Morgunblaðið - 05.06.1996, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ1996 33
SIGRÍÐUR
SIG URÐARDÓTTIR
BENEDIKTA E.
HA UKDAL
+ Sigríður Sigurðardóttir
fæddist í Steinmóðarbæ
undir V-Eyjafjöllum 14. febr-
úar 1945. Hún lést á Landspítal-
anum 18. maí síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Stóra-
dalskirkju undir Eyjafjöllum
31. maí.
Æskuvinkona mín elskuleg, Sig-
ríður Sigurðardóttir, Káratanga,
Vestur-Eyjafjöllum, er látin eftir
skammvinn veikindi, langt um aldur
fram. Því miður haga atvikin því
svo til að ég á þess ekki kost að
fylgja minni kæru vinkonu síðasta
spölinn. Með trega í hjarta og van-
máttugum orðum vil ég því minn-
ast hennar hér.
Við Sigríður hittumst fyrst í
Kennaraskólanum haustið 1962.
Þau vináttubönd er mynduðust
strax fyrstu dagana þar hafa hald-
ist fölskvalaus og óslitin síðan, eða
í tæp 34 ár. Ogleymanlegar eru
mér minningarnar frá þeim ijórum
árum sem við áttum saman við
nám, glens og gleði æskunnar í
Kennaraskólanum. Minningarnar á
þessum árum tengjast einnig mjög
æskuheimili Sigríðar að Steinmóð-
arbæ, Vestur-Eyjafjöllum. Þangað
var ferðinni iðulega heitið um helg-
ar og í skólafríum með Siggu vin-
konu. Á heimili hennar geislaði sú
hlýja og glaðværð, sem var svo
eðlislægur þáttur í persónuleika
hennar þá og æ síðan. Káratanga
byggðu þau hjón, Sigríður og Frið-
rik Guðni, á jörð Steinmóðarbæjar
og unni Friðrik staðnum engu
minna en Sigríður og sem hann
hefði þar sjálfur slitið barnsskónum.
í Káratanga ríkti svo sannarlega
áfram sami andi gestrisni og um-
hyggju fyrir vinum og venslafólki
og ríkt hafði á gamla bænum.
Sigríður hefur ekki farið varhluta
af sorginni. Fyrir aðeins tæpum
fjórum árum síðan missti hún ást-
kæran eiginmann sinn, Friðrik
Guðna Þórleifsson. Þau hittust fyrst
í Kennaraskólanum, þar sem Frið-
rik Guðni dvaldi einn vetur í stúd-
entadeild skólans. Ástin kviknaði
þó ekki á milli þeirra fyrr en bæði
stunduðu nám i Tónlistarskólanum
í Reykjavík að loknu almennu kenn-
araprófi. Tónlistin var þeirra sam-
eiginlega áhugamál og starfsvett-
vangur. Hvorki fyrr né síðar hef
ég kynnst hjónum er voru jafn
ástrík hvort við annað og samhent
um alla hluti, og eftir að einkadótt-
irin Hjálmfríður Þöll fæddist var
komin sú óijúfanlega þrenning, sem
stóð saman í blíðu og stríðu æ síð-
an. Aðdáunarvert var og öðrum til
eftirbreytni hvernig Sigríður og
Þöll studdu eiginmann og föður
eftir að hann veiktist og allt þar
til hann skildi við þennan heim. Og
aldrei hvarf þeim vonin um bata
og einlæg trú á Guð. Með óbilandi
baráttuþreki tókst þeim mæðgum
einnig smátt og smátt að vinna bug
á sorginni og finna sér nýjan til-
gang og gleði í þessu lífi.
Þessa daga eftir að Þöll færði
mér fréttina af mjög svo ótímabæru
andláti móður sinnar hefur margt
flogið í gegnum hugann og þá ekki
síst þakklæti fyrir óteljandi yndis-
legar minningar, sem ég og fjöl-
skylda mín eigum um trygga vin-
áttu og ógleymanlegar samveru-
stundir sem langoftast tengjast
þeim öllum þrem, Sigríði, Friðriki
Guðna og Þöll. Á þessari stundu
er mér og efst í huga kyrrlát, ís-
lensk sumarnótt á ofanverðu síðast-
liðnu sumri í garðinum að Kára-
tanga, þar sem við vinkonurnar,
ásamt Einari, bróður Sigríðar, sát-
um á heimalöguðum grasbekkjun-
um að spjalli um leið og við yljuðum
okkur næturlangt við eldinn í eldstó
fjölskyldunnar. Hjartkærir vinir,
Sigríður og Friðrik Guðni, sem
þama byggðu sér sinn sælurann,
munu ávallt standa mér ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum í hinu fagra
umhverfi sem umlykur Káratanga.
