Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 23
MENNTUIM
Hjallaskóli í
Kópavogi
Skólasýn-
ing hluti
námsmats
NEMENDUR og kennarar í
Hjallaskóla í Kópavogi brutu upp
skólastarfið í vor með því að
helga sig verkefnum um menn-
ingu víkingaaldar. Lauk vinnunni
með allsherjar sýningu, sem fram
fór bæði innan- og utanhúss.
Mátti þar meðal annars sjá full-
klæddar kvenhetjur, líkan af Mið-
garði og Ásgarði og innan seiling-
ar voru Óðinn, Þór og Sleipnir.
Sýnt var leikrit um Vínlandsferð
sem Birgir Svan Simonarson, ís-
lenskukennari við skólann,
byggði á Grænlendingasögu.
Utandyra höfðu verið hlaðnar
nokkurs konar búðir, sem munu
standa áfram, enda búið að útbúa
ágætis grillstæði, sem nútíma-
maðurinn getur notað líkt og
gert var á víkingatímanum.
Einkunnagjöf í dagslok
011 vinna nemenda var notuð
til námsmats, enda lá mikil vinna
að baki verkefninu. Héldu nem-
endur til dæmis dagbók alla vík-
ingadagana, þar sem fram kom
markmið með hverju verkefni
fyrir sig, hvað dagurinn hafi bor-
ið í skauti sér o.s.frv. „I lok hvers
dags fóru nemendur yfir verkefn-
in og gáfu sjálfum sér einkunn.
Á sama hátt skráðu kennarar ein-
kunnagjöf sína í bók nemenda,"
sagði Stella Guðmundsdóttir
skólastjóri.
í rúma viku lá hefðbundið
skólastarf niðri meðan nemendur
lásu sér til um víkingatimann,
öfluðu upplýsinga með þvi að
fara meðal annars á Þjóðminja-
safnið og fá fyrirlesara í heim-
sókn. Til dæmis sagði Hrafn
Gunnlaugsson leikstjóri frá ýms-
um atburðum tengdum kvik-
Morgunblaðið/Ásdís
BÖRNIN virða fyrir sér vinnu nemenda við Miðgarð, þar sem
Áskur Yggdrasils gnæfir yfir.
myndum sínum úr íslendingasög-
um, Þorsteinn Einarsson, fyrr-
verandi íþróttafulltrúi ríkisins,
sagði yngstu börnunum frá
íþróttum og leikjum til forna og
Hrafn Jónsson, kennari við Þing-
holtsskóla, sagði frá víkingaferð-
um til Evrópu. „Yngstu bömunum
þótti mikið til koma að heyra um
leiki bai’na til forna og heyra mátti
saumnál detta þegar Þorsteinn
flutti mál sitt,“ sagði Meyvant Þór-
ólfsson aðstoðarskólasljóri.
Skólaþreyta hijáir fólk
Meyvant og Stella lögðu
áherslu á að kennurum og nem-
endum væri nauðsynlegt að
brjóta upp hefðbundið skólastarf
með einhverju móti þegar líða
færi að vori, því þá væru allir
orðnir lúnir. Meyvant tók einnig
fram, að maimánuður hafi oft
nýst illa til kennslu af þessum
sökum. Hann vakti athygli á því
að til dæmis á Norðurlöndum
væri skólastarfið brotið upp í
fleiri einingar með styttri fríum
á milli eins og til dæmis vetr-
arfríi.
Hann sagði að einn mesti
ávinningur af þessu starfi væri
sá að nemendur lærðu að vinna
með öðrum. „Ég hef einnig heyrt
á kennurum að þeim finnst sam-
starf á milli aldurshópa vera
Bandarískir kvikmyndatökumenn
væntanlegir til Islands
Islensk nátt-
úra notuð
tíl kennslu
eyja, um Miðjarðarhafið, Flórída og
víðar til að viða að sér efni,“ sagði
Páll Marvin Jónsson, forstöðumaður
Rannsóknaseturs Háskóla íslands í
Vestmannaeyjum, sem jafnframt
er tengiliður hópsins í Vestmanna-
eyjum.
Dr. Ballard er væntanlegur til
íslands 18. júní ásamt samstarfs-
mönnum sínum til að mynda lunda-
varp, lífríki í hrauni og fleira sem
ekki er hægt að mynda á þeim árs-
tíma sem beina. útsendingin fer
fram. Einnig verður farið á Vatna-
jökul og Mývatn, meðal annars á
slóðir Neils Armstrong tunglfara
og víðar.
