Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 26
MORGUNBLAfllÐ
26 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
I
I
I
»
R AÐ AUGL YSINGAR
Matvælaframleiðsla -
pökkun - innflutningur
Fyrirtæki í framleiðslu og innflutningi mat-
væla sem hefur aðstöðu skv. ströngustu
kröfum um framleiðslu og geymslu matvæla,
óskar eftir að komast í samband við aðila
sem hefur áhuga á samvinnu varðandi:
- Framleiðslu.
- Pökkun.
- Sölu og dreifingu.
Fullkomin kæli- og frystiaðstaða er til staðar.
Kaup eða samruni á fyrirtæki í matvælafram-
leiðslu eða innflutningi kemur til greina.
Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt:
„D - 1011“ fyrir 7. maí.
TILKYNNINGAR
Orlofshús
Tekið verður við umsóknum um sumardvöl
í orlofshúsum Sjómannafélags Reykjavíkur
frá og með 2. maí nk. á skrifstofu félagsins,
Lindargötu 9.
Sjómannafélag Reykjavíkur.
Hafnarfjörður
Nýbyggingarsvæði til
2012
Forval í Skipulags-
samkeppni
Skipulagsýfirvöld í Hafnarfirði efna til forvals
vegna launaðrar boðkeppni um skipulag ný-
byggingarsvæða fram á næstu öld í Hafnar-
firði í samráði við Arkitektafélag íslands.
Viðfangsefni keppninnarerframsetning hug-
mynda að skipulagi tveggja skólahverfa (2x-
3500-4000 íbúar) í Áslandi og á/umhverfis
Grísanes, ásamt miðsvæðum þ.e. áætluðum
nýbyggingarsvæðum Hafnarfjarðar ofan
Reykjanesbrautar næstu 15 til 20 árin.
Valdar verða fimm (5) arkitektastofur til þátt-
töku í keppninni. Fyrirhugað er að forsögn
keppninnar liggi fyrir upp úr miðjum maí nk.
Keppnistími er áætlaður 2-3 mánuðir og
reiknað með að tillögum verðir skilað í byrjun
september. Lögð verður áhersla á sveigjan-
lega, hugmyndaríka en raunhæfa heildarsýn
ásamt sýnishorni af nánari úrvinnslu fyrir
afmarkaða hluta skipulagssvæðanna.
Við val hönnuða er fyrst og fremst tekið til-
lit til fagþekkingar, reynslu og mat lagt á
getu stofu til samvinnu um verkið. Gert er
ráð fyrir að fleiri en ein teiknistofa komi síð-
an að úrvinnslu einstakra hluta verkefna á
þessum stóru svæðum á næstu árum.
Þeir sem vilja koma til greina við valið skulu
gera grein fyrir hæfni sinni til að takast verk-
ið á hendur með greinargerð á einni A4 örk
(hámark) og leggja í lokað umslag merkt:
„Hafnarfjörður: ISlýbyggingarsvæði - For-
val“ og senda Jóhannesi S. Kjarval skipulags-
stjóra, Bæjarskipulagi Hafnarfjarðar, Strand-
götu 6, 220 Hafnarfjörður. Umsóknin skal
hafa borist fyrir kl. 16.00 föstudaginn 3. maí
1996. Sérstök forvalsnefnd mun velja þátt-
takendur úr hópi umsækjenda.
í greinargerðinni skal skýra frá eftirfarandi
þáttum:
1. Nafni og heimilisfangi, 2. Starfsreynslu,
3. Dæmum um áður unnin verk, 4. Árangri
í samkeppnum, 5. Starfsaðstöðu og starfs-
fólki og 6. Öðru.
26. apríl 1996.
Skipulagsstjóri Hafnarfjarðar.
Kjalarneshreppur
Breyting á deiliskipulagi -
Grundarhverfi
Kjalarneshreppur auglýsir hér með breytingu
á deiliskipulagi í Esjugrund. Um er að ræða
svæði sem afmarkast af vetrarvegi, leikvelli
og íbúðarhúsum. Tillaga að breyttu skipulagi
er til sýnis í hreppsskrifstofunni í Fólkvangi
á skrifstofutíma til 28. maí nk. Frestur til að
skila athugasemdum er til 11. júní 1996.
