Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
i
MARGMIÐLUN
Tölvugeisladiskar
CINEMANIA OG ALL
MOVIE GUIDE
MEÐ hveijum deginum sem líður
setur margmiðlunarbyltingin æ
meira mark sitt á daglegt líf og störf.
Flest gott um það að segja, þó bóka-
ormum þyki miður að sjá gamla
kunningja hverfa úr umferð og safna
ryki. Kvikmyndageirinn hefur ekki
farið varhluta af breytingunum, nú
eru t.d. fáanlegir hér á markaðnum
tveir geisladiskar, Cinemania og All
Movie Guide, þrungnir upplýsingum
um tugþúsundir mynda og kvik-
myndagerðarmenn, sannkallað
draumaumhverfí kvikmyndaunn-
enda. Þetta aðgengilega og
skemmtilega form hefur nú
þegar höggvið skarð í útgáfu
kvikmyndahandbókanna og
auðséð hvert stefnir. Hér
verður litið á innihald þessara
yfirgripsmiklu gagnabanka og
efni þeirra kynnt í aðalatriðum.
Fyrir nokkrum árum markaðs-
etti risaveldið Microsoft Cinema-
niu, fyrstu „kvikmyndahandbók-
ina“ í tölvutæku formi. í dag er
tæpast seld einkatölva án geisla-
drifs (CD-ROM) sem voru fáséð og
rándýr þegar Microsoft kynnti þessa
nýjung. Móttökurnar voru frábærar,
enda vel að hlutunum staðið. Um
tíma var Cinemania nær einrátt á
þessu sviði og fékk ekki umtalsverða
samkeppni fyrr en kanadíski hug-
búnaðarrisinn Corel, kom með AU
Movie Guide á síðasta ári. Til allrar
blessunar eru þessir tveir gagna-
bankar að ýmsu leyti frábrugðnir.
Cinemania er því orðin talsvert
sjóaðri, og það sýnir sig. A markað-
inn er komin fjórða útgáfa disksins,
Cinemania ’96, með þeim breyting-
um helstum að framvegis geta eig-
endur „yngt hann upp“ með nýju
viðbótarefni. Það verður gefið út
mánaðarlega á diskum og eins er
hægt að taka það beint upp af Alnet-
inu. Cinemania er ekki margflókin,
einn valkosturinn er stutt skoðunar-
ferð þar sem notandinn getur kynnt
sér innviði og uppbyggingu disksins
(sami möguleiki er, á All Movie Gu-
ide).
Fyrirferðarmest innihaldsins er
stuttorð gagnrýni Leonards Maltin,
röskir 20.000 kvikmyndadómar úr
Maltin’s Film and Video Guide.
Maltin er miðjumaður sem hittir í
mark hjá fjöldanum og hefur fallið
í kramið hjá íslendingum. Eftir Ro-
ger Ebert ( Siskel og Ebert) eru
tæplega 2000, langar umsagnir. Úr
smiðju Pauline Kael er boðið uppá
2600 dóma, flesta stytta, úr safninu
■ 5001 Nights at the Movies. Úr Cine
Books er að finna mörghundruð, ít-
arlegar umsagnir um nýjar jafnt sem
gamlar myndir
Æviágrip á 5. þúsunds listamanna
úr öllum greinum kvikmyndagerðar-
innar eru fengin úr Baselineog Ep-
hraim Katz Film Encyclopedia . Þá
geymir diskurinn um 1000 orða- og
hugtakaútskýringar eftir James
Monaco.
Verðlaunaskrá („Award List“)
telur allar helstu Óskarsverðlaunatil-
nefnigar og -verðlaunahafa frá upp-
hafi. Gallerybýður uppá kyrrmyndir,
atriði og andlit, úr þúsundum
mynda, fræg myndskeið úr nokkrum
tugum og hundruð fleygra setninga
og tilsvara.
Einn valkostanna er gerð óska-
myndalista, en diskurinn er ekki síst
ætlaður myndbandaleigjendum.
Býður Cinemania uppá margbreytta
aðstoð, einkum er varðar gagnasöfn-
un (varist vafasamar ábendingar!).