Beinu útsendingarnar fara síðan
fram í gegnum gervihnött og þá
geta nemendur ákveðinna skóla
verið beinir þátttakendur í verkefn-
inu. „Til dæmis er hægt að vera
með neðansjávarmyndavél hér í
höfninni, sem nemendur geta stýrt
frá skólastofu sinni í Bandaríkjun-
um,“ sagði Páll. Hann bætti einnig
við að heimanemendum eða gest-
gjöfum gæfist tækifæri til að taka
beinan þátt í verkefninu. „Væntan-
lega munu því einhveijir íslenskir
skólar geta fylgst með útsending-
unni og tekið beinan þátt í henni
alveg eins og bandarísk börn.“
Fyrir þá sem vilja kynna sér Ja-
son-verkefnin er netfangið: http:
//seawifs.gsfc.nasa.gov/JAS-
ON/HTML/EXPEDITIONS—
JASON—6—EDUCATIONAL-
—FRAMEWORKS.html
EKKI er um alvöru upp-
gröft að ræða.
mjög þroskandi fyrir nemendur,
ekki síst þá eldri sem hafa yngri
nemendur hjá sér og þurfa að
taka tillit til þeirra,“ sagði hann.
Við lítum einnig svo á að með
því að vinna að svo viðamiklu
verkefni sé verið að uppfylla
mörg meginmarkmið náms sam-
kvæmt Aðalnámskrá grunnskóla.
Verkefnin efla þekkingu, skilning
og tilfinningu nemenda fyrir þess-
ari menningararfleifð okkar.“
FUGLALÍF og jarðfræði í Vest-
mannaeyjum, afleiðingar Vest-
mannaeyjagoss á mannlífið, eld-
virkni í Kverkfjöllum og Lakagíg-
um, kísiliðja og fuglalíf á Mývatni
og hitaveita og gróðursetning ung-
menna á Nesjavöllum verða meðal
kennsluefnis bandarískra og
breskra nemenda í beinni útsend-
ingu á vegum Jason-menntastofn-
unar í Bandaríkjunum (Jason Fo-
undation for Education) í apríl
1997.
Um er að ræða fimm klukku-
stunda efni á dag í tvær vikur, en
auk myndefnis frá íslandi verður
sjónvarpað frá Yellowstone-garðin-
um í Bandaríkjunum. Jason-stofn-
unin sendir út kennsluefni í skóla
einu sinni á ári í tengslum við ýmiss
konar rannsóknarverkefni víðs veg-
ar um heim. Markmiðið með útsend-
ingunum er að kynna börnum rann-
sóknarstarfsemi og vekja áhuga
þeirra á ýmsum fyrirbærum náttúr-
unnar.
Fann Titanic
Stofnandi Jason er dr. Ballard,
sá sem fann flakið af Titanic. „Hann
tók mikið magn mynda af flakinu
á sínum tíma. Hann fékk í kjölfarið
fjöldann allan af fyrirspurnum frá
krökkum um allan heim. Hann fékk
þá hugmynd í kringum 1989 að í
staðinn fyrir að fá nemendur til sín
kæmi hann með rannsóknarverk-
efni til þeirra. Hann ferðast því
ásamt starfshópi sínum á hina og
þessa staði eins og til Galapagos-
Samningur um nám iðjuþjálfa milli Háskóla tslands og háskóla í Flórída
Stunda fjamám
til MS-prófs
IÐJUÞJÁLFARNIR fylgjast með háskólafyrirlestri. F.v. Gunn-
hildur Gísladóttir, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Valerie Harris,
Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Kristjana
Fenger og Sigrún Garðarsdóttir.
SJÖ íslenskir iðjuþjálfar stunda nú
fjarnám til meistaraprófs við Al-
þjóðaháskólann í Flórída (Florida
International University) samkvæmt
sérstökum samningi og er stefnt að
námslokum næsta sumar. Meistara-
námið er hluti af undirbúningi vegna
grunnnáms í iðjuþjálfun, sem vænt-
anlega hefst haustið 1997 í Háskóla
íslands.
Guðrún Pálmadóttir, sem á sæti í
skólanefnd Iðjuþjálfafélags íslands,
segir að allt frá árinu 1989 hafi ver-
ið unnið markvisst að því að fá iðju-
þjálfun sem námsgrein innan HÍ.
„Vorið 1995 fékk bandarískur pró-
fessor í iðjuþjálfun, dr. Gail Hills
Maguire, Fulbrightstyrk til að dvelja
við Háskóla íslands í þrjá mánuði
og heija skipulagningu náms í iðju-
þjálfun. Það var hennar hugmynd
að koma á þessu sérskipulagða mast-
ersnámi sem einum lið í undirbúningi
fyrir væntanlega námsbraut. Nú
þegar eru sex iðjuþjálfar með mast-
ersgráðu, þannig að þegar þessir sjö
bætast við höfum við á að skipa vei
menntuðu fólki sem getur tekið að
sér kennslu,“ sagði Guðnín.
Hún benti á að ekki einungis þyrfti
vel menntað fólk til að kenna iðju-
þjálfun í háskólanum heldur yrði það
einnig að vera á vinnumarkaðnum,
þar sem námið fari að hluta til fram
á vinnustöðum.
