Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 19

Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 19 LISTIR Shiokawa og Shciff leika á Listahátíð Spilað á Stradivarius- fíðlu frá 1715 ANDI barokks og rómantíkur mun svífa yfir vötnum á Listahátið í Islensku óper- unni í kvöld, er píanóleikar- inn András Schiff og fiðlu- leikarinn Yuuko Shiokawa halda þar tónleika. Á efnis- skrá þeirra verða eingöngu verk eftir Bach og Schubert fyrir fiðlu og píanó. Shiokawa hóf barnung að læra á fiðlu og voru kennar- ar hennar m.a. Eugen Cre- mer og Wilhelm Stross. Eftir að hafa unnið til verðlauna þýsku tónlistarskólanna og verðlauna, sem kennd eru við Mendelsohn lagðist Shi- okawa í tónleikaferðalög um gjörvalla Evrópu aðeins átj- án ára gömul og hefur leikið undir stjórn hljómsveitar- stjóra á borð við Herbert von Karajan og Rafael Kubelik. Undanfarið hefur fágæt- um hljóðfærum á Islandi verið veitt athygli svo sem flygli Horiwitz og dýrindis fiðlu sem Sotheby’s upp- boðsfyrirtækið lánaði til af- nota á Listahátíð. Áhugafólk um slíka dýrgripi verður lík- lega ekki fyrir vonbrigðum þegar Shiokawa hefur leik sinn í kvöld, því hún leikur á Stradivarius -fiðlu sem smíðuð var árið 1715 og gengur undir nafninu „Keis- arinn“. Met lof hefur András Sciff hlotið fyrir túlkun sína á verkum Mozarts og Bachs. Hann hefur nú nýlokið við að flytja allar píanósónötur Mozarts, sem eru hátt á ann- an tug talsins, á tónleikum víða um Evrópu. Shciff hefur starfað með ýmsum stjórn- endum, þ.á m. Georg Solti, en bráðlega kemur út geisla- diskur með flutningi þeirra á fyrsta píanókonserti Brahms. Á efniskrá tónleikanna í kvöld verða sónata í E-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Bach, Wanderer Fantassie einleikur á píanó eftir Schu- bert, Partíta í E-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir Bach og Fantasía í C-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Schubert. Fimm keppa um Tónvak- ann FIMM keppendur hafa verið valdir til framhalds í 3. hluta tónlistar- keppni Ríkisútvarpsins Tónvakan- um. Þeir eru; Einar Jónsson bás- únuleikari, Helga Rós Indriðadótt- ir messósópran, Miklos Dalmay píanóleikari, Sigurbörn Bern- harðsson fiðluleikari og Stefán Örn Arnarson sellóleiklari. Þriðji hluti keppninnar sem fer fram mánudaginn 29. júlí, felst í því að flytja a.m.k. 40 mínútna efnisskrá fyrir dómnefnd í sal, líkt og um tónleika væri að ræða. Þessum tónleikum verður útvarp- að á Rás 1 á sunnudögum í ágúst- mánuði og fram í september, en að því búnu verður tilkynnt hver hlýtur Tónvaka verðiaunin í ár. Sigurvegarinn kemur fram með Sinfóníuhljómsveit íslands á tón- leikum í Háskólabíói 17. október n.k. Fimmta árið í röð efnir Ríkisút- varpið til tónlistarkeppni er nefnist Tónvakinn. Verðlaun hafa hlotið: Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari 1992, Þorsteinn Gauti Sig- urðsson píanóleikari 1993 ogGuð- rún María Finnbogadóttir sópran- söngkona 1994. í fyrra skiptu tveir tónlistarmenn með sér verðlaun- unum, þau Ármann Helgason klarinettuleikari og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Nýjar bækur • HUGSANLEGA hæfireMr danska rithöfundinn Peter Heeg er komin út. „Hugsanlega hæfir kom fyrst út í Danmörku haustið 1993 og hlaut jákvæðar móttökur, en fyrir söguna hlaut Heeg hin eftirsóttu verðlaun danskra gagn- rýnenda árið 1993 og hefur sagan síðan náð slíkri hyili almennings að hún trónaði mánuðum saman á metsölulistanum. Hugsanlega hæfir fjallar um þijú ungmenni sem eiga undir högg að sækja í skólanum. Tilfinn- ingum þeirra, draumum og vanga- veltum er lýst af skörpu innsæi höfundar svo úr verður hörku- spennandi frásögn. Höfundurinn lætur sögumanninn, einn þre- menninganna, tjá innstu hugrenn- ingar sínar og hjartans mál á dauðu stofnanamáli sem honum hefur verið innrætt. Um leið rís mikill skáldskapur af glímu hans við tungumálið, skáldskapur sem tekst á við eðli valdsins og farg tímans,“ segir í kynningu. Mál og menninggefur út. Ey- gló Guðmundsdóttirþýðir bókina sem kom fyrst út í Heimsbók- menntaklúbbi Máls og menningar fyrr í vor. Hugsanlega hæfir er 242 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuna gerði Alda Lóa Leifsdóttir. Verð 3.480 kr. BARNAKÓR