Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 6

Morgunblaðið - 26.05.1996, Page 6
6 B SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AMORGUN verður sá djassleikari, sem íslendingar hafa tekið hvað mestu ástfóstri við, fimmtugur. Maðurinn t. er að sjálfsögðu Niels- Henning Orsted Pedersen og hefur hann svo sannarlega endurgoldið hina íslensku ást. „Fyrir utan landa mína eru engir mér hjartfólgnari en íslending- ar og Færeyingar. Það er þessi norræna þjóðar- sái sem heillar mig. Það er sami þjóðflokkurinn sem býr á Norðurlöndum og alit norður í Þýska- land. Það er fyrst þegar Þjóðveijar eru hættir að hlæja að bröndurunum mínum að ég fínn að ég er kominn út fyrir hin norrænu landa- mæri.“ Síðast þegar ég hitti Niels í Kaupmanna- höfn, sem gerist ekki alltaf þegar ég gisti okk- ar fomu höfuðborg, því Niels er á ferð og flugi um jarðkringluna háift árið, ákváðum við að heimsækja æskuslóðir hans, sögufrægar í handritamálinu. Þorpið heitir Osted og þar er hann fæddur og þar ólst hann upp. Þar var faðir hans lýðháskólastjóri og þar kynntist hann íslendingasögunum í danskri endursögn og æ síðan hefur ævintýraeyjan ísland ljómað í hugskoti hans og til íslands hefur hann kom- ið níu sinnum og haldið hér fjórtán tónleika. „Taktu lestina til Ishoj," sagði Niels, „og svo keyrum við til Osted.“ Niels hefur lengi búið í Ishoj með Sólveigu konu sinni og dætr- unum þremur: Kirsten, Anna og Marie. Kirsten er að vísu flutt að heiman, hefur stundað nám á Ítalíu og er kominn með kærasta. Við hliðina á Niels býr æskuvinur hans og félagi gegnum tíðina: Ole Koch Hansen. Osted er lítill bær fyrir sunnan Hróarskeldu, og er trúlega þekktastur á okkar tímum sem fæð- ingarbær Niels-Hennings. Hann er ekki merktur inná alþjóðleg landakort og fyrst las ég lýsingu á Osted er ég þýddi Naflabækurnar eftir djassgeggjarann og unglingabókahöfundinn Hans Hans- en. í annarri bók þríleiksins, Vertu góð- ur við mig, segir í lokin: „Klás fór úr við skilti þarsem stóð Osted. Það stóðu þarna nokkur hús meðfram þjóðveginum og það var varla hægt að kalla þetta þorp.“ Ég minntist þess þegar Klás stóð á brúnni yfir hrað- brautina til Hróarskeldu og horfði á umferðina. Hún var nútíminn. Þorpið litla, Osted, með bindingsverkhúsin frá liðinni öld, mörg hver sigin, og þorps- kirkjuna glæsilegu, tilheyrði liðinni tíð - en skólinn er nýr. Þar er Kirsten, systir Niels, kennari, og hún sýnir mér skólann stolt. Við kirkjuna stendur minnisvarðinn góði sem íslenska þjóðin reisti Jorgen Jorgensen, menntamála- ráðherra Dana og radíkalvenstre-þing- manni Osted. Hann var mikill vinur föð- ur Niels. Við skoðum steininn þar sem stendur að hann hafí íslenska þjóðin reist til minningar um Jorgen Jorgens- en, sem átt ekki minnstan þátt í því að handritunum var skilað til Islands. Svo segir Niels „Vernhardúr, ég ætla að sýna þér gamla skólann hans pabba, þar sem ég lærði hvað mest á lífsleið- inni. Ole Koch var líka í þeimn skóla.