Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996 B 9 MEÐ Delta Rythm Boys í Austurbæjarbíói. íslensku hljófæraleik- ararnir þrír sem léku með þeim voru f.v. Axel Kristjánsson, Krist- •inn Vilhelmsson og Ólafur Gaukur. HINN upphafleg Sextett Ólafs Gauks með Svanhijdi og Birni R. í efri röð frá vinstri: Guðmar Marelsson, Þórarinn Ólafsson, Svan- hildur, Björn R. Einarsson og Helgi Kristjánsson en í fremri röð: Andrés Ingólfsson og Ólafur Gaukur. „Ég fór í gagnfræðaskóla og síðan í MR en útskrifaðist frá MA árið 1949 og innritaðist síðan í háskólann í læknisfræði og var þar í þrjú ár, meira eða minna með einhveijum afföllum. Ég hætti þá, því að þá var músíkin búin að taka alveg yfir. Ég var reyndar fyrir stúdentspróf farinn að spila töluvert. I fimmta bekk í menntaskólanum. Þá þótti jazzinn ekkert sérstaklega fínn. Það þótti niðurlægjandi að vera að fást við jazz, öllum þótti það, nema mennta- skólafólki og öðru yngra fólki. Við spiluðum jazzinn á dansæfingum í Menntaskólanum, hreinan, spilaðan jazz, það var enginn söngur. Samt voru dægurlög líka til, þá sem sér- stök týpa af léttri músík auðvitað, og þau hafa alltaf verið til. En jazz- inn í þá tíð þótti nær jafnlangt geng- ið og Eurovison þykir nú á dögum. Sumum þykir Eurovison vond. Þeir eru þá að reyna að sýna fram á hvað þeir séu sjálfir vel af guði gerð- ir og hvað þeir séu á háu menningar- stigi. Þetta er auðvitað eins og hver önnur fjarstæða. Dægurlög hafa alltaf verið til og alltaf verið í mikl- um metum hjá þessum þegjandi þorra fólksins, ekki hjá þessum litla parti sem er alltaf blaðrandi. Hjá þegjandi meirihlutanum hafa dæg- urlögin alltaf verið í miklum metum, samanber Straussvalsana á sínum tíma og ótal fleiri dæmi mætti nefna. Þannig að dægurlögin eru góð og gild vara og verða alltaf, vona ég, við lýði og Eurovison á einhvern þátt í því og þetta vita menn erlendis. Afstaðan til jazzins breyttist tölu- vert hjá menningarsnobbinu þegar bandarískir hljómsveitarstjórar, eins og t.d. Bernstein og sinfóniskir höf- undar, fóru að segja. - Ja, jazz er bara nokkuð sérstætt fyrirbæri. Ekki bara bandarískir. Þegar líka evrópskir kommúnistar fóru að not- færa sér ýmislegt úr þeirri átt. Þá breyttist nokkuð hugarfarið gagn- vart jazzi og fleiri töldu sig geta viðurkennt hann. Merkilegt eða ekki merkilegt. Ég held að það sé fyrst og fremst merkilegt sem snertir sál- ir.“ Atvinnutónlistarmaður Ólafur Gaukur stóð upp úr hæg- indastólnum og gekk yfir að hillu- samstæðu, teygði sig eftir blöðum sem voru ofarlega í hillu og lagði á skrifborðið. Hann fletti þeim og þar voru nótur fyrir fimmtíu manna hljómsveit, útsetningar fyrir Euro- visionkeppnina í Ósló og það er ljóst að það er ekki lítil vinna sem þar liggur að baki. Þannig hefur það líka alltaf verið frá því að Gaukur ákvað að gera tónlistina að ævistarfi. Áður en að því kom spilaði hann t.d. með Steina Steingríms og Árna Elfar í Gaggó vest á árunum 46 til 47 og skömmu síðar með GO-kvintettinum fyrir dansi í gömlu Mjólkurstöðinni, en hljómsveitin var skipuð fimm ungum og efnilegum piltum, Gunn- ari Ormslev, Guðmundi Steingríms- syni, Eyþóri Þorlákssyni, Óla Gauki og Steina Steingríms. Fyrstu danshljómsveitirnar sem þú spilar með seint á fimmta ára- tugnum? „Ég stofnaði sjálfur ýmsar hljóm- sveitir, eins og t.d. tríó sem ég spil- aði mikið með. Ég byijaði snemma með Gunnari Ormslev. Við spiluðum talsvert mikið saman. Hin og þessi smábönd urðu til. Eitt band var t.d. bara stofnað til að fara norður í land í fjórtán daga. Annað band var sett saman til að leika á eina plötu. Iðu- lega fórum