Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 B 17 ATVIN NUAUGIYSINGAR Hagfræðingur Samtök iðnaðarins óska eftir að ráða hag- fræðing til starfa. Verksvið hagfræðings er að fylgjast með ástandi og horfum í iðnaðin- um í heild og einstökum greinum hans. Nauðsynlegt er að umsækjandi geti unnið sjálfstætt að athugunum, tillögugerð og umsögnum um efnahagsmál og starfsskilyrði iðnaðarins. Gerð er krafa um hagfræðimenntun og starfsreynslu. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál, en þeim skal skilað fyrir 16. maí til Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra, sem einnig veitir frekari upplýsingar. SAMTÖK IÐNAÐARINS Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík, sími 511 5555. FLUGLEIDIR Viðskiptafræðingur óskast Á fjármálaviði Flugleiða er starf viðskipta- fræðings laust til umsóknar. Starf þetta felst m.a. í því að aðstoða for- stöðumann fjárreiðudeildar við innlenda og erlenda fjárstýringu félagsins. Félagið leitar eftir duglegum, samviskusöm- um og metnaðarfullum starfsmanni sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Viðkomandi þarf að geta sótt námskeið erlendis. Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi: ★ Þekkingu og reynslu á íslenskum fjár- magnsmarkaði. ★ Reynsla í erlendum gjaldeyrisviðskiptum æskileg. ★ Góð þekking á PC kerfum, svo sem Excel, er nauðsynleg. ★ Sjálfstæð vinnubrögð og fumkvæði. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannastjórn félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, eigi síðar en 13. maí. Starfsmannaþjónusta Flugleiða. Starfsmaður óskast Borgey hf. á Hornafirði auglýsir eftir starfs- manni til að sjá um ýmiskonar eftirlitsstörf. Starfssvið og ábyrgð viðkomandi starfs- manns er m.a.: • Sjá um að ýmsar gæðatengdar mælingar og skráningar fari fram. • Sjá um vistun og meðhöndlun gæðaskráa og tryggja að þær séu ávallt aðgengilegar. • Vinna að uppbyggingu og viðhaldi gæða- kerfis Borgeyjar. • Hafa umsjón með mælitækjum og kvörð- un þeirra. • Hafa gát á umgengni og snyrtimennsku innan fyrirtækisins og í umhverfi þess. • Stjórna þrifum og starfsmannahaldi vegna þrifa í húsum fyrirtækisins. Æskilegt er að umsækjendur hafi starfs- reynslu úr fiskvinnslu og fiskvinnsluskóla- menntun eða aðra menntun, sem stjórnend- ur Borgeyjar meta jafngilda. Starfið er laust nú þegar en umsóknarfrestur er til 6. maí. Umsóknum skal skila á skrif- stofu Borgeyjar fyrir þann tíma, merktum: „Eftirlitsmaður". Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Borgeyjar eða í síma 478 2255. „Au pair“ í Svíþjóð Tvær læknafjöldskyldur, nálægt miðbæ Lundar, óska eftir hvor sinni „au pair“ í 10 mánuði, frá miðjum ágúst. Létt húsverk og barnagæsla. Bílpróf æskilegt. Fríar ferðir fram og til baka sé vistin lengri en 6 mán. Nánari uppi. í s. 0046 46 2118442 (Hildur) eða 0046 46 149693 (Hrafnhildur). Umsóknir sendist: Anna Stjernquist-Destanik, Kavlingevagen 37, 222 40.Lundi, Svíþjóð. TÓNLISTARSKÓLI NJARÐVÍKUR T ónlistarkennarar Eftirtalin störf eru laus til umsóknar fyrir næsta skólaár: • Staða kennara við jass-deild (spuni og hljómsveit). • Staða kennara í tónfræðagreinum (sam- þætt tónfræði/tónheyrn). • Staða þverflautukennara. • Staða málmblásturskennara. Umsóknir, er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum, sendist Tónlistarskóla Njarð- víkur, Þórustíg 7, 260 Reykjanesbæ, í síð- asta lagi 17. maí nk. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 421 3995 eða 421 2903. Skólastjóri. Deildarstjóri á rekstrarsviði Laust er til umsóknar starf deildarstjóra á rekstrarsviði hjá Skipulagi ríkisins. Helstu verkefni Deildarstjóri vinnur undir stjórn og í nánu samstarfi við sviðsstjóra rekstrarsviðs. Starfið felur í sér umsjón og ábyrgð á eftirfar- andi þáttum: • -Fjármálurn, t.d. reikninga- og bókhalds- rnálum, kostnaðareftirliti o.fl. • Áætlanagerð. • Undirbúningi og umsjón verkefnavísa. • Daglegu skrifstofuhaldi og rekstri. • Endurskipulagningu skrifstofuþjónustu. • Daglegri verkstjórn starfsmanna í af- greiðslu. • Starfsmannahaldi. Kröfur um hæfni Starfið er fjölbreytt og krefjandi og er frum- kvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum nauð- synlegt. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi í viðskiptafræði eða hafi aðra sam- bærilega menntun. Reynsla í fjármálum af rekstri og í bókhaldi er æskileg. í umsókn þurfa að koma fram nákvæmar upplýsingar um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar verða veittar á skrifstofu KPMG Sinnu ehf. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Þeim, sem telja sig uppfylla þær kröfur sem að ofan greinir, er boðið að senda inn um- sókn til KPMG Sinnu ehf., fyrir 15. maí 1996. Sinna ehf. Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf Vegmúla 3, Sími 588-3375. 108 Reykjavík. Myndriti 533-5550. KPMG Sinna ehf. veitir ráðgjöf á sviði stjórnunar- og starfsmanna- mála og einnig sérhæfða ráðningarþjónustu. KPMG Sinna ehf. er í samstarfi við KPMG Management Consulting. Vélstjóri Annan vélstjóra vantar á frystitogara frá Suðvesturlandi. Vélarstærð 1618 kw. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 9. maí, merktar: „Vélstjóri - 561“. SVÆÐI5STJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA NORÐURLANDIVESTRA Laust starf á Sauðárkróki Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra Norð- urlandi vestra auglýsir stöðu deildarstjóra á sambýli lausa til umsóknar. Um er að ræða afleysingarstöðu í eitt ár. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Þroskaþjálfi eða menntun á uppeldis- eða félagssviði áskilin. Launakjör samkvæmt samningum opinberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar veitir Gréta Sjöfn á Svæðisskrifstofu, sími 453 5002. Skólamálastjóri Sérkennslufulltrúi Sálfræðingur Stjórn byggðasamlags um skólamálaskrif- stofu í Húnavatnssýslum auglýsir laus til umsóknar eftirtalin störf: 1. 50% stöðu skólamálastjóra* Skólamálastjóra er m.a. ætlað að: - Hafa umsjón með og bera ábyrgð á rekstri skólamálaskrifstofunnar. - Að veita ráðgjöf um rekstur, stjórnun og framkvæmd laga og reglugerða um grunnskóla og leikskóla. - Að vera leiðbeinandi um kennslumagn í skólum, stöðugildi, sérkennsluþörf, launamál og gerð vinnuskýrslna. - Auk þess fellst starf skólamálastjóra í umsjón með upplýsingasöfnun og miðl- un, námskeiðum og fræðslufundum og samræmingu sérfræðiþjónustu o.fl. Umsækjendur um starf skólamálastjóra skulu hafa kennslufræðilega menntun, reynslu og þekkingu á skólamálum og stjórnunarreynslu. 2. 50% stöðu sérkennslufulltrúa* Sérkennslufulltrúa er m.a. ætlað að: - Meta og greina nemendur með sérstæk- ar námsþarfir. - Veita ráðgjöf til grunnskóla, leikskóla, foreldra/forráðamanna. Leggja mat á sérkennsluþörf skóla á starfssvæði skólamálaskrifstofu. Umsækjendur um starf sérkennslufulltrúa skulu hafa sérkennslumenntun og reynslu og þekkingu á skólamálum. VEskilegt er að umsækjendur geti tekið að sér bæði starf skólamálastjóra og sér- kennslufulltrúa. 3. Stöðu sátfræðings Leitað er eftir sálfræðingi til starfa á starfs- svæði skólamálaskrifstofu. Meðal verkefna er fræðsla og ráðgjöf til starfsmanna grunn- skóla, leikskóla, foreldra/forráðamanna, skólanefnda, félagsmálaráða/nefnda og barnaverndarnefnda. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 20. maí 1996. Nánari upplýsingar veitir Skúli Þórðarson, bæjarstjóri, í síma 452-4181.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.