Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 20
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
20 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996
Tveir Islendingar í Scala
Rödd Kristins kröftug og fögur
Guðjón náði sér vel á strik
Nýjar bækur
Verk-
fræðin-
gatal
VERKFRÆÐINGATAL, það
fjórða í röðinni, er komið út. Verk-
fræðingatal kom fyrst út árið 1956
og innihélt þá 270 æviskrár, en
útgáfa sú sem nú birtist telur hins
vegar 1.977 æviskrár, sem er ríf-
lega sjöföldun á 40 árum.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, veitti viðtöku nýju
verkfræðingatali við hátíðlega at-
höfn í Verkfræðingahúsinu á
föstudag, en faðir Vigdísar, Finn-
bogi Rútur Þorvaldsson, var fyrsti
prófessor við verkfræðideild Há-
skóla íslands, árið 1945.
Pétur Stefánsson formaður
Verkfræðingafélags íslands segir
að þáverandi stjóm VFÍ undir for-
mennsku Haraldrar Ásgeirssonar
hafi á fundi sínum 11. ágúst 1993
skipað nefnd til undirbúnings
nýrrar útgáfu verkfræðingatals. í
kjölfarið hafí verið gerður samn-
ingur við bókaútgáfuna Þjóðsögu
ehf. um útgáfu verksins og hafí
fyrirtækið ráðið Þorstein Jónsson
ættfræðing til að ritstýra talinu.
Eykur sögulegt gildi
„Útgáfa þessi eru í tveimur
bindum og er verkið að okkar
mati og fleiri sem það hafa skoð-
að, allt hið vandaðasta að gerð.
Meðal annars má geta þess að á
skilblöðum verksins voru tekin upp
þau nýmæli að rita stuttar greinar
um þróun verkfræðinnar á Islandi
sem gefur því tvímælalaust aukið
sögulegt gildi,“ segir Pétur.
SÝNING á málverkum Jóhannes-
ar Jóhannessonar stendur nú yfir
í Listhúsinu Fold, en Jóhannes
varð 75 ára annan hvítasunnudag.
Umsögn Braga Ageirssonar um
sýningu Jóhannesar birtist í Morg-
• GENGIÐ hefur verið frá samning-
um um að Vaka-Helgafell taki við
útgáfurétti á bókum dr. Haildórs
Halldórssonar, fyrrverandi prófess-
ors við Háskóla íslands. Meðal verka
Halldórs er íslenskt orðtakasafn og
Stafsetningarorðabók og eftir hann
liggja íjölmargar bækur aðrar og
greinar í blöðum og tímaritum.
Kunnastur er Halldór líklega fyrir
rannsóknir sínar á orðtökum is-
lenskrar tungu en hann hefur einnig
samið fjölmörg nýyrði, þ.á.m.
„hjartavemd", „framleiðni", „fjöl-
miðill", vistfræði" og „fernur“.
í tilefni af því að Vaka-Helgafell
hefur tekið við útgáfurétti á bókum
Halldórs og að í ár fagnar hann 85
ára afmæli hyggst bókaforlagið efna
til málþings nú í haust þar sem fjall-
KRISTINN Sigmundsson, baríton-
söngvari og Guðjón Oskarsson,
bassasöngvari, fengu jákvæða um-
sögn gagnrýnanda ítalska dagblaðs-
ins Corríere della sera fyrir söng
sinn í Rínargulli Wagners í Scala-
óperuhúsinu síðastliðið fimmtudags-
kvöld, þar sem Kristinn söng hlut-
verk Regins og Guðjón hlutverk
Fáfnis. Gagnrýnandinn, Paolo
Isotta, fór raunar ekki mörgum orð-
um um íslendingana, en lýsti rödd
Kristins sem fallegri, kröftugri og
hljómmikilli og sagði Guðjón hafa
náð sér vel á strik í veigalitlu hlut-
verki. Var Rínargullið, sem er fyrsti
hluti Niflungarhrings Richards
unblaðinu í gær með fyrirsögn-
inni: Skeifur í rými, og átti með-
fylgjandi mynd af málverkinu
Endurminning frá Búðum að
birtst þar með. Sýningu Jóhann-
esar lýkur 9. júní.
að verður um fræðastörf Halldórs
Halldórssonar.
Halldór Halldórsson fæddist á
ísafirði 13. júlí 1911. Hann iauk
magistersprófi í íslenskum fræðum
með málfræði sem aðalgrein við
Háskóla íslands árið 1938 og dokt-
orsprófi frá sama skóla árið 1954.
