Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
36Ö.I ÍMÚl .5 íiUOA(J'J)D'/<Ii./ 8É
^'mÍÐvTkUDÁgUáT JÚNÍ1996 30
FRÉTTIR
Greiningar- og ráð-
gjafastöð ríkisins
V ornám-
skeið um
einhverfa
GREININGAR- og ráðgjafastöð
ríkisins stendur fyrir vornámskeiði
um einhverfu og heilkenni Asper-
.ger fötlunar í Háskólabíói á milli
kl. 9 og 16.15 dagana 6. og 7.
júní nk. Ástrós Sverrisdóttir, for-
maður Umsjónarmfélags ein-
hverfra, verður fundarstjóri fyrri
daginn og Helgi Seljan, félags-
málafulltrúi Öryrkjabandalagsins,
stýrir fundi seinni daginn. Fimmt-
án fyrirlestrar verða á ráðstefn-
unni.
Á vornámskeiðinu verður m.a.
íjailað um orsakir og greiningu
einhverfra, einhverfu og tengdar
fatlanir, meðferðarþætti og ævifer-
il einstaklingsins. Foreldrar ein-
hverfa verða með í umræðum und-
ir yfirskriftinni „Að lifa með ein-
hverfu - frá sjónarhóli aðstand-
enda“.
Einhverfa er talin meðfædd og
kemur oftast í ljós fyrir 3 ára ald-
ur. Rannsóknir á orsökum ein-
hverfu benda til truflunar á starf-
semi heilans þannig að úrvinnsla
skynjana verður ekki með eðlileg-
um hætti. Hún hindrar börnin m.a.
í að mynda tilfinninga- og félags-
leg tengsl við annað fólk. í kring-
um 60 einstaklingar hafa verið
greindir með einhverfu hér á landi
frá árinu 1970.
Að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu eru einhverfa og heil-
kenni Asperger þær fatlanir sem
lítið er fjallað um opinberlega þótt
mikil þörf sá á því að auka skiln-
ing almennings og félags- og heil-
brigðisyfirvalda á þessum vanda
sem leggist þungt á nánustu ætt-
ingja einhverfra einstaklinga.
Kynning
á sumarstarfi
Gjábakka
FÉLAG eldri borgara í Kópavogi,
Frístundahópurinn Hana-nú og
Gjábakki kynna miðvikudaginn 5.
júní sumarstarfsemi sína. Kynning-
in hefst í Gjábakka, Fannborg 8
kl. 14.
Vakin er athygli á að allir sem
náð hafa 50 ára aldri geta orðið
félagar í Hana-nú og í Félagi eldri
borgara er aldurstakmarkið 60 ára.
Einhver skemmtiatriði verða, m.a.
les Bókmenntaklúbbur Hana-nú
ljóð eftir Þuríði Guðmunsdóttur. Þá
fer einnig fram formleg afhending
á útskornu listaverki sem prýða
mun ræðustól Gjábakka.
Kynningin er öllum opin meðan
húsrúm leyfir.
Framtíðar-
skipulag ferða-
þjónustu
FJÓRÐI fundur í níu funda röð
ferðamálahóps Framsóknarflokks-
ins, Framsókn í ferðamálum, verður
haldinn fimmtudaginn 6. júní nk. á
Hótel Sögu í A-sal á 2. hæð og
hefst kl. 20. Fundurinn ber yfir-
skriftina Framtíðarskipulag ferða-
þjónustunnar og er fundarstjóri
Stefán Jón Hafstein.
Frummælendur eru tveir, þeir
Olafur Örn Haraldsson alþingis-
maður og Pétur J. Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs Flug-
leiða.
Að loknum framsöguerindum
verða pallborðsumræður með þátt-
töku Ómars Benediktssonar, ís-
landsflugi og íslandsferðum,
Tryggva Árnasonar, Jöklaferðum
Höfn, og Magnúsar Oddssonar,
framkvæmdastjóra Ferðamálaráðs.
NÝÚTSKRIFAÐIR leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla íslands ásamt Margréti Friðriksdóttur, skóla-
meistara MK, og Birnu G. Bjarnleifsdóttur, umsjónarmanni Ieiðsögunámsins.
24 nýir leiðsögumenn útskrifast
NÝLEGA útskrifuðust 24 nýir
leiðsögumenn frá Leiðsöguskóla
Isiands. Leiðsögunámið stendur
yfir í tvær samfelldar annir og
fer kennslan fram í Menntaskól-
anum í Kópavogi sem er kjarna-
skóli fyrir ferðamálakennslu.
