Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Lambakjöt
á Evrópumarkað
Von á meiri
framleiðslu
næsta haust
HREIÐAR Karlsson, formaður
Landssamtaka sláturleyfíshafa,
segir að ástæðan fyrir því að erfitt
er að útvega lambakjöt á Bret-
landsmarkað sé sú að búið sé að
selja allt það Evrópustimplaða kjöt
sem framleitt var í fyrra í þeim
þremur sláturhúsum sem þá höfðu
leyfi til að framleiða kjöt á Evrópu-
markað.
Það eru sláturhúsin á Hvamms-
tanga, Hornafirði og Húsavík, en
ekki tókst að fá leyfi fyrir slátur-
húsið á Selfossi.
„Það munar um hvert hús, en
það er einnig verið að endurskipu-
leggja slátrunina með því að færa
meira af fé til þessara húsa. Þá
standa vonir til þess að sláturhúsið
á Selfossi verði komið með tilskilin
leyfi Evrópusambandsins í haust,
þannig að á haustdögum ættum
við að verða betur staddir hvað
þetta varðar," sagði Hreiðar.
__________________FRÉTTIR__________________________________
Ákvörðun Samkeppnisráðs vegna erindis Sólar hf. varðandi mjólkurbú
KEA skílji gerð viðbits
og safa frá mjólkurbúinu
SAMKEPPNISRÁÐ telur að fjárhagslegur að-
skilnaður mjólkurbús frá samkeppnisrekstri
KEA í framleiðslu smjörlíkis og ávaxtasafa sé
ekki með þeim hætti að t'aki af allan vafa um
að reksturinn sé niðurgreiddur af hinni vernduðu
starfsemi. Mælir ráðið fyrir um fjárhagslegan
aðskilnað þessara þátta frá 1. janúar nk. Hins
vegar komst ráðið að þeirri niðurstöðu, að ekki
væri ástæða til að hafast að vegna starfsemi
mjólkursamlaga Sölufélags Austur-Húnvetn-
inga, Kaupfélags Þingeyinga og Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík.
Sól hf. krafðist þess að Samkeppnisráð mælti
fyrir um fjárhagslegan aðskilnað milli þess hluta
rekstrar mjólkurbúanna og Mjólkursamsölunnar,
sem fellur undir vinnslu á mjólk og hreinum
mjólkurvörum og þess hluta sem er í samkeppni
við aðra. Sól hf., sem framleiðir m.a. svala- og
ávaxtadrykki, viðbit á brauð og smjörlíki, kvaðst
í beinni samkeppni við hliðstæða framleiðslu
mjólkurbúanna.
í ákvörðun Samkeppnisráðs um KEA kemur
fram, að viðbitsframleiðsla afurðastöðva sé hluti
þess rekstrar sem njóti opinberrar verndar. Mjólk
sé eitt helsta hráefnið í viðbiti, stöðvunum sé
skylt að taka við tilteknu magni af mjólk á til-
teknu verði og samkvæmt ákveðnum skilmálum,
auk þess sem framleiðslan njóti ríkisaðstoðar
t.d. í þeim skilningi að beingreiðslur til mjólkur-
framleiðenda skili sér í lægra hráefnisverði.
Vegna þessa séu ekki lagaskilyrði til að skilja
fjárhagslega milli þess hluta rekstrar afurða-
stöðva sem lúti að framleiðslu viðbits og þess
sem snúi að annarri mjólkurframleiðslu.
I umfjöllun um safagerð og smjörlíkisgerð
KEA er annað uppi á teningnum. Þar segir, að
smjörlíkisgerðin og safagerðin séu í húsnæði
mjólkursamlagsins. Mjólkursamlagið leigi afnot
af pökkunarvél smjörlíkisgerðarinnar og safa-
gerðin leigi afnot af pökkunarvélum mjólkursam-
lagsins. Fjárhagslegur aðskilnaður mjólkurbús-
ins frá samkeppnisrekstri KEA sé ekki með
þeim hætti að taki af allan vafa um að rekstur-
inn sé niðurgreiddur.
