Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 B 15 ATVI WnmiMAUGLYSINGAR Vikings Hotel er rekið af Hotel Holding A/S, sem er i eigu Einars C. Nagell-Eriksen og Asle 0. Thorset. Hótelkeðjan var stofnuö 1994 og samanstendur í dag af 10 hótelum, 9 í suður- og mið-Noregi og 1 í Áre í Svíþjóð. Markmiðið er að baeta hótelum í keöjuna í ár. Viking Sagafjord Hotel er með mjög góðan mat og er þekkt fyrir góða matreiðslu innanlands sem utan. Yfirmatreiðslumaður okkar var valinn besti villibráðarkokkur 1996 og verður hann nú framkvæmda- stjóri veitingarekstrar Vikings Hotels. Viking Sagafjord Hotei óskar eftir að ráða hugmyndaríkan yfirmatreiðslumann. Við viljum: Að eldhúsið verði rekið á hag- kvæman hátt, að þú sért hugmyndaríkur, að þú hafir góð áhrif á stafsfólkið, að þú hafir reynslu af matreiðslu samkvæmt matseðli fyrir kalt borð og veislur, að þú sért skipu- lagður og leggir mikla áherslu á hreinlæti. Þú færð: ítök í stjórn hótelsins, frjálsar hend- ur í þróun matreiðslunnar, laun í hlutfalli við reynslu, að vera með í þróun hótelkeðjunn- ar, möguleika á frama hjá Vikings Hotels. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist innan 10 daga til: VIKING SAGAFJORD HOTELL, N-6180, Sæbo, Noregi. Upplýsingar fást hjá: Andra Erni í síma 00 47 70 04 02 60 eða hjá Sigurði Garðars- syni í síma 00 47 67 58 21 80 á kvöldin. RAUÐI KROSS ÍSLANDS UMSJÚN SIÁIFBOÐAMIÐSTÖDVAR Rauði kross íslands óskar eftir starfsmanni í nýtt starf umsiónarmanns sjálfboðamiöstöðvqr, sem er hiuti af innanlanasskrifstofu RKÍ. Viðkomandi verður eini starfsmanýur miðstöðvarinnar og mun móta starfið. Aætlað er að helmingur vinnutímans sé viðvera á skrifstofu hinn hlutifer ífundi, fræðslu o.fl. utan fasts viðverutíma. Raðning verður til tveggja ára til að byrja með. Æskilegt er að viðkomandi hefji störfum miðjan ágúst. Helstu verkefni • Hafa yfirlit yfir allt sjálfboðaliðastarf innan RKÍ. • Hafa yfirlit yfir sjálfboðaliðastarf á vegum annarra sjálfboðaliðafélaga í landinu. • Vera í virku sambandi við þá sjálfboðaliða sem þegar eru starfandi. • Taka á móti fólki sem leitar til Rauða krossins vegna áhuga á sjálfboðaliðastörfum. • Koma sjálfboðaliðum í samband við starfsemi sem þegar er í gangi eða stuðla að nýjum verkefnum. • Aðstoð við að koma nýjum verkefnum af stað o.fl. Kröfur til umsækjenda • Háskólamenntun í fjölmiðlun, uppeldis- eða samfélagsgreinum æskileg. • Frumkvæði og sjálfstæði I erilsömu starfi. • Góður hæfileiki til framsetningar efnis I ræðu og riti. • Enska- og norðurlandamál. Góð tölvukunátta. • Reynsla af störfum með félagasamtökum. • Æskilegt er að umsækjendur séu eldri en 30 ára. Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon eða Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði I síma 533 1800 frá kl 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar “RKÍ- sjálfboðamiðstöð” fyrir 22. júní nk. RÁÐGARÐUR hf SIJÓRNUNARCXSREKSIRARRÁÐGJÖF FURUQERÐI S 108 REVKJAVlK SfMI 833-1800 ntttang: radgardurgntn.lt Stepp skóverslun auglýsir eftir starfskrafti í hlutastarf. Ca 60% starf. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „Stepp - 583“, fyrir 15. júní. Laus störf 1. Símavarsla og létt skrifstofustörf hjá innflutnings- og smásölufyrirtæki. Vinnu- tími kl. 9-18. Starf í 8-9 mánuði með möguleika á framtíðarstarfi. 2. Bankastarf hjá einum sparisjóðanna. Starfið felst í afgreiðslu og almennum bankastörfum. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími kl. 9-17. 3. Fjölbreytt skrifstofustarf hjá heildverslun í Reykjavík. Ritvinnsla, símavarsla, skjala- varsla, útskrift reikninga, útréttingar o.fl. Enskukunnátta nauðsynleg. Bílpróf skil- yrði. Framtíðarstarf. 4. Símavarsla og létt skrifstofustörf hjá þjónustufyrirtæki miðsvæðis í Reykjavík. Símavarsla, tölvuskráning, skjalavarsla o.fl. Reyklaus vinnustaður. Vinnutími kl. 9-17. Framtíðarstarf. 5. Bílasala hjá rótgróinni bílasölu í Reykja- vík. Viðkomandi verður að geta hafið störf strax. Mikil vinna. 6. Skilkiprentun hjá framleiðslufyrirtæki í Reykjavík. Starfið felst í áprentun á fatn- að. Vinnutími kl. 9-17. Framtíðarstarf. 