Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 B 13 KVIKMYINIDIR Söngglaður hringjari; Felix Bergsson fer með hlutverk hringjarans í nýju Disney- teiknimvndinni. Hve/ýir /eika í nýjustu Disney-teikmmyndmm? íslenska talið íHringiaranum Nýjasta Disney-teiknimyndin er Hringjarinn í Notre Dame. Hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum í sumar en Sambíóin taka hana til sýningar um næstu jól og verður hún sýnd bæði með íslensku og ensku tali eins og tíðkast hefur með aðrar nýlegar Disney- myndir. Upptökur á íslensku talsetningunni hófust hjá Júlíusi Agnarssyni í Stúdíó Einu í síðustu viku en þar allar Disney-teiknimyndirnar verið talsettar. MHasarmyndaleikstjórinn Walter Hill hefur horfið í skuggann af öðrum og yngri spennuleikstjórum hin síðari ár. Nýjasta mynd hans gæti þó dregið hann fram í sviðsljósið aftur því hún lofar góðu. Hún heitir „Last Man Standing“ og er með Bruce Willis, Bruce Dern og Christop- her Walken í aðalhlut- verkum en sögusviðið eru bannárin í Bandaríkjun- um. MTeiknimyndir verða æ meira áberandi í kvik- myndagerðinni. Fyrirtæki Spielbergs og félaga, DreamWorks, vinnur að teiknimynd sem heitir Prinsinn af Egyptalandi eða „The Prince of Egypt“ og munu Sandra Bullock og Michelle Pfeiffer ásamt öðrum hafa tekið að sér að fara með hlut- verk í myndinni. MEins og alkunna er lenti Christopher Reeve í slysi og er bundinn við hjóla- stól. Hann mun leika inná teiknimynd Wamer Bros. kvikmyndaversins sem heitir Leitin að Camelot eða „The Quest for Came- lot“. Reeves mun leika Artúr kóng. MFrést hefur að leikstjór- inn James Cameron sé að gæla við þá hugmynd að snúa sér að vísinda- skáldskap með mynd sem heitir „Brother Termite“. MNjósnasögur John Le Carré hafa velflestar verið kvikmyndaðar. Saga hans, Næturvðrðurinn eða „The Night Manager", verður brátt að bíómynd undir stjóm Sidney Pollacks sem gerði „Three Days of the Condor“ í gamla daga. Hringjarinn í Notre Dame er gerð eftir hinni frægu sögu Victors Hugos og með aðalhlutverk- in í frumútgáfunni fara Demi mmmmmmmmm^ Moore, sem tleikur Esmeröldu, Hulce, sem leikur hringjar- ann, aumk- eftir Arnold unarverðan Indriðason kroppinbak sem hefst við í Frúarkirkj- unni í París. í íslensku tal- setningunni fara Edda Heið- rún Backman og Felix Bergsson með aðalhlutverk- in, að sögn Júlíusar Agnars- sonar. Gamansemin í mynd- inni snýst í kringum þijár styttur sem fá líf og eru leiknar af Mary Wickes, Ja- son Alexander og Charles Kimbrough en íslensku leik- ararnir, sem fara með þau hlutverk, eru Bríet Héðins- dóttir, Pálmi Gestsson og Hjálmar Hjálmarsson. Aðrir leikarar eru m.a. Helgi Skúlason, Hilmir Snær Guðnason og að líkindum Þórhallur „Laddi“ Sigurðs- son. Leikstjóri talsetningar- innar er Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, en hún stýrði einnig Leikfangasögu, og þýðandi er Þrándur Thorodd- sen. Felix Bergsson er sjálf- sagt sá sem hefur mestu reynsluna af talsetningum Disney-mynda en hann hefur áður farið með hlutverk í m.a. Aladdín og Leikfanga- sögu. Tónsmiðurinn Alan Men- ken hefur samið átta ný lög fyrir myndina en hann á ófáa smelli í fyrri Disneymyndum. Leikstjórar Hringjarans eru Kirk Wise og Gary Trousd- ale, þeir sömu og gerðu Fríðu og dýrið. Eins og kunnugt er leika leikararnir fyrst per- sónurnar og síðan eru þær teiknaðar og var Esmeralda mjög mótuð af því hvemig Moore lék hana. Meira en hundrað evrópskir teiknarar voru fengnir til starfa fyrir Disney svo útlit myndarinnar yrði sem raunverulegast. Þetta er fyrsta teikni- myndin frá Disney-fyrirtæk- inu, þar sem fyrrum teikni- myndakóngur fyrirtækisins, Jeffrey Katzenberg, kemur hvergi nærri en hann fór frá fyrirtækinu í fússi og stofn- aði DreamWorks með Steven Spielberg og David Geffen. Eitt af síðustu verkum hans var að gefa grænt ljós á Hringjarann en síðan tóku aðrir við, m.a. Peter Schneid- er, yfirmaður teiknimynda- deildar fyrirtækisins. „Jeffr- ey kenndi okkur sjálfsgagn- rýni og að þreifa okkur enda- laust áfram þar til árangri var náð,“ er haft eftir hon- um. „Við gerð þessarar myndar höfum við veitt okk- ur örlítið meira frelsi en áð- ur.