Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.06.1996, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996 KATRÍN GÍSLADÓTTIR + Katrín Gísla- dóttir var fædd á Höfn í Hornafirði 11. janúar 1922. Hún lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gísli Björnsson raf- veitusljóri, Höfn í Hornafirði, f. 18. rnars 1896, d. 25. maí 1988, og Arn- björg Arngríms- dóttir, f. 13. nóvem- ber 1893, d. 15. mars 1935. Systkini hennar eru Arngrímur, f. 10. ágúst 1919, Borghildur, f. 1. apríl 1923, Björn, f. 8. febrúar 1925. Seinni kona Gísla er Regína Stefáns- dóttir, f. 5. september 1912, og börn þeirra eru Kristín, f. 29. júlí 1940, og Baldur, f. 20. ág- úst 1947. Katrín giftist 1. janúar 1945 eftirlifandi eiginmanni sínum Guðmundi Pálssyni símvirkja, f. 8. júlí 1919 á Böð- varshólum í Vestur- Húnavatnssýslu, og bjuggu þau fyrsta árið á Höfn, en fluttust til Reykja- víkur árið 1946. Börn þeirra eru: 1) Arnbjörg, f. 22. mars 1945, búsett I Noregi, gift Dag Handeland, og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Páll, f. 18. febrúar 1946, búsettur í Mosfellsbæ, giftur Steinunni Hákonardóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 3) Anna, f. 22. ág- úst 1948, búsett í Reykjavík, gift Oskari Þór Þráinssyni og eiga þau þrjú börn. 4) Þór- halla, f. 25. ágúst 1949, búsett í Hafnarfirði, gift Sigurði Ó. Guðmundssyni. Útför Katrínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég var svo lánsöm þegar ég var að alast upp að eiga fjögur upp- komin systkin sem ég leit mikið upp til. Nú er Katrín farin frá okkur á 75. aldursári og mig lang- ar því að rifja upp nokkrar minn- ingar frá þeim árum sem við vorum samtíða. Katrin systir mín var ein af þeim konum sem töldu húsmóður- og móðurhlutverkið vera sitt hlutverk Ú lífinu og undu glaðar við það. Ég þurfti ekki að leita lengi að henni þegar ég kom í bæinn. Hún var oftast heima, þar var hennar staður. Ein af mínum fyrstu bernsku- minningum tengist því þegar Katr- ín og Guðmundur giftu sig. Sá atburður átti sér stað í stofunni heima á Grímsstöðum. Ég man hvað mér fannst þau falleg. Og í gegnum tíðina hefur mér alltaf fundist þau fallegri saman en sitt í hvoru lagi. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu þau á Hornafirði í næsta húsi við bernskuheimili okkar, en Guðmundur var símstöðvarstjóri á MINNIIMGAR Höfn þegar þau Katrín kynntust. Við fengum því að taka þátt í flestum gleðistundum með þeim fyrstu árin, meðal annars fæddust þijú fyrstu börnin þeirra á Gríms- stöðum, tvö þau elstu, Arnbjörg og Páll, á meðan þau bjuggu enn á Hornafirði. Þau fluttu eftir fárra ára sambúð til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu fyrst hjá foreldr- um Guðmundar, en komu sér síðan upp eigin heimili á Birkimel 6. Þegar Katrín átti von á þriðja barn- inu kom hún til Hornafjarðar til að fæða það, ólíkt því sem nú er, þegar flestar hornfirskar konur fara til Reykjavíkur, þegar þær eiga von á sér. Anna fæddist því líka á Grímsstöðum. Hún varð tengdust Grímsstaðaheimilinu af þeim systkinunum, því hún dvaldi hjá okkur á sumrin frá fimm ára aldri og fram á unglingsár. Fjórða bamið, Þórhalla, fæddist svo í Reykjavík ári síðar heima hjá for- eldrum sínum á Birkimel 6. Fæð- ingin var erfið og barnið varð fyr- ir súrefnisskorti, sem olli varan- legri fötlun. Þetta varð Katrínu mikið áfall og hún kenndi sér um að hafa ekki farið til Hornafjarðar til Signýjar ljósmóður sem hún treysti mjög vel. Fyrstu árin hennar Þórhöllu voru erfið fyrir Katrínu, því hún þurfti mikið að vera með hana til lækninga auk þess sem hún átti þrjú lítil börn fyrir sem þurfti að annast, það elsta aðeins fjögurra ára. Það