Grindavíkurklrkju Handritadeild Landsbókasafns 150 ára Handrit Jóns Leifs afhent deildinni I TILEFNI af 150 ára afmæli handritadeild- ar Landsbókasafns ís- lands - Háskólabóka- safns í dag mun Þor- björg Leifs, ekkja Jóns Leifs tónskálds, afhenda deildinni gjafabréf að öllum nótnahandritum Jóns, bæði fullbúnum hand- ritum, vinnuskissum og uppköstum. Hjálm- ar H. Ragnarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að í gjöfinni væri að finna handrit frá fyrsta verki Jóns sem hann samdi fjórtán ára að aldri og jafnframt því síð- asta, Hughreystingu, sem hann samdi á dánarbeðinu. „Jón samdi 80 verk sem bera opusnúmer“, sagði Hjálmar, „og er þetta því geysilega mikil gjöf og mikill fengur að henni. Af handritunum, sem hafa ekki komið fyrir sjónir manna áður, má sjá hvernig Jón bar sig að við samningu verka sinna. Þarna getum við til dæmis séð hvernig Sögusinfón- ían varð til. Það er ljóst að í þessum skjöl- um liggja óþijótandi rannsóknarefni.“ Afmælisdagskrá handritadeildar hefst kl. 17 en þar munu Einar Sigurðsson, landsbókavörður, og Ögmundur Helgason, forstöðumaður Handritadeildar, flytja erindi um starfsemi deildar- innar í fortíð og framtíð. Hjálmar H. Ragnarsson mun gera grein fyrir handritum Jóns Leifs og flutt verður tónlist, meðal annars eftir Jón. Einnig verður afmælissýning Handritadeildar opnuð. Jón Leifs Handrit á sýningu í Stofn- un Ama Magnússonar SUMARSYNING Stofnunar Arna Magnússonar á Islandi stendur nú yfir. Sýningin er opin daglega til 31. ágúst frá kl. 13-17. Sýnd eru íslensk handrit frá fyrri öldum, ljósprent handrita og stækkaðar ljósmyndir úr handritum. Meðal skinnbóka á sýningunni eru Konungsbók Grágásar, stórt og fallegt handrit með lögum lýð- veldisins skrifað skömmu fyrir endalok þess 1262 og fyrra bindi sögubókar frá ofanverðri 15. öld, sem hefur að geyma Grettis sögu og sex aðrar sögur. Meðal pappírshandrita er upp- skrift Egils sögu Skallagrímssonar með hendi séra Ketils Jörundsson- ar, afa Árna Magnússonar og fag- urlega skreytt lögbókarhandrit gert af Birni málara Grímssyni upp úr aldamótunum 1600. Stækkaðar ljósmyndir úr lögbók Björns málara prýða veggi og það gera einnig 17. aldar myndir af heiðnum goðum og fornum köpp- um og listamynd af Maríu guðs- móður frá því um 1300. Sýningarskrá er innifalinn í 300 kr. aðgangseyri. Barnakór Grindavík- urkirkju í söngferð til Danmerkur BARNAKÓR Grindavíkurkirkju heldur dagana 5.-12. júní í söng- ferðalag til Hirtshals í Danmörku sem er vinabær Grindavíkur. Þar mun hann syngja við ýmis tækifæri bæði í kirkju, skólum og víðar. Hann mun halda tónleika ásamt nemend- um Tónlistarskóla Hirtshalsbúa. Einnig mun kórnn syngja í Lego- landi, Billund á heimleiðinni. Barnakór Grindavíkurkirkju var stofnaður að hausti 1990 af organ- ista kirkjunnar Siguróla Geirssyni og hefur starfað óslitið síðan. Fjöldi kórfélaga hefur verið 25-30 börn á aldrinum 9-13 ára. Árið 1992 kom til starfa með kórnum eiginkona organistans Vilborg Siguijónsdóttir. Kórinn kom fyrst fram á aðventu- tónleikum í kirkjunni árið 1990 og hefur tekið þátt í ýmsum kirkjuat- höfnum og sungið við ýmis tæki- færi á vegum bæjarins. Hann hefur einnig séð um söng við helgihald í Víðihlíð, sem er dvalarheimili aldr- aðra Suðurnesjabúa. Kórinn hefur tekið þátt í nokkrum kóramótum og sungið meðal annars með Sinfón- íuhljómsveit íslands á tónleikum í Grindavík. Félag Löggii.tra Bifri idasai a fZb BÍLATORG FUNAHÖFDA I S: 587-7777 Fflag Lögciltra Bifrfidasai.a FlB Toyota Carina E 2000 GLI árg. ‘93, vínrauður sjálfskiptur, ekinn 46.000 km.Verð 1.490.000. Skipti. Ford 150 Pick Up 4WD árg '88, hvítur plasthús upphækkaður fyri8r 38H, 6 cyl sjálfskiptur. Verð 980.000. Skipti. Toyota Hilux Doble Cap SR5, árg '92, grænsans, álfelgur, 35" dekk, ný, lengdur milli hjóla, loftlæsing o.m.fl. Ek. 69 þús. km.Verð 1.960.000 Renault 19 RT ‘94, blásans., sjálfsk., ek. 37 þús. km. Verð 1.250.000. Skipti. Toyota Landcruiser MTW árg. ‘89, rauöur, upphækkaður, 36" dekk, turbo diesel Int ercooler. Verð 1.860.000. Skipti. Toyota Carina E 2000 árg. ‘94, rauður, sjálfsk., ek. 36 þús. km. Verð 1.590.000. Skipti. VANTAR ALLAR GERÐIR AF BILUM - UTVEGUM BILALAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.