“ Hringjaranum í Notre Dame er spáð góðu gengi vestra í sumar en Disney- teiknimyndirnar hafa notið gríðarlega vinsælda undan- farin ár og hafa orðið til þess að önnur kvikmyndaver hafa lagt áherslu á að stofna hjá sér teiknimyndadeildir, m.a. Katzenberg hjá Dream- Works. Reeves og Freeman í Keðjuverkun Einn af spennutryllum sumarsins í Bandaríkjunum er Keðjuverkun eða „Chain Reaction" sem Andrew Davis leikstýrir, en hún er fyrsta myndin sem hann gerir á eft- ir Flóttamanninum, sællar minningar. Með aðalhlutverk- in fara Keanu Reeves og Morgan Freeman auk Rachel Weisz. Freeman leikur óþokkann í myndinni, vísindamann sem klínir þjófnaði á mikilvægum tæknilegum upplýsingum á Keanu og kærustuna hans, Weisz. Einvalalið stendur að baki myndarinnar. Leikstjór- inn Davis vakti rækilega á sér athygli með Flóttamann- inum og varð einn hæstlaun- aðasti leikstjóri kvikmynda- borgarinnar í framhaldi af henni. Haft er eftir honum NÝR spennutryllir með Reeves; úr „Chain Reaction". að Keðjuverkun sé mun „stærri mynd“ en Flóttamað- urinn. Hún er fyrsta spennu- myndin sem Reeves leikur í eftir „Speed“ og síðast lék Freeman í fjöldamorðingja- myndinni Höfuðsyndirnar sjö þannig að miklar væntingar eru gerðar til Keðjuverkunar í sumar þótt óvíst sé hún fái jafnmikla aðsókn og smellirn- ir „Twister“ og „Mission: Impossible" hafa þegar feng- ið. SAKAMÁL í Suðurríkjunum; Jackson og McConaughey í Dauðasök. Dauðasök Grishams 12.000 höfðu séð Vonir og væntingar Eins og þeir vita sem lesið hafa fyrstu spennusögu bandaríska metsöluhöfund- arins Johns Grishams, Dauða- sök, fjallar hún um svertinga í Suðurríkjunum sem sakaður er um morð á tveimur hvítum mönnum er nauðguðu níu ára dóttur hans. Sagan hefur nú verið kvikmynduð undir stjórn Joels Schumachers, sem einn- ig filmaði Skjólstæðinginn uppúr spennusögu Grishams. Með aðalhlutverkin fara Samuel L. Jackson, Sandra Bullock og Matthew McCon- aughey, óþekktur leikari sem Schumacher hafði uppá og Grisham samþykkti. Mikil leit hafði farið fram að rétta leik- Tiranum í hlutverkið. „Við ræddum um alla frá Macaulay Culkin til George Burns," er haft eftir leikstjóranum, en á meðal þeirra sem komu helst til greina voru Val Kilmer og Woody Harrelson. Dauðasök er uppáhalds- saga Grishams og hann var tregur til að gefa leyfi fyrir kvikmynduninni en treysti Schumacher best. Mun mynd- in fylgja fast eftir frásögn bókarinnar. Alls höfðu um 12.000 manns séð Vonir og vænt- ingar eftir síðustu sýning- arhelgi í Stjörnubíói. Þá höfðu 4.500 mann séð „The Juror“ og ríflega 2.000 Spillingu. Sjóræningjamyndin Dauðsmannseyja var frurhsýnd í Stjörnubíói um þessa helgi en næstu myndir eru m.a. Einum of mikið með Antonio Banderas, frumsýnd 21. júní, og Algjör plága eða „The Cable Guy“ með Jim Carrey en hún verður frumsýnd 5. júlí í Stjörnu- bíói, Sambíóunum og Borgarbíói á Akureyri. Þá mun Stjörnubíó sýna myndina „The Craft" eða Nornaklíkuna með Fa- iruza Balk, „Multiplicity" með Michael Keaton, sem frumsýnd verður í lok ág- úst, „No Way Home“ með Tim Roth og „Body of a Woman“ með Laura Flynn Boyle. ALGER plága; ný Jim Carrey mynd verður frumsýnd 5. júlí. ÍBÍÓ Norræna stutt- og heimildarmyndahátíðin, Nordisk Panorama, sem íslendingar héldu með glæsibrag fyrir þremur sumrum, verður haldin í Kaupmannahöfn, menn- ingarborg Evrópu, í haust eða 25. til 29. sept. Nordisk Panorama er stærsta hátíð sinnar teg- undar á Norðurlöndum og hefur í undanfarin þijú skipti verið haldin sam- hliða henni það sem kallað er QármÖgnunarmessa eða Nordisk Forum. Frestur tii að skila inn myndum á hátíðina til Kvikmynda- sjóðs íslands rennur út þann 10. júni. Þeir sem vilja kynna verkefni sem þeir hafa í undirbúningi á Nordisk Forum verða að skila beiðni fyrir 2. ágúst. Skilyrði fyrir þátttöku á fjármögnunarmessunni er að framleiðandi hafi þegar aflað á milli 25 til 75% framleiðslufjármagns að þvt er fram kemur í Me- dia-fréttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.