Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MANIMLÍFSSTRAUMAR Eitterfyrst ISPJALL- ÞÆTTI sem ég hlusta alltaf á undir laugardags- hreingemingunni (útvarp hefur nefnilega þann kost að maður þarf ekki að sitja og glápa á það) kom upp hið vinsæla lykil- orð forgangsröðun. Og viti menn, enginn kannaðist svosem við forgangsröðun. Enda virtist orðið framkalla þá hugsun að það ætti við heilbrigðiskerfið. Jú, ein riíjaði upp að sjúklingar með ákveðinn sjúkdóm fengju ekki allir nýtilkomið dýrt lyf. Auðvitað er bullandi for- gangsröðun alls staðar. Hvem- ig ætti annað að vera? Líka í heilbrigðiskerfinu, allt frá efstu lögum og niður úr. Hvað var það þegar heilbrigðisráðherra einn ákvað að hætta við bygg- ingu fyrirhugaðs bamaspítala og ákvað að koma upp við sama spítala gervifijóvgunardeild? Nýlega var upplýst að íþrótta- menn hafa Gárur eftir Elínu Pálmadóttur eða fara eftir reynslu vinkonu um hvar skuli leita eða hvað með- höndla. Þarna kemur það sama sjúkdóminn og dýra hér að ofan. Læknar og um meðalið höfðu valið að gefa þeim sjúkl- ingum meðalið dýra sem lækna- vísindin telja að það geti komið að gagni, en viðmælandinn vildi að sjúklingurinn sjálfur ákvæði hvort hann fengi þetta nýja meðal. Stjómendur og einstaklingar eru einfaldlega að forgangsraða við hvert skref. Vandræði ungs fólks á íslandi stafa kannski einmitt af að neita að forgangs- raða óskum sínum og vænting- um. Vilja bara allt heila klabbið í hvelli og bera þess byrðar langt fram eftir ævi, ef ekki alla ævi. Verða á sömu fáu ár- unum að afla sér góðrar mennt- unar, eiga börn og eignast hús með öllu, eins og pylsur. I'D LIKE— l'd llke to know what this whole show is all about before it's out. forgang í ókeypis sjúkranudd hjá trygg- ingunum okkar allra og greiðsl- ur fyrir þann lið hafa aukist gífurlega. Hjúkranar- kona við einn spítal- ann hafði í fyrra sagt mér að ef íþróttamaður meiddi sig, væri hann tekinn fram fyrir aðra sjúklinga. Ekki veit ég. sönnur á því. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á allri forgangsröðun á svo viðkvæmum stöðum, hvort íþróttamenn eigi að fá forgang með sín meiðsli og hvort sé mikilvægara að lækna þau böm sem komin era í heim- inn eða búa til ný. Þetta eru tvö dæmi af handahófi. En það er þessi feimni og feluleikur við að tala upphátt um forgangs- röðun, sem er óhjákvæmileg og hluti af okkar tilveru, sem skekkir alla myndina og býður upp á röðun sem er í ósamræmi við okkar menningarsiðgæði. Þá er komið að því sem sjálf- sagt bjó þama undir í umræð- unni, mótmæli samtaka aldr- aðra gegn því að jafnvel inni á Alþingi var komin tillaga, sem að minnsta kosti opnar fyrir að hægt sé að veita læknishjálp eftir aldri, þó ekki efist ég um að viðkomandi nefnd hafí alls ekki meint það illa. Bara það að aldur komi inn í umræðuna, hvort sem er ungbama eða aldr- aðra, minnir óneitanlega á „æskilegar eða minna æskileg- ar“ manneskjur. Fyrir utan feluleik eða feimni skiptir auðvitað miklu máli hver raðar í óhjákvæmilegri for- gangsröðun. Svo við höldum okkur við heilbrigðiskerfið, þá hefur mér alltaf fundist dálítið skrýtið hve margir hafa á móti tilvísunarkerfinu, þ.e. að læknir vísi þeim og sendi til sérfræð- ings, sem einbeitir sér að ákveðnu líffæri eða ákveðnum sjúkdómi. Vilja semsagt heldur ákveða það sjálfir hvar og hvernig eigi að leita að ein- hverri innanskömm heldur en menntaður læknir á líkamann í heild og með reynslu af alls konar sjúkdómseinkennum geri það. Sjálfri fyndist mér örugg- ara að leita ráða hjá lækni með margra ára nám að baki um öll líffærin en ákveða það sjálf Forgangsröðun er ekki bara innan ákveðins geira heldur er í öllu samfélaginu raðað hvað gangi fyrir og hvenær, t.d. vegaframkvæmdir á stórhættu- legum gatnamótum eða sjúkra- þyrla, forsetasetrið á Bessa- stöðum eða skólabyggingar til að einsetja skóla. Þetta er allt forgangsröðun í fjármálum. Til að forgangsraða er auð- vitað eitt nauðsynlegt, hjá ein- staklingum og stofnunum, að allar upplýsingar liggi fyrir og opnar hverjum sem er. Núna ætlum við til dæmis að fara í að velja forseta. Forsetaefnin eru farin að kynna sig