Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 17
Morgunblaðið/RAX
AUÐUNN og Ingveldur Haraldsbörn á Þorvaldsstöðum. Girðingin utan um blómagarðinn, sem Ingveldur kallaði „ruslagarð" en ekki skrúðgarð, er úr rekaviði, líkt og snúrustaurinn, stiginn og annað timburkyns á bænum.
Handbragð þeirra
Þorvaldsstaðasystkina
leynir því ekki að þeim
er í blóð borin óvenjuleg
handlagni, næmt auga
og óendanleg natni.
i
Taflmenn og
tóbakspontur
HARALDUR Haraldsson húsgagnabólstrari í Hafnar-
firði segist vera löngu hættur að tálga. Hann geymir
marga fallega smíðisgripi sem hann gerði á æskuárum á
Þorvaldsstöðum.
Þegar við heimsóttum Harald dró hann fram tvenns
konar taflmenn, annað settið í sérsmíðuðum kassa, litinn
rokk og hesputré og tvær tóbakspontur sem hann hafði
tálgað. Ponturnar eru fallegir gripir en tóbaksmönnum
þótti lítið til þeirra koma, það vildi þorna í þeim tóbakið.
Við dáðumst að fallegum taflmönnunum sem eru svo
vandlega tálgaðir að við fyrstu sýn virðast þeir vera rennd-
ir. „Rennibekk höfðum við aidrei séð,“ segir Haraldur.
Hann segist hafa tálgað annað settið eftir mynd, hitt eftir
dönsku tafli sem faðir hans átti. Haraldur smíðaði líka
taflborð úr mahoni og birki, en límingin fór og borðið datt
í sundur. Hann segir að það hafi talsvert verið teflt á
kvöldin og um helgar á Þor-
valdsstöðum og að faðir hans
hafi haft töluverðan áhuga á
taflmennsku.
Töluvert var smíðað á Þor-
valdsstöðum. Rigningardagar
voru notaðir til að smíða orf og
hrifur. Keyptur var rauðspónn
sem var tálgaður í hrífutinda.
Haraldur segir að það hafi
verið þrautin þyngri að finna efnivið til að tálga úr. Ef
rak spýtu sem þótti efnileg til útskurðar varð að þurrka
hana hægt. Hún var geymd í húsi, en ekki við mikinn hita
og látin þorna á einu til tveimur árum. „Maður sat í bað-
stofunni á kvöldin yfir veturinn, heyrði í útvarpinu og
dundaði sér við að tálga," segir Haraldur. „A þessum árum
truflaði ekki sjónvarpið og það voru ekki of miklar sam-
göngur. Á vorin missti maður svo áhugann á þessu, þá tók
annað við.“
Rokkurinn og hesputréð eru smækkaðar myndir af slíkum
Morgunblaóið/RAX
HARALDUR segist hafa tálgað annað settið af tafl-
mönnunum eftir mynd, hitt eftir dönsku tafli sem faðir
hans átti.
verkfærum sem til voru á Þorvaldsstöðum.
Haraldur tálgaði gripina í hlutfallinu 1:4.
Rokkinn á Þorvaldsstöðum smíðaði rokka-
smiður í Krossavík í Þistilfirði. Sá hafði
rennibekk en Haraldur bara vasanhífinn.
Hesputréð er með tannhjóli líkt og á fyrir-
myndinni sem taldi snúningana á hespunni
og small í hjólinu eftir 24 snúninga. Þá var
bundið utan um og það kallað eitt knekk.
Haraldur segist ekki vita til þess að tálgað hafi verið á
öðrum bæjum. En hvers vegna fór hann að tálga? „Eflaust
hefur maður apað þetta eftir eldri bræðrunum.“
Haraldur varðveitir enn hnífana sem honum þótti best
að tálga með. Hnífana er búið að leggja svo oft á vatns-
hverfisteininn á Þorvaldsstöðum að hnifsblöðin eru nær
uppbrýnd. „Bitið varð að vera það gott að hnífurinh risp-
aði ekki viðinn þegar tálgað var þvert á æðarnar," sagði
Haraldur. Hann segist hafa prófað marga aðra hnífa en
besta bitstálið hafi verið í þessum þremur.
HARALDUR HARALDSSON
Tréskurður
í tómstundum
ARNÓR Haraldsson býr á Akureyri og vinnur í fiski
hjá ÚA. Vinnudagurinn er oft langur, stundum frá
sex að morgni og til klukkan fimm síðdegis. I tómstundum
um helgar og stundum á kvöldin sker hann í tré.
„Ég var alltaf að tálga sem krakki," segir Arnór og leið-
ir okkur inn í bílskúrinn sem aldrei hefur hýst bíl en geym-
ir rennibekk og tréskurðaijárn í bland við kompudót. Þar
hefur hann vinnuaðstöðu. Amór segir að hann hafi lagt
tréskurðinn á hilluna í mörg ár, svo hafi hann byijað aftur
í ellinni. En hvernig vaknaði áhuginn á að tálga?