Með sorg og sáran söknuð í
bijósti kveð ég mína kæru vinkonu
og trúi því að þau Friðrik séu aftur
saman.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Sigríði samfylgdina og vottum
Hjálmfríði Þöll og unnusta hennar
Aðalsteini, Valdimari unnusta Sig-
ríðar, Einari bróður hennar og öðr-
um systkinum innilegustu sámúð.
Guð styrki ykkur í sorginni.
Hildigunnur Þórsdóttir.
Þegar íslensk jörð skartar sínu
fegursta er Sigríður Sigurðardóttir,
tónlistarkennari, til moldar borin.
Hún kom eins og sólargeisli inn í líf
okkar í Dalbrautarskóla fyrir tæpum
tveimur árum og vann hugi okkar
og hjörtu, bæði kennara og nem-
enda. Annað var ekki hægt. Fram-
koma hennar og hlýtt viðmót var
ómótstæðilegt. Hún hafði til að bera
innsæi og næmi á tilfínningar ann-
arra. Hún var skarpgáfuð, fyndin
og hnyttin í tilsvörum. Viðhorf henn-
ar til lífsins sýndi að hún var forlaga-
trúar og hafði sýn á tvo heima.
Sigríður var hjá okkur í Dal-
brautarskóla aðeins einn vetur en
þar mynduðust sterk tengsl milli
hennar og okkar hinna kennaranna.
Sl. haust var hún ráðin tónlistar-
kennari við Setbergsskóla og var
þar við störf þegar hún lést.
Ég minnist margra góðra stunda
með Sigríði innan og utan skólans,
t.d. gleymi ég ekki móttökunum
sem við samkennarar hennar feng-
um í Káratanga, höfuðbólinu henn-
ar þar sem útsýni er til allra átta
og fjallasýn fögur. Umgjörðin hæfði
konunni sem nú er kvödd enda vildi
hún helst dvelja þar hvenær sem
færi gafst frá störfum.
Sigríður missti mann sinn Friðrik
Guðna Þórleifsson fyrir fjórum
árum og harmaði hann mjög. Hann
var tónlistarkennari og ljóðskáld.
Sigríður átti auðvelt með að tala
um sorgina eins og aðrar tilfinning-
ar sínar. I hennar augum var það
eðlilegur og sjálfsagður hlutur að
tala um horfínn ástvin sem hafði
verið henni svo náinn. Ég tel að
Sigríður hafi hjálpað mörgum, sem
hafa gengið í gegnum ástvinamissi,
með opinskárri umræðu sinni, m.a.
í Ríkisútvarpinu í þætti Steinunnar
Jóhannesdóttur, leikara, en í þætt-
inum var fjallað um líf og starf
Friðriks Guðna og lesin voru upp
ljóð eftir hann.
En Sigríður átti enn eftir að finna
ástina. Fyrir ári síðan kynntist hún
Valdimar Össurarsyni og hófu þau
sambúð sl. haust. Þau höfðu ákveð-
ið að ganga í hjónaband 4. maí sl.
en örlögin komu í veg fyrir það.
Trygglyndi Sigríðar lýsti sér vel
þegar hún bauð okkur kennurunum
í Dalbrautarskóla heim til sín í febr-
úar sl. Hún fagnaði okkur vel,
kynnti okkur fyrir verðandi manni
sínum, dró upp gítarinn og spilaði
og söng af miklum þrótti. Við fylgd-
um örugg forsöngvaranum lagvissa
með fallegu röddina. Nú ertu flogin
út í fjarskan, söngfuglinn ljúfi.
Góða ferð.
Við í Dalbrautarskóla þökkum
Sigríði samfylgdina og sendum
Valdimar, Þöll, Aðalsteini, systkin-
um og öðrum ástvinum hennar sam-
úðarkveðjur.
Lillý Guðbjörnsdóttir.
+ Benedikta E.
Haukdal var
fædd 5. júní 1905 á
Laugardælum í
Hraungerðis-
hreppi. Hún lést 22.
maí síðastliðinn í
St. Jósepsspítalan-
um í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar
voru Eggert Ben.e-
diktsson bóndi á
Laugardælum og
kona hans, Guðrún
Bjarnadóttir. Bene-
dikta var næst-
yngst níu systkina
sem öll eru látin. Benedikta
giftist séra Sigurði Haukdal (f.
