Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 15
Starfshópur viðskiptaráðherra telur að vextir á skuldabréfamarkaði ráðist í meginat-
riðum af framboði og eftirspurn, en ýmislegt megi þó bæta
Bankar taki meira mið
af vaxtaþróun á markaði
Morgunblaðið/Kristinn
ÞORKELL Helgason, ráðuneytisstjóri, Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, og Eiríkur Guðnason,
seðlabankastjóri, voru í forsvari fyrir nýja skýrslu um skuldabréfamarkaðinn á kynningarfundi í gær.
VEXTIR á verðbréfamarkaði hafa
í meginatriðum ráðist af framboði
og eftirspum. Bankar og sparisjóð-
ir virðast hins vegar ekki nota þær
upplýsingar sem fást frá peninga-
markaðnum til ákvörðunar útláns-
vaxta á óverðtryggðum útlánum.
Jafnframt er vaxtamunur milli
óverðtryggðra inn- og útlána óeðli-
lega mikill samanborið við vaxta-
mun verðtryggðra inn- og útlána
og bendir það til þess að markaðs-
staða banka og sparisjóða sé þar
enn mjög sterk.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
starfshóps sem viðskiptaráðherra
fól að kanna hvort viðskiptahættir
helstu aðila sem koma við sögu á
skuldabréfamarkaði væru eins og
best yrði kosið. Þar er lagt til að
bankar taki meira mið af vöxtum
á peningamarkaði en verið hefur.
Brýnt að auka sparnað
Starfshópurinn fjallaði vítt og
breitt um þróunina á fjármagns-
markaðnum undanfarin ár. Fram
kemur að sparnaður hafi verið lítill
hér á landi borið saman við önnur
lönd og er það brýnt viðfangsefni
að dómi starfshópsins að leita leiða
til að auka hann. Jafnframt myndi
minni eftirspurn eftir lánsfé, ekki
síst frá heimilum, leiða til lækkunar
vaxta.
Þá segir að sterk staða lífeyris-
sjóða á markaðnum virðist ekki
koma í veg fyrir hreyfanleika vaxta.
Til að bæta samkeppni lífeyrissjóð-
anna sé þó rétt að kanna nánar
hvort ekki sé rétt að banna þeim
með lögum að hafa samráð um at-
riði sem miklu skipta um myndun
vaxta á markaðnum, á líkan hátt
og bönkum er bannað að hafa sam-
ráð um vaxta- og gjaldskrárhækk-
anir. Hins vegar að kannað verði
hvort unnt sé að finna leiðir til að
heimila sjóðfélögum að velja sér líf-
eyrissjóð.-
Fram kemur í skýrslunni að sam-
kvæmt athugunum sem gerðar hafa
verið í Seðlabanka virðast vextir
banka og sparisjóða á verðtryggð-
um lánum mótast af þróun vaxta á
verðbréfamarkaðnum og þær sýna
að orsakasamhengið er frá vöxtum
á verðbréfamarkaði að bankavöxt-
um. Svo virðist sem bankavextir
lagi sig tiltölulega fljótlega að
breytingum á vöxtum á verðbréfa-
markaði. Hins vegar sýnir sama
athugun að óverðtryggðir útláns-
vextir hafa til skamms tíma fylgt
vöxtum verðtryggðra lána og bank-
ar og sparisjóðir virðast ekki nota
þær upplýsingar sem fást frá pen-
ingamarkaðnum til ákvörðunar út-
lánsvaxta á óverðtryggðum útlán-
um. Jafnframt er vaxtamunur milli
óverðtryggðra inn- og útlána óeðli-
lega mikill samanborið við vaxta-
mun verðtryggðra inn- og útlána
og bendir það til þess að markaðs-
staða banka og sparisjóða sé þar
enn mjög sterk.
Starfshópurinn varpar fram ýms-
um tillögum um úrbætur tii að stuðla
að bættri vaxtamyndun og starfs-
háttum á innlendum skuldabréfa-
markaði. Þar á meðal er bent á að
bankar- og sparisjóðir þurfi að
tengja bankavexti á óverðtryggðum
liðum betur vöxtum á peningamark-
aði en verið hefur, sem fyrr segir.
Varðandi sýnileika viðskipta með
skuldabréf er lagt til að stuðlað
verði að því að útboð fari í meira
mæli fram sem almenn útboð.
Starfshópurinn telur að endurbæta
þurfi' fyrirkomulag viðskiptavaktar
á Verðbréfaþingi, sérstaklega á
leiðandi skuldabréfaflokkum.
Áskriftarsala spariskírteina
aflögð?
Gerðar eru tillögur um að smá-
sala spariskírteina verði tekin til
endurskoðunar, þ.á m. sala spari-
skírteina í áskrift. Verði hún ekki
aflögð verði tryggt að kostnaður
við áskriftina komi að fullu fram í
kjörum hennar. Ennfremur eigi
áskrifendur aðeins að njóta
áskriftarkjara áð þeir standi fylli-
lega við samning um reglulegan
sparnað.