og áherslur sínar í starfi. Sumir leggja til dæmis áherslu á mik- il umsvif í útlöndum en aðrir á að forsetaembættið verði hófsamt. Þarna forgangsröð- um við sem annars staðar, hvort við viljum lítt eða ekkert til spara í glæsimennsku eða hafa þennan kostnaðarlið hóf- samari. Til dæmis á móti minni sparnaði á spítölunum. En hvernig í ósköpunum eigum við geta ákveðið hvað og hvern við viljum ef ekki er opinberlega vitað um hvaða tölur er verið að tala? Ef ekki er upplýst hvað kostar eitt stykki forseta- embætti í rekstri á ári, með öllu, og hvað það hefur kostað með forsetum með mismunandi áherslur. Alveg eins og hvað kostar eitt stykki barnaspítali og rekstur hans á ári, svo dæmi sé tekið. Að fara í kring um það eins og köttur í kring um heitan graut að forgangsröðun er og hlýtur að vera alls staðar í okkar lífi, býður bara upp á að kötturinn brenni rækilega á sér loppumar. Skyldi hann Piet Hein, sem nýlega lést níræður, hafa verið búinn að komast að því um hvað þetta kíf snýst eiginlega? Sbr. grúkkuna hans á ensku, sem hér birtist í hans minn- ingu. ÐRNS/Ha/a myndlistarmenn áhuga á dansi? ÞegarPicasso hitti Kokhlovu SAGT er að dansinn sé eldri en maðurinn. Að forfeður mannsins hafi stigið dans með því að herma eftir hreyfingum dýra við veiðar og mökun. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er víst að dansinn varð til þegar maðurinn öðlaðist þörf til þess að tjá gleði og sorg með líkam- anum. Fyrir um 35.000 árum var maðurinn einnig farinn að tjá sig á annan máta sem varðveittist bet- ur en dansinn. Hann hafði uppgöt- vað myndlistina og prýddu myndir af dýrum, frjósemistáknum og veiðimönnum hellisveggi forfeðra okkar. ALLT frá því maðurinn steig dans og risti myndir á veggi íverastaða sinna hafa listformin dans og myndlist tengst með einum eða öðram hætti. Dans var ósjaldan viðfangsefni Fornegypta, Grikkja, Etrúríu- manna og Róm- vetja á grafhýsum og leirkerum. Kon- ungar og drottn- ingar miðalda voru órög við að láta mála af sér myndir í dansstöðum og Botticelli málaði dansandi engla og gyðjur. Undir lok átjándu aldarinnar málaði Goya dans til að tákna skemmtanaæði sem greip fjöldann á grímudans- leikjum og kjötkveðjuhátíðum. Aug- uste Renoir heillaðist öld síðar af iðandi dansleikjum Parísarbúa og sama má segja um fjölda annarra listamanna. Um aldamótin síðustu var París borg iista og skemmtana af ýmsu tagi. Listamenn og skemmtikraftar veittu hvor öðram innblástur og voru óperuhús, skemmtistaðir, fjöl- leika- og kaffíhús vinsæl viðfangs- efni myndlistarmanna. Myndlistar- maðurinn Edgar Degas var einn þeirra sem heilluðust af dansi, þó sérstaklega af ballett og ballett- meyjum. Hann eyddi gífurlegum tíma á ballettæfíngum og baksviðs á sýningum þar sem hann fylgdist með hveiju fótmáli dansmeyjanna. Hann náði með sérstökum stíl sínum að grípa andrúmsloft dansheimsins sem var þrungið spennu jafnt sem rómantík. Dreymið yfírbragð ein- kennir ballettmyndir hans enda var ballett í augum Degasar nær draumi en veruleika. Á sama tíma og Degas var hel- tekinn af störfum ballettdansara var dvergurinn og listamaðurinn Henri Toulouse-Lautrec við vinnu sína á skemmtistöðum borgarinnar. Næturlífið í París var öflugt og kankan-dansinn var upp á sitt besta. Konur kepptust við að sýna fótleggi sína og sparka þeim sem hæst. Keppnin var hörð og gengu margar sýningarstúlkur of langt að mati áhorfenda í að sýna fagra fótleggi sem leyndust undir siðum pilsunum. Toulouse-Lautrec var ávallt til staðar og náði niður á striga lifandi myndum skemmtana- lífsins af kynæsandi dansi kankan- meyjanna. Hann hreifst af kvenleg- um yndisþokka og málaði einstaka dansmeyjar aftur og aftur. Ein þeirra var Loie Fuller, ein af frum- kvöðlum nútímadansins. Isadora Duncan stallsystir hennar fór hins- vegar framhjá honum, þó hún hafi heillað marga aðra listamenn sem kepptust við að túlka óvenjulegan dans hennar. Myndhöggvarinn Rodin, nútímalistamðurinn Walkowitz og ljósmyndarinn Steic- hen urðu ailir ástfangnir af dansi hennar og túlkuðu hann margsinn- is í verkum sínum. Myndlistarmenn hafa einnig verið hjálplegir dansflokkum þegar