Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 7
FRÉTTIR
Sérkenni-
legt par
Frumvarp til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða á lokastigi
Samkomulag um heild-
arafla smábáta staðfest
Línutvöföldun veröur afnumin í haust
ÞÓTT ekki sé hjónasvipnum fyr-
ir að fara hníga flest rök að því
að korpöndin og æðarkollan hafi
parast. Kristinn Skarphéðinsson,
líffræðingur hjá Náttúrufræði-
stofniin, segir að korpendur
flækist stundum af leið og einn
til tveir fuglar sjáist hér við land
á ári. Yfirleitt staldra þeir ekki
lengi við. Þessi korpandarstegg-
ur hefur hins vegar sést þrisvar
til fjórum sinnum í Akureyjum á
Breiðafirði. Hann hefur væntan-
lega tileinkað sér lífshætti hins
fjarskylda ættingja, æðarkoll-
unnar, og parast við hana. Ekki
eru miklar líkur á því að lifandi
ungi komi úr eggjunum enda er
skyldleiki fuglanna ekki nægi-
lega mikill. Pörun tegundanna
er þekkt en óalgeng.
Korpönd sást fyrst hér á landi
í æðarvarpi í Engey um 1930.
SVONEFND línutvöföldun í fisk-
veiðum verður afnumin samkvæmt
frumvarpi um breytingar á stjórn
fískveiða, sem Alþingi afgreiddi í
gær til 3. og síðustu umræðu.
Lagabreytingin tekur gildi 1. sept-
ember verði frumvarpið að lögum.
Sjávarútvegsráðherra flutti
frumvarpið upphaflega til að stað-
festa samkomulag sem sjávarút-
vegsráðuneytið gerði við Lands-
samband smábátaeigenda. Sam-
komulagið snérist einkum um það,
að krókabátar fái úthlutað 13,9%
af heildarafla þorsks.
Meirihluti sjávarútvegsnefndar
lagði síðan fram breytingartillögur
við frumvarpið vegna óska frá
sjávarútvegsráðuneytinu um að
fella brott línutvöföldun. í línutvö-
földun hefur falist að línuafli sem
veiðist í nóvember til febrúar hefur
aðeins talist að hálfu til aflamarks
þar til sameiginlegur línuafli ýsu
og þorks hefur náð 34 þúsund lest-
um miðað við óslægðan fisk.
Breytingartillögurnar , gerðu
einnig ráð fyrir bráðabirgðaákvæði
til að koma til móts við skip sem
hafa stundað þessar veiðar á síð-
ustu þremur fiskveiðiárum. Þannig
fá skip viðbótaraflahlutdeild á
grundvelli veiðireynslu síðustu
þriggja fiskveiðiára, sem nemur
60% af þeim afla sem þau hafa
veitt á grundvelli ákvæða um lín-
utvöföldun. Hinum 40% af aflanum
verður úthlutað til flotans í heild.
Tilfærsla á
milljörðum króna
Þessar tillögur voru gagnrýndar
af ýmsum þingmönnum en á nokk-
uð mismunandi forsendum. Svan-
fríður Jónasdóttir, Þjóðvaka, sagði
að um væri að ræða 17 þúsund
tonn af þorski og ýsu og ljóst að
verðmætin skiptu nokkrum millj-
örðum króna. Aður hefði úthlutun
úr þessum sameiginlega potti verið
bundin því að menn veiddu á
ákveðnum tíma með ákveðnu veið-
arfæri en nú væri pottinum úthlut-
að án skilyrða sem hlutdeild í heild-
arþorskaflanum. Þetta yrði því
framseljanlegur kvóti frá þeim
degi sem lögin tækju gildi.
Svanfríður sagði það ótækt að
Alþingi tæki æ ofan í æ ákvarðan-
ir sem þessar um tilfærslu á millj-
örðum króna og hún greiddi at-
kvæði gegn breytingartillögunni
ásamt öðrum þingmönnum Þjóð-
vaka, þingmönnum Alþýðubanda-
lags og Kristínu Halldórsdóttur,
Kvennalista.
Kristján Pálsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði hins vegar að verið
væri að greiða atkvæði um svo-
nefndan línutvöföldunai’pott, sem
hefði verið helsti hvati þess að
menn hefðu aukið línuveiðar sínar
á undanförnum árum. Með breyt-
ingunni sagðist Kristján telja, að
verið væri að ganga af línuveiðun-
um dauðum og við það gæti hann
ekki sætt sig. Hann sat hjá í at-
kvæðagreiðslu um ákvæðið ásamt
Guðjóni Guðmundssyni, Sjálfstæð-
isflokki, Guðnýju Guðbjörnsdóttur
og Kristínu Ástgeirsdóttur,
Kvennalista.
Aflaheimildir
afhentar með lögum
Frumvarpið var einnig gagnrýnt
af öðrum ástæðum. Tómas Ingi
Olrich og Árni Johnsen, Sjálfstæð-
isflokki, lögðu fram breytingartil-
lögu við ákvæðið sem fól í sér sam-
komulag sjávarútvegsráðherra og
smábátaeigenda og gekk það út
á, að krókabátar, sem hafa aukið
afla sinn umfram það sem löggjaf-
inn gerði ráð fyrir á meðan afla-
mark skipa var skorið niður, fengju
fyrst fullan hlut í aukningu heildar-
þorskafla þegar aflaheimildir
hefðu náð 250 þúsund lestum.
Þessi tillaga var felld gegn atkvæð-
um Tómasar Inga, Áma og Lúð-
víks Bergvinssonar, Alþýðuflokki.
Þeir þrír greiddu síðan atkvæði
gegn frumvarpsgreininni en þing-
menn Kvennalistans sátu hjá.
Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvenna-
lista, sagði að þótt þingmenn
flokksins væm hlynntir því að
krókaveiðibátar fengju sama hlut-
fall af auknum aflaheimildum sem
aðrir, gætu þær ekki sætt sig við
að ákveðnum hópi manna væru
afhent með lögum 13,9% aflaheim-
ilda sem þjóðin ætti.
Látum skóna ganga aftur
í Tadsjiki
Rauði kross íslands í samvinnu við Steinar Waage og Sorpu
tekur á móti skóm á öllum gámastöðvum Sorpu á
höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
Jafnframt taka deildir
Rauða kross íslands
um allt land á móti
skóm í söfnunina.
Skórnir verða sendir til
íbúanna í Pamir fjöllum
í Tadsjikistan.
Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Rauða krossi íslands
í síma 562 6722 og hjá deildum hans.
JL
RAUÐI KROSS ÍSLANDS