Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ ur og revisor, tengdafaðir Ólafs Thors. En Indriði var nú íslands- bankamaður svo það sagði sitt. En hér duga ekki málalengingar. Víkjum að sögum um víxilvið- skipti því „margt getur skemmti- legt skeð“ innan veggja bankanna þegar víxlar koma við sögu. Séra Árni Þórarinsson segir frá víxli, sem bóndi einn í Kolbeinsstaða- hreppi reyndi að selja í Landsbank- andum í tíð Tryggva Gunnarsson- ar bankastjóra. Frá því er sagt í bók Þórbergs „Að ævilokum": „Benedikt Björnsson bjó í Krossholti í Kolbeinsstaðahreppi, þegar ég kom vestur og jafnan síðan. Hann var frábær dugnaðar- maður og búhöldur mesti. Snyrti- mennsku hans í búskap og þrifn- aði í umgengni allri, utan bæjar sem innan, er við brugðið. Hann var vel efnaður. Hann átti Kross- holtið, sem er stór jörð, og auk þess Flesjustaði og Hafursstaði. Hann var og vel fjáreigandi af gangandi fé. Benedikt var gestrisinn og glað- ur í viðmóti. Hann var talinn ölkær nokkuð. En vínnautn hans var þó að ýmsu með öðrum hætti en títt er um ástríðusjúka drykkjumenn. Hann gat til dæmis geymt flösk- una árum saman, þangað til sá kom, sem hann hafði ásett sér að drekka hana með. Benedikt var kvæntur Höllu Guðmundsdóttur. Heimilislíf hans var stundum dálítið erfítt. Halla var að vísu myndarkona. En það gat hent, að Benedikt kæmi svink- aður úr ferðalögum, og þá átti húsfreyja það til að vera köld við hann í viðmóti og reyndar fleiri á heimilinu. Benedikt var skemmtilega sér- stæður maður í tali og hugsunar- hætti, og þess vegna hef ég ráðizt i að láta færa í letur um hann þessar minningar. Mörg tilsvör hans þóttu óvenjuleg og oft fyndin og sjónarmið hans á ýmsum hlut- um frábrugðin skoðanahætti ann- arra manna. Hann lagði tii að mynda allt annað mat á menn en gengur og gerist. Hann virti þá eftir því, hvort þeir voru í bindindi eða ekki. Bindindismaður átti lít- inn rétt til lífsins. En þeir, sem fengu sér í staupinu, - það voru menn. „Þetta er enginn maður. Uss! Nefndu hann ekki! Hann er í bindindi." Einhveiju sinni fór Benedikt í Landsbankann í Reykjavík og bað að káupa af sér víxil. Á víxlinum voru ábyrgðarmenn, sem heima áttu í Kolbeinsstaðahreppi, prýðis- menn. En bankastjórnin kannaðist ekki við nöfnin og spurði Bene- dikt, hvort hann hefði ekki neinn með sér, sem hún þekkti, til að Iýsa mönnunum. Benedikt svara: „Jú, hann Rúnki er hérna hinum megin við hurðina. Ég ætla að kalla í Rúnka“. Það var Runólftur Stefánsson, fæddur og uppalinn í Kolbeinsstaðahreppi. Benedikt opnar hurðina og kallar: „Rúnki! Komdu!“ Runólfur gengur inn til þeirra. Bankastjórnin spyr, hvort hann kannist við þessa menn á víxlinum. „Ég þekki þá alla. Þetta eru ágætismenn, efnaðir og áreiðan- legir og dytti aldrei í hug að svíkja ábyrgð sína“. Þá skýtur Benedikt fram í: „U-u-ss! Segðu ekki þetta, Rúnki! Ég held þeir geti nú svikið þessir. Svíkja bara, ef þeir geta. Við þekkjum það nú báðir, Rúnki!