Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST ÞAÐ GETUR tekið tíma að koma frá sér efni þó viljinn sé eflaust fyrir hendi hjá flestum sveitum frá fyrsta degi. Leiksvið fáránleikans er tíu ára um þessar mund- ir, en fyrsti diskur Leik- sviðsins kom út fyrir fáum dögum og framundan hljóm- sveitarfrí. Leiksvið fáránleikans heldur upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mund- ir, en á þéim tíma hafa fjöl- margir komið við sögu sveit- arinnar þó segja megi að kjarninn hafi að mestu verið sá sami. Undanfarið hefur verið venju fremur hljótt um Leiksviðið, sem skýrist með- al annars af því að liðsmenn eru tvístraðir um allar jarðir. Afmæli Leiksvið fáránleikans. Þungar pæl- ingar Það aftrar sveitinni þó ekki frá því að gefa út breiðskífu, meðal annars í tilefni af af- mælinu, en sú skífa hefur verið nokkur ár í vinnslu. „Við höfum eytt löngum tíma til að taka plötuna upp en ekki löngum tíma í hljóð- veri,“ segja þeir félagar. „Við höfum unnið þetta í rólegheitunum og fyrir vikið gefur platan góða mynd af þróun Leiksviðsins." Morgunblaðið/Ásdís Þeir félagar segja að þó nýjustu lögin á plötunni séu þyngri og flóknari en þau eldri séu ekki yfir þeim neinn drungi. Þeir Leiksviðsmenn segj- ast hafa tekið upp tólf lög sem úrval af tugum laga sem þeir áttu í fórum sínum frá ferlinum, en bæði var að að ekki kemst endalaust fyrir á geisladisk, og svo hitt sem áður er getið að liðsmenn hafi sumir flust búferlum, jafnvel á milli landa. Leiksvið fáránleikans er á leið í frí eins og áður er get- ið, því einn liðsmaður til við- bótar á leið til útlanda. Sveit- in heldur þó eina tónleika áður en til þess kemur, sem verða um leið útgáfutónleik- ar, og verða í maí. Spírandi baunarokk Spírandi baunir eru um það bil tveggja ára hljómsveit, stofnuð uppúr hljómsveitinni Kuski, sem reyndar er starfandi enn- þá. Mannaskipan er með öðrum hætti, því gítar- leikari Kusks er söngvari Spírandi bauna, tónlistin er einfaldari og kraftmeiri, svo kraftmikil reyndar að sumir vildu kalla hana pönk. „Við lítum þo ekki á okkur sem pönkara, megnið af því sem við erum að leika er alls ekki pönk að okkar mati; þetta er bara baunarokk." Þeir félagar segjast hafa verið að fást lítillega við að leika keyrslulög á Kusksæf- ingum og smám saman vatt það upp á sig, þeir fóru að semja og allt í einu var orðin til hljómsveit. „Það má segja að hljómsveitin hafí þó ekki farið að mótast fyrr en frá áramótum, þegar við ákváðum að taka Baunar Liðsmenn þátt í tilraununum og fór- Spírandi bauna. semja tólf lög, eiga nokkrar hugmyndir, og stefna á að taka upp breiðskífu og gefa út í sumar. „Kusk er búin að vera í gangi það lengi að það er kominn tími á "að gefa út og Baunirnar eru á svipuðu róli Það er aftur á móti ódýrara fyrir Spirandi baunir að gefa út, þó þetta Morgunblaðið/Sverrir Á NÝLIÐNUM Músíktil- raunum vakti meðal annars athygli lífleg sviðsframkoma og groddalegt keyrslurokk hljómsveitarinnar Spírandi bauna. Liðsmenn voru íjör- lega klæddir, sérstaklega söngvari sveitarinnar, aukin- heldur sem textarnir vöktu hrifningu fyrir einfaldleika og kímni. Þegar upp var staðið voru Spírandi baunir valdar athyglisverðasta hljómsveit tilraunanna. um að semja og æfa fyrir þær.“ Sem stendur er Kusk í salti, en Baunaliðar stefna á tónleikahald í sumar. „Það er gaman að spila með Kuski, en þetta er allt öðru- vísi, gefur svo miklu meiri útrás.“ Þeir eru búnir að Björk tormelt, en annað, þar á meðal fyrirtaks lag sem Terry Hall fer á kostum í, er nánast grípandi, þó ekki telj- ist það útvarpsvænt á öld sölumennsku og meðalmennsku. Tricky leggur áherslu á að Nearly God sé til- rauna- verkefni umfram allt, en nýja nafnið er valið vegna þess meðal annars að Island-útgáfan vildi ekki gefa út með honum tvær plötur á innan við ári. Hann hefur þó leyfi til þess að gefa út það sem hann vill á sínu eigin merki, Durban Poison, sem betur fer fyrir tónlistarunn- endur. Á plötunni er Tricky enn að ryðja nýjar brautir, en hann segir að þriðja breið- skífan, sem gefin verður út síðar á árinu, verði öllu venjulegri og villtari, enda verði sú gefin út undir gamla nafninu. Gott dæmi um þetta mátti heyra á breið- skífu Trickys Maxinquaye, einni bestu breiðskífu síð- asta árs, að hann var að teygja sig í ýmsar áttir, sem gerði plöt- una fjöl- breytta og ögrandi, ekki síður en dægi- lega og grípandi á köflum. Fyrir skemmstu kom síðan út ný breiðskífa frá Tricky, ekki síðri en sú fyrri, en undir öðru nafni, Nearly God. eftir Árno Matthíosson Næstum guð TÍSKUBYLGJUR eru yfirleitt dauðar eða dauðans mat- ur þegar fjölmiðlar taka við sér. Slíkt er eðli þeirra að þrífast best á meðan þær eru athvarf takmarkaðs hóps listamanna sem eru að móta eitthvað nýtt án tillits til söluvænleika eða framadrauma. Þannig var það til að mynda með Bristol-bylgjuna, sem sumir vildu kalla trip- hop, en þegar hún komst í hámæli voru brautryðjendurn- ir, furðufuglinn Tricky þar á meðal, farnir að leita í aðrar áttir til að finna sköpun sinni farveg. Tricky hefur ekki farið troðnar slóðir, eins og sjá má af mörgu því sem á Maxinquaye er að finna, og unnið með ýmsum ólík- um listamönnum. Flestir muna eflaust að Ragn- hildur Gísladóttir söng inn á plötuna fyrir hann, sem var reyndar tekin að hluta upp á íslandi, en einnig hefur hann unnið með Björk Guðmundsdóttur sem sér stað á Post hennar. Nearly God er einskonar útrás Tricky fyrir sitt- hvað samstarf og ýmsir gestir eru á plöt- unni, þar á meðal Björk enn, en einnig kemur við sögu Terry Hall, sá gamli refur, Alison Moyet, Neneh Cherry og Cath Coffey, sem sungið hefur með Stereo MC’s. Til viðbótar er svo söngkonan Martina sem Tricky hefur starfað með undanfarin misseri. Sérkennileg blanda Tónlistin er sérkennileg blanda af þungri danstón- list, ambienthljómum og hreinræktaðri framúr- stefnu. Sérstaklega eru lögin sem hann vinnur með wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.