7. Saumakona hjá húsgagnaverslun í Reykjavík. Starfið felst í saumum og frá- gangi á teppum, púðum o.fl. 60-100% starf. Framtíðarstarf. Umsóknarf restur er til og með 12. júní nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Liósauki Skólavörðustíg 1a -101 Reykjavík - Simi: 562 1355 Fax: 562 1311 - Kt. 600182-0729 F élagsmálas tofnun Reykj avíkurborgar Síðumúla 39 • Sími: 588 8500 • Bréfasími: 568 6270 Matreiðslumaður Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns við mötuneyti Þjónustuíbúða aldraðra að Dalbraut 27. Ráðningartími er eitt og hálft ár. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Margrét S. Einarsdóttir, í síma 568-5377. Umsóknarfrestur er til 15. júní nk. Forstöðumaður Laust er starf forstöðumanns á sviði málefna fatlaðra hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur- borgar. Um er að ræða afleysingu frá 1. september 1996 til 31. ágúst 1997. Starfs- maður þarf að geta hafið störf að einhverju leyti í ágústmánuði. Starfið felur m.a. í sérýmis konar skipulags- vinnu, ráðgjöf til fjölskyldna og starfsmanna og undirbúning að flutningi málefna fatlaðra frá ríki til Reykjavíkurborgar. Krafist er félagsmálaráðgjafarmenntunar eða háskólamenntunar á félagsmálasviði og reynslu í starfi með fötluðu fólki og aðstandendum. Nánari upplýsingar gefa Ellý A. Þorsteins- dóttir, yfirmaður fjölskyldudeildar, og Aðal- björg Dísa Guðjónsdóttir, forstöðumaður á sviði málefna fatlaðra, í síma 588 8500. Umsóknarfrestur er til 23. júní nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu félagsmála- stofnunar í Síðumúla 39. SANDGERÐISBÆR Laus staða skólastjóra Tónlistarskóla Sandgerðis frá og með 1. september 1996. Æskilegar kennslugreinar: Tréblástur og/eða píanó. Umsóknarfrestur er til 26. júlí 1996. Nánari upplýsingar veita Lilja Hafsteinsdóttir, sími 423 7763 eða 423 7695, eða Guðmundur Ákason, sími 423 7590, eftir kl. 18.00. Skólanefnd Tónlistarskóla Sandgerðis. Varnarliðið Rafmagns- verkfræðingur (U.S. Naval Computer and Telecommuni- cation Station). Varnarliðið óskar að ráða rafmagnsverkfræð- ing til Fjarskiptastofnunar varnarliðsins. Starfið felst í tæknilegum rekstri og skipu- iagi ásamt verk- og fjárhagsáætlanagerð stofnunarinnar. Samskipti við íslenska og bandaríska aðila, innan og utan stofnunar, eru mikil og því áríð- andi að viðkomandi sé lipur í samskiptum. Unnið er eftir bandarískum og íslenskum reglum. Krafist er fullgildrar menntunar rafmagns- verkfræðings, mjög góðrar munnlegrar og skriflegrar enskukunnáttu, ásamt hæfileikum til að vinna sjálfstætt. Umsækjendur þurfa að hafa gilt ökuskírteini. Um er að ræða fast starf. Skriflegar umsóknir á ensku berist til Varnar- málaskrifstofu, ráðningardeildar, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, sími 421 1973, eigi síðar en 18. júní 1996. Nánari upplýsingar um starfið eru í starfslýs- ingu sem liggur frammi á sama stað. Áríðandi er að umsækjendur kynni sér hana áður en þeir sækja um starfið. Háskóli íslands _ Dósentsstaða í augnsjúkdómafræði Við læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar 50% staða dósents í augnsjúk- dómafræði. Staðan verður veitt til fimm ára. Dósentinn mun stunda vísindarannsóknir á sviði augnlæknisfræði og kenna læknanem- um og læknum. Umsóknum þarf að fylgja greinargóð skýrsla um náms- og starfsferil, stjórnunar- og kennslureynslu og vísindastörf og einnig ein- tök af helstu fræðilegum ritsmíðum. Um- sækjendur þurfa að gera grein fyrir því hvaða af rannsóknarniðurstöðum sínum þeir telji vera markverðastar og jafnframt hlutdeild sinni í rannsóknum, sem lýst er í fjölhöfunda- greinum. Ennfremur er óskað eftir greinar- gerð um þær rannsóknir, sem umsækjendur hyggjast vinna að, verði þeim veitt staðan og þá aðstöðu sem til þarf. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. og skal umsóknum skilað í þríriti til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suður- götu, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veit- ir Einar Stefánsson, prófessor, bréfsími: 562 5488; tölvupóstfang: estefans@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.