Morgunblaðið - 28.04.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 28. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIN N MMAUGL ÝSINGAR
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðíng vantar í sumarafleysingar
á Heilsugæslustöðina Hólmavík.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í vinnu-
síma 451 3188 og heimasíma 451 3435.
KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA
Viðskiptafræðingur
forstöðumaður verslunarsviðs
Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum óskar
eftir að ráða viðskiptafræðing til starfa.
Starfssvið:
1. Gerð fjárhags- og rekstraráætlana.
2. Gerð árs- og mánaðaruppgjöra.
3. Eftirlit með framkvæmd stefnumótunar
í áætlunum.
4. Dagleg stjórnun verslunarsviðs.
5. Birgðaeftirlit.
6. Önnur óskilgreind verkefni.
Við leitum að viðskiptafræðingi sem getur
starfað sjálfstætt og skipulagt og stjórnað
störfum annarra. Nauðsynlegt að viðkom-
andi hafi góða tölvuþekkingu og reynslu í
notkun algengustu tölvuforrita. Æskileg
þekking á verslunarrekstri.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„KHB 222“ fyrir 7. maí nk.
Hagva ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Róðningarþjónusta Rekstrarróðgjöf Skoðanakannanir
Framhaldsskóla-
kennarar
bókasafnsfræðingar
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
augiýsir eftirfarandi störf:
Kennarastöður í ensku, íslensku, stærðfræði
og tölvufræði, sögu og þýsku (1/2) eru lausar.
Einnig gefst kostur á að sækja um kennara-
stöður í rafeinda- og rafvirkjun, sálfræði, við-
skiptagreinum og stundakennslu í dönsku,
raungreinum, grunnteikningu, sérkennslu og
samskiptum og tjáningu.
í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi
staría áhugasamir kennarar í nútímalegum
skóla með rúmlega 600 nemendum. Vinnu-
aðstaða kennara í skólanum er ný og mjög
góð. Ráðið verður í kennarastöðu frá 1. ág-
úst nk.
Bókasafnsfræðing vantar í fullt starf á safni
skólans frá 1. september nk.
Safnið er vel búðið gögnum og tölvuvætt.
Það gegnir miklu og vaxandi hlutverki í skóla-
starfinu. Leitað er að starfsmanni sem stjórn-
að getur daglegri starfsemi safnsins og leitt
þróun þess.
Vistarstjóra vantar á heimavist skólans á
Akranesi frá 1. september nk.
Starfinu fylgir ágætt húsnæði og unnt er að
tengja það öðrum störfum s.s. stunda-
kennslu. Leitað er að manni sem á gott með
að umgangast og stjórna unglingum.
Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til
22. maí. Umsóknir skulu sendar Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi, Vogabraut 5,
300 Akranesi.
Skólameistari.
Starfskraft vantar
Lítið fyrirtæki vantar traustan starfskraft.
Þarf að hafa sölumannshæfileika.
Mikil erlend samskipti. Alm. skrifstofustörf,
bókhaldsþekking (Tok), sjá um innheimtu og
gjaldkerastörf.
Starf sem krefst ákveðni, samviskusemi og
snyrtimennsku. Æskilegur aldur 26-46 ára.
Vinsamlegast sendið umsókn ásamt mynd,
meðmælum og uppl. um yður til afgreiðslu
Mbl. merkt: „Starfskraftur - 4256“.
Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270
Hlutastörf
við félagslega
heimaþjónustu
Heimaþjónusta Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar leitar eftir traustu og
áreiðanlegu fólki til starfa sem fyrst.
í Grafarvog vantar aðstoð við fimm fatlaða
einstaklinga sem eru að hefja sjálfstæða
búsetu í fimm nýjum íbúðum, með sérstakri
starfsmannaaðstöðu. Áætlað er að þjónust-
an verði tvískipt eða tvö 50% störf. Vinnu-
tími er frá kl. 8-12 og frá kl. 15-19 alla virka
daga.
í vesturbæ vantar aðstoð við tvo einstakl-
inga í íbúð, fimmtán tíma á viku, mánudaga,
þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl.
17-19 og aðra hvora helgi frá kl. 10-13.
í Hlíðahverfi vantar aðstoð í félagslega íbúð
þar sem búa þrír einstaklingar. Vinnutími frá
kl. 9-13 alla virka daga.
Þeir, sem áhuga hafa á að taka þátt í
skemmtilegri uppbyggingu að sjálfstæðri
búsetu fatlaðra, hafi samband við Hlíf Geirs-
dóttur, deildarstjóra félagslegrar heimaþjón-
ustu fyrir 66 ára og yngri, á skrifstofu heima-
þjónustunnar, Álfabakka 12, eða í síma
567 0570.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða leikskólakennara eða annað
uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda
leikskóla:
Allan daginn:
Funaborg v/Funafold.