Rekstur afmarkaður
og hlutdeild lítil
í ákvörðun Samkeppnisráðs um aðrar afurða-
stöðvar, sem erindi Sólar náði til, segir um mjólk-
urbú Sölufélags Austur-Húnvetninga, að hlut-
deild framleiðsluvöru þess, Blöndusafa, sé innan
við 0,5% af heildarveltu safamarkaðarins. Verð-
lagning á safanum sé eðlileg og ekki tilefni til
aðgerða.
Um Kaupfélag Þingeyinga segir að efnagerð-
in, sem framleiði ýmsar vörur undir heitinu Sana,
sé sjálfstæð rekstrardeild í bókhaldi og ekki sé
um sameiginleg not á áhöldum eða öðru sem
tengist mjólkurvinnslu að ræða. Ekki sé því
heldur tilefni til aðgerða gegn KÞ.
Loks hnykkir Samkeppnisráð á fyrri niður-
stöðu varðandi framleiðslu og dreifingu Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík á ávaxtasafa og seg-
ir fjárhagslegan aðskilnað milli Mjólkursamsöl-
unnar og Samsöluvara hf. Því er ekki fjallað
nánar um Mjólkursamsöluna.
Morgunblaðið/Ásdís
Minnst með hvítum blómum
UNGA kynslóðin lét ekki sitt
eftir liggja við að fleyta hvítum
blómum á Tjörninni í gær. Míeð
blómafleytingunum vildi Is-
landsdeild Amnesty Internat-
ional minnast atburðanna á
Torgi hins himneska friðar í
Kína fyrir sjö árum þegar kín-
versk sljórnvöld börðu niður
andóf námsmanna og lýðræðis-
sinna í blóðbaði, en fjöldi fólks
lét lífið og hundruð manna voru
fangelsuð fyrir andbyltingar-
áróður, eins og fram kemur í
frétt frá samtökunum. Hvítum
blómum var fleytt á Tjörninni
því að í Kína er hvíti liturinn
sorgarlitur.
Dagskráin
næstu daga
Miðvikudagur 5. júni:
Heimsóknir á Stór-Reykjavíkursvæðinu
Bein útsending á Stöð 2 kl. 20:55
Fimmtudagur 6. júní:
Á ferð um Austurland:
Heimsóknir í fyrirtæki
á Neskaupsstað
Fundur: Egilsbúð kl. 12:00
Heimsóknir í fyrirtæki á
Eskifirði og Reyðarfirði
Fundir:
Seyðisfjörður,
Hótel Snæfell kl. 17:30
Egilsstaðir, Valaskjálf
kl. 20:30
Upplýsingar um forsetakosningarnar
eru gefnar á kosningaskrifstofunni í
Borgartúni 20 og í síma 588 6688
Upplýsingar um atkvœða-
greiðslu ,utan kjörfundar
eru gefnar í síma
553 3209
Þorsteinn Jóhannesson kosinn forseti bæjarstjórnar
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
JÓNAS Ólafsson bæjarfulltrúi, aldursforseti nýkjörinnar bæjar-
stjórnar, óskar Þorsteini Jóhannessyni til hamingju með kjör
hans sem fyrsta forseta bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar.
ísafjarð-
arbær
varð fyrir
valinu
ísafirði. Morgunblaðið.
ÞORSTEINN Jóhannesson oddviti
sjálfstæðismanna var kosinn fyrsti
forseti nýkjörinnar bæjarstjórnar
Isafjarðarbæjar á fyrsti fundi hins
sameinaða sveitarfélags í gær.
Ákveðið var að endurráða Kristján
Þór Júlíusson sem bæjarstjóra. Áuk
meirihlutans greiddu bæjarfulltrúar
Funk-listans atkvæði með Þorsteini
og Kristjáni.
