Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N U A UGL YSINGAR Staða umsjónarmanns við Raunvísindastofnun Háskólans er laus til umsóknar. Starfið felst aðallega í eftirliti og umsjón með húseignum og bifreið- um, einnig minniháttar smíði, viðgerðum og viðhaldi. Æskilegt er að umsækjandi sé lærður smiður eða laghentur maður vanur smíðum. Laun skv. kjarasamningi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til framkvæmdastjóra í síðasta lagi 20. þ.m. Raunvísindastofnun Háskólans. Sölustarf/ráðgjöf Starfið er ráðgefandi sölustarf. Unnið er á vettvangi upplýsingamiðlunar með heim- sóknum til fyrirtækja í hópi '15 ráðgefandi sölumanna. Byrjað er á krefjandi kynning- arnámskeiði. Námsefnið er sölutækni, ráð- gjöf og veitt er innsýn í markaðsmál. Þú kemur til greina. Ef þú ert áræðinn, samviskusamur, hefur óbilandi trú á sjálfum þér og hefur bíl til umráða, þá er þetta starfið fyrir þig. Þú get- ur unnið hluta úr degi, hvenær sem er dags- ins eða allan daginn, allt eftir þínum hentug- leika. Tímabundin ráðning kemur einnig til greina þannig að námsmenn, sem eru 18 ára og eldri, eru velkomnir. Fyllt verður í fjórar lausar stöður núna. Þú þarft ekki að bíða eftir svari. Allt sem þú þarft að gera er að heimsækja okkur á Suðurlandsbraut 20 eða hringja í síma 588 1200 á skrifstofutíma. Við hittum alla sem þess óska og ræðum nánari upplýs- ingar. GULA GULI BÓKIN SÍMINN Rafvirki rafeindavirki Innflutnings- og þjónustufyrirtæki í borg- inni óskar að ráða laghentan og reglusaman rafvirkja eða rafeindavirkja til starfa, sem fyrst. Starfið felst í uppsetningu og þjónustu á öryggisbúnaði fyrir krana og vinnuvélar. Viðkomandi verður sendur á námskeið er- lendis og þarf að hafa góða enskukunnáttu. Laun samningsatriði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 12. maí. Guðni Tónssqn RÁDGIÖF & RÁÐNINGARÞIQNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Rafmagnsverk- fræðingur/raf- tæknifræðingur Fyrirtæki sem vinnur að áhugaverðum þróun- arverkefnum á sviði örtölvu- og rafeinda- tækni, leitar eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi til starfa sem fyrst. Þróunarverkefnin tengjast hönnun á gas- skynjarakerfum og búnaði í mælitæki. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu á örtölvu- og rafeindatækni og kunni skil á forritun í C og Assembler. Vinsamlegast hafið samband við Rögnvald Guðmundsson í síma 455 4552 eða emaikrognvald Þks.is BESSASTAÐAHREPPUR Tónlistarskóli Bessastaðahrepps auglýsir eftir kennurum í eftirtaldar greinar fyrir næsta skólaár: Tónfræði, forskóla, barnakór, málmblásturs- hljóðfæri og klarinett. Allar nánari upplýsingar gefur skólastjóri í símum 565 4459 og 565 2625. Umsóknir berist fyrir 20. maí. Skólastjóri. Grænland Hárgreiðslusveinar Hárgreiðslustofa f Nuuk á Grænlandi óskar að ráða tvo hárgreiðslusveina til starfa. Æskilegur ráðningartími er 2 ár. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar til 11. maí. Guðni Tónsson RÁDGÍÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Heilsugæslustöðin Borgarnesi Hjúkrunarfræðingur Laus er til umsóknar 50% staða hjúkrunar- fræðings við heilsugæslustöðina Borgarnesi. Einnig óskast hjúkrunarfræðingur til sumar- afleysinga frá 1. júní. Upplýsingar gefa framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri í síma 437 1400 milli kl. 8.00-17.00 virka daga. Aðstoðarskólastjóri - sérkennari Staða aðstoðarskólastjóra við Holtaskóla er laus til umsóknar. Einnig er laus staða sér- kennara við sama skóla. Umsóknarfrestur er til 2. júní. Upplýsingar um stöðurnar og viðtöku um- sókna veitir skólastjóri í síma 421-1045. Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. Kjötiðnaðarmaður Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík ósk- ar eftir að ráða kjötiðnaðarmann til starfa. Starfssvið: Rekstur lítillar kjötvinnslu. Hráefnainnkaup, vinnsla, pökkun, sala og afgreiðsla. Við leitum að kjötiðnaðarmanni eða manni vönum kjötvinnslu og kjötskurði. Starfið er laust 1. júní nk. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar: „Kjötvinnsla 229“, fyrir 11. maí nk. Hagvangur hf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Hársnyrtisveinar - meistarar Óskum eftir að ráða hársnyrtisvein eða meist- ara til sölu- og kynningarstarfa. Skilyrði er að viðkomandi hafi góða þekkingu á hárlitun. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar, ekki í síma. Heildin ehf., Kirkjulundi 13,210 Garðabæ. „Au pair“ - Svíþjóð Sænsk læknahjón óska eftir „au pair“ til að gæta 1 árs stráks í eitt ár frá september '96. Eru búsett nálægt Malmö. Sænsku- eða enskukunnátta æskileg. LeifAndeberg, Bistvágen 8, 239-41, Falstebo, Svíþjóð, sími 00 46 40 474037. y0y Kennarastöður Lausar eru til umsóknar kennarastöður frá 1. ágúst nk. við grunnskóla Kópavogs sem hér segir: Kópavogsskóli - s. 554-0475: 1/1 staða sérkennara. Tvær 1/2 staða bekkjarkennara. 2/3 staða í forfallakennslu í 6 mánuði. Digranesskóli - s. 554-0290: 1/1 staða sérkennara. Þinghólsskóli - s. 554-2250: Staða handmenntakennara stúlkna. Staða íþróttakennara stúlkna. Snælandsskóli - s. 544-4085: 1/1 staða sérkennara. 1/1 staða heimilisfræðikennara. Hjallaskóli - s. 554-2574: Staða íþróttakennara. Staða myndmenntakennara. Staða heimilisfræðikennara. Staða bekkjarkennara. Smáraskóli - s. 554-6100: 5 stöður bekkjarkennara. Vélaverkfræðingur/ véltæknifræðingur Marel hf. óskar að ráða vélaverkfræðing eða véltæknifræðing í framleiðsludeild. Á undanförnum árum hefur framleiðsludeild Marel hf. vaxið mjög mikið. Nú vinna þar milli 70-80 manns. Deildin er í hraðri upp- byggingu og á næstu mánuðum mun starfs- rými þar aukast verulega ásamt því að nýjar og fullkomnar vélar verða teknar í notkun. Vinnan snýr aðallega að verkefnum tengdum smíði og smiðju fyrirtækisins. í starfinu felst m.a.: Samningar og umsjón með undirverk- tökum, innkaup íhluta, verkefnaskipulagning og forvinna teikninga fyrir framleiðsluvélar. Tungumálakunnátta er nauðsynleg. Umsóknum skal skilað til Marel hf., Höfða- bakka 9, 112 Reykjavík, fyrir mánudaginn 13. maí nk. Marel hf., Höfðabakka 9, Reykjavík, sími 563 8000, fax 563 8001.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.