Útskrifast ytra
Meistaranám iðjuþjálfanna sjö
byggist á opnum samningi um nem-
endaskipti milli HÍ og Florida Inter-
national University (FIU). Hófst
námið með því að dr. Maguire kenndi
fyrstu sex einingarnar vorið 1995
og í vetur tóku nemarnir sex eining-
ar í tölfræði við HÍ sem var að hluta
sérskipulagt fyrir þá. Að öðru leyti
stunda þeir nám sitt við FIU, þar
sem þeir eru innritaðir og munu út-
skrifast. Inntökuskilyrði þeirra voru
öll þau sömu og fyrir aðra meistara-
prófsnemendur.
í vetur fengu nemarnir sendar
myndbandsupptökur af kennslu-
stundum í námskeiðum, sem kennd
eru við FIU. „Þeir horfa á spólurnar
hér heima og póstsenda síðan öll
verkefni til skólans, en tengsl við
kennarana fara að mestu fram í
gegnum tölvupóst. í byijun maí l'óru
nemarnir til Flórída þar sem þeir
munu dveljast næstu tvo mánuðina
og taka ýmis sumarnámskeið við FIU
ásamt öðrum mastersnemum," sagði
Guðrún.
Rannsóknarverkefni
Hún bætti einnig við að í þessari
ferð verði lagður grunnur að rann-
sóknarverkefnum hvers nema fyrir
sig. Fyrir utan rannsóknarvinnu
muni nemarnir taka námskeið áfram
með fjarnámi næsta vetur, halda síð-
an utan aftur næsta sumar og ljúka
náminu þar.
Aðspurð hvernig til hefði tekist
fram að þessu sagði Guðrún að ár-
angurinn hefði verið góður. Hún tók
þó fram að námið væri erfitt að því
leyti að það væri ekki eins skipulagt
og hefðbundið meistaraprófsnám.
„Nemendur vita ekki nákvæmlega
núna hvaða námskeið þeir taka á
næsta ári, þannig að því fylgir tölu-
verð óvissa. Námið var einnig skipu-
lagt með þáð fyrir augum að nemam-
ir gætu unnið með því og það er
auðvitað erfitt, þar sem sinna þarf
fleiri viðfangsefnum í einu,“ sagði
Guðrún. Hún taldi kostinn við námið
ótvírætt vera þann, að kostnaður
yrði aldrei eins mikill né röskun á
fjöskylduhögum eins og væri námið
stundað erlendis.
Fram til þessa hafa allir íslenskir
iðjuþjálfar verið menntaðir erlendis
hvort sem um grunn- eða framhalds-
nám var að ræða, en nýlega lagði
háskólaráð Háskóla íslands til að
iðjuþjálfun til BS-prófs verði tekin
upp við skólann haustið 1997. Gert
er ráð fyrir að framhaldsnámi verði
þó fyrst um sinn að ljúka erlendis,
því saminingur HÍ og FIU gildir ein-
ungis fyrir þennan hóp iðjuþjálfa.
Vantar 200 iðjuþjálfa
Starfandi iðjuþjálfar eru 65 að
sögn Guðrúnar, en alls eru um 80
iðjuþjálfar á Islandi. Hún kveðst
binda miklar vonir við að stjórnvöld
leggi fram fjármagn til þess að nám-
ið verði að veruleika haustið 1997
innan Háskóla íslands. „Það er mik-
ill skortur á iðjuþjálfum og við teljum
að þörf sé á um 200 til viðbótar í
framtíðinni. Þetta er kvennastétt þar
sem fólk er í hlutastörfum og ekki
eru allir vinnandi við fagið í einu,“
sagði hún.
Leikskóla-
kennara-
nám á há-
skólastigi
LEIKSKÓLAKENNARANÁM
á háskólastigi verður í fyrsta
sinn tekið upp í Háskólanum
á Akureyri næsta haust. Um-
sóknarfrestur rann út sl.
mánudag og sóttu 40-50
manns um inngöngu. Hægt
verður að taka inn 30 nemend-
ur.
Námið er þriggja ára og
lýkur með B.Ed-prófi. Námið
hefur ekki verið skilgreint frá
ráðuneytinu, en Guðmundur
Heiðar Frímannsson, forstöðu-
maður kennaradeildar HA,
sagði að um leið og skólinn
fékk leyfisbréf frá ráðuneytinu
hafi verið sett á laggirnar inn-
anhúsnefnd sem útbjó skipu-
lag fyrir fyrsta árið og drög
að skipulagi næstu tveggja
ára. „Að vísu á eftir að vinna
töluverða vinnu en við reiknum
með að henni verði lokið um
næstu árarnót."
Inntökuskilyrði í HA verður
stúdentspróf en einnig verður
fólki með reynslu boðið að
sækja nám við skólann. „Við
ætlum að prófa okkur áfram
með það,“ sagði Guðmundur
Heiðar.
Nú í vor útskrifast 24 kenn-
arar frá HA með B.Ed-gráðu
eftir þriggja ára nám. Er það
fyrsta útskrift HA úr kennara-
deild.