Morgunblaðið - 05.06.1996, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________________MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Utvarp og
sjónvarp allra
landsmanna
UNDANFARIN tvö
ár hafa komið út þijár
opinberar álitsgerðir,
sem varða Ríkisútvarp-
ið. Hér á ég í fyrsta
lagi við frumvarp til
útvarpslaga, sem birtist
vorið 1994. í annan
stað nefndi ég niður-
stöður Ríkisendurskoð-
unar, er litu dagsins ljós
haustið 1995 undiryfír-
skriftinni „Stjómsýslu-
endurskoðun hjá Ríkis-
útvarpinu“. í þriðja lagi
er að geta „Skýrslu
starfshóps um endur-
skoðun á útvarpslög-
um“, en hún kom fyrir
almennings sjónir nú í
vor og hefur nokkuð verið til um-
ræðu að undanförnu.
Allar eru þessar greinargerðir afar
umfangsmiklar og taka hver með
Kostnaður við íslenzkt
efni var, segir Heimir
Steinsson, 62% af
heildarkostnaði sjón-
varpsins árið 1994.
sínum hætti á fjölda sundurleitra
viðfangsefna, er varða Ríkisútvarpið
og enda að miklu leyti íslenska ljós-
vakamiðla almennt talað. Allar hafa
þær og sætt verulegum tíðindum og
kallað fram ólík viðbrögð og andsvör
úr ýmsum áttum. Af þessu hafa
sprottið veruleg almenn skoðana-
skipti um Ríkisútvarpið í bráð og
lengd.
Eitt vekur öðru fremur athygli,
þegar litið er yfír þann umræðu-
grundvöll, sem opnast hefur með
ofangreindum hætti. Útvarpslaga-
nefndin frá 1994, Ríkisendurskoðun
og starfshópurinn nýi eru á einu
máli um það sem mestu skiptir. í
öllum tilvikum kemur fram eindreg-
inn stuðningur við Ríkisútvarpið.
Hóparnir fara ýmsar leiðir að þessu
marki. En niðurstaðan er hvarvetna
hin sama: Vöxtur og viðgangur Rík-
isútvarpsins skal tryggður um ókom-
in ár.
Þessi niðurstaða er í góðu sam-
ræmi við það sem best er vitað um
hug almennings til Ríkisútvarpsins.
Áhorfs- og hlustendakannanir stað-
festa það ítrekað, að drjúgur hluti
landsmanna fylgist með Ríkisútvarp-
inu, Rás 1, Rás 2 og Sjónvarpinu,
að ógleymdum svæðisútvarpsstöðv-
unum á Akureýri, Isafírði og Egils-
stöðum. Könnun á viðhorfi manna
til hinna ýmsu fjölmiðla leiðir í ljós,
að hlustendur og áhorfendur bera
upp til hópa meira traust til frétta-
stofa Ríkisútvarpsins en til annarra
fréttamiðla. Tölur þessu til staðfest-
ingar væri auðvelt að tilgreina. Þær
tala ljóslega um jákvæða afstöðu
fólks til Ríkisútvarpsins.
Ekkert af þessu kemur á óvart.
Ríkisútvarpið hefur um áratugi verið
snar þáttur í sjálfsmynd íslendinga,
sameiningarafl og uppistaða þjóð-
menningar, þar sem ívafið var líf
fólksins í landinu í öllum sínum
margslungnu tilbrigðum. Samstaða
um Ríkisútvarpið er því næsta sjálf-
sagður hlutur.
Hinu má þó ekki gleyma, að þær
skoðanir eiga sér einnig nokkurn
hljómgrunn á stöku stað í landinu
hin síðari ár, að fjölmiðlarekstur á
vegum ríkisins sé úrelt fyrirbæri og
ætti að víkja fyrir meiri eða minni
einkavæðingu á þessu sviði. Sú
grundvallarafstaða, sem birtist í
álitsgerðunum þremur, er hér voru
nefndar í upphafi máls, er þannig
engan veginn einboðin eða sjálfsögð.
Vert er þar af leiðandi
að veita því sérstaka
athygli, þegar mismun-
andi starfshópar kom-
ast að sömu niðurstöðu
hver á fætur öðrum,
eins og orðið hefur í
þeim tilvikum, er hér
um ræðir.