“ En vitnisburður Runólfs um ábyrgðarmennina varð þyngri á metunum en ótrú Benedikts á heiðarleik þeirra. Bankastjórnin keypti vísvilinn. Benedikt hafði allt í bankanum, sem hann vildi. Það þótti svo mik- il skemmtun að fá hann í bank- ann. Auk þess var hann gildur bóndi og áreiðanlegur í viðskipt- um. Runólfur Stefánsson (Rúnki í Holti) var Bensa í Krossholti til trausts og haids í Landsbankanum. Allir Reykvíkingar þekktu athafna- manninn Runólf og börn hans, mörg og mannvænleg. Synir hans Þórarinn, Þórir og Stefnir eru minnisstæðir og settu svip á bæinn. „Alveg ertu raritet, Runki,“ sagði Tryggvi Gunnarsson við Runólf þegar hann sýndi honum hvernig ætti að brynna hestum og koma upp drykkjarþró á Hlemmi. Þannig varð vatnsþróin til. „Það var margt fleira, sem við Tryggvi Gunnarsson brölluðum," sagði Runólf- ur Stefánsson við VSV í samtali. Að greiða Lands- bankavíxil með naut- peningi Landsbankinn kom talsvert við sögu í frétt- unum á dögunum, og barst umræðan alla leið inn á hið háa Alþingi. Pétri Péturssyni finnst samt skorta nokkuð upp á gamansem- ina í öllu þessu máli og reynir að bæta þar úr með sögubroti úr fortíðinni. Tryggvi Gunnarsson stendur keikur á þakhæð Landsbankans á merkisdegi. Þá var veldi hans hvað mest. Síðar varð hann að víkja. LEYFIST gömlum manni að hóa í lætin þegar dægurþras og rígur ætla mann lifandi að drepa úr leiðindum, með lágkúru sinni í umræðum. Það er munur nú til dags, eða áður fyrr þegar Reykja- vík var byggð glettnum og gaman- sömum mönnum, sem krydduðu daglegt líf með hnyttnum athuga- semdum um það, sem var efst á baugi. Eða hvað sagði ekki séra Bjami Jónsson vígslubiskup af sinni alkunnu gamansemi þegar rætt var um veðurfar og kirkjuleg málefni á válegri tíð. Þá voru nýaf- staðnar kosningar - biskupskjör. Mjótt var á munum. Séra Bjarni vitnaði í samtal. „Það var barn, sem spurði móður sína: Mamma. Maðurinn í Útvarpinu var að tala um lægð yfir Grænlandi og biskup- inn yfir íslandi. Kemur þá ekki vont veður?“ Málefni kirkju og bankastofn- ana, víxilvextir, gróði og tap, laun og vinnukjör. Allt er þetta ofarlega á baugi í umræðu. Sitt sýnist hveijum, nú sem fyrr. Margur saknar þó þess að mælt sé af þekk- ingu t.d. þegar rætt er um banka- mál, erlent fjármagn, einkavæð- ingu og annað, sem snertir rekstur bankanna. Hagfræðingar, alþing- ismenn, og bankamenn, margir hveijir, sem rætt hafa og ritað virðast sumir a.m.k. harla ófróðir um sögu bankastofnana hér á landi. Erlent fjármagn og einka- væðing komu mjög við sögu í byij- un þessarar aldar. Samkepgni bankanna, Landsbanka og ís- landsbanka, setti mikinn svip á þjóðiíf og athafnir. Seðlaútgáfa tveggja banka og áprentuð loforð um gullinnlausn þankaseðlanna urðu þrætuepli og deilumál á þriðja áratug aldarinnar. Harðir dómar í Hæstarétti vegna um- mæla um efnahagsstöðu banka og lánastefnu bankastjórnar settu svip á pólitíska umræðu og skip- uðu mönnum í harðvítuga flokka. Svo komist sé að niðurstöðu og því lýst nánar, hvað fyrir greinar- höfundi vakir, er borin fram sú ósk, að hugsjónamenn einkavæð- ingar geri grein fyrir ástæðum þess að hluthafar einkabanka í Bandaríkjunum kusu, margir hveijir, að fleygja sér fram af svöl- um háhýsa árið 1929. Þeir tóku sér far með lyftum allt upp á 29. hæð og svifu svo til jarðar með brostnar vonir og „neikvæðar nið- urstöður" (eða „neikvæða eiginfj- árstöður" eins og það heitir á máli nútímans) frá síðasta aðal- fundi í korpórasjón sinni, sem vafalaust var kennd við traust og trú í Guðs eigin landi. Bankarnir lokuðu ekki bara klukkan fjögur, eins og sagði í kvikmynd Chapl- ins: „The banks close at 4.