við suður á-Keflavíkur- flugvöll að spila fyrir hermennina. Við hringdum í einhveija á síðustu stundu og fylltum bílinn og svo var farið á þessum krókótta og holótta vegi suður. Rétt fyrir 1950 og um ’50 er ég með KK sextettinum. Ég spilaði með ýmsum negra-söng- kvartettum sem komu hingað á þess- um árum. Þekki svoleiðis vinnu vel. Hér kom kvartettinn Delta Rhythm Boys og hann hélt hér tuttugu og fimm konserta í Austurbæjarbíó á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar. Af því tilefni var mynduð sérstök hljómsveit. Ég var með Birni R. Einarssyni á Hótel Borg á fyrstu árum sjötta áratugarins og við spiluðum einnig víða út á landi. Svo var ég aftur með KK, meira eða minna allan sjötta áratuginn. í Þórskaffi, á sveitaböllum og við allt mögulegt, í útvarpi, á plötum og í útvarpi á Keflavíkurflugvelli í hverri viku auk þess vorum við oft í Keflavíkursjón- varpinu. Það var æft á ákveðnum tímum, þrisvar í viku. Það var frí á á fimmtudögum en æft þá í hádeg- inu. Það var unnið sex daga vikunn- ar. Þetta var svona í mörg ár, full vinna. Á þessu tímabili spilaði ég á fimmtíu, sextíu hljómplötur og við vorum oft með þætti í Ríkisútvarp- inu. Það var mikið að gera og ekki hægt að komast yfir meira." Svo byijarðu með þína eigin hljómsveit í kringum 1960? „Það var árið 1965. Við byijuðum í Lídó og vorum þar í þijú, fjögur ár. Síðan fórum við á Hótel Borg og vorum þar í sjö ár. Á sumrin fórum við oft út á land. Fyrsta hálfa árið í Lídó voru með í hljómsveitinni Björn R, Guðmundur R, Helgi Krist- jánsson, Andrés Ingójfsson, Halldór Pálsson og Þórarinn Ólafsson. Síðan komu nýir menn, Rúnar Gunnars- son, Páll Valgeirsson á trommur og Karl Möller á píanó og svo auðvitað Svanhildur, sem frá byijun söng með hljómsveitinni.“ Er það ekki árunum um 1967-68 sem hljómsveitin var með hina vin- sælu sjónvarpsþætti. „Hér gala Gaukar“? „Það var árin 1968-69 og það voru nokkuð margir þættir. Að ég held bara ágætir fyrir flesta. Um- gjörðir utan um lög. Það horfðu all- ir á þættina. Það var ekki um svo margt að velja á þeim árum. Það var létt yfir þáttunum." Og á þessum árum var verið að taka upp plötur? „Já, já. Ég veit satt að segja ekki hvað ég er búinn að vera með á mörgum plötum epa semja mörg lög og marga texta. Ég hef enga tölu á því. Lögin sem ég hef samið eru sjálfsagt orðin eitt hundrað eða fleiri. Bara í þessum sjónvarpsþátt- um voru ein þijátíu lög. Ég er af þeirri kynslóð sem taldi sig ekki þurfa endilega að semja sjálf heldur væri til tiltölulega mikið af ágætis músík til að flytja. Aftur á móti voru hinir, sem komu síðar, aldir upp við það að þeir sem þeir höfðu dálæti á í útlöndum sömdu sjálfir lög sín. Það var kannski að hluta til vegna höfundaréttar, vegna þess að annars hefðu þeir orðið að borga öðrum höfundarrétt. Þá fóru þeir að semja sjálfir. En hvað snertir ísland og tónlist- ina, þá höfum við íslendingar svo sem ekki fundið upp neitt í músikk, hvorki hljóðfærj, tóna né samsetn- ingar eða neitt. Ég held að við höfum ekki fundið upp neitt í músík. Við erum engir uppfinningamenn í mús- ík. Hér hefur músikk ekki heyrst nema svo sem eins og hundrað ár ef allt er meðtalið. Menn út í haga og út á sjó höfðu ekki heyrt músík um aldamótin, bara vísur. Kannski höfðu þeir heyrt rammfalskt orgel í einhverri kirkju við jarðarfarir og kannski einhvern tímann munn- hörpu eða tvöfalda harmonikku, það má vel vera, en þeir höfðu aldrei heyrt músík. Vissu ekkert hvað það var. Ég hef ég samið það sem ég hef þurft að semja um dagana. Ekkert meira. Yngri músíkantarnir gefa gjarnan út plötu eftir plötu með pródúkti eftir sjálfa sig. Ég hef aldr- ei farið út í það. Ég sem ekki heldur eins og sagt er fyrir skúffuna. Ég sem bara músikk þegar á henni þarf að halda. Þegar vantar lag þá set ég saman ég lag, þegar vantar texta þá raða ég niður texta. Það gerist nú bara þannig hjá mér.