7. ágúst 1903, d. 31. júlí 1985)
5. júní 1929. Foreldrar hans
voru Sigurður Sigurðsson,
ráðunautur í Reykjavík, og
kona hans, Björg Guðmunds-
dóttir. Þau eignuðust tvo syni
auk þess sem þau tóku að sér
fósturdóttur. Þau eru: 1) Sig-
urður Haukdal, fyrrverandi
flugsljóri í Garðabæ, f. 14. des-
ember 1930, hans kona er Anna
E. Haukdal, þau eiga þrjár
dætur, tólf barnabörn og tvö
barnabarnabörn. 2) Eggert
Haukdal, bóndi á Bergþórs-
hvoli og fyrrverandi alþingis-
maður, f. 26. apríl 1933, sam-
býliskona hans er
Guðrún Bogadóttir,
Eggert á eina dótt-
ur og eitt barna-
barn. 3) Ásta Valdi-
marsdóttir, starfs-
maður á Hrafnistu
í Reykjavík, f. 25.
maí 1933. Ásta á
fimm börn, 14
barnabörn og fimm
barnabarnabörn.
Benedikta og
Sigurður hófu bú-
skap 1929 í Flatey
á Breiðafirði þar
sem Sigurður þjón-
aði sem prestur auk annarra
trúnaðarstarfa sem hann tók
að sér. Árið 1945 fluttust þau
að Bergþórshvoli í Vestur-
Landeyjum þar sem Sigurður
þjónaði Akureyjar- og Kross-
prestakalli. Á Bergþórshvoli
stunduðu þau jafnframt bú-
skap til ársins 1973, þar af síð-
ustu árin í samstarfi við Egg-
ert son þeirra. Árið 1973 flutt-
ust þau Benedikta og Sigurður
til Reykjavíkur og áttu þar
heimili á Barónsstíg 45. Þar
andaðist Sigurður 1985 og
1991 flutti Benedikta á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Benedikta var jarðsungin frá
Bústaðakirkju hinn 31. maí.
Upp er runnin kveðjustund,
amma er farin til langþráðra endur-
funda við afa sem efalaust hefur
tekið vel á móti æskuástinni sinni,
en þau kynntust er afí kom til sum-
ardvalar á heimili langafa míns og
ömmu, sem ráku myndarbú að
Laugardælum í Hraungerðishreppi,
Svo mikil og sterk bönd bundu þau
við Laugardæli að þar kusu þau
að eiga sér legstað. Þar ólst amma
upp í stórum systkinahópi næst-
yngst níu systkina, en þau voru:
Agnes, Anna, Bjarni, Bogi, Lára,
Ragna, Rósa og Stefanía. Æskuár-
in liðu við dagleg bústörf eins og
venja var. Hún átti þess síðan kost
að dvelja hluta úr ári í Danmörku
á heimili Stefaníu systur sinnar þar
sem hún m.a. lærði danska tungu
og kynntist nýjum viðhorfum. Það
ásamt þeirri miklu þekkingu og
reynslu sem hún hafði fengið í föð-
urhúsum nýttist henni vel í því
ævistarfi sem beið hennar.
Þann 5. júní 1929 gengu þau afi
í hjónaband og fluttist hún með
honum til Flateyjar á Breiðafirði,
en þar hafði hann vígst til presta-
kalls árið 1928. Árin í Flatey urðu
sextán, þar fæddust þeim synirnir
Sigurður og Eggert og þar tóku
au að sér Ástu fósturdóttur sína.
Flatey var iðandi mannlíf á þeim
tíma og tók afi fljótlega að sér
ýmis önnur ábyrgðarstörf svo sem
í hreppsnefnd og sýslunefnd. Þau
eignuðust marga kæra vini á þeim
árum sem þau voru í Flatey og
minningar þeirra um þann tíma
voru þeim ávallt ofarlega í huga.
Þó heillaði víðátta suðurlandsins
og þegar afí fékk veitingu fyrir
Landeyjarþingi í Rangárvallapróf-
astdæmi kvaddi fjölskyldan Flatey
með trega og fluttist að Bergþórs-
hvoli í Vestur-Landeyjum. Þar
þjónaði afi Akureyjar- og Kross-
sókn. Sem fyrr hlóðust á afa ýmis
önnur ábyrgðarstörf. Hann var
m.a. í hreppsnefnd, þar af oddviti
í sextán ár, í sýslunefnd, og gegndi-
fjölda ábyrgðarstarfa fyrir Sjálf-
.stæðisflokkinn. Þá varð hann pró-
fastur í Rangárvallaprófastsdæmi.
Það kemur af sjálfu sér að nefna
hér störf afa því ég veit að baki
honum stóð alla tíð hógvær kona
sem hann sótti ráð og styrk til í
hveiju sem hann tók sér fyrir hend-
ur.