Heimilisföng myndbandaleiga og
-sala, þvers og kruss um N-Ameríku
eru hér í tugatali
Á „Yfirsýn - Overview", fyrstu
valmyndinni sem birtist á skjánum,
blasa öll herlegheitin við. Nú koma
fyrir sjónir efnisflokkarnir, hægt að
velja um myndir, menn, orðaskýring-
ar, hugtök, ofl. Veljum þekkta mynd,
t.d. Stjörnustríð. Þá byijum við á
því að slá nafn hennar inn í þar til
gerða stiku. Eftir að myndin er kom-
in fram er skipt yfir á aðalvalmynd-
ina. Þar birtist lengd hennar (121
mín.), flokkun Bandaríska kvik-
myndaeftirlitsins (PG), hvort hún er
4 lit, fáanleg á myndbandi eða öðrum
útgáfum. Hnappavalið sýnir að hægt
Draumaumhverfi
kvikmyndafíkilsins
movn*
000
an«‘ i'/cm
■Vhe.f*K'
er að skoða umsögn
allra, fjögurra gagnrýnend-
anna, skoða stuttan filmubút (las-
ersverðaslaginn fræga), hlusta á
samtals- og tónlistarbút úr þessari
feykivinsælu ævintýramynd og fá
fram á skjáinn mynd af þeim görp-
um, Obi-Wan Keobi og Luke Skyw-
alker. Hér er boðið uppá alla helstu
valkosti disksins, í flestum tilfellum
er umsögnin hans Maltins látin
nægja. Millivísum („cross refer-
ence“), er skemmtilegur kostur í
gagnabönkum, Cinemania og All
Movie Guide er engar undantekning-
ar. Þau orð sem eru lituð eða undir-
strikuð (,jump-text“) bjóða uppá
þennan möguleika, sem gjarnan leið-
ir af sér mikið „ráp“ milli manna-
nafna og myndatitla.
Nafnalistinn er langur, hægt að
slá upp rösklega 4000 nöfnum leik-
ara, leikstjóra, tökustjóra, osfr. Mað-
ur hefur nafnaleitina á sama hátt
og kvikmyndirnar, slær inn nafninu
á leitarstikuna. Kíkjurn á gamla,
góða Paul Newman. í ljós kemur
að karl er liðlega sjötugur, kominn
af verslunarmönnum í Ohio en hugn-
aðist ekki að taka við sportyöruversl-
unarrekstri ættarinnar.. Rakinn fer-
ill hans frá því hann lék í Silfurkal-
eiknum, sinni fyrstu mynd (og mis-
tökum) árið 1954, til dagsins í dag.
Báðir diskarnir sem hér er fjallað
um bjóða uppá útprentun á efninu
- æviágrip Newmans er t.d. tæpar
tvær blaðsíður (A4). Á nafnaval-
myndinni eru tveir möguleikar; ævi-
ferill og myndalisti hlutaðeigandi.
Einnig Öskarsverðlaunaskrá - ef slík
er fyrir hendi. Hana er að fínna hjá
Páli, margútnefndum manninum og
hlaut hann að Iokum verðlaunin árið
1986, fyrir frammistöðu sína í The
Color of Money
Aðrir helstu valkostir á Cineman-
ia eru hugtaka- og orðaskýringar
(„Topics"). Þar er að finna upplýs-
ingar um jafn óskyld umfjöllunarefni
og Noreg: (ekki orð um ísland !);
langt mál um kvikmyndagerð þeirra
og -menningu, allt frá Rasmus Bru-
stein til Nils Gaup; og nítrat: (stór-
hættulegt, eldfimt efni, notað í
filmugerð allt til ársins 1950), og
ýmislegt fróðlegt þar á milli.
Smekkvísin er einkenni Cinema-
niu en stórhugurinn er aðaltromp
Corel’s All Movie Guide. Hann stær-
ir sig af því að vera heimsins stærsti
kvikmyndagagnabanki með upplýs-
ingar yfir 90.000 myndir á disknum
- og yfir milljón uppflettiorð. Mikið
rétt. Gallinn hinsvegar
sá að ærið mörg gefa lág-
marks upplýsingaar, vík að því
síðar. 90.000 myndir og annað eftir
því! Hvorki fleiri né færri en 156.608
mannanöfn koma við sögu, allt frá
kunnustu leikstjórum til óþekktra
sviðsmanna. Orða- og hugtakaút-
skýringar skipta þúsundum og er
virkilega lofsverður hluti þessa mis-
jafna gagnabanka. Leitarstöðin er
þríþætt. Fyrst af öllu nokkurhundr-
uð aðalleitarorð, t.d. Kvikmynda- og
dreifíngarfyrirtæki (“Film Producti-
on and Distribution Company). Ef
sú lína er slegin inn kemur á skjáinn
á sjötta tug uppflettiorða. Tökum
sem dæmi 20th Century Fox; eftir
að það hefur verið slegið inn birtist
ítarleg saga kvikmyndaversins, frá
frumkvöðlinum William Fox til nú-
verandi eiganda þess, fjölmiðla-
kóngsins Ruperts Murdoch. Hér get-
ur kvikmyndafíkillinn unað sér
tímunum saman.
Aðgangurinn að All Movie Guide
er tvíþættur. Á aðalvalmyndinni ber
mest á þremur gluggum. Einn er
leitarskjár, á öðrum birtast upplýs-
ingamar sem flett er upp, á þeim
þriðja stjörnugjöf, lengd og fram-
leiðsluár. Ekki ósvipað umhverfi og
Cinemania, þó fullmikið af gagnslitl-
um óþarfa sem tefur fyrir nýgræð-
ingum. Hér er slegið inn uppfletti-
orðið og upplýsingar, hliðstæðar
þeim á Cinemaniu, birtast.