kom sér fyrir hana að þau voru ljúf o'g rólynd. Vinnu Guð- mundar var þannig háttað að hann var oft langdvölum að heiman við að setja upp fjölsíma víða um land og gat því ekki alltaf verið til að- stoðar. Það var því gott fyrir Katr- ínu að eiga góða nábúa, en í blokk- inni bjó gott fólk sem rétti hvert öðru hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Katrín talaði oft um það síðar hvað það væri mikils virði að eiga góða nágranna. Þórhalla JÓN ÞORKELSSON + Jón Þorkelsson frá Arnórsstöð- um var fæddur 23. apríl 1911 og ólst þar upp. Hann lést á öldrunardeild , JEgilsstaðaspítala 29. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Bergþóra Bergsdóttir frá Hjarðarhaga á Jök- uldal, f. 1885, d. 1978, og Þorkell Jónsson frá Fjall- seli í Fellahreppi, f. 1877, d. 1922. Þau eignuðust 12 börn. Látin eru Sólveig, Sigríður, tveir Jónar sem dóu ungbörn, Berg- ur og Jón. Bergþóra bjó síðar með Gunnari Jónssyni bróður Þorkels, f. 1879, d. 1964. Þau eignuðust eina dóttur, Rögnu "•Sigríði. Systkini Jóns á lífi eru: Guðný, býr í Reykjavík, Loft- ur, býr í Kópavogi, Svanfríður, býr í Reykjavík, Arnór, býr í Reykjavík, Ragna Sigríður, býr í Kópavogi og Guðrún Sigurbjörg, býr í Reykjavík. Útför Jóns fer fram frá Egilsstaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Hofteigskirkjugarði. Sérfræðingar í blómaskreylingum við öll tirkifæri 01 blómaverkstæði tllNNA* Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 Kær bróðir minn, Jón, er látinn. Sú fregn kom okkur ættingjum hans ekki á óvart, því hann hafði átt við veik- indi að stríða um ára- bil. Þegar aldraður og þreyttur maður fær hvíld frá þraut- um ættum við samfagna honum, en samt er það svo, að söknuður verður öðru yfirsterkari og minn- ingamar flykkjast að, minningar um góðan mann, sem öllum þótti vænt um. Frá því ég fyrst man eftir mér var hann Nonni bróðir sá sem allt- af var hægt að leita til og treysta, á hveiju sem gekk. Jón var einstak- lega vinsæll maður, hann kvæntist ekki né eignaðist afkomendur, en hann reyndist systkinabörnum sín- um eins og þau væru hans eigin börn. Jón var mjög ljúfur og hlýr mað- ur við alla sem hann umgekkst og alveg sérstaklega þá sem minna máttu sín í lífinu og móður okkar var hann einstaklega góður, hjá honum og Guðnýju systur okkar átti hún skjól síðustu ár sín og verður sú umhyggja seint fullþökk- uð enda ætlaðist hann ekki til þakk- lætis, honum var svo eiginlegt að leysa hvers manns vanda, ef hann átti þess kost. Jón var ekki áberandi maður, en rækti vel öll sín störf. Hann var lengi bóndi á æskuheimili sínu, Arnórsstöðum, en flutti síðan til Reykjavíkur og stundaði ýmis verkamannastörf hér syðra. Sveitin hans átti þó alltaf mikil ítök í hon- um og oftast fór hann austur á land á hveiju sumri og flutti að lokum til Egilsstaða og dvaldist þar síðustu æviár sín. Jón nam búfræði á Hvanneyrar- skóla eins og þá var algengt með unga bændasyn. Hann var innan fermingaraldurs þegar faðir hans féll frá, frá stórum barnahópi. Sem elsti sonur þurfti Jón því snemma að axla mikla ábyrgð og vinna mikið, annað þekktist ekki- í þá daga. Jón var sérlega æðrulaus maður, það sýndi hann best er hann á fimmtugsaldri Ienti í snjóflóði, hversu lengi hann var rænulaus var ekki nákvæmlega vitað, en þegar hann rankaði við tókst honum að grafa sig upp úr fönninni og not- aði við það efrigóm úr gervitönnum sínum, heim komst hann, en það var um tuttugu mínútna gangur, berfættur var hann í hörkukulda því stígvél hans sátu föstu í fönn- inni og lítið eftir af sokkunum. Við þessar aðstæður, eins og reyndar oftar, mun æðruleysi hafa komið Jóni vel. Við systkini Jóns viljum með hrærðum huga