Fyrir fáum dögum
birtist í Morgunblaðinu
grein, þar sem fram
komu efasemdir um
einurð Ríkisútvarpsins
sjónvarps við það að
setja saman og senda
út íslenskt efni. Slíkar
efasemdir eru ekki eins-
dæmi. Þær skjóta af og
til upp kollinum. I mars
í vetur andæfði ég þessu sjónarmiði
í blaðagrein. Það skal aftur gert nú,
þótt hér við kunni að gæta endur-
tekninga. Bersýnilegt er, að í þessu
efni hæfir að vitna til hins forn-
kveðna: Sjaldan er góð vísa of oft
kveðin.
Sannleikurinn er sá, að dijúgur
hluti af framleiðslufé Sjónvarpsins
fer til að standa undir íslensku efni.
Vitaskuld mætti hér gott bæta og
það til mikilla muna. Heildarráðstöf-
unarfé Sjónvarpsins er allt of lítið,
enda hafa stjómvöld ekki heimilað
afnotagjaldahækkun ámm saman.
En Sjónvarpið ver sínu takmarkaða
rekstrarfé í ríkum mæli til innlendrár
dagskrárgerðar. Þeir, sem halda öðru
fram, fara villir vega.
Áður nefnd „Stjórnsýsluendur-
skoðun hjá Ríkisútvarpinu“ er náma
hvers konar upplýsinga um Ríkisút-
varpið, bæði Sjónvarpið og það sem
við að jafnaði nefnum „Útvarpið",
þ.e.a.s. Ríkisútvarpið hljóðvarp. Á
bls. 64 í Stjómsýsluendurskoðuninni
er fjallað um kostnað við ýmiss kon-
ar dagskrárgerð. Þar segir m.a., að
heildarframleiðslukostnaður Sjón-
varpsins við dagskrárgerð og það
sem henni tengist næmi 1.228 millj-
ónum króna árið 1994. Síðan er gerð
grein fyrir skiptingu þessa kostnað-
ar. Af skiptingunni verður það ráðið,
að 756 milljónum króna hafi á árinu
1994 verið varið til að taka saman
og senda út islenskt efni í Sjónvarp-
inu. Kostnaður við íslenskt efni var
þannig 62% af heildarframleiðslu-
kostnaði Sjónvarpsins árið 1994, —
sextíu og tvö prósent.
Það er allra manna mál, að höf-
uðskylda Sjónvarpsins sé sú að efna
til íslenskrar dagskrár af öllu tagi.
Um þetta er alls enginn ágreiningur.
Enda kappkostar Sjónvarpið af öllum
mætti að framkvæma þetta stefnum-
ið. Sextíu og tvö prósent af heildar-
framleiðslukostnaði sýna svo ekki
verður um villst, hver niðurstaðan
varð fyrir tveimur árum. Hliðstæð
hlutföll eru óbreytt í dag.
I „Skýrslu starfshóps um endur-
skoðun á útvarpslögum" segir m.a.:
„Við breyttar aðstæður og vegna
harðnandi erlendrar samkeppni á
öldum ljósvakans er mikilvægi Rík-
isútvarpsins e.t.v. meira en nokkru
sinni fyrr.“ Þetta á vissulega við um
Ríkisútvarpið hljóðvarp. En sjálfsagt
ber enn frekar að lesa umrædd orð
með Ríkisútvarpið sjónvarp í huga.
Um þessar mundir er ný íslensk sjálf-
stæðisbarátta að hefjast. Hún birtist
m.a. sem viðnám gegn aðsókn er-
lendra sjónvarpsrása, er nú steypast
yfir landsmenn. Það viðnám verður
öllu öðru fremur í því fólgið að senda
út íslenskt sjónvarpsefni handa ís-
lendingum. Hér er hlutverk Ríkisút-
varpsins ótvírætt. Sérstáða Ríkisút-
varpsins mun á komandi árum í vax-
andi mæli birtast í aukinni íslenskri
dagskrárgerð í Sjónvarpinu. Þá verð-
ur sjálfsagðara en nokkru sinni fyrr,
að menn fylki liði um útvarp og sjón-
varp allra landsmanna.
Höfundur er útvarpsstjóri.
Heimir
Steinsson
Konur, komið og sjáið!
