Morgunblaðið - 05.06.1996, Side 52
Háppaþrennufyrirafganginn
•flYIINDAI
HÁTÆKNI TIL FRAMFARA
ÍMÍ Tæknival
SKEIFUNNI 17
SlMI 550-4000 • FAX 550-4001
MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(á>CENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚNÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Tímakaup lægra en í
flestum OECD-ríkjum
ÍSLENDINGAR vinna meira en flest-
ar aðrar þjóðir og landsframleiðsla á
vinnustund hérlendis er langt undir
meðaltali OECD ríkjanna. Fullvinn-
andi fólk á íslandi vinnur að meðal-
tali 50 klukkustundir á viku en að-
eins 39 í Danmörku. í þessu felst
að framleiðni er lítil hérlendis og
tímakaup þess vegna lægra en í flest-
um öðrum aðildarríkjum OECD.
Þrátt fyrir þetta sýna öll kennileiti
sem helst er litið til í alþjóðlegum
samanburði að lífskjör eru góð á ís-
landi. Landsframleiðsla á mann árið
1994 var 3,4% meiri hér á landi en
að meðaltali í aðildarríkjum OECD
og 7,6% meiri en að meðaltali í ESB.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Þjóð-
hagsstofnun hefur unnið fyrir for-
sætisráðherra.
í skýrslunni segir að tímakaup í
dönskum iðnaði sé 55% hærra en í
sænskum iðnaði og 97% hærra en í
íslenskum.
Tekjur hjóna í Danmörku voru að
jafnaði 39% hærri en á íslandi árið
1993. Munurinn er hins vegar minni
þegar litið er til ráðstöfunartekn-
anna. Þær voru 14,9% hærri 1 Dan-
mörku þar sem skattbyrðin er mun
þyngri. Meðalheimili í Danmörku
greiðir 38% tekna sinna í tekju- og
eignarskatta samanborið við 21% á
íslandi. Jaðarskattar eru einnig mun
hærri í Danmörku en á íslandi.
Meiri tekjuteng-ing
bóta á Islandi
í skýrslunni segir að þrátt fyrir
þetta séu lífskjör góð á íslandi.
Þannig hafi landsframleiðsla á mann
árið 1994 verið 3,4% meiri hér á
landi en að meðaltali í aðildarríkjum
OECD og 7,6% meiri en að meðal-
tali í Evrópusambandinu. Sömu sögu
segja aðrir mælikvarðar, svo sem
stærð íbúðarhúsnæðis, fjöldi bifreiða
og sjónvarpstækja á íbúa, sem óvíða
er meiri en á íslandi, svo og vísbend-
ingar um gæði heilbrigðisþjón-
ustunnar.
Tekjutenging bóta er mun meiri
hérlendis en í Danmörku. Ýmsar
bætur sem standa hinum allra tekju-
lægstu til boða eru hærri á Islandi
en í Danmörku. Fólk með lágar
meðaltekjur fær hins vegar mun
meiri bætur í Danmörku en hérlend-
is. Sem hlutfall af landsframleiðslu
námu útgjöld til félagsmála í Dan-
mörku 32,9% en 18,9% á íslandi.
■ Svipuð hagsæld/6
20.000 tonn
af malbiki
HAGSTÆTT tiðarfar hefur ekki
aðeins haft áhrif á gróðurinn.
Ýmsum framkvæmdum hefur ver-
ið ýtt fyrr úr vör en venja er. Sig-
urður Skarphéðinsson, gatna-
málastjóri, nefnir að malbikunar-
framkvæmdir hafi hafist 3 vikum
fyrr en í meðalári. Svipaðri fjár-
veitingu og undanfarin ár eða 215
milljónum var veitttil malbikunar-
framkvæmda á árinu. Verðhækk-
un á malbiki hefur hins vegar
haft þær afleiðingar að minna
magn fæst fyrir fjármunina. Alls
verður því unnið úr um 20.000
tonnum af maibiki í stað 22.000
tonna síðasta sumar. Um 60.000
fm af malbiki þarf að fræsa burt
í sumar.
