Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ King alltaf traustur; leikstjórinn Bryan Singer. Singer kvikmyndar sögu Kings 8.500 höfðu séð Vonir og væntingar Einhver frumlegasta sakamálamynd síðari ára var Góðkunningjar lög- reglunnar eða „The Usual Suspects“ eftir Bryan Sin- ger. Hann er nú tekinn til við að kvikmynda smásögu eftir Stephen King sem heit- ir „Apt Pupil“ (Góður nem- andi) og er með breska leik- aranum Ian McKellen í aðal- hlutverki. Sagan birtist í smásagna- Clooney slær ígegn Fáir ba'ndarískir sjón- varpsleikarar hafa náð jafn mikilli velgengni á skömmum tíma í kvik- myndaheiminum og George Clooney úr þáttun- um Bráða- vaktinni. Ekki er nóg með að hann fer með aðalhlut- verkið í fyrstu stórmyndinni sem Dream- Works, hið nýja kvik- myndafyrirtæki Steven Spielbergs, sendir frá sér heldur leikur hann Leður- blökumanninn í fjórðu Bat- man-myndinni, Batman og Robin. DreamWorks myndin heitir„The Peacemaker“ og er heimsendatryllir þar sem Clooney leikur á móti Annette Bening. Áætlað er að tökur á Batman-mynd- inni hefjist 1. september og verða mótleikarar Clooneys ekki af verri endanum; Arnold Schwarz- enegger leikur óþokkann Frosta og Uma Thurman, Alicia Silverstone og Chris O’Donnell fara með önnur hlutverk. Batman og Robin er hluti af þriggja mynda samningi Clooneys og Warner Bros. og fær leikarinn 25 milljón- ir dollara fyrir hann. Ovíst er hvaða tveimur myndum hann leikur í til viðbótar en líklegt þykir að önnur þeirra verði Batman 5. safninu „Different Seasons", sem kvikmyndagerðarmenn hafa mjög leitað í en þar eru einnig sögurnar „Stand By Me“ og Shawshankfangelsið. „Apt Pupil“ segir af ungum dreng sem kemst að því að gamall stríðsglæpamaður nasista býr í hverfmu hans og fær hann til að segja sér nákvæmlega frá voðaverk- unum sem hann framdi í stríðinu. „Ég las hana þegar Efstur á hinum nýja lista blaðsins er Michael Eisner, keisarinn yfir Disney- veldinu. Hann fékk súper- umbann Michael Ovitz til að hjálpa sér að stjórna ríki sínu eftir að hafa keypt Cap Citi- es/ABC- sjónvarps- stöðinaá 19 milljarða dollara og gert með því Di- sneyfélagið að stærsta fjölm- iðlafyrirtæki í heimi. Næstur á blaði er fyrrum bíókóngur að nafni Sumner Redstone. Hann er eigandi Viacom eða með öðrum orðum Paramo- untmyndanna. í þriðja sæti er Edgar Bronfman stjórn- andi og eigandi Seagram fyr- irtækisins (MCA/Universal); hann flaug til Osaka að kaupa MCA af Japönum áður en hinum risunum gafst færi á að bjóða í það. í fjórða sæti er ástralski fjölmiðla- kóngurinn Rupert Murdoch eigandi News Corporation eða 20th Century Fox vers- ins. Fox hefur ekki átt sjö ég var 19 ára og hefur alltaf fundist hún vera gott efni í bíómynd,“ er haft eftir Sin- ger. Alan Bridges reyndi að kvikmynda söguna fyrir átta árum' með Ricky Schroeder og Nicol Williamson í aðal- hlutverkum en þegar tökur höfðu gengið í nokkrar vikur fékkst ekki meira fé til verksins og aldrei var lokið við myndina. dagana sæla að undanförnu en Murdoch veðjar á að nýi geimsvísindatryllirinn „Inde- pendence Day“ eigi eftir að koma framleiðslunni aftur á rétta sporið. Og í fimmta Alls, höfðu um 8.500 . manns séð Vonir og væntingar í Stjörnubíói éftir síðustu sýningarhelgi en myndin er gerð eftir óskars- verðlaunahandriti leikkon- unnar Emmu Thompson og fer hún með eitt aðalhlut- verkanna. Þá höfðu um 17.000 manns séð ævintýramyndina „Jumanji“ í heild, en hún hefur einnig verið sýnd úti á landsbyggðinni. sæti eru stjórnendur Warner Bros kvikmyndaversins, Bob Daly og Terry Semel, sem vegnaði mjög vel á árinu (Batman að eilífu, Brýrnar í Madisonsýslu). í sjötta sætinu er Steven Spielberg, höfundur óteljandi metsölumynda og stofnandi DreamWorks, nýjasta kvik- myndaversins í Hollywoods. Allt sem hann kemur nálægt þessa dagana verður að gulli; Júragarðurinn II. væntanleg í leikstjórn hans. í sjöunda sæti er umboðsmaðurinn Ovitz, sem stjórnar nú kvik- Stjörnubíó frumsýndi nú fyrir helgina spennumyndina „The Juror“ með Demi Mo- ore en næstu myndir bíósins eru m.a. „Mary Reilly" með Julia Roberts og John Malkovich en hún verður frumsýnd 17. maí, „Too Much“ með Antonio Bande- ras og Melanie Griffith og ítalska myndin „La casa rosa“ með Gateano Giuffrida ásamt „Body of a Woman“ með Lara Flynn Boyle“. myndadeild Disneyrisans og Ted Turner fylgir á eftir, milljarðakúrekinn sem keypt hefur New Line Cinema og