í FJÓRÐA kafla Jó-
hannesarguðspjalls er
að finna gullvæga frá-
sögn af því þegar Jesús
mætir konu í daglegu
amstri hennar. Sú kona
átti sér enga glæsta for-
tíð, og varla framtíð
heldur, því á ýmsu hafði
gengið í samskiptum
hennar við hitt kynið og
hún var beygð af þeim
sökum. En þegar hún
mætti Jesú á venjuleg-
um degi við sín venju-
legu störf breyttist allt.
Orð Jesú hittu konuna
beint í hjartastað, þau
réttu hana við og veittu
henni nýja sjálfsmynd, nýjan kjark.
Kannski voru það ekki síst orðin
um lofgjörðina, sem veittu sam-
versku konunni löngun til að eiga
fullvissu um, að einnig hún væri í
hópi þeirra, sem Guð elskar: „En sú
stund kemur, já, hún er nú komin,
er hinir sönnu tilbiðjendur munu til-
biðja Föðurinn í anda og sannleika.
Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilb-
iðja hann,“ sagði Jesús við hana (Jóh.
4.23). Og nærvera Drottins gaf kon-
unni við brunninn þessa fullvissu og
meira til, löngun að fara og segja
öðrum frá Honum, sem hún hafði
mætt á vegi sínum. „Komið og sjá-
ið...“ sagði hún við fólkið í þorpinu
sínu. Og fólkið kom og sá, og tók trú.
Að þora að segja frá
Hvítasunnuhátíðin, sem nú er ný-
liðin, er haldin vegna þess að þá
fengu vinir hins upprisna Drottins
Jesú kraft og kjark til að gera ein-
mitt þetta, að fara og segja öðrum
frá. Sá kraftur er Heilagur andi,
nærvera Drottins sjálfs í þessum
heimi. Kraftur Guðs kemur fram á
ýmsa lund, bæði í tungutali, eins og
lýst er í Postulasögunni, sem og öðr-
um náðargjöfum frá Guði. Það er
skylda kristinnar manneskju að segja
frá því sem hann eða hún hefur séð
og heyrt fyrir snertingu Drottins í
Orði hans og bæninni. Nærvera Guðs
í Heilögum anda gefur kjark og kraft
til þess.
Jesús Kristur snerti við konunni
við brunninm forðum. Og á sama
hátt mætir Drottinn Jesús konum
og körlum enn þann dag í dag, venju-
legu fólki við sín venjulegu störf.
Þetta sama fólk fær um leið köllun
til að fara og segja öðrum frá snert-
ingu Drottins. Einn farvegur þeirrar
köllunar, sem starfar sérstaklega á
meðal kvenna, kallast Aglow.
Heitið Aglow merkir glóandi eða
brennandi og vísar í tólfta kafla
Rómveijabréfsins, ellefta vers, þar
sem segir: „Verið ekki hálfvolgir í
áhuganum, verið brennandi í and-
anum. Þjónið Drottni." Einmitt þetta
er tilgangur Aglow, að kalla konur
til að vaxa í trú og þjónustu, eins
og segir í trúaijátningu Aglow: „Við
trúum... að ávöxtur Heilags anda
eigi sífellt að verða meira áberandi
í lífi hinna kristnu."
Aglow, sem er upprunnið í Banda-
ríkjunum seint á sjöunda áratugnum,
hefur verið starfandi á íslandi frá
1987. Auk Aglow í Reykjavík hittast
hópar reglulega á nokkrum stöðum
á landinu. Samtökin eru alþjóðleg
og gera engan greinarmun á kirkju-
deildum. Konurnar, sem koma saman
í Aglow í Reykjavík, búa við mismun-
andi kjör og eru á öllum
aldri, eins og á Aglow
fundum hvarvetna í
heiminum. Ungar konur
og eldri konur, konur
úr þjóðkirkjunni, Vegin-
um, Hvítasunnukirkj-
unni og víðar að sækja
fundi Aglow. Við erum
bæði einstæðar og gift-
ar, í námi, heimavinn-
andi eða úti á vinnu-
markaðnum. Allar kon-
ur geta fundið sig heima
í Aglow, því að þar er
miðlað því sem við
þráum allar, kærleika,
fyrirgefningu, skilningi,
viðmótshlýju og lífstil-
gangi. Og allt þetta á uppsprettu sína
í okkar himneska Föður.
Lofgjörð og lækning
í trúaijátningu Aglow segir enn-
fremur:
• Við trúum því, að í endurlausn-
arverki Jesú Krists felist lækning
fyrir anda okkar, sálu og líkama.