Leiðsögunemar verða að hafa
náð 21 árs aldri þegar námið
hefst og hafa lokið stúdéntsprófi
eða sambærilegri menntun. Leið-
sögunámið er bæði bóklegt og
verklegt og vinna nemendur
raunhæf verkefni þar sem þeir
æfa sig í að flytja fyrirlestra frá
eigin bijósti um jarðfræði, fugla,
gróðurvernd, skógrækt, sögu,
atvinnulíf, bókmenntir og listir.
Nauðsynlegt er að nemendur
hafi góða tungumálakunnáttu og
fara æfingarnar fram á erlend-
um tungumálum. Einnig eru söfn
og aðrir ferðamannastaðir heim-
sóttir og lýkur náminu með
hringferð um landið. Innritun
nýrra nemenda fer fram í byrjun
ágústmánaðar.
Shellstöðvar
fá viður-
kenningu
SHELLSTÖÐVARNAR í Reykja-
vík hafa fengið viðurkenningu
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur-
borgar um að þær uppfylli
ákvæði reglugerðar sem nýlega
hefur tekið gildi um fyrirtæki
sem annast framleiðslu og dreif-
ingu matvæla.
Kröfur nýju reglugerðarinnar
lúta að meðferð matvæla, gæðum
hráefna og geymslu svo og hrein-
læti, vinnufatnaði og tóbaksreyk-
ingum. Húsakynni og athafna-
svæði þurfa að standast kröfur
um aðskilnað frá mengandi starf-
semi og kröfur eru gerðar um
starfsmannaaðstöðu, loftræst-
ingu og frárennslismál.
SHELLSTÖÐVARNAR í Reykjavík eru fyrstu bensínstöðvarnar
í landinu sem fá viðurkenningu fyrir að uppfylla kröfur nýrrar
reglugerðar um meðferð matvæla. Margrét Guðmundsdóttir for-
stöðumaður á Markaðssviði Skeljungs hf. tekur við viðurkenningu
frá Ágústi Thorstensen heilbrigðisfulltrúa Reylqavíkur.
Morgunblaðið/Ásdís
GRETA Kaldalóns, skólastjóri Miðskólans, flytur ávarp við skóla-
slit í Fríkirkjunni.
Miðskólinn kveður
Miðbæj arskólann
FJÓRÐA starfsári Miðskólans lauk
við skólaslit í Fríkirkjunni mið-
vikudaginn 29. maí sl. Skólinn hef-
ur hingað til haft aðsetur í gamla
Miðbæjarskólanum, en Skólamið-
stöð Reykjavíkur mun flytja í það
húsnæði í haust. Allt bendir því til
þess að siðustu nemendurnir hafi
kvatt hið gamla skólahús, en þar
tók Bamaskóli Reykjavíkur til
starfa árið 1898.
Skólastjóri Miðskólans er Greta
Kaldalóns. í ræðu sinni við skóla-
slitin greindi hún frá því að skólinn
tæki að öllum likindum til starfa i
nýju húsnæði að Skógarhlíð 10 í
haust. Um er að ræða efri hæð
hússins, og telur Greta það henta
vel undir starfsemi skólans. Skóla-
málaráð samþykkti þann 20. mai
s.I. að ganga til samninga um Ieigu
á umræddu húsnæði og var málinu
vísað til afgreiðslu borgarráðs.
I Miðskólanum voru 65 nemend-
ur sl. veturog þar störfuðu átta
kennarar. Öllum kennumm var
sagt upp í maí vegna óvissu um
framtíð skólans, en þegar endan-
lega hefur verið gengið frá hús-
næðismálum skólans verður hafist
handa við endurskipulagningu
skólastarfsins.
Breytt fundaað-
staða hjá Fjalla-
hj ólaklúbbnum
ÍSLENSKI fjallahjólaklúbburinn
hefur flutt fundaaðstöðu sína úr
Þróttheimum að Austurbugt 3.
Félagsfundir verða haldnir fyrsta
og þriðja hvern fimmtudag hvers
mánaðar kl. 20. Fundirnir eru opn-
ir öllu áhugafólki um hjólreiðar,
félagsbundnu jafnt sem ófélags-
bundnu.
Fimmtudaginn 6. júní nk. verður
haldið námskeið í undirbúningi
ferðalaga á reiðhjóli. Þar verður
farið í þætti er varða reiðhjólið,
fatnað, matarræði og almennan
viðlegubúnað. Síðar verða haldin
námkeið eins og viðgerðanámskeið
og undirbúning vetrarhjólreiða.
