg 26. maí og verður til 16. júní. Velski miðillinn Colin Kingshott verður hjá félag- inu til 30. apríl. Daninn Kaare H. Sörensen verður hér til 3. maí en hann er með fyrirlífsupp- rifjanir. Öll bjóða þau upp á einkatíma. Allar upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 16 og á skrifstof- unni Garðastræti 8 milli kl. 9 og 12 og 13 og 17 alla virka daga. Sálarrannsóknarfélag íslands. Opið hugleiðslukvöld kl. 20.30, Jórunn Oddsdóttir leiðir, í kvöld í Sjálfeflisalnum, Nýbýlavegi 30, Kópavogi, (gengið inn Dalbrekku- megin). Aðgangseyrir 350 kr. Allir velkomnir. VEGURIIM P Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00. Skipt í deildir. Unglingablessun. Jón Gunnar Sigurðsson talar. Kvöidsamkoma kt. 20.00. Heimsókn frá Grace Vineyard. Samúel Ingimarsson predikac. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir hjartanlega velkomnir! fcimhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42 í dag kl. 16. Mikill söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barna- gæsla. Ræðumaður Óli Ágústs- son. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhálp. H verfisgötu 105,1. hæð Ert þú Guðrækinn eða trúræk- inn? Seinni hluti. Hilmar Krist- insson prédikar. Frelishetjurnar, krakkakirkja kl. 10 sunnudags- morgun. Fimmtudagskvöld Kennslu- og bænastund. Vertu frjáls - kíktu í Frelsið. Velkomin í nýja húsnæðið okkar á 1. hæð, Hverfisgötu 105. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Lofgjörðarhópur Fíladelf- íu leiöir söng, ræðumaður Jó- hannes Hinriksson. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikud.: Biblíulesturkl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 17.30, Skrefið kl. 19.00, ungl- ingasamkoma kl. 20.30. Dagsferð sunnud. 28. apríl Kl. 10.30 Landnámsleiðin L8, lokaáfangi, Bringur-Heiðarbær. Verð kr. 1.200/1.400,-. Dagsferð miðvikud. 1. maí Kl. 10.30 Kristinarborg, Lónakot, Óttarstaðir. Létt hringganga um Almenning og með Ströndinni sunnan Straumsvíkur. Hægt að mæta á eigin bíl í ferðina. Verð 800/900. Dagsferð sunnud. 5. maí Kl. 10.30 Reykjavegurinn, ný gönguleið, 1. áfangi: Reykjanes- Bláa lónið. Myndakvöld Útivistar verð- ur haldið fimmtud. 2. maí kl. 20.30. Erla ivarsdóttir sýnir myndir af þemasvæði Útivistar, Skaftár- hreppi. Ægifagurt landslag og gómsætar kaffiveitingar. Útivist. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Konunglegu her- sveitirnar kl. 18.00. Barnastarf fyrir 5-12 ára. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 28. apríl kl. 10.30. Skfðagönguferð á Esju. Ný spennandi ferð. Farar- stjóri: Gestur Kristjánsson. Verð kr. 1.200. Kl. 13.00 Keilir. Ekið að Hös- kuldarvöllum og gengið þaðan. Fagnið sumri með göngu á þetta skemmtilega útsýnisfjall. Verð kr. 1.200. Brottför frá BSÍ, aust- anmegin og Mörkinni 6. Kl. 14.00 Óskjuhlíð, sögu- og minjaganga. Um 1-1,5 klst. fjöl- skylduganga í fylgd Helga M. Sigurðssonar, safnvarðar er segja mun frá minjum í Öskju- hlíð m.a. stríðsminjum, minjum um búskap, Beneventum, Landamerkjasteinum og fleira skemmtilegu. Mæting við and- dyri Perlunnar. Frí ferð. Ath. að Öskjuhlíðargöngunar eru í tilefni ferðasýningar í Perlunni. Fararstjórar Ferðafélagsins, munið fræðslukvöldið núna á mánudagskvöldið 29. apríl kl. 20 í Mörkinni 6 (stóra sal). Fjallað verður um leiðir og leiðarlýsing- ar. Fjölmenniö. Ferðafélag islands. Samkoma í Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20. Friðrik Schram prédikar. Lofgjörð og fyrirbænir. Komum og lofum guð saman. Allir hjartanlega velkomnir. Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli í dag kl. 11.00. Ásmundur Magn- ússon prédikar. Allir velkomnir! Sjónvarpsútsending á Omega kl. 16.30. Austurvegur ehf Jákvæð uppbygging mannsins - Hinn kosturinn Skráning stendur yfir í síma- skrána/bókina „Jákvæð upp- bygging mannsins - Hinn kost- urinn". Þetta er skrá sem inni- heldur uppl. um alla þá er stuðla að uppbyggingu mannsins á já- kvæðan hátt og án kemískra efna. Þetta er skrá fyrir þá er bjóða upp á nudd - miðlun - heilun - yoga - reiki - verslun - spálestur - grasalækningar - huglækningar - og fyrir sjúkra- nuddara, -þjálfa og -liða - nála- stungur - sálfræðinga - seið- menn - andlegar miðstöðvar - jákvæð félagasamtök o.fl. i þessum anda. Þeir, sem áhuga hafa á að skrá sig/auglýsa eða telja sig rétt- komna í þessari bók eru beðnir að hafa samband við Rafn/Guð- rúnu í síma 565 2309. Skráningu lýkur 31. maí '96 og skráin kem- ur út 1. sept. '96. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma í dag kl. 17.00. Ræðumaður: Þórdís Ágústsdóttir. Barnasamverur á sama tima. Komum saman og lofum Drottin. Björgvinsborgarar og franskar til sölu eftir samkomu. Allir velkomnir. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræli 2 Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma, í umsjá Áslaugar Haugland og Katrínar Eyjólfsdóttur. Allir velkomnir. Mánudag kl. 16.00 Heimilasam- band. Hilmar Símonarson talar. Allar konur velkomnar. Fjallið Sænsk-íslensk fjallaráð- stefna verður haldin vikuna 6.-13. júlí að Reykholti í Biskupstungum. Þeir sem hafa áhuga, skrái sig fyrir 30. apríl í sima 567 5458, Ragnheiður, 553 8265, Þor- björg, og 567 2717, Ólafía. Ferðamenn athugið Ódýr gisting í hjarta Kaupmannahafnar. Upplýsingar í síma 00-45-33- 253426.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.