“ Sic transit gloria mundi mætti segja, en í stað bensíntunnunnar frægu sem blikar á gröf Kommúnistaflokks Islands í kvæði Steins Steinars, eru kýr á bás í gamla skólanum hans Niels. Gamla eldhúsið stendur þó enn lítt breytt og við setjumst þar niður til að láta andann reika um lýðháskólalendurnar fomu. „Þama mótaðist ég fremur en annars staðar. Drakk í mig danska söngmenn- ingu og norrænan sagnaranda. Það er kannski vegna þessa uppeldis sem ég hef alltaf talið að norrænn djassleikari einsog ég stæði í nánara sambandi við I skovens dybe stille ro en My funny Valentine. Meira að segja Kindur jarma í kofanum er hluti af rótum mínum. Við erum norrænir menn og við verðum að byggja á hefð okkar ef við ætlum að segja umheiminum nokkuð.“ Svo klöppum við kúnum og höldum heim í litia gula bindingsverkhúsið þar sem móðir Niels býr enn. Faðir hans lést í fyrra. Kominn á eftirlaun og naut lífsins. Bmggaði hin bestu vín og bræðurnir sömdu um hann erfiljóð og lag þar sem segir að nú fái Jesús samkeppni á himnum er gamli Pedersen komi þar. Því hann sé ekki síðri meistaranum í að breyta vatni í vín. Þetta var sungið við útförina í grundtvigsku kirkjunni því þar er fagnaðarboðskapur kristninnar bók- stafstrúnni yfirsterkari. Móðir Niels hefur gaman af að hitta íslend- inginn og eins og við værum á íslensku heim- ili förum við að rekja ættir og þá kemur í ljós að leikarinn okkar góðkunni, Hjaiti Rögnvalds- son, er náfrændi gömlu frú Pedersen. Svo er kvatt og keyrt til Ishoj. Niels Henning kynntist ég fyrst 1967. Ég var á leið á þing Komsómól í tilefni af fímm- tíu ára afmæli rússnesku byltingarinnar og gerði stuttan stans í Kaupmannahöfn. Dexter Gordon var að spila á Jazzhus Montmartre, sem þá var til húsa í Store Regnegade. Ég var með eintak af Jazzmálum meðferðis. Það blað gáf- um við Þráinn Kristjánsson út og var aðeins eitt tölublað prentað. Þar var viðtal við ungan trommara er kom við í Reykjavík á leið frá Berkeley til Kaupmannahafnar árið 1966 og lék í Tjamarbúð hjá Jazzklúbbi Reykjavíkur. Alex Riel hét hann. „Ég var orðinn vitlaus á að vera í Boston,“ sagði Alex. „Eilíft stress og bang bang. Mig langaði heim.“ En trommarinn var ekki að leika með Dext- er þetta kvöld. Tootie Heath sat bak við tromm- urnar, Kenny Drew við píanóið og ungur feit- laginn strákur á bassann. Niels-Henning. Ég kannaðist við hann af plötu með Albert Ayler, frammúrstefnugoðinu mikla. My name is Al- bert Ayler hét hún og fékkst í Fálkanum. Af- greiðslumaðurinn Gunnar Öm, seinna þekktur listmálari, hafði kynnt mér hana sem það geggjaðasta sem enn hefði verið hljóðritað. Eg keypti hana á stundinni og enn hljómar í höfði mér ævintýraleikur Alberts og Niels í Summertime. Ég heilsaði uppá Niels og bað hann koma blaðinu til Alexs. Hvað hann gerði. Þetta vom okkar fyrstu kynni. Næstu tíu árin hittumst við endrum og sinnum og fór vel á með okkur. í desember 1977 kom Niels loks til íslands með tríó sitt - Ole Koch Hansen á píanó og Alex Riel á trommur. Þeir félagar héldu þrenna tónleika í Norræna húsinu. Niels kom sá og sigraði og enn muna menn bravó- hróp Óskars skipstjóra á Háeyri eftir hvert lag. Síðan hefur Niels verið ástmögur íslensku djassþjóðarinnar og alltaf þegar Jazzvakning hefur verið í vanda stödd hef ég hringt og beðið Niels um að koma. Sjálfsagt mál. Síðast kom Niels hingað til að leika í Bellmans- mynd Hrafns Gunnlaugssonar og á styrktartónleikum fyrir Tónlistarhúsið. Þar lék hann með Birni Thoroddsen og Agli Ólafssyni - áður hafði hann aðeins leikið með einum íslenskum djassleikara: Pétri Östlund. Það var á tíu ára afmæli Jazzvakningar 1985. Við Niels höfum hist víða á heims- kringlunni