Einn vinnuflokkur með 8 til 10
starfsmönnum sér um fram-
kvæmdirnar og er unnið á tveimur
til fjórum stöðum í borginni á
hverjum degi. Nú standa yfir
framkvæmdir í Vesturbænum.
Óhætt að
veiða 200
hrefnur
árlega
HAFRANNSÓKNASTOFNUN íel-
ur að veiðar á 200 hrefnum og 100
langreyðum muni ekki stofna þess-
um hvalastofnum í hættu. Því hef-
ur stofnunin lagt það til að veiði í
þessum mæli verði heimiluð, verði
tekin um það ákvörðun að hefja
hvalveiðar á ný. „Ailt bendir til að
hvalveiðar undanfarna áratugi hafi
verið innan þeirra marka sem
stofninn þolir,“ segir Jóhann Sigur-
jónsson, hvalasérfræðingur Haf-
rannsóknastofnunar.
Jóhann segir að í skýrslunni sé
vísað til aflareglna sem menn hafi
verið að þróa. Þær byggist á mis-
munandi forsendum um afrakst-
ursgetu og stofnmörk. „í raun og
veru er það pólitísk ákvörðun hvaða
veiðiregla verður fyrir valinu,“ seg-
ir hann. „Þess vegna komum við
ekki með nákvæmari tillögur.“
Ekki hafa verið gerðar jafn mikl-
ar rannsóknir á veiðireglum fyrir
langreyðarstofninn eins og hrefnu-
stofninn, að sögn Jóhanns. Sam-
kvæmt úttekt Hafrannsóknastofn-
unar frá því fyrir nokkrum árum
bendi allt til þess að veiðiþol lang-
reyðarstofnsins sé a.m.k. 100 til
200 dýr á ári.
■ Veiða mætti 200/Cl
Þrír slösuð-
ust í árekstri
ÞRÍR voru fiuttir á slysadeild eftir
árekstur tveggja bíla í Þverholti í
Mosfellsbæ um kl. 21 í gærkvöldi.
Einn mannanna var skorinn á
höfði, en ekki var að öðru leyti
mikið vitað um meiðsli fólksins.
Bílarnir eru mikið skemmdir og
voru fjarlægðir með dráttarbílum.
Ekki var vitað í gærkvöldi hver
tildrög slyssins voru.
Morgunblaðið/Kristinn
Kringlan
Yfir-
byggð
göngubrú
í sumar
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að gengið verði til
samninga um byggingu
göngubrúar frá bílastæðum
við byggingu Sjóvár-
Almennra yfir á aðra hæð
bílastæða við verslunarmið-
stöðina Kringluna.
Þorvaldur S. Þorvaldsson,
skipulagsstjóri, segir að frá
upphafi hafí staðið til að
byggja göngubrúna. Með
samningi við rekstraraðila og
húseigendur verði brúin hins
vegar veglegri en upphaflega
hafi verið gert ráð fyrir.
Samnýting bílastæða
I samningnum felst að
þessir aðilar sjái um allar
framkvæmdir og kosti gler-
yfirbyggingu yfir göngu-
brúna. Borgarsjóður greiðir
sinn hlut, 13,5 milljónir
króna, í tveimur hlutum, ann-
an helminginn árið 1999 og
hinn helminginn árið 2000,
með verðbótum en án vaxta.
Hlutur borgarinnar er miðað-
ur við áætlun um óyfirbyggða
brú. Göngubrúin felur í sér
samnýtingu bílastæða beggja
vegna götunnar og verður
hægt að ganga þurrum fótum
í votviðri alla leið inn í versl-
unarmiðstöðina.
Stefnt er að því að hægt
verði að ljúka við göngubrúna
í sumar. Á sama tíma verður
gerður inngangur inn í Borg-
arkringluna frá áðurnefndum
bílastæðum og kjallarar
Borgarkringlu og Kringlu
verða tengdir saman.