Upplýsingar gefur Sigríður Jónsdóttir, leik-
skólastjóri í síma 587 9160.
Jöklaborg v/Jöklasel.
Upplýsingar gefur Elín Pálsdóttir, leikskóla-
stjóri í síma 557 1099.
Rofaborg v/Skólabæ.
Upplýsingar gefur Þórunn G. Björnsdóttir,
leikskólastjóri í síma 567 2290.
Vesturborg v/Hagamel.
Upplýsingar gefur Árni Garðarsson, leik-
skólastjóri í síma 552 2438.
í 50% starf e.h.
Kvistaborg v/Kvistaland.
Upplýsingar gefur Helga Hallgrímsdóttir,
leikskólastjóri í síma 553 0311.
Eldhús
Aðstoðarmanneskju vantar í eldhús í leik-
skólann Jöklaborg v/Jöklasel.
Upplýsingar gefur Elín Pálsdóttir, leikskóla-
stjóri í síma 557 1099.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552 7277.
Hjúkrunarfræðingar
athugið
Hjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga
á Heilsugæslustöðina og Hjúkrunarheimilið
Sundabúð Vopnafirði.
Nánari upplýsingar veita, Adda Tryggvadótt-
ir, vinnusími 473 1225, heimasími 473 1108
og EmmaTryggvadóttir, vinnusími473 1320,
heimasími 473 1168.
ÍSLAN DSBAN Kl
Lánasérfræðingur
íslandsbanki hf. auglýsir stöðu lánasérfræð-
ings við útibú bankans við Lækjargötu,
Reykjavík, lausa til umsóknar.
Helstu verkþættir lánasérfræðings eru:
• Lánasérfræðingur vinnur að útlánamálum til fyrirtækja í sam-
vinnu við útibússtjóra.
• Vinnur að setningu markmiða er varða þjónustu bankans við
fyrirtæki.
• Gerir úttektir á fjárhagsstöðu og vinnur tillögur um úrlausn
einstakra mála auk skýrslugerðar og ráðgjafar um mál sem
varða þjónustu bankans við fyrirtæki og stofnanir.
Umsækjandi. þarf að hafa viðskiptafræði-
menntun, góða skipulagshæfileika og eiga
gott með að umgangast samstarfsmenn og
viðskiptavini bankans. Hann þarf auk þess að
vera jafnvígur á hópvinnu og sjálfstæði í vinnu-
brögðum. Bankinn býður upp á góða vinnuað-
stöðu, frekari menntun og góðan starfsanda.
Hér er því um líflegt og skemmtilegt starf að
ræða hjá traustum vinnuveitanda.
Nánari upplýsingar veitir Árni Gunnarsson,
útibússtjóri, Lækjargötu.
Umsóknir sendist Guðmundi Eiríkssyni,
starfsmannaþjónustu íslandsbanka hf.,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík, fyrir 13. maí 1996.
Lausar stöður við
Grunnskólann á
ísafirði
Á næsta skólaári eri lausar nokkrar kennara-
stöður við Grunnskólann á ísafirði.
Meðal kennslugreina eru:
Almenn kennsla á yngra og miðstigi.
Danska á unglingastigi.
Náttúrufræði á unglingastigi.
íþróttir pilta.
Heimilisfræði.
Handmennt.
Tónkennsla.
Sérkennsla.
Vélritun/tölvufræði.
ísafjörður er bæjarfélag með um 3.500 íbúa.
Þar er margháttuð þjónusta og atvinnustarf-
semi auk þess sem Vestfirðir eru rómaðir
fyrir sérstæða náttúru og fjölbreytt tækifæri
til útivistar og íþróttaiðkunar. Með samein-
ingu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vest-
fjörðum hefur myndast öflugt sveitarfélag
þar sem lögð verður áhersla á menntun og
uppbyggingu skóla.
í skólanum á ísafirði og útibúi í Hnífsdal eru
um 580 nemendur. Húsnæðismál skólans
eru í endurskoðun og sama er að segja um
faglegt starf innan skólans. Skólinn hefur
afnot af glæsilegri íþróttamiðstöð bæjarins.
Allar kennslustofur á unglingastigi eru búnar
samtengdum tölvum sem verið er að tengja
við Internet. Hér er því um spennandi tæki-
færi að ræða fyrir áhugasama og duglega
kennara.
Við bjóðum flutningsstyrk og hagstæða hú-
saleigu.
Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn
Breiðfjörð Guðmundsson í síma 456 3044.