þakka honum fyrír allt það sem hann gerði fyrir okkur og okkar fjölskyldur og biðjum honum Guðs blessunar á óþekktum leiðum. Einnig viljum við flytja kærar þakkir öllu því góða fólki, sem veitti honum hjúkrun og ómet- anlega aðstoð á síðustu árum. Góða ferð, kæri bróðir. Ragna S. Gunnarsdóttir. Systkinabörn Jóns Þorkelssonar frá Arnórsstöðum kveðja hann þakklátum huga. Nonni frændi var að mörgu leyti eins og aftan úr öldum. Hann var sá þriðji í sínum systkinahóp sem bar nafnið Jón. Mér hefur alltaf þótt það segja meira en mörg orð fékk góða umönnun og gott at- læti, enda kom að því að hún var fær um að sjá um sig sjálf eins og þeir sem fullfrískir eru og Katr- ín gat verið stolt af sínum hluta í því. Hún var á þeirri skoðun að það ætti ekki að flokka fólk eftir aldri, hæfni o.fl. eins og mikið er gert í þjóðfélaginu. Hún fékk vinnu fyrir dóttur sína á almennum vinnustað og stóð vörð um þá lífs- skoðun sína að fatlaðir ættu sama rétt og þeir sem teljast fullkomlega heilbrigðir, enda fannst henni að þeir fötluðu hefðu oft meira til brunns að bera en hinir og hélt þessum skoðunum sínum einarð- lega á loft. Öll börn hennar urðu mannvæn- legir og traustir einstaklingar sem nú eiga uppkomin börn sem þau eru stolt af og barnabörnin eru að byija að koma. Þijú yngri börnin búa á Reykjavíkursvæðinu svo það var auðvelt fyrir Katrínu að taka þátt í gleði þeirra og sorgum en elsta dóttirin, Arnbjörg, er búsett í Noregi. Katrínu fannst hún stundum vera ósköp langt í burtu. Þau hjónin fóru öðru hvoru að heimsækja hana og dvöldu þá lengi, sem þeim fannst ekki veita af til að kynnast barnabörnunum sem tala annað tungumál. Ég minnist góðra stunda á Birki- mel, þegar ég á mínum mennta- skólaárum var á leið í jólafrí frá Akureyri og tók þátt í jóiabakstrin- um með fjölskyldunni, það varð að föstum lið, sem ég hlakkaði til þau árin. Mín fyrstu búskaparár í Reykjavík var oft gott að geta leit- að til Katrínar systur með ýmislegt varðandi heimilishaldið og umönn- un ungbarna, því þar var hún á heimavelli og var fús að veita að- stoð. Við söknuðum hvor annarrar þegar ég flutti aftur til Hornafjarð- ar. Samband okkar undanfarið hef- ur einkennst af stuttum heimsókn; um og símtölum öðru hveiju. í fyrrasumar voru Katrín og Guð- mundur gestir okkar í eina viku á Hæðargarði 13 og þá gafst gott tækifæri til að ræða saman og skiptast á skoðunum og erum við hjónin afskaplega þakklát fyrir þann tíma. Katrín og Guðmundur voru gift í rúma hálfa öld og hjónaband þeirra einkenndist af gagnkvæmri virðingu og umhyggju hvors fyrir öðru og fyrir velferð barna og barnabarna. Giftusamlegri ævi góðrar konu og umhyggjusamrar húsmóður er lokið hér á jörð, en eftir lifa ljúfar endurminningar þeirra sem syrgja. Við hjónin og fjölskylda okkar ásamt móður minni vottum Guð- mundi og fjölskyldu hans innilega samúð í sorginni. Kristín Gísladóttir. Það er erfitt að koma tilfinning- um sínum á skiljanlegt form á stundum sem þessari. Það er erfitt að lýsa sorginni sem maður fyllist, eftirsjánni og söknuðinum sem sit- ur eftir þegar manns nánustu er kippt frá manni án þess að nokkuð fáist að gert og án þess að nokkr- ar útskýringar fáist hvers vegna þeir fara frá manni. Það eina sem hægt er að gera er að leyfa minn- ingunum að njóta sín og minnast þess sem viðkomandi var manni. Katrín amma mín var hlý, yndis- leg kona sem kenndi mér margt sem á eftir að búa í mér um ókomna framtíð og nýtast mér vel i lífinu. Það er mikill missir fyrir okkur öll að amma sé ekki lengur hjá okkur, ekki síst fyrir afa minn, en þau voru gift í yfir 50 ár. Ég veit að Katrín amma mín er á góðum stað þar sem hún lætur gott af sér leiða og