A
Alit Samkeppnisstofnunar vegna erindis fiskvinnslustöðva án útgerðar
Samkeppni myndi aukast
ef reglur yrðu rýmkaðar
SAMKEPPNISRÁÐ hefur skilað áliti
vegna erindis Samtaka fiskvinnslu-
stöðva án útgerðar um meinta mis-
munun fiskvinnslufyrirtækja. Ráðið
telur að ekki sé farið gegn markmið-
um samkeppnislaga, en ef reglur um
handhöfn aflahlutdeildar yrðu rýmk-
aðar og framsal aflahlutdeilda til
fiskvinnslustöðva án útgerðar heimil-
að, myndi samkeppni í viðskiptum
með sjávarafia aukast og samkeppn-
isstaða fiskvinnslustöðva jafnast.
Á fréttamannafundi sem stjórn
SFÁÚ boðaði til í gær til að kynna
úrskurðinn, kom fram að samtökin
telja að ráðið hafi hliðrað sér frá því
að taka á málinu. I áliti þess sé ekki
tekin afstaða til þess meginágrein-
ingsefnis sem SFÁÚ óskaði eftir að
fjallað yrði um. Samtökin hyggjast
fylgja málinu eftir og íhuga málsókn
til æðri dómstóla.
Samtök fiskvinnslustöðva án út-
gerðar sendu Samkeppnisstofnun
erindi 1. mars 1995 og bentu á að
fyrirtæki sem reki bæði fiskvinnslu
og útgerð og hafi fengið úthlutað
kvóta endurgjaidslaust frá hinu opin-
bera, fénýti þessar heimildir og noti
fjármagnið til reksturs fiskvinnsl-
unhar, m.a. til niðurgreiðslu á fisk-
kaupum á fiskmörkuðum. Stjórn
SFÁÚ telur að þetta framkalli mis-
mun sem blandist inn í verðmyndun
á fiski með afgerandi hætti og skekki
samkeppnisstöðu. Á blaðamanna-
fundinum kom fram að stjórn SFÁÚ
telur að samkeppnisráð hafi hliðrað
sér hjá að taka afstöðu til þessa atrið-
Rýmkun laga leiðir til
aukinnar samkeppni
Niðurstaða samkeppnisráðs er sú
að frelsi til framsals aflaheimilda
feli í sér hvata til hagræðingar og
sérhæfingar sem leiði til hagkvæm-
ari nýtingar og auðveldi nýjum aðil-
um að hefja útgerð. Megingrundvöll-
ur í erindi SFÁÚ gangi því ekki gegn
markmiðum samkeppnislaga. Ráðið
bendir sjávarútvegsráðherra hins-
vegar á, að ef reglur um handhöfn
aflahlutdeildar yrðu rýmkaðar og
heimilað yrði að framselja aflahlut-
deild til aðila sem aðeins reka fisk-
vinnslu, væri sú breyting til þess
fallin að auka samkeppni í viðskipt-
um með sjávarafla til vinnslu, jafna
að vissu marki samkeppnisaðstöðu
fiskvinnslustöðva með eða án útgerð-
ar og auðvelda aðgang nýrra keppi-
nauta að markaðnum.
Ekki vikið að meginágreiningi
Óskar Þór Karlsson, formaður
SFÁÚ, segir að samkeppnisráð hafi
hliðrað sér hjá því að taka á málinu
og ekki sé tekin afstaða til þess
meginágreiningsefnis sem því var
falið að fjalla um. Hann segir málið
hápólitískt og snerta gífurlega hags-
muni og því sé ekki annars að vænta
en að samkeppnisráð hafi verið und-
ir einhveijum þrýstingi. Málinu sé
hinsvegar ekki lokið af hálfu SFÁÚ
og þau muni jafnvel velta fyrir sér
málsókn til æðri dómstóla og að
Samkeppnisstofnun EFTA hafi verið
nefnd í því sambandi.