Nýja sveitarfélagið varð formlega
til 1. þessa mánaðar með sameiningu
sex sveitarfélaga á norðanverðum
Vestfjörðum. Eftir kosningarnar á
dögunum mynduðu fimm bæjarfull-
trúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi
Alþýðuflokks meirihluta um stjórn
bæjarmála. Á fundinum í gær var
ágreiningur um nafn nýja sveitarfé-
lagsins. Meirihlutinn lagði til að
nafnið yrði Isafjarðarbær, í sam-
ræmi við niðurstöður skoðanakönn-
unar sem gerð var meðal íbúanna
samhliða bæjarstjórnarkosningun-
um. F-listi Álþýðubandalags,
Kvennalista og óháðra vildi að nafn-
ið yrði ísafjarðarbyggð og annar
fulltrúi Funk-listans sagði að Partý-
bær væri besta nafnið. Tillaga meiri-
hlutans um ísafjarðarbæ var sam-
þykkt með 8 atkvæðum gegn 2, einn
sat hjá.
Samþykktlr
til umræðu
Þorsteinn Jóhannesson var sem
fyrr segir kosinn forseti bæjarstjórn-
ar og Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri. Magnea Guðmundsdóttir af
D-lista var kosin fyrsti varaforseti ■
og Kristinn Hermannsson af Funk-
lista 2. varaforseti, bæði án mót- :
framboðs. Kosið var í fimm manna
bæjarráð og verður Sigurður R. |
Olafsson formaður þess fyrra árið.
Á fundinum í gær voru samþykkt-
ir hins nýja sveitarfélags teknar til
fyrri umræðu. Gert er ráð fyrir mik-
illi fækkun nefnda frá því sem var
í Isafjarðarkaupstað og skilvirkara
stjórnkerfi.
Stone Free í Borgarleikhúsinu í júlí
Höfundur viðstaddur
heimsfrumsýningu
BRESKA leikskáldið
Jim Cartwright verður
viðstaddur heimsfrum-
sýningu á leikriti sínu
Stone Free á Stóra
sviði Borgarleikhússins
12. júlí nk. Eftir sama
höfund eru Icikritin
Stræti, Barpar og
Taktu lagið Lóa. Leik-
félag íslands setur
verkið upp í samvinnu
við Leikfélag Reykjavíkur. Stone
Free verður frumsýnt á West End
í London í ágúst.
í frétt frá Leikfélagi íslands
segpr að ástæðan fyrir staðarval-
inu felist í því að Magnús Geir
Þórðarson, leikstjóri verksins,
hafi unnið með Cart-
wright að forsýningum
þess í Englandi.
I framhaldi af því vann
Magnús Geir að þýð-
ingu verksins í nánu
samstarfi við Cart-
wright.
Mörg af vinsælustu
lögum sjöunda áratug-
arins eru flutt í leikrit-
inu. Leikarar verða
Ingvar Sigurðsson, Margrét Vil-
hjálmsdóttir, Eggert Þorleifsson,
Emilíana Torrini, Gísli Rúnar
Jónsson, Daniel Agúst Haralds-
sorij Kjartan Guðjónsson, Guðlaug
E. Olafsdóttir og Jóhann G.
Jim Cartwright
Mildur |
oghag-
stæður maí
MAÍMÁNUÐUR var mildur og hag-
stæður segir í yfirliti frá Veðurstof-
unni. Það var helst í útsveitum á
Norður- og Austurlandi að kvartað
var um kalsasama tíð.
í Reykjavík var meðalhitinn 7,2 j
gráður og er það 0,9° yfir meðal-
lagi, á Akureyri var meðalhitinn
6,5° og er það 1 gráðu yfir meðal-
lagi. Hiti í maí hefur oft verið svip-
aður á undanförnum árum.
Úrkoma í Reykjavík mældist 48
mm, 10% umfram meðallag. Á
Akureyri mældist úrkoman 7,4 mm,
sem er 40% af meðallagi.
í Reykjavík voru sólskinsstundir
202, eða 12 umfram meðallag og ;
á Akureyri mældust 178 sólskins-1
stundir eða 8 umfram meðallag.