til leikhúshönnunar kemur. Þegar Rússinn Sergej Díaghílev stofnaði ballettdansflokkinn Ballets Russes árið 1909 sparaði hann ekki til sýn- inganna. Hann réð fremstu lista- menn heimsins til þess að sjá um dans, tónlist, búninga og leikmynd. Margir frægir komu við sögu ball- ettflokksins og má þar nefna tón- skáldin Igor Stravinsky, Claude Debussy og Eric Satie. Meðal dans- ara vora Anna Pavlova og Vaclav Nijinsky og um hríð sá framúr- stefnukvenmaðurinn Coco Chanel um búninga. Myndlistarmenn á borð við Henri Matisse, Georges Braque og Pablo Picasso vora ráðnir til að hanna leikmynd og leiktjöld. Samstarf ballettflokksins við Picasso gekk með ágætum en þetta var frumraun Picasso í hönnun ISADORA Duncan séð með augum Walkowitz. sviðsmynda. Metnaður Picasso við vinnu sína varð til þess að mögnuð leikmyndin dró athygli frá ballett- verkinu sjálfu. Með aukinni sam- vinnu Picasso og Díaghílev bættist úr vandamálinu og náðist stórkost- legt samstarf árið 1924 við upp- færslu á Parade, en þar gætir jafn- framt kúbisma í hönnun Picasso. Picasso var heillaður af því að mála dansara, hreyfingar þeirra og form sem voru óendanlega fjöl- breytt. Ekki stóð á því að ástin segði til sín og við störf hjá dans- flokknum varð hann ástfanginn af ballettdansmeynni Olgu Kokhlovu sem hann giftist árið 1918. Hinn frægi súrrealíski málari Salvador eftir Rögnu Söru Jónsdóttur ÞJÓÐLÍFSÞANKAR l'oruw vib of hrattyfir? „ Tennur og rófufrag“ ÞAÐ ER að koma vor, um það er engum blöðum að fletta - nema þá þeim blöðum sem era senn að sprengja sér leið út í heiminn úr brum- hnöppum tijánna. Ég var að koma úr búð þegar ég sá unga stúlku sem ég þekki koma hjólandi á móti mér, ijóða og frísklega. „Ert þú bara farin að hjóla,“ sagði ég þegar hún hafði stansað hjólið fyrir framan mig. „Já, nú passa ég bara að láta bílinn standa bensínlausan og hjóla í staðinn það sem ég þarf að fara,“ svaraði hún. Síðan lét hún falla orð sem hafa orðið mér umhugsunarefni síðan. ÞAÐ sem stúlkan sagði var þetta: „Ég er búin að finna það út að það er óhollt fyrir andann að ferðast í bíl. Bæði er maður of fljót- ur í förum og svo hitt að maður fer of víða. Þetta veldur því að ég verð ringluð í höfðinu, þreytt og geðvond. Ég er allt önnur manneskja þegar ég er ekki alltaf að þvælast um í bíl og hitta nýtt og nýtt fólk með allt of skömmu millibili. Maður á n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur að fara sér hægt og hitta mátulega marga, það er gott fyrir geðheils- - Þetta er nú meiri vitleysan, hvernig færi fyrir þessu þjóðfélagi ef allir leyfðu sér að hugsa svona, hugsaði ég og settist inn í bílinn, en gat ekki að mér gert að horfa svolítið öfundsjúk á eftir stúlkunni hjóla sinn veg í góðviðrinu. Hægur vindur lék í hári hennar og hún steig hjólið jöfnum og öruggum fóttökum. Ég sneri bíllyklinum og steig bensínið í botn svo bíllinn hrökk í gang með háum drunum og fyrr en varði geystist ég fram úr hjólandi stúlkunni. Um kvöldið þegar ég var lögst út af fór ég aftur að hugsa um orð stúlkunnar. Ég hafði sannarlega farið víða og hitt marga. Ég hafði nefnilega þurft að „útrétta", fyrst vegna starfs míns og síðan í eigin þágu. Fara á bókasafn, hitta fólk vegna viðtala. Að því loknu hafði ég þurft að fara í ýmsar búðir og hitta bæði ættingja og vini. Nú var þessi annasami dagur að kvöldi komin og nóttin beið mín með myrkan faðminn að mér snúinn. Það brá svo við að ég var óróleg í þeim faðmlögum. Ég fór að hugsa um gamalt fólk sem ég hafði verið samtíða í sveit sem bam. Það fólk fór svo sem aldr- ei neitt nema þá til kirkju og svo til Reykjavíkur nokkrum sinnum á ævinni til þess að fá sér „tennur og rófufrag" eins og Guðbergur Befgsson kemst svo snilldarlega að orði í einni bók sinni. Ég skildi ekki fyrr en síðar að þetta fólk bjó við slíka sálarró að með fádæmum má teljast. Það æðraðist aldrei, það flýtti sér aldrei, það mundi allt það sem því var sagt og það hafði ein- hvern tíma heyrt og það gaf sér tíma til þess að hugsa um það og leggja út af því. Því virtist aldrei langa í neitt - nema þá kannski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.