Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 11
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
PÁLL Pétursson félagsmálaráðheRRA og Hólmfríður Árnadótt-
ir, framkvæmdastjóri RKÍ, innsigla samninginn.
Samið um aðstoð
við flóttamenn
PÁLL Pétursson,_ félagsmálaráð-
herra, og Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross ís-
lands, undirrituðu nýlega ramma-
samning til fimm ára um liðsinni
og hlutverk Rauða krossins við
móttöku flóttamanna sem til
landsins koma. Hópur flóttamanna
frá fyrrum Júgóslavíu er væntan-
legur til landsins innan tíðar.
Ákveðið hefur verið að sá hópur
fari til Isafjarðar og í fréttatil-
kynningu frá ráðuneytinu segir
að þar verði um að ræða samvinnu
RKÍ og ísafjarðarkaupstaðar varð-
andi framkvæmd.
RKÍ hefur um áratugaskeið
annast mótttöku flóttamanna fyrir
hönd ríksistjórnarinnar en nú hef-
ur í fyrsta skipti verið samið form-
lega um það hlutverk.
Samkvæmt samningnum skuld-
bindur Rauði krossinn sig til að
aðstoða félagsmálaráðuneytið og
flóttamannaráð við málefni er
snerta flóttamenn sem koma til
landsins í völdum hópi samkvæmt
ákvörðun ríkisstjórnarinnar og
með samþykki flóttamannafull-
trúa SÞ. Síð&r verður gerð fram-
kvæmdaáætlun um hvaða fyrir-
komulag verður á þátttöku RKI.
Meðal þess sem samningurinn
felur í sér er að RKÍ áætli kostnað
við val á flóttamönnum, ferðir
þeirra og móttöku, svo og sér-
fræðiaðstoð sem þeir þurfa á að
halda, húsnæðismál og aðlögun
að íslensku þjóðfélagi.
Gera skal ráð fyrir að endur-
gjaldslaust starf sjálfboðaliða, þar
á meðal sjálfboðaliða á vegum
RKI, verði þáttur í þeirri aðstoð
sem veitt verður.
Annast framkvæmd í eitt ár
RKÍ annast framkvæmd mála í
eitt ár frá því hver hópur flótta-
manna kemur til landsins, gefur
ráðuneytinu reglulega skýrslu um
framkvæmdina og fær greitt sam-
kvæmt reikningi í samræmi við
sameiginiega greiðsluáætlun aðila
samningsins. Kostnaði verður
haldið aðgreindum í bókhaldi RKÍ
og aðgengilegum til skoðunar fyr-
ir ráðuneyti og Ríkisendurskoðun.
Barna- og unglinga-
mót í silungsveiði
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavík-
ur gengst, í samvinnu við Reykja-
víkurborg og Veiðifélag Elliða-
vatns, fyrir veiðimóti fyrir börn og
unglinga í Elliðavatni á laugardag-
inn. Mótið er opið öllum börnum
og unglingum 16 ára og yngri og
hefst það klukkan 10 með skrán-
ingu þátttakenda á planinu við
brúna að bænum Elliðavatni.
„Við héldum svona mót í fyrra
og það lukkaðist í alla staði frábær-
lega og því sjálfsagt að halda áfram
á sömu braut. Þetta er liður í því
að efla unglingastarfið og lyfta svo-
lítið undir silungsveiði. Það er stað-
reynd að endurnýjun í röðum
stangaveiðimanna er ekki eins ör
og fyrrum og því veldur trúlega að
það er svo margt annað sem fangar
athygli krakkanna en áður var. Við
ætlum því að reyna að rækta garð-
inn betur," sagði Ólafur H. Olafs-
son, varaformaður Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur, í samtali við
Morgunblaðið.
Ólafur bætti við að annar til-
gangur mótshaldsins væri að
hvetja fjölskyldur til hollrar og
skemmtilegrar útiveru í náttúr-
unni og að sýna fram á að veiði er
í huga fjölmargra fjölskylduíþrótt
sem ekki þarf að kosta mikið að
stunda.
Þátttakendur þurfa að leggja til
stangir og agn, en til staðar verður
hópur reyndra veiðimanna sem
þekkja vatnið vel og munu liðsinna
börnunum eins og frekast er kost-
ur. Mótið hefst sem fyrr segir með
skráningu klukkan 10 og því lýkur
klukkan 14 með verðlaunaafhend-
ingu og hressingu sem boðið verður
upp á. Veitt verða verðlaun fyrir
stærstu fiska í tveimur flokkum,
0-11 ára og 12-16 ára.
* Skrifstofu- og
rekstrarvörur
• Plasthúðun - innbinding
• Vélar - tæki - búnaður
• Prentborðar - dufthylki
- blekfyllingar
ISO-9000 gæðatrygging
• Leiðir til sparnaðar
J. RSTVM.DSSON HF.
Skipholíi 33,105 Reykjavik, sími 533 3535,
Til hamingju!
/
Islendingur hafði heppnina með
sér síðastliðinn miðvikudag.
Hann keypti miða á Horninu á Selfossi
á 200 kr. ogfékk upphæðina
75 þúsundfalt til baka, samtals 15 milljónir.
Vertu því með fyrir kl. 16.00
V I K I W G A
L#TT€»
Til mikils að vinna!
Alla miðvikudaga fyrir kl. 16.00
HVlTA HÚSIO / SÍA