Athugasemdum skal skilað til sveitarstjóra
Kjalarneshrepps. Þeir sem ekki gera athuga-
semdir við tillöguna teljast samþykkir henni.
Sveitarstjóri Kjalarneshrepps.
Aðalfundur Dagsbrúnar
Aðalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrún-
ar verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl 1996
kl. 20.30 í Sunnusal (áður Átthagasal)
Hótel Sögu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Breytingar á reglugerð styrktarsjóðs.
3. Breytingar á reglum fræðslusjóðs.
4. Kaffiveitingar.
5. Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórn Dagsbrúnar.
© © Skrifstofa jafnréttismála
m h Jafnréttisráð
Kærunefnd jafnréttismála
Vegna flutninga verður skrifstofa jafnréttis-
mála lokuð mánudaginn 29. apríl nk. Opnum
aftur þriðjudaginn 30. apríl að Pósthús-
stræti 13, 2. hæð. Símanúmer stofnunarinn-
ar er óbreytt 552 7420.
Alliance Francaise
Fáið löggild prófskírteini í frönsku (DELF
DALF) hjá Alliance Francaise, sem er viður-
kenndur prófstaður af franska menntamála-
ráðuneytinu.
Skráning 1 .-15. maí í s. 552 3870 (kl. 15-18).
ALLIANCE FRANCAISE
Vélstjórnarnám á 4. stigi
Nú bjóðum við nám á öllum fjórum stigum
vélstjórnar.
Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.
Skólameistari
HFrá Mýrarhúsaskóla
____Seltjarnarnesi
KÓPAVOGSBÆR
Garðlönd
Tekið verður við umsóknum um garðlönd til
ræktunar matjurta fyrir sumarið 1996 á
Tæknideild Kópavogs kl. 9.00-15.00 dagana
29. apríl til 10. maí.
Leigðir verða út 50 fm skikar á kr. 1.500.
Þeim sem hyggjast vera með sama garð og
í fyrra er bent á að sækja um tímanlega,
ella verður garðinum úthlutað öðrum.
Garðyrkjustjóri.
Vatnsendi
Breytt deiliskipulag
Tillaga að breyttu deiliskipulagi ÍVatnsenda,
nánar tiltekið á lóðunum nr. 2 og 4 við
Brekkuhvarf og 1, 3, 5 og 9 við Grundar-
hvarf auglýsist hér með samkv. grein 4.41 í
skipulagsreglugerð nr. 318/1985. í breyting-
unni felst að á ofangreindum lóðum verði
byggð parhús í stað einbýlishúsa.
Tillagan verður til sýnis á Bæjarskipulagi
Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15
alla virka daga frá 29. apríl til 28. maí 1996.
Athugasemdum eða ábendingum skal skila
skriflega til Bæjarskipulags innan auglýsts
kynningartíma.
Skipulagsstjóri Kópavogs.
Tónmenntakennarar,
almennir kennarar
Skólaárið 1996-1997 vantar tónmennta-
kennara til starfa. Einnig er óskað eftir kenn-
ara í almenna bekkjarkennslu. Skólinn er ein-
setinn og býður upp á góða vinnuaðstöðu.
Upplýsingar gefa skólastjórnendur í síma
561 1980.
'ÖLBRAUTASKÚUNN
BREIÐHOLTI
Undirbúningsnámskeið
til sveinsprófs f vélsmíði
og rennismíði
Undirbúningsnámskeið til sveinsprófs í vél-
smíði og rennismíði hefst í Fjölbrautaskólan-
um í Breiðholti laugardaginn 4. maí nk. kl.
9.00. Kennt verður frá kl. 18.00 virka daga
og frá kl. 9.00 laugardaga. Innritað verður á
skrifstofu skólans.
Skólameistari.
Aðalfundarboð
Félag löggiltra bifreiðasala boðar til aðal-
fundar þann 30. apríl 1996.
Fundarstaður er í Húsi verslunarinnar,
13. hæð og hefst kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf - kaffiveitingar.
Félag Löggiltra Bifreiðasal
Stjórnin.