Hann dór varð dósent við Háskóla
íslands árið 1951 og prófessor þar
frá 1957 til 1979. Hann var gistifyr-
irlesari við Háskólann í Lundi 1959-
1960m, gistiprófessor við University
College í Lundúnum haustið 1967,
gistiprófessor við University of
North Corolina af Chapel Hill vor-
misserið 1970 og við háskólann í
Odense 1975, auk þess að halda
fyrirlestra við ýmsa aðra háskóla
austan hafs og vestan.
Wagner, í tónleikauppfærslu og var
þetta frumraun Kristins og Guðjóns
á sviði Scala-óperuhússins í Mílanó.
Hljómsveitarstjórinn Riccardo
Muti fékk afar góða dóma í blaðinu
og voru tónleikarnir sagðir vera
stórsigur fyrir hann, honum hefði
tekist að halda uppi stórkostlegum
tónleikum í tvær og hálfa klukku-
stund. Að mati gagnrýnanda unnu
Monte Pederson og Kim Begley
söngsigra kvöldsins.
í heild fékk þessi tónleikaupp-
færsla frábæra dóma og þótti gagn-
rýnanda mest um vert að stjórnand-
inn Riccardo Muti skyldi geta laðað
fram svo áhrifamikinn flutning á
TONLIST
Laugarncskirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Utanfarartónleikar Drengjakórs
Laugameskirlgu. Gunnar Gunnars-
son, píanó. Stjómandi: Friðrik S.
Kristinsson. Laugameskirkju, mánu-
daginn 3. júni kl. 20:30.
ÍSLAND getur aðeins teflt fram
einum drengjakór. Það er skaði -
líka hvað uppeldismál almennt
varðar. Því þó að íþróttum sé ætl-
að að bjarga öllu, þegar ungviðið
er annars vegar, þá sér þess fá
dæmi, að fótboltinn komi iðkend-
um og áhorfendum til að „hegða
sér eins og herrar“ - og þaðan
af síður að „syngja eins og engl-
ar“, líkt og segir í kjörorði
Drengjakórs Laugarneskirkju, er
fyllti heimastöðvar sínar áheyr-
endum á mánudaginn var.
Hinn 6 ára gamli drengjakór
er á förum til Norðurlanda og mun
m.a. syngja á „Grasflötinni“ í Tív-
olí og í Liseberg Nöjespark í
Gautaborg. Af því tilefni voru áð-
umefndir tónleikar haldnir, og
voru íslenzku lögin fyrst til með-
ferðar: Gefðu að móðurmálið mitt,
Ljósið kemur, Góð börn og vond,
Krummavísur, Island ögrum skor-
ið, Eg bið að heilsa (við píanóund-
irleik), Máríuvers Páls ísólfssonar,
Heyr himnasmiður Þorkels og
Maístjarna Jóns Ásgeirssonar, þar
sem „forskóladeild" kórsins bætt-
ist við.
Drengirnir sungu allt með
ágætum, þó að maður saknaði
fáeinna þátta sem skerpt geta
túlkun, eins og meiri styrkvíddar
- lítið varð t.d. úr styrkhniginu
(decrescendóinu) í lok Krumma-
vísna - og styttl (staccató) virtist,
óperu Wagners án þess að hafa hið
leikræna form óperunnar sér til
stuðnings. Tónleikar með Rínargulli
Wagners verða í Scala til 13. júní
næstkomandi.
Laugardaginn 8. júní kl. 19.40 verð-
ur bein útsending á Óperukvöldi
Útvarpsins á Rás eitt frá Scala á
Rínargulli Wagners. Flytjendur
ásamt þeim Kristni og Guðjóni eru
Monte Pedersson í hlutverki Óðins,
Claudio Otelli í hlutverki Þórs, Berry
Ryan í hlutverki Freys, Kim Begley
í hlutverki Loka, Franz Joseph Kap-
ellmann í hlutverki Andvara, Violetta
Urmana í hlutverki Friggjar og Sus-
an Anthony i hlutverki Freyju.
enn sem komið er, ekki meðal
strengja þessarar hörpu.
En það voru smámunir. Tónn
drengjanna var fallegur, texta-
framburður allskýr og hefur kór-
inn flesta burði til að verða meiri-
háttar nellika í hnappagati þjóðar-
innar um leið og stjórnandanum
tekst að vinna bug á meginvanda-
málinu, sem er ákveðin sigtil-
hneiging, einkum í lok hendinga.
Það er ljóst, að strákarnir hafa
hæð, og það fallega, en stundum
hefði kannski mátt „kýla“ ögn
meira á stökkin upp á við.