I fréttatilkynningu segir:
„Klúbburinn stendur fyrir léttum
lautarferðum fyrir byijendur og
erfiðari ferðum fyrir þá sem lengra
eru komnir. Öll starfsemi klúbbsins
er unnin í sjálfboðavinnu svo að
yfirleitt kostar ekkert að taka þátt
í starfseminni fyrir utan beinan
kostnað s.s. skálagjöld, tjald-
svæðagjöld, ferju- og rútuferðir.
Almenningur er hvattur til að
kynna sér starfsemina í atburða-
almanaki klúbbsins sem fáanlegt
er í öllum hjólreiðaverslunum í
Reykjavík og Kópavogi.“
Gengið um Suð-
urnes að Gróttu
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
heldur áfram göngu sinni um strönd
Reykjavíkurborgar og Seltjarhar-
nesþæjar.
Á miðvikudagskvöld verður farið
frá Miðbakkatjaldinu kl. 20, síðan
með SVR út að Lambastöðum. Þar
hefst gönguleiðin kl. 20.30. Farið
verður út á Suðurnes og norðurund-
ir Gróttu. Val um að ganga til baka
eða taka SVR. Litið verður á her-
minjar í leiðinni.
Tríó Con Brio á
Kringlukránni
TRÍÓ Con Brio leikur á Kringlu-
kránni í kvöld, miðvikudagskvöldið
5. júní, og hefst dagskráin kl. 22.
Tríóið skipa þeir Birgir Braga-
son, bassaleikari, Reynir Sigurðs-
son, harmonikuleikari og Þórður
Árnason, gítarleikari. Efnisskráin
inniheldur aðallega norræn alþýðu-
lög eftir höfunda eins og Evert
Traube, Bellerman, Jón Múla o.fl.
Stórstúkuþing
STÓRSTÚKUÞING verður haldið
dagana 6.-8. júní nk. i Templara-
höllinni í Reykjavík og hefst með
Unglingaregluþingi fímmtudaginn
6. júní kl. 10.1 tengslum við þingið
verður opinn fundur í Vinabæ, Skip-
holti 33, fimmtudaginn 6. júní kl.
20.
Frummælendur verða Ómar
Smári Ármannsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn í Reykjavík, Ásta B.
Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur,
Akureyri, og Hilmar Jónsson rithöf-
undur, Keflavík. Á fundinum sitja
fyrir svörum heilbrigðis-, mennta-,
dóms- og kirkjumálaráðherra eða
staðgenglar þeirra. Rætt verður
víðtækt og stórt átak í forvarnar-
starfí og vímuefnavömum.
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Krist-
ínu Arnalds, skólameistara FB og
Kristínu Blöndal, deildarstjóra FB:
„í tilefni greinar Sölva Sveins-
sonar, skólameistara Fjölbrauta-
skólans við Ármúla, í Morgunblað-
inu 30. maí sl. um sögu sjúkraliða-
menntunar á íslandi finnst okkur
nauðsynlegt að gera eftirtaldar
athugasemdir:
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
tók til starfa 4. október 1975 og
frá upphafí var sjúkraliðamenntun
liður í starfsemi skólans undir
styrkri stjórn Solveigar Jóhanns-
dóttur. Teljum við af þessu aug-
ljóst að FB hafi verið brautryðj-
andi í kennslu sjúkraliðanema í
almennum framhaldsskóla á ís-
Iandi.
Margir ijölbrautaskólar um allt
land hafa fylgt námsskipulagi
sjúkraliðabrautar FB.
Fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuð-
ust frá FB í desember 1977 og frá
upphafí hafa 337 sjúkraliðar út-
skrifast frá skólanum.
Skólinn hefur haldið mörg
endurmenntunarnámskeið fyrir
starfandi sjúkraliða og hefur þátt-
takan verið það mikil að ekki hefur
reynst unnt að anna eftirspum.“
■ BJÖRGVIN R. Leifsson heldur
fyrirlestur um rannsóknarverkefni
sitt til meistarprófs í líffræði mið-
vikudaginn 5. júní kl. 16.15 í stofu
G-6 á Grensásvegi 12. Öllum er
heimill aðgangur að fyrirlestrinum
meðan húsrúm leyfir. Rannsakaðar
voru lífsferlar, tímgunartími og lóð-
rétt dreifing þanglúsartegundanna
Idotea granulosa og I. pelagica við
Óttarsstaði vestan Straumsvíkur og
við Bakkahöfn norðan Húsavíkur
(I. granulosa) og austan Straums-
víkur við Háanef (I. pelagica) í tvö
ár. Umsjónarmenn með verkefninu
voru dr. Agnar Ingólfsson pró-
fessor og dr. Jörundur Svavars-
son prófessor.