Starfshópurinn telur jafnframt
þörf á formlegu áhættumati gagn-
vart verðbréfum á markaðnum. Þar
að auki verði settur rammi um fjár-
festingar lífeyrissjóða með lögum
og feli slíkar reglur í sér hámarksá-
hættu gagnvart einstökum skuldur-
um og meginreglur varðandi sam-
setningu eignasafns lífeyrissjóða.
Stækkun í Straumsvík leiðir ekki til
þenslu á vinnumarkaði
Hætta á þenslu
komi til fleiri stór-
iðjuframkvæmda
EKKI er hætta á þenslu á vinnu-
markaði vegna framkvæmda við
stækkun álversins í Straumsvík en
hins vegar gætu fleiri stóriðjufram-
kvæmdir hér á landi á sama tíma-
bili leitt til þenslu á vinnumarkaðn-
um, nema að gripið yrði til sérstakra
ráðstafana. Þetta er niðurstaða
nefndar sem iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra skipaði á síðasta ári til að
meta mannaflaþörf vegna stækkun-
arframkvæmda ÍSAL, hugsanlegrar
stækkunar Járnblendiverksmiðj unn-
ar á Grundartanga, framkvæmda
við nýtt álver og þeirra framkvæmda
sem fylgja myndu í kjölfarið hjá
Landsvirkjun.
Nefndin leggur til að stjórnvöld
reyni að jafna sveiflur í mannafla-
þörf með því að breyta tímasetningu
einstakra verkefna. Þannig megi
semja við fjárfesta um að fresta
ákveðnum verkhlutum eða lengja
framkvæmdatíma en einnig geti
stjórnvöld reynt að haga virkjana-
framkvæmdum með þeim hætti að
þær rekist ekki á hápunkta annarra
framkvæmda.
Þá verði að vinna skipulega að
eflingu málmiðnaðar enda hafi gríð-
arlegur samdráttur orðið í greininni
á undanförnum árum.
Hætta á verulegri þenslu upp
úr aldamótum
Eins og fyrr segir kemst nefndin
að þeirri niðurstöðu að stækkunar-
framkvæmdir ÍSAL leiði ekki einar
og sér til þenslu á vinnumarkaði en
hætta sé á þenslu komi til fleiri stór-
iðjuframkvæmda á sama tíma. Þær
framkvæmdir sem nefndin tekur
með í reikningin í því sambandi eru,
auk stækkunar ÍSAL lítið álver á
Grundartanga (Columbia) sem
gangsett yrði fljótlega á árinu 1997,
stækkun verksmiðju Járnblendi-
félagsins á Grundartanga sem tekin
yrði í notkun í ársbyijun 1999.
Að auki er reiknað með tveimur
iðjuverum sem gangsett yrðu á ár-
unum 2000-2002 og álveri Atlants-
álshópsins á Keilisnesi, sem gang-
sett yrði um áramótin 2002 og 2003.
Að auki eru þær virkjanafram-
kvæmdir sem ráðast þyrfti í einnig
teknar með í reikninginn.
Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu
að mannaflaþörf vegna þessara fram-
kvæmda yrði um 2.500 manns þegar
hún væri sem mest árið 2001. Þetta
væri fímmföld sú þörf sem stækkun-
arframkvæmdir ÍSAL sköpuðu. Sam-
kvæmt áætlun nefndarinnar væru
um 1000 manns tiltækir í slík verk-
efni á ári án þess að verulegra þenslu-
áhrifa tæki að gæta og þvi ljóst að
verulegur skortur yrði á mannafla á
mestu álagspunktum.
Nefndin telur skortinn verða hvað
mestan í málmiðnaði, þar sem um
40% samdráttur hefur orðið á undan-
förnum árum. Þar séu einnig hvað
mestar kröfur gerðar til sérhæfingar
iðnaðarmanna við framkvæmdir.
Hins vegar telur nefndin að mestu
álagstopparnir muni einnig reynast
fyrirtækjum í byggingariðnaði og
jarðvinnu ofviða. Rafíðnaðurinn yrði
eina iðngreinin sem gæti sinnt þess-
um framkvæmdum án verulegra
vandkváeða.
r~ Topp-tilboð
Tegund: Star
TilboSsverS: 1.995,
Stærðir: 36-46
Litir: Hvítur/blár
Tegund: Runner
TilboSsverS: 1.495,-
StærSir: 31 -40
Litur: Brúnn
Tegund: 347
TilboðsverS: 1.995,-
StærSir: 40-46
Litur: Brúnn
Tegund: Tívolí
Tilboðsverð: 395,-
StærSir: 36-46
Litur: Hvitt m/gulu
Tegund: New World
Tilboðsverð: 1.495,-
Stærðir: 28-35
Litur: Hvítur
Tegund: 1000
Tilboðsverð: 1.495,
Stærðir: 36-41
Litur: Svartur
i Póstsendum samdægurs
y)ppskó rinn I oppskórinn
Veltusundi v/lngólfstorg -^- Austurstræti 20
Sími 552 1212 Sími 552 2727
k /