• Við trúum því, að við eigum að
hlýða boði Jesú um að boða öllum
heiminum fagnaðarerindið.
• Við trúum því, að söfnuðurinn sé
líkami Krists og hvetjum konur til
að tilheyra og vera virkir þátttakend-
ur í starfi heimasafnaðar þeirra.
Markmið Aglow er, sem fyrr seg-
ir, að hvetja kristnar konur til að
vera brennandi í andanum með því
að tilbiðja Guð, lofa hann og segja
frá því, sem þær hafa reynt. En til-
gangur Aglow er einnig og ekki síð-
Næsti fundur Aglow í
Reykjavík er fimmtu-
daginn 6. júní nk. María
Agústsdóttur hvetur
konur til að koma og
kynna sér starfsemina
ur að kalla konur til trúar, konur,
sem ekki þekkja snertingu Drottins
af eigin raun. Aglow er þjónusta
kvenna til kvenna, farvegur lækning-
ar Drottins í gegn um lofgjörð og
bæn. I Aglow gefst þér kostur á að
fínna og sjá, að Drottinn er góður,
eins og segir í Davíðssálmi 34.9.
Því eitt eigum við Aglow konur
sameiginlegt, þó bakgrunnur okkar,
aldur og aðstæður sé ólíkur: Við eig-
um sömu þrá eftir að tilbiðja Föður-
inn í anda og sannleika og þjóna
hver annarri og náunganum í kær-
leika. Og Drottinn Jesús notar fundi
Aglow til að rétta okkur við og gefa
okkur nýjan kjark, kjark til að lifa
í trú og segja frá því sem við höfum
heyrt og séð.
Fundir Aglow í Reykjavík eru
haldnir í Kristniboðssalnum við Háa-
leitisbraut 58-60 fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar, nema í júlí og ágúst.
Næsti fundur er fimmtudagskvöldið
6. júní kl. 20. Komdu og sjáðu.
Höfundur er dómkirkjuprestur.
Portúgalið
með sólskinsbrosi í tilefni
af Grínhátíð
í Hafnarfirði 1
flbO<
** brant,arasæti
^\Portú9a, 19júní
Hafnfiröingar!
Takið fram portúgallann
(skýluna, sundbolinn,
sólgleraugun og
sandalana) og pantið
áður en brandarinn er
búinn. Takmörkuð sæti
(aðeins stólbökin
(ha! ha! ha!)).
Verð aðeins
34.365 kr.*
staðgreitt á mann m.v. 2 fullorðna og
2 börn (2ja-11 ára) á Rodrimar t 2 vikur.
48.700 kr.* á manninn m.v. 2 fullorðna
á Rodrimar í hálfan mánuð.
Tilboðið gildir aðeins fyrir löggilta
Hafnfirðinga. Krafist verður persónuskilnkja
til sönnunar hafnfirskum uppruna þegar
pöntun er bökuð. Áskiljum okkur rétt til að
skilja þá Hafnfirðinga eftir í Portúgal sem
þykja ekki nógu skemmtilegir.
Hafið strax samband við söluskrifstofu Urvals-Utsýnar Bæjarhrauni 8.
Sími 565 2366.
KS)
'lnnífalið: Flug, gísting, íslensk fararstjórn, ferðir til
og frá flugvelli. skattar, 2453 brandarar, 8569 hlátrar
og 10738 bros.
4 ^ , ,
^URVAL-UTSYN
María
Ágústsdóttir.
Sportís ehf. sem er umbodsadili fyrir L.A. GEAR á íslandi
vill koma eftirfarandi á framfæri:
Komió hefur í Ijós aó íslenskt fyrirtæki lét framleióa og seldi í verslanir íþróttaskó,
sem voru merktir meó vörumerki L.A. GEAR, eins og fram kemur hér að neóan.
Þessi notkun á vörumerkinu var algerlega án leyfis L.A. GEAR.
Þar sem aó umræddir skór voru mjög lélegir er ástæða til að upplýsa neytendur um ofangreint.
L.A. GEAR hafa nú gengió úr skugga um að skór þessir hafa nú verió fjarlægðir úr verslunum.
L.A. GEAR sem, framleiðir skó í hæsta gæðaflokki og kappkostar að koma tíl móts við þarfir markaðarins,
vill meó þessari auglýsingu útiloka hugsanlegan misskilning.