“ Blaðamaður á sjötta áratugnum Eins og fram kemur hér að fram- an þá er Ólafur Gaukur annar rit- stjóra VR blaðins. Hér fyrr á árum var hann einnig við blaðamennsku. Það er forvitnilegt að fræðst um þann tíma á ferli Ólafs: „Árin 1951-52 var ég blaðamaður á Tímanum og svo aftur nokkrum árum síðar, á þeim áratug. Á þessum árum var ég einnig blaðamaður á Vikunni. Með mér á Tímanum voru Indriði G Þorsteinsson, Hallur Sím- onarsson, Jökull Jakobsson, Haukur Hauksson og Guðni Þórðarson. Þetta var hörkulið. Blaðið var til húsa í Skuggasundinu og prentað þar og var málgagn Framsóknarflokksins. Ég var aldrei spurður um pólítískar skoðanir eða neitt í sambandi við pólitík." Var Tíminn þá alhliða fréttablað? „Já, já, við vorum í fréttamennsk- unni á fullu. Þessi ár voru að mörgu leyti bestu ár Tímans og efni blaðs- ins ákafiega fjölbreytt." Svo gafstu út eigið blað fyrir um það bil fimmtíu árum? „Já, Bæjarblaðið. Við gáfum það út nokkrum sinnum á mánudögum, ég, Hallur Símonarson og Svavar Gests. Á mínum æskuárum í Grinda- vík, þegar ég var tólf ára, gaf ég út blað sem var fjölritað og hét Stjarnan." Það er svo mörgum árum síðar að þú kemur til starfa við VR blaðið? „Það var held ég árið 1982. Ég tók að mér að vinna við VR blaðið í samráði við Pétur Maack. Við höf- um samráð um allt. Ég er fram- kvæmdaaðilinn, skrifarinn, útlits- teiknarinn og sendilinn. Hann hefur ýmsum öðrum hnöppum að hneppa í starfi sínu en er ailtaf með höndina í bagganum hvað varðar blaðið. VR-blaðið hefur unnið sig mikið upp. Það er mikið lesið og þá er til- ganginum náð.“ Síðan kemur að því að þú ákveður að fara í tónlistarnám erlendis og átt þá langan feril að baki í músík- inni hér heima? „Það var nú þannig að ég hafði alltaf ætlað mér að verða eitthvað annað en músíkant. Þegar ég varð fimmtugur sá ég að það var senni- lega engin önnur leið en að vera í músíkinni áfram. Þannig að mér var ljóst að ég yrði að læra eitthvað meira og aflaði mér upplýsinga. Árið 1980 kom hingað amerískt tón- skáld sem ég kynntist svolítið. Sá aðili hvatti mig til að láta til skarar skríða hvað varðaði nám. Ég skrif- aði Árna Egils sem er gamall kunn- ingi minn og bað hann um að benda mér á einhvern góðann músíkskóla í Los Angeles. Hann bendi mér á góðan skóla, Grove School of Music í Los Angeles. Þangað innritaðist ég og í fyrsta námskeiðið. Ég var mest að læra tónsmíðar og útsetn- ingu þeirra fyrir litlar og stórar hljómsveitir. Síðan kom heilt ár í viðbót, fjórar annir. Þá fékkst ég eingöngu við tónsmíðar með sér- stöku tilliti til kvikmyndatónlistar. Ég kláraði það nám 1988.“ Eftir að þú lýkur námi hefur þú fengið verkefni t.d. að semja fyrir kvikmyndir. „Ég gerði mér grein fyrir því þeg- ar ég fór í nám erlendis í kvikmynda- músík að ég myndi sennilega síður fá íslenska kvikmyndamúsík sem verkefni ef ég lærði til þess. Vegna þess að íslendingar eru þannig gerð- ir að ef einhver kann eitthvað þá láta þeir hann frekar ekki stíga fram vegna þess að þá eru þeir hræddir um að hann muni skyggja á sig. Þess vegna gerði ég mér grein fyrir því að mjög sennilega myndi ég aldr- ei fá að semja kvikmyndatónlist fyr- ir íslenska kvikmynd. Ég var búinn að sætta mig við það þegar fyrir um það bil tveim árum hringdi til mín ungur maður og spurði. - Heyrðu ertu ekki til með að sernja fyrir mig músík við kvikmynd? Ég svaraði. - Þakka þér fyrir að hringja. Ég vil endilega semja fyrir þig músík. Það leið ekki nema mán- uður frá þessu samtali að þá hringdi annar kvikmyndagerðarmaður og bað um annað verkefni. Þetta voru verkefni fyrir kvikmyndina, Benjam- ín Dúfu og mynd um íslenska glímu.