Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1996, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N1MA UGL YSINGA R BESSAS TA ÐA HREPPUR Kennarar Lausar eru kennarastöður við Álftanesskóla í Bessastaðahreppi. Meðal kennslugreina auk almennrar bekkjarkennslu, eru tónmennt og hannyrðir. Umsóknarfrestur er til 17. maí nk. Upplýs- ingar gefur skólastjóri í síma 565 3662. SÓLVANGUR SJÚKRAHÚS HAFNARFIRÐI Ágætu hjúkrunarfræðingar Sólvang í Hafnarfirði vantar hjúkrunarfræð- inga til sumarafleysinga og í fast starf. Á undanförnum árum hafa orðið miklar breyt- ingar á Sólvangi hvað alla starfsaðstöðu varðar og hjúkrunarskráning er á deildum. Þar starfar einvala lið við öldrunarhjúkrun. Boðið er upp á húsnæði gegn vægu gjaldi rétt í túnfætinum. Væri ekki tilvalið að koma og kynna sér starf- semina og slást í hópinn. Allar nánari upplýsingar veita: Sigþrúður Ingimundardóttir, hjúkrunarfor- stjóri, og Erla M. Helgadóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 555 0281. „Au pair“ í Noregi (úthverfi Ósló) 5 manna (börnin eru 8, 51A> og 21A>) norsk fjölskylda óskar eftir „au pair“ frá og með byrjun ágúst. Eigið herbergi með sjónvarpi og græjum, frítt fæði og húsnæði og 3.500 n.kr á mánuði. Upplýsingar gefur Bergþóra Jónsdóttir nú- verandi „au pair“, í síma +6756 1365. Fjölskyldan Torp Steinberg, 0vre Toppenhaug 116, 1353 Bærums Verk. Leikskólar Seltjarnarness Sólbrekka Óskum eftir að ráða fleiri leikskólakennara til starfa við leikskólann Sólbrekku. í leikskólanum starfa nú 7 leikskólakennarar. Nú standa yfir breytingar á rekstri leikskól- ans og því tengist áhugavert þróunarstarf. Leikskólakennarar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk, sem áhuga hefur á að taka þátt í krefjandi verkefni, hafið samband við leikskólastjóra í síma 561 1961 og kynn- ið ykkur starfið og starfskjör. Einnig gefur leikskólafulltrúi upplýsingar um starfið í síma 561 2100. Leikskólar Seltjarnarness eru reyklausir vinnustaðir. Bifvélavirkjar athugið Bifvélavirkja vantar á verkstæði á Húsavík, helst vanan alhliða bílaviðgerðum og við- gerðum á vinnuvélum. Nánari upplýsingar gefnar í síma 464 1060 á virkum dögum. SOIUMADUR StLUSTIÖRI Framsækið fyrirtæki sem er leiðandi á sviði prentiðnaðar óskar eftir að ráða sölumann / sölustjóra í nýtt framtíðarstarf. Starfssvið • Sala og markaðssetning á sérprentuðum tölvupappír. • Umsjón með tilboðsgerð, útboðsgögnum og samningagerð. Hæfniskröfur • Reynsla af sölumennsku og/eða markaðsmálum. • Kostur ef aðili er starfandi á þessum markaði í dag. • Þjónustulund og lipurð í samskiptum. Um áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf er að ræða fyrir kappsaman einstakling sem vill sjá árangur í starfi. Starísmenn íþjónustu- og hugbúnaðardeild Teymi hf. óskar eftir fimm dugmiklum og metnaðarfullum einstaklingum til að sinna krefjandi verkefnum í þjónustu- og hugbúnaðardeild, sem sérhæfir sig í Oracle hugbúnaði. Leitað er eftir áhugasömum, hæfileikaríkum og skipulögðum einstaklingum sem hafa frumkvæði, létta lund og eiga auðvelt með samskipti við fólk. Helstu verkefni: • Internet- og Intranetmiblun • Hópvinnukerfi • Vöruhús gagna • Upplýsingaúrvinnsla • Cagnagrunnsmiblari • Þróunarumhverfi • Hönnunarumhverfi Orade WebSystem Oracle InterOffice Orade Express Server Orade Express Analyzer Orade Universal Server Oracle Developer/2000 Orade Designer/2000 Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið prófi á háskólastigi og hafi einhverja starfsreynslu sem nýtist í starfi. Sérstaklega er eftirsóknarverð reynsla af stýrikerfum, forritunarmálum, gagnagrunnum, hópvinnukerfum, vefsíðugerð auk þekkingar á uppsetningu, prófunum og rekstri hvers kyns tölvuumhverfa. Umsækjendur hefja störf á tímabilinu 1. júní til 1. september nk., eða eftir nánara samkomulagi. í boði eru spennandi störf í ört vaxandi umhverfi með ungu, kraftmiklu og dugandi starfsfólki. Miklir framtíðarmöguleikar í boði fyrir rétta aðila, m.a. með þátttöku í stefnumótun og uppbyggingu þjónustudeildar fyrirtækisins. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Starfsþjálfun verður að einhverju leyti erlendis hjá Oracle Corporation. Umsóknir merktar "Þjónusta", póstsendist Teymi hf. Borgartúni 24, 105 Reykjavík eigi § síðar en mánudaginn 1S. maí nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. | Öllum umsóknum verður svarað fyrir 1. júní nk. o «5 I Teymi hf. er í fararbroddi á svi&i upplýsingatækni. Teymi annast sölu og þjónustu á hugbúnaði frá Oracle Corporation, næst stærsta hugbúnabarfyrirtæki heims. Teymi hefur á bo&stolum hugbúnab sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift a& hafa markvissa stjórn á upplýsingum sínum. Teymi veitir rá&gjöf um val, stjórnun og þróun á hvers kyns upplýsingakerfum ásamt kennslu og þjónustu. TEYMI ORACL6 Enabling The Information Age Farið verður með umsóknlr og fyrlrspurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir hjá Ráðgarði frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: “Prentvörur” fyrir 11. maí n.k. RÁÐGARÐURhf S1J(!RNIJNAR0GREKSIR^RÁÐCJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK SÍMI 533*1800 natfang: radgardurOltn.ls Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa á neð- angreinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima. Upplýsingar gefur Guðbjörg Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 553-1440. Hálsakot v/Hálsasel. Upplýsingar gefur Inga Dóra Jónsdóttir leik- skólastjóri í síma 557-7275. Fálkaborg v/Fálkabakka. Upplýsingar gefur Lilja Oddsdóttir leikskóla- stjóri í síma 557-8230. Tjarnarborg v/Tjarnargötu. Upplýsingar gefur Steinunn Auðunsdóttir leikskólastjóri í síma 551-5798. Kvistaborg v/Kvistaland. Upplýsingar gefur Helga Hallgrímsdóttir leik- skólastjóri í síma 553-0311. Gullborg v/Rekagranda. Upplýsingar gefur Hjördís Hjaltadóttir leik- skólastjóri í síma 562-2455. Drafnarborg v/Drafnarstíg. Upplýsingar gefur Sigurhanna Sigurjónsdótt- ir leikskólastjóri í síma 552-3727. Einnig vantar aðstoðarleikskólastjóra á Drafnarborg. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.