“ Þeim var lokað fyrir fullt og allt á svört- um mánudegi. Það þurfti von um nýja styijöld til þess að endur- verkja traust á „fjármagnsmark- aðinn“ og bankastofnanir því mat- vælaframleiðsla og klæðagerð var lélegur bissness, svo ekki sé talað um saltkjöt á sprengidaginn. Það þurfti heilan Kreppulánasjóð til þess að koma fótunum undir Gvend Guðbjarts og bændur lands- ins þegar Bjartur í Sumarhúsum hafði leitað athvarfs í Urðarseli, hijáður og hrakinn af Útirauðs- mönnum, sparisjóði þeirra og kaupfélagi, að ógleymdum Bruna, Tulinius Jensen og hvað þeir kumpánar hétu allir. Sveitungar Bjarts, sem höfðu komist að því að „mannlífíð tollir saman á peningum“ og urðu þess jafnframt vísari „að það eru til meiri peningar í heilu lagi en áður hafði verið álitið“ og komust að raun um að þeim var ekki ætlað það hlutskipti að hagnast á starf- semi sparisjóða og banka. Allt fór strit þeirra og starf, afl og kraftur í gönguna miklu umhverfis Grótta- kvörn auðsins, að mala öðrum arð. Grótti konungur kom sér upp gestasveit fjölkunnugri. Af vörum liðsmanna streymdi orðgnótt. Talnadálkar ljómuðu á lofti. Hver tíð hafði sitt heiti, engu síður en Árstíðakonsert Vivaldis. Dýrtíð, verbólga, óðaverðbólga, verð- bólgubál, þensla, ofvöxtur sam- dráttur, kreppa, efnahgslægð, uppsveifla. Pendúllinn hélt áfram að mæla hagsögusveiflur með sín- um taktbundna hætti. Landsbanki íslands lét strax að sér kveða við stofnun sína og fyrsta aðsetur. Bakarabrekka sú sem dró nafn sitt af Bernhöftsbak- aríi var nú kennd við Landsbank- ann, sem var til húsa hjá Sig- mundi prentara. Bankastræti heit- ir gatan síðan. Þar var bankinn til húsa um skamma hríð, en þurfti fljótlega á rúmbetra húsnæði að halda. Það stóð ekki á því að stór- hýsi risi, enda fór sá fyrir sem vanur var að „skurka fyrir skála- dyrum“ og láta hendur standa fram úr ermum. Margar stórfram- kvæmdir sögðu sína sögu. „Verkin töluðu“, eins og sagt var síðar. Tryggvaskáli, við Ölfusá, Tryggvasker (Steinbryggjan) í Reykjavík og síðar Tryggvagata bera nafn Tryggva Gunnarssonar vitni. Margur sýndi honum virð- ingu og sendu honum hlýjar kveðj- ur og ávarpsorð. Kenndu hann við gull; málminn dýra og myntfótinn, sem gaf seðlapappírnum gildi. Séra Björn Halldórsson í Lauf- ási, sá sem kvað sálminn Á hend- ur fel þú honum, sendi Tryggva þakkir fyrir störf hans við „Gránu- félagið“, verslunarfélag bænda. Það er hjartnæmt ljóð. Svo voru aðrir, sem töldu Tryggva óhæfan til bankastjórnar. Hann hefði hvorki vit né þekkingu til slíkra umsvifa. Gæti í hæsta lagi verið „panteláner“ (veðlánari). Svo sagði Indriði Einarsson rithöfund-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.