“ Þannig er boltinn farinn af stað og víst er að Ólafur Gaukur á eftir að semja músík fyrir fleiri íslenskar kvikmyndir enda aldrei meira um að vera i íslenskri kvikmyndagerð en einmitt þessi síðustu árin. LEITAÐ var álits þriggja manna, sem lengi hafa þekkt Ólaf Gauk, á ferli hans og kynn- um þeirra af honum. Aldrei of seint Gunnar Þórðarson tónskáld segir um samstarf þeirra: „Ég kann afskaplega vel við Óla Gauk og það er gaman að fylgjast með honum, hvernig hann hefur bætt við sig þekk- ingu á seinni árum. Sem ætti að kenna mörgum að aldrei er of seint. Hann er músíkant af guðs náð og flinkur útsetjari. Yið störfuðum saman þegar Hljómar voru að fara af stað og hann reyndist okkur mjög vel. Hann er að gera góða hluti. Það verður spennandi að fylgj- ast með Óla“. Stórbrotinn músíkant Guðmundur Steingrímsson hefur átt langt og gott samstarf við Ólaf Gauk: „Það fyrsta sem ég man eftir Óla Gauk var þegar Gunnar Ormslev kom til Hafnarfjarðar frá Kaupmannahöfn. Þá spurð- ist út til Reykjavíkur að eitt- hvert,jazzundur" væri komið frá Kaupmannahöfn. Það var auðvitað rétt vegna þess að þá komu nýjar hugmyndir til lands- ins frá Höfn með Ormslev. Hann kom hingað 1945. Þá sá ég Óla Gauk, Steina Steingríms, -Árna Spennandi að fylgjast með Ola Elfar og fleiri jazzleikara sem komu til að hlusta á Ormslev. Þannig kynntist ég þessum mönnum. Síðan hef ég átt gott samstarf við Óla Gauk. Við spil- uðum saman í KX og þaðan á ég góðar minningar. Á seinni árum hef ég spilað mikið með honum og dóttur hans Önnu Mjöll í Reykjavík og víðar. Hann er einn stórbrotnasti músíkant sem ég þekki og frábær útsetj- ari. Ég hef átt mjög ánæjulega samvinnu við Óla Gauk gegnum tíðina. Við liöfum spilað gífur- lega mikið saman um ævina og eigum vonandi eftir aðspila saman um ókomin ár. Ég vona svo sannarlega að þau Anna Mjöll vinni keppnina í Osló 18. maí.“ Fljótur að taka ákvarðanir Pétur A. Maack ritsljóri VR- biaðsins segir frá kynnum sínum af Ólafi á allt öðru sviði en flest- ir þekkja hann af: „Um þessar mundir eru liðin 14 ár frá því að ég kom að máli við Ólaf Gauk og bað hannum að taka að sér umsjón og útlits- hönnun á VR-blaðinu. Það tók hann ekki langan tíma að hugsa sig um og eins og lesendur blaðs- ins vita, hefur handbragð hans verið á blaðinu síðan. Hann er fljótur að skynja meginefnið í hinum ýmsu mála- flokkum og skila því frá sér á máli sem almenningur skilur. Að mínu mati hefur hann yfir- burði í meðferð texta, fyrir- sagna, millifyrirsagna, mynda og útlitshönnunar á blöðum. Hann hefur einstakt auga fyrir útliti blaða og er mjög nákvæm- ur í sinni vinnu. Hann er fljótur að vinna og fljótur að taka ákvarðanir. Það hefur verið gæfa Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur að fá Ólaf Gauk til starfa fyrir félagið, en störf hans hafa ekki eingöngu verið við VR-blaðið. Hann hefur hannað og haft umsjón með gerð flestra bækl- inga sem félagið hefur látið gera á undanförnum árum, ver- ið starfsmönnum til hjálpar við uppsetningu og framkvæmd ýmissa stórra funda og sam- koma, s.b. 100 ára afmælishátíð félagsins 27. janúar 1991. Með framkomu sinni öðlaðist hann fljótt trúnað forystumanna í VR og það hefur alltaf verið hægt að treysta því, sem hann tekur að sér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.