ég þakka fyrir hveija mínútu sem ég fékk að vera samvistum við hana. Guðmundur Pálsson. um þann heim sem hann fæddist í. Hvoru tveggja var, að þá var svo óvíst hvort börnin lifðu, og svo hitt að foreldrarnir voru ekki þeirrar gerðar að hætta við að koma upp barni með því nafni sem þau höfðu valið. Þau voru mörg krakkarnir á Arnórstöðum. Þótt við vitum ekki margt um hvernig það var að alast upp í bytjun aldarinnar, og þau séu ekki ýkja orðmörg um það, er ekki erfitt að ímynda sér Nonna grann- an og kvikan á sauðskinnsskóm hlaupandi á eftir fé heima á Jökuld- al. Það hefur verið erfitt líf en ör- ugglega oft gaman. Við sem síðar komum og furðum okkur oft á því hvernig þau tóku öllum þeim ótrú- legu breytingum sem urðu á högum þeirra og þjóðarinnar, fengum eins og augnabliksmynd aftur í tímann þegar þau sátu saman í eldhúsinu í torfbænum í Sænautaseli siðast þegar stórfjölskyldan hittist. Birtan var mjúk í þessú eldhúsi þann dag. Þau sátu þarna, sum þráðbein í baki og ákveðin á svip, önnur að stússa í kaffi og kaffibrauði og sjálfsagt ekki færri en tvö, ef ekki miklu fleiri að setja saman vísur í huganum. - En öll með blik í auga svo við, sem þekkjum þau, gátum verið viss um að bráðurh og jafnvel strax á næsta augnabliki yrði gam- an, tekið yrði til við að hlæja að einhveiju eða einhveijum. Þau öll, og þá ekki síst Nonni, voru sjálfu sér trú og þar liggur líklega galdurinn í því að geta lag- að sig að þeim gjörbreytta heimi sem blasir við þeim sem lék sér barn á Jökuldal fyrir áttatíu árum. Nonni frændi var alla tíð bóndi að eðlisfari. Hann sinnti að vísu mörg- um öðrum störfum ágætlega, en í hjarta sínu var hann aldrei annað. Hann gekk á bændaskóla og hélt framan af bú með Lofti bróður sín- um og fjölskyldu hans. Síðar fór hann að vinna ? fiski, meðal annars fór hann á síld til Seyðisfjarðar og á vertíð til Vestmannaeyja. Eftir að hann flutti til borgarinnar vann hann í fiski og við aðra verka- mannavinnu, meðal annars á Kir-kj- usandi fram á áttræðisaldur. í borginni hélt hann heimili með Guðnýju systur sinni og hýstu þau oft ungt frændfólk sem kom hingað til náms. Flest sumur lá leiðin aust- ur á Dal. Nonni giftist ekki og átti ekki börn. Svo löngu síðar höfum við ekki verið að hnýsast í hvernig á því stóð. Við vildum líklega halda í þá rómantísku hugmynd að þegar hann söng með okkur um minning- una sem geymd væri í hjartanu væri hann að syngja um sjálfan sig. Það var fjarri Nonna að láta einhveijar tískusveiflur hafa áhrif á líf sitt eða hugsunarhátt og margt þótti honum óþarfi sem okkur hin þótti okkur vanta. En hann var alveg laus við áð fjasa um það. Hveijum væri frjálst að hafa það eins og hann vildi. Hann var mannblendinn, hafði gaman af því að tala við bæði börn og fullorðna. Einu sinni var hann á ferð með okkur Helga á Húsavík þar sem ekki var vitað að hann þekkti nokkurn. Skyndilega var hann horfinn. Svo sem klukku- stund síðar kom hann gangandi í hrókasamræðum við mann. Hvað- an þekkir þú manninn? spurði ég. „Ég þekkti hann ekki, en ég þekki hann núna.“ Hann sýndi því áhuga sem við vorum að gera og var ólatur að líta inn hjá sér miklu yngra fólki til að spjalla um heima og geima en oft færðist umræðan austur á land þegar dægurmálin höfðu verið rædd. Og þannig var það einnig þegar aldurinn færðist yfir. Hann kom sér fyrir á elliheimili á Egilsstöðum en hugurinn Jeitaði æ oftar upp í Arnórsstaði. I biblíunni stendur að sælir séu hógværir, því þeir muni landið erfa og sælir séu hjarta- hreinir, því þeir muni Guð sjá. Fáa, ef nokkurn, hef ég þekkt sem þetta á betur við en Jón Þorkelsson. Guðrún Eyjólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.