„Ég er ekki frá þvi að rekinn, allt þetta timbur, hafi ýtt
á mann,“ segir Arnór. Hann
segist hafa dundað sér við að
tálga taflmenn úti í móa þegar
hann sat yfir ánum um sauð-
burðinn. Það tók marga
klukkutíma að tálga hvert sett.
Arnór dregur upp lakkaða
og litaða öskju sem inniheldur
sett af taflmönnum. Settið tálg-
aði Arnór 1951 og hafði lofað
að selja það félaga sínum í
vegavinnu. Sá leysti settið aldrei út og
eftir á er Arnór svolítið ánægður með
það. Hann á þó eitt sett af mörgum sem
hann tálgaði. Við handfjölluðum glansandi
peðin, dökk og ljós. Ekki sást. neinn mun-
ur á peðunum nema litarmunur hvíts og
svarts. Svo nákvæmlega var tálgað og
fægt. Sama var að segja um kóngana og
drottingarnar, hrókana og biskupana.
Fyrirmyndin að taflmönnunum var danskt
tafl sem faðir Arnórs átti.
„Þetta hefur alltaf blundað í mér. Þeg-
ar ég var um tvítugt langaði mig að leggja
þetta fyrir mig og læra hjá Ríkarði Jóns-
Morgunblaðið/RAX
ARNÓR hefur vinnuaðstöðu í bílskúrnum. Úmgjörðina
um loftvogina skar Arnór út í haust úr mjúku mahoní.
Það tók um 40 vinnustundir, að ljúka verkinu.
syni, en það gekk ekki upp.“
Arnór telur að viðurinn í fuglum Þórar-
ins heitins sé ábyggilega birki, spýtan
hafi verið svo hvít og fín. Sjálfur tálgar
Arnór mikið úr íslensku birki og segir
það góðan efnivið. Hann er líka laginn
við rennismíði og hefur rennt aska,
blöndukönnu og bikara sem hann síðan
skreytir með útskurði. Fyrirmyndina að
blöndukönnunni sá hann á mynd í gömlu
tímariti.
Arnór hefur tvisvar farið á námskeið
til að koma sér af stað og fullkomna sig
í útskurðarlistinni. Hann segir mikinn
mun á útskurðinum sem hann fæst við
nú og tálguninni austur á Þorvaldsstöðum
á æskuárum. „Þetta er allt annað hand-
bragð en við kunnum, það er meiri vídd
í útskurðinum.“
ARIMOR HARALDSSON
Langaði að
prófa þetta
STEINUNN Haraldsdóttir býr í Reykjavík. Hún fór
fyrst að fást við útskurð þegar hún var komin yfir
sjötugt. Steinunn vann lengi við matseld en er komin á
eftirlaun fyrir nokkru. Hún grípur í að skera út tvisvar
til þrisvar í viku í Félagsmiðstöð aldraðra í Norðurbrún 1.
„Mig langaði að prófa þetta, vita livort ég gæti það,“
segir Steinunn um tildrög þess að hún fór að skera út.
Heima á Þorvaldsstöðum fékkst hún aldrei við að tálga.
„Ég á nóg af handavinnu alls konar, hef verið mikið
að pijóna, sauma og þess háttar.“ Steinunn var á
Húsmæðraskólanum á Hallormsstað og þar var mikil
handavinna. Heimili hennar ber því vitni að hún hefur
ekki slegið slöku við handíðir. Hvarvetna eru útsaumaðar
myndir, bæði krosssaumur og listsaumur, stóll og skam-
mel með krosssaumsáklæði, útskornir munir, ofin og hekl-
uð teppi. Meira að segja bókahillurnar eru bryddaðar
hekluðum borðum. Á veggjum eru fallegar vatnslitamynd-
ir eftir Steinunni. Þegar minnst er á myndafjöldann segir
Steinunn einfaldlega að það sé takmarkað veggplássið.
Steinunn segir að sér þyki afskaplega notalegt að sitja
við útskurðinn, ekki síst
þegar hún getur
fengið aðstoð
eins og í
félagsmið-
stöðinni.
„Ég er ekk-
ert svo sjálf-
stæð í
þessu,“ seg-
ir Stein-
unn hógvær.
„Ég hef mest notað
mahoní, það er lítið af kvist-
um og gott að skera í það. Annars
hef ég ekkert vit á viði.“
Morgunblaðið/RAX
STEINUNN fór ekki að skera út fyrr en eftir sjötugt.
Hún dregur munstur á viðinn og beitir síðan skurðar-
járnunum af mikilli fimi.
STEINUNN HARALDSDOTTIR