Castle Rock. Valdamestu leikararnir samkvæmt listanum eru tveir Tommar, Hanks og Cruise. Þeir eru í tíunda og ellefta sæti; Hanks sem hinn nýi James Stewart en Cruise sem áreiðanlegasta stjarnan í borginni. Næsti leikari er í 14. sæti, Jim Carrey, og svo kemur Mel Gibson þar á eftir í 18. sæti. Hollywood er al- ræmt karlaveldi. Konur virð- ast ekki komast hátt í valdap- íramídanum. Fyrsta konan á listanum er Sherry Lansing í 15. sæti sem yfirmaður Para- mount versins og síðan er engin kona fyrr en kemur að Julia Roberts í 45. sæti. Þrem- ur sætum neðar situr Demi Moore. Jodie Foster er í 55. sæti og Sandra Bullock í 56. sæti, ofar en mótleikari henn- ar í „Speed“, Keanu Reeves. Af öðrum sem ná inn á listann má nefna Quentin Tarantino (71), Sharon Stone (61), Martin Scorsese (58), Michael Crichton (50) og John Travolta (47). Þunga- vigtarmenn sem verma botn- sætin eru m.a. George Lucas (99, hann stekkur í fyrsta sætið þegar nýja Stjörnu- stríðsröðin verður frumsýnd á næsta ári), Joel Silver (96) og Jack Nicholson (91) en hann virðist ekki lengur hafa þau völd sem fylgja eftirsótt- ustu kvikmyndastjörnum borgarinnar. ■Clint Eastwood er tek- inn að undirbúa sína næstu mynd. Hún heitir „Midnight in the Garden of Good and Evil“ og byggir á raunverulegum atburðum. Eastwood mun aðeins leikstýra en Jack Nicholson og Robert Redford hafa verið nefnd- ir í aðalhlutverkið, sem er listmunasali sakaður um morð. MLeikstjóri Höfuðsynd- anna sjö, David Fincher, býr sig undir að kvik- mynda spennumyndina „Fight Club“, sérkenni- lega sögu um leynilega bardagakeppnir við lok siðmenningarinnar eins og við þekkjum hana. Þetta er þriðja mynd Finchers, sem áður starfaði hjá Propaganda Films Hann batnar með hveiju ári. ■ Vfsindaskáldskapar- myndir eru alltaf vinsælar og von er á þeim ófáum á næstunnj. Ein þeirra verð- ur með Keanu Reeves og heitir einfaldlega Her- maður eða „Soldier" og gerist I útgeimi víðum. Leikstjóri er Breti að nafni Paul Anderson. MEnginn hefur átt öflugri endurkomu á hvíta tjaldið en John Travolta. Hann er borubrattur mjög í Brotinni ör undir leik- stjóm John Woo og mun á næstunni leika í annarri mynd hasarleikstjórans frá Hong Kong. Hún heit- ir „Face Off“ og mun nýkrýndur óskarsverð- launaleikari að nafni Nic- holas Cage fara með ann- að aðalhlutverkið. MEkkert hefur verið ákveðið ennþá en rætt er um að gera þriðju myndina um Franska sambandið eða „The French Connecti- on“, sem nutu verðskuld- aðra vinsælda 1 byrjun átt- unda áratugarins. Mun Gene Hackman nú íhuga að leika lögreglumanninn Popeye Doyle í þriðja sinn. IBIO Eins og fram kom fyrir skemmstu í úttekt hér á síðunni á aðsókn I kvik- myndahúsin í Reykjavík síðasta áratuginn hefur hlutfall bandarískra mynda lækkað nokkuð og er í kringum 73 prósent af frumsýndum myndum. Til samanburðar má geta þess að í nýlegu dönsku blaði kom fram að 91 pró* sent mynda þar í landi komu frá Bandaríkjunum á síðasta ári. liklega á Háskólabíó hvað mestan þátt í þessari þróun hér heima en þar á bæ hafa menn verið Ötulir við að frumsýna helstu kvikmyndir frá Evrópu og er úrval þeirra þessa dag- ana með mestum ágætum. Stórmynd Emir Kusturika, Neðanjarðar, er kannski full löng en er hvalreki á fjörur þeirra sem r\jóta ólg- andi listaverka. Franska myndin Hatur er einkar forvitnileg lýsing á sam- býli fólks af ólíkum upp- runa 1 París. Þetta eru kannski ekki myndir sem fá metaðsókn en þær auðga bíóflórunatil mikilla muna og ætti enginn að fara svikinn af fundi við þær. Enn með tögl og hagldir eftir Vatnaveröld; Costner vermir 23. sætið yfir valdamestu menn í Hollywood. Sýnd á næstunni; úr „Mary Reilly". "KVIKMYNDIR" Hverjir stjóma í Hollywood? Völdin bok við tjöldin HVERJIR ráða 1 Hollywood? Hveijir stjórna því hvaða mynd- ir eru gerðar, með hveijum, af hveijum og fyrir hverja? Hveijir bera ábyrgð á smellunum og hveijir taka á sig skel- lina? Hollywood snýst fýrst og um glys, „glamúr" og slúður kvikmyndastjarnanna en sjaldnast er fjallað um þá sem raun- verulega hafa völdin á bak við tjöldin. Bandaríska kvikmynda- tímaritið Premiere tekur árlega saman lista yfir þá sem blað- ið telur valdamestu mennina í Hollywood og þótt hann sé enginn heilagur sannleikur gefur hann ákveðna visbendingu um þá sem ráða því hvað við sjáum á hvíta tjaldinu. Clooney. eftir Arnald Indrióason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.