Á Bergþórshvoli stunduðu þau
búskap til ársins 1973 og höfðu
unnið mikið starf við að rækta upp
jörðina. Amma sat ekki auðum
höndum heldur tók alla tíð virkan
þátt í starfi afa og þau störf sem
til féllu við bústörfín, hvort sem
var úti eða inni, gekk hún í af
miklum myndarskap. Sérhlífni átti
hún ekki til en gerði jafnframt
miklar kröfur til annarra og ætlað-
ist líka til þess að þeir gerðu sitt
besta, sem við barnabörn og frænd-
fólk sem áttum þess kost að dvelja
hjá þeim sumarlangt mörg hver ár
eftir ár, búum að enn í dag.
Amma var alla tíð mjög félags-
lynd og naut þess að vera í góðra
vina hópi. Hún var einn af helstu
hvatamönnum að stofnun kirkju-
kórs við Akureyjarsókn og var for-
maður hans alla sína búskapartíð
að Bergþórshvoli. Þá vann hún að
stofnun kirkjukórasambands
Rangárvallaprófastdæmis þar sem
hún var formaður um skeið. Hún
var virk í Kvenfélagi Vestur-Lan-
deyja og var formaður þess um níu
ára skeið.
Landeyjar og Landeyingar áttu
ávallt stóran hlut í huga og hjarta
afa og ömmu og var það trega-
blandin stund þegar afi lét af störf-
um árið 1973 og þau fluttust til
Reykjavíkur þar sem þau settu upp
heimili á Barónsstíg.
Árið 1985 lést afi snögglega.
Amma missti mikið við andlát hans
enda höfðu þau alltaf verið sérstak-
lega náin og sú gagnkvæma ást
og virðing sem þau sýndu hvort
öðru var lærdómur fyrir okkar sem
til sáum. Nú var kominn tími til
að létta störfin og árið 1991 flutt-
ist amma á Hrafnistu í Hafnarfirði
Á Hrafnistu bjó hún við gott at-
læti, starfsfólkið reyndist sérstak-
lega hlýlegt og þar eignaðist hún
góða vini sem hún naut samveru-
stunda við og að hitta kellurnar
yfir kaffibolla á kvöldin var ómiss-
andi þáttur í tilverunni.
Eftir fráfall afa var amma þó
aldrei ein og má ég til að nefna
og þakka þá einstöku ástúð og
natni sem foreldrar mínir, Sigurður
og Anna, sýndu henni fram á síð-
asta dag. Ekki leið sá dagur að þau
hefðu ekki símsamband við hana 'w“
og ekki vika án gagnkvæmra heim-
sókna. Þau voru einstaklega sam-
taka í því að létta henni lífíð og
vart leið sú helgi að amma var
ekki sótt, kannski farið í bíltúr jafn-
vel austur og yfirleitt var endað í
stofu á Lindarflötinni. Sllk ræktar-
semi við móður og tengdamóður
er örugglega einstök, enda hafði
amma oft orð á því hversu góð þau
væru við hana.
Amma fylgdist vel með þjóðmál-
um og fréttir varð hún að sjá eða
heyra daglega. Einnig fylgdist hún
grannt með lífi og störfum barna-
barna og barnabarnabarna. Fram
að því að hún lagðist banaleguna ■»
lét hún sig ekki vanta þegar eitt-
hvað var um að vera hjá fjölskyld-
unni. Á hátíðis- og tyllidögum til-
heyrði að amma væri með okkur.
Jafnvel I fjölmennum og háværum
barnaafmælum undi hún sér vel,
hún dró þá bara niður I heyrnar-
tækinu ef hávaðann keyrði um
þverbak. Eftir að sá siður komst á
að foreldrar mínir stóðu árlega fyr-
ir þorrablóti á heimili sínu þá kom
það fyrir oftar en ekki að þegar
líða tók á nótt og við unga fólkið *■
drógum okkur I hlé kvöddum við
ömmu sem sat eftir hress og kát,
nóttin var ung og enn tími til að
syngja nokkur lög.
Eg kveð þig, elsku amma, ég
mun alltaf sakna þín og samveru-
stunda minna með ykkur afa. Eftir
lifa minningar um uppruna sem
vert er að vera stolt af.
Benedikta.
Ertidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðhorð, íallegir
salir og mjiig
góð þjómista
U pplýsingar
ísíma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR IIÍTEL MIFTUIIIIK
HAALEITIS
APÓTEK
Háaleitisbraut 68
VESTURBÆJAR
APÓTEK
Melhaga 20-22
eru opin til kl. 22
Næturafgreiðslu
eftir kl. 22 annast
Háaleitisapótek