Af öðrum möguleikum á þessari
valmynd má nefna 7 hnappa til
hjálpar við val á leigumyndum, eigin
stjörnugjöf og óskalista. Prentskip-
unarhnappur og hjálparhnappur
jafnan við hendina. Einn hnappurinn
nefnist „Store", hann leiðir okkur
inn í aðra valmymd.
Nafngiftin liggur í augum uppi,
hann leiðir notandann fram fyrir
afgreiðsluborð á myndbandaleigu,
öll dýrðin blasir við. Myndirnar í
hillunum eru flokkaðar í 16 hópa;
nýjar myndir, vestra, sjónvarpsefni,
barnaefni, ljósbláma. Bak við borðið
eru nokkrir valkostir; leikstjóralisti,
stjörnulisti, spurningaleikur og
listi yfir mynda- og manna-
nöfn sem innnhalda kyrr-
myndir, viðtöl eða kvik-
myndabúta. Neðan við borðið
er lína með margvíslegum
upplýsingalyklum og hjálpar-
tólum. Svosem afmælisdaga-
bók kvikmyndagerðarmanna,
þar sem m.a.kemur í ljós að
ekki ómerkari menn en Dean
Martin og Ken Loach hafa
ástæðu til að samfagna lýðveld-
inu 17. júní! Hér er einnig lykill-
inn að hinu verklega orðasafni
og frábærum verðlaunalista. Þar
er hægt að finna verðlaunahafa
allra helstu kvikmyndahátíða í
jarðkringlunni í gegnum árin. Einn
valkosturinn er landaval, þar sem
litla ísland á nokkra fulltrúa, svo-
sem „Hrafa“ Gunnlaugsson.
Aðrir hnappar bjóða uppá slakari
kosti einsog „Hughrif - Mood“, þar
sem maður getur flett uppá flokkum
einsog „Dagar víns og rósa, Veru-
leikaflótti, Allt fyrir föðurlandið11...
Þetta hjálpar kannski einhveijum.
Báðir hafa diskarnir sína kosti og
galla. Öll vinna og frágangur er til
fyrirmyndar á Cinemaniu, hún nýtur
þess að hafa þróast í nokkur ár.
Aðföngin eru yfir höfuð vönduð.
Maltin er vel til þess fallinn að velja
ofaní flöldann, þó hann sé oft vafa-
samur í nærskoðun. Hafði t.d lengi
ýmigust á Eastwood, eða allt til
þess tíma er JJnforgiven færði hon-
um fjölda verðlauna og alheimslof.
Ebert fellur í kramið hjá mörgum
Bandaríkjamönnum og Kael og höf-
undar Cine Books eru vandanum
vaxnir. Tilvitnanir í Katz og Monaco
skýrar og stuttorðar. Á hinn bóginn
er uppflettiorðalistanum þröngur
stakkur sniðinn, engar upplýsingar
að finna um íjölda aukaleikara og
tæknimanna. Millivísunin mikið fá-
tæklegri en hjá keppinautnum frá
Corel. Erfitt að átta sig á hvað það
er sem skapar vægi í augum rit-
stjóra Cinemaniu, þar fá smástirni
einatt viðameiri umfjöllun en þekkt-
ari nöfn og margir, mætir menn
komast ekki á blað. Þeir hafa ekki
þá afsökun að verkið sé að koma út
í fyrsta sinn
Það geta Coral-menn hinsvegar,
og veitir ekki af, því það sem sting-
ur mest í augun í All Movie Guide
er afleitur prófarkalestur og skortur
á -upplýsingum með fjölda mynda
og persóna. Corel kippir því vafa-
laust í liðinn í næstu útgáfu. Annað
sem þeir mættu gjarnan endurskoða
er allt húmbúkkið sem er til trafala
og „myndbandaleiguumhverfið" er
heldur ódýrt. Á hinn bóginn prýða
hana heilmiklar upplýsingar um
smámyndir, lítt kunna leikara,
tæknimenn, kvikmyndatökumenn,
osfrv., sem gleður augu fíklanna en
skipta almenning kannske ekki eins
miklu máli. Þá telja sumir það sjálf-
sagt til galla að gagnrýnin á All
Movie Guide felst eingöngu í stjörn-
ugjöfinni. Öðrum mun þykja það
kostur.
í það heila tekið eru báðir disk-
arnir hinir eigulegustu gripir, og
kosta minna en innbundinn doðrant-
ur; All Movie Guidekr. 3.139.-, en
Cinemaniakr. 4.199.-. Uppsetningin
sáraeinföld. Windows útgágáfan
þarfnast 8 mb innra minnis og a.m.k.
386DX PC tölvu. Apple kemst af
með 5mb minni og sys 7.0. Ég
mæli með Cinemaniu fyrir hinn al-
menna notanda en All Movie Guide
fyrir kvikmyndafíkilinn. (Þeir eru
ekki i rónni fyrr en þeir eiga báða...)
Stjörnugjöf: Cinemania ★ ★ ★ ‘/2
All Movie Guide ★ ★ ★
Sæbjörn Valdimarsson