Yngstu hnokkamir bættust
einnig í hópinn í fyrsta lagi eftir
hlé, hinu þjóðlega Senn kemur vor
eftir Kabalevsky, er sungið var
með píanóundirleik. Eftir það
sungu eldri strákarnir einir; fyrst
Hljóðnar nú haustblær (úkraínskt
þjóðl.), Spring-time („balet“ eftir
Morley (með fa-la viðlag), er vakti
mikla lukku) og Ave veram eftir
Fauré, þar sem drengjunum virtist
hafa aukizt sjálfstraust um helm-
ing eftir hagstæðar viðtökur end-
urreisnarlagsins, og kom sér vel,
því lagið var nokkuð kröfuhart
fyrir ungar raddir.
Hve klukkur blítt klingja (= Das
klinget so herrlich, söngur knap-
anna þriggja í Töfraflautu Moz-
arts) hljómaði næst við fyrirmynd-
argóðan píanóundirleik Gunnars
Gunnarssonar, og í lokin komu
tvær perlur úr þeldökkum guð-
spjallasöng, Poor man Laz’ras og
Ah’m goin’ up a-younder, sem
drengirnir höfðu augljóslega gam-
an af að syngja, og skal engan
undra, enda féll söngur þeirra i
fijóan jarðveg hjá áheyrendum.
Var þá bravóað óspart, og verður
vonandi einnig næstu daga meðal
frændþjóðanna syðra.
Ríkarður Ö. Pálsson
Listhátíð í
Reykjavík
1996
Miðvikudagur 5. júní
Yuuko Shiokawa fiðla og
András Schiff píanó. ís-
lenska óperan kl. 20.
„Híf opp“ Tríó Björns
Thoroddsen og Egill Oiafs-
son. Loftkastalinn kl. 21.
Klúbbur Listahátíðar:
Loftkastalinn. Opið frá kl. 17.
Tímarit
• TÍUNDA tölublað Óperu-
bluðsins er komið út og er það
að þessu sinni helgað óperunni
Galdra Lofti eftir Jón As-
geirsson, sem frumsýnd verð-
ur í íslensku óperunni 1. júní
næstkomandi.
Meðal efnis í blaðinu er grein
eftir Jón Viðar Jónsson um
leikrit Jóhanns Sigurjónsson-
ar, Galdra Loft. Björn
Bjarnason menntamálaráð-
herra lýsir skoðun sinni á
óperustarfsemi og rekstri óperu
innan hugsanlegs tónlistar-
húss. Þrír óperuunnendur velja
söngvara í aðalhluverkin í II
trovatore, ÓlafurB. Thors
velur eftirlætisóperuna sína og
sagt er frá óperuferð til New
York um páskana ogtónlistar-
hátíðum í Evrópu í sumar.
Arnesinga-
kórinn á tón-
leikum í Róm
ÁRNESINGAKÓRINN _ í
Reykjavík fer í söngferð til ítal-
íu þann 7. júní. Tónleikar verða
í þremur borgum, Róm, Perug-
ia og Massa. Kórinn varð þess
heiðurs aðnjótandi að vera val-
inn úr hópi fjölda kóra og ann-
arra listamanna til að halda
tónleika í Pantheonhofinu í
Róm. Efnisskrá kórsins saman-
stendur að mestu leyti af
kirkjulegri og þjóðlegri tónlist
íslenskri og erlendri.
Einsöngvari í ferðinni verður
sópransöngkonan Signý Sæ-
mundsdóttir, en einnig eru ein-
söngvarar úr röðum kórsins en
það eru þeir Árni Sighvatsson
bariton, Ingvar Kristinsson ba-
riton, Smári Vífilsson tenór og
Þorsteinn Þorsteinsson bassi.
Píanóleikari og organisti í
ferðinni verður Bjarni Jóna-
tansson en stjórnandi kórsins
er Sigurður Bragason.
Híf opp í
kastalanum
TRÍÓ Björns Thoroddsen
ásamt Agli Ólafssyni leikur á
tónleikum í Loftkastalanum í
kvöld kl. 21.
Yfirskrift tónleikanna er
„Híf opp“ og tónlistin sem flutt
verður er blanda af sígildum
jasslögum og efni eftir Björn
og Egil. Tónleikarnir eru á
dagskrá Listahátíðar.
Séð og heyrt
Morgunblaðið/Einar Falur
Hver Listahátíðaratburðurinn rekur nú annan og fólk drífur að til að sjá og heyra. Og svo
stinga menn saman nefjum svona til að bera saman bækur sínar.
Endurminning frá Búðum
Herrar og englar