og alltaf er það sami góði noræni fundurinn. Oftast hlusta ég á hann í stórum tónleikasölum, en stund- um á litlum klúbbum einsog þegar við ferðuðumst saman á Skáni árið 1991 ásamt Ulf Wakenius og Alvin Queen. Sænska ríkið styrkti tónleikaferðina svo hægt var að leika í smáþorpum og ekki rúmuðust alltaf ýkja margir í klúbbun- um þótt troðfullt væri. Ógleymanleg var dvölin í Höör og í litla djassklúbbnum þar var tónlistin jafn göfug og í heims- ins stærstu tónleikahöllum. Einhverntímann spurði ég Niels um muninn á að leika í tónleikahöllunum og klúbbunum og hann svaraði: „Mér líður betur að leika í litlum klúbbi. Þar þarf aðeins lítið bros til að koma tilfinningunum til skila. Musik er det du er.“ Fimmtíu ár eru síðan Niels- Henning fæddist í Osted. Ásamt Jan Garbarek er hann þekktasti djassleikari í norrænni sögu og þó ólíkir séu hafa þeir félagar hljóðritað nokkuð saman. Plötur Niels skipta hundruðum. Hann hefur leikið með flestum stórstjörnum djassins. „My stepson,“ kallaði Dexter Gordon hann. Count Basie bauð honum að ganga til liðs við hljómsveit sína er hann var táningur og Ray Brown ráð- lagði Oscari Peterson að ráða hann í tríó sitt. Þegar hann hljóðritaði Auru Palle Mikkelborgs ásamt Miles Davis og dúett Miles og Niels var lokið í Green - leit Miles á bassaleikarann og sagði: „Shit, Niels!“ Það var helsta hrós- yrði trompetmeistarans. Niels hefur flutt flöll. Fyrstur rýþmí- skra tónlistarmanna hlaut hann tónlist- arverðlaun Norðurlandaráðs og hvar sem maður kemur er nafn hans nefnt með lotningu. En hann er ósnortinn. Hann er alþýðlegastur allra alþýðlegra - ijölskyldufaðirinn í Ishoj, sonurinn í Osted og áhugamálin spanna allt frá íþróttum til bókmennta. Hann var í danska unglingalandsliðinu í fótbolta en varð að velja milli bassans og boltans. Sem betur fer varð bassinn fyrir valinu - Mikael Laudrup og félagar hafa séð um boltann. Bókmenntir hafa alltaf skipað stóran sess í lífí Niels. William Heinesen er uppáhaldið, en Laxness í nágrenninu. Ég gaf honum Gerplu á dönsku og hann las hana þrisvar. Von að drengurinn hafi glætt djassinn norrænu yfir- bragði. Niels er hinn eilífi ferðalangur. Hann var að kom úr tónleikaferð um Kína, Nýja-Sjáland og Ástralíu nýlega, ásamt Ulf Wakenius og Adam Nussbaum. Sér í lagi heillaði Nýja-Sjá- land hann. „Ég held að það sé næstum eins fallegt þar og í Ishoj.“ Hvers virði er að sigra allan heiminn ef maður bíður tjón á sálu sinni? Bandaríkjamenn hafa aldrei skilið Niels. Þeir hafa boðið honum gull og græna skóga ef hann flyttist þangað en hann hefur jafnan svarað. „Ég er Dani og vil hvergi búa nema í Danmörku. Ég hef nóg fyrir mig og mína. Hvers vegna ætti ég að fórna Ishoj fyrir einhveijar milljónir bandaríkja- dala.“ líklega ekki tekið meira ástfóstrí við neinn annan, og hann hefur á sama hátt endurgoldið þessa ást með því að vera fús að koma hingað til tónleikahalds hvenær sem aðstæður hafa leyft. Vemharður Linnet á ekki minnstan þátt í að hafa leitt saman þennan fremsta djassleikara Norðurlanda og íslenska djassunnendur, og hann segir hér frá kynnum þeirra og sameiginlegri pílagrímsför þeirra á bemskuslóðir Niels-Hennings. Niels-Henning 0rsted Pedersen verður fímmtugur á morgun. Af djassleikumm nútímans hafa íslendinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.