Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 24

Morgunblaðið - 09.06.1996, Page 24
24 B SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGí YSINGAR „Au pair“ í Osló íslensk læknafjölskyld óskar eftir „au pair“ frá 20. ágúst nk. til að gæta tveggja telpna (2 og 11 ára) og annast heimilisstörf. Má ekki reykja og þarf að hafa bílpróf. Upplýsingar í síma 551 9390. íþróttaþjálfarar í boði er starf við íþróttaþjálfun 16 ára og yngri hjá íþróttafélagi á Norðurlandi vestra. Helstu íþróttagreinar sem um er að ræða eru sund, körfubolti, knattspyrna og frjálsar íþróttir. Starfið felst í umsjón, undirbúningi, þjálfun og keppnisferðum. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. júlí, merktar: „íþróttaþjálfari á Nl-vestra - 1036.“ V' Frá Menntaskólanum i Reykjavík Við Menntaskólann í Reykjavík vantar stundakennara í frönsku og íþróttum pilta og stúlkna. Nánari upplýsingar fást hjá rektor í síma 551 4177. Umsóknarfrestur er til 19. júní. Rektor. Gerðaskóli Laus er til umsóknar staða aðstoðarskóla- stjóra við Gerðaskóla í Garði. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 422 7380 eða 422 7216. Skólanefnd Gerðaskóla. 8 ® o'araírrri JUUIU j.p „Au pair“ - Ítalía Óskum eftir manneskju, konu eða karlmanni (ekki yngri en 22 ára), til að gæta sona okk- ar og sinna léttum heimilisstörfum. Ráðningartími frá sept. ’96 til sept. ’97. Reyklaust heimili. Einhver tungumálakunn- átta æskileg ásamt bílprófi. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 13. júní, merktar: „Ítalía ’97“. Sigurjóna Sverrisdóttir, Kristján Jóhannsson. Sjúkraþjálfari óskast sem allra fyrst við sjúkraþjálfun og íþróttaendurhæfingu innan Reykjavíkur og nágrennis. Ef þú getur unnið sjálfstætt og hefur áhuga á að starfa með metnaðarfullum faghópi með spennandi framtíðaráform, þá er þetta starf fyrir þig. Góð vinnuaðstaða. Hafir þú áhuga, vinsamlegast leggðu inn upplýsingar á af- greiðslu Mbl. fyrir 15. júní, merktar: „Þjálfun - 584“. Fullum trúnaði heitið. „Au pair“ - Þýskaland íslensk fjölskylda í Þýskalandi óskar eftir barngóðri og reglusamri „au pair“ frá 1. ágúst. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og helst vera eldri en 20 ára. Umsóknum skal skílað til afgreiðslu Mbl., merktum: „G - 1038“, fyrir 17. júní. Heildverslun í þjónustu við tréiðnað óskar eftir afgreiðslu- og lagermanni til starfa. Æskilegt er að við- komandi hafi einhverja reynslu úr byggingar- iðnaði. Umóknir, þar sem fram koma upplýsingar um menntun og fyrri störf, sendist af- greiðslu Mbl., merkt: „H - 1102“. Sölumanneskja Sölumanneskja óskast í tímabundið verk- efni. Um er að ræða sölu á spennandi nýj- ung á íslenskum markaði. Góð enskukUnn- átta og framkoma nauðsynleg. Umsóknir skilist á afgreiðslu Mbl. fyrir 12. júní nk., merktar: „Sala - 1106". Netagerðarmenn Vegna stofnunar netagerðar okkar á Boða- granda í Reykjavík leitum við eftir starfsfólki nú þegar. Netagerðin verður viðbót við núver- andi rekstur Ingvars og Ara víraverkstæðis. 1. Leitum eftir faglærðum netagerðarmanni til að veita fyrirtækinu forstöðu. 2. Leitum eftir nokkrum faglærðum mönnum eða mönnum vönum netavinnu. Allar nánari upplýsingar veitir Birkir Agnarsson. Umsóknir sendist skriflega fyrir 15. júní 1996. Netagerðin Ingólfur, pósthólf235, Vestmannaeyjum, símar481 1235og481 1309, telefax481 3063. Framhaldsskóla- kennara vantar! Umsóknarfrestur um áður auglýsta kennara- stöðu við Skógaskóla er framlengdur til 28. júní. . Kennslugreinar: Stærðfræði, líffræði og efna- fræði á 1. og 2. ári framhaldsskóla. Mikil kennsia - gott húsnæði. Upplýsingar í síma 487 8850. Skólastjóri. Verkefni um lífræna ræktun Héraðsnefnd Strandasýslu og atvinnuráð- gjafi Vestfjarða óska eftir að ráða starfsmann til vinnu við 3ja mánaða verkefni. Verkefnið felst í því að kanna möguleika til lífrænnar ræktunar á sauðfé í Strandasýslu. Nánari upplýsingar fást hjá atvinnuráðgjafa í síma 456 4780. Skriflegar umsóknir sendist til atvinnuráð- gjafa Vestfjarða, Hafnarstræti 1, 400 ísafirði. Meðferðarstjóri Krýsuvíkursamtökin óska eftir að ráða með- ferðarstjóra að Vist- og meðferðarheimilinu í Krýsuvíkurskóla. Við leitum að konu eða karli sem hefur há- skólamenntun á sviði félagsvísinda og reynslu af endurhæfingu/kennslu/þroska- og iðjuþjálfun með sérstaka áherslu á skipu- lags- og stjórnunarhæfileika. Viðkomandi mun starfa með stjórn skólans, lækni og forstöðumanni að stjórnun og þró- un endurhæfingar, er byggist á meðferð, námi og vinnu. Við bjóðum upp á góða starfsaðstöðu og laun í samræmi við reynslu, menntun og árangur! Umsóknum, er greina menntun, reynslu og fyrri störf, skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „K - 15201“, fyrir 20. júní. Trésmiðir Viljum ráða nokkra trésmiði, vana mótasmíði. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni, Skúlatúni 4. ÍSTAK Skúlatúni 4. Félagsstarf aldraðra Starfskraftur óskast til annast og skipu- leggja félagsstarf fyrir heimilisfólk Hrafnistu í Hafnarfirði. Starfið er 100% staða og veitist frá 1. sept- ember nk. Nauðsynlegt er að viðkomandi leiki á hljóð- færi, hafi góða skipulagshæfileika og reynslu af félagsstarfi aldraðra. Nánari upplýsingar gefur Rafn Sigurðsson, forstjóri, og Sigríður Jónsdóttir, forstöðu- kona, í síma 565 3000. Frá Öskjuhlíðarskóla Óskum að ráða: ★ Sérkennara. ★ Þroskaþjálfa. ★ Sjúkraþjálfara (50-60% starf). ★ Starfsmann á kaffistofu starfsfólks (100% starf). ★ Stuðningsfulltrúa (hlutastarf eftir hádegi). Ráðning sérkennara miðast við 1. ágúst en ráðning annarra miðast við 1. sept. nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 568 9740. Skólastjóri. Kennarar Kennara vantar í Grunnskólann á Eiðum. Grsk. á Eiðum er skóli með u.þ.b. 40 nem- endum í 3 deildum, 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-9. bekk. Rekstraraðilar skólans eru Hjaltastaðarþinghá og Eiðaþinghá. Við erum að leita að líflegum bekkjarkennara fyrir miðdeildina okkar, sem í eru 15 nemend- ur. Auk þess eru möguleikar á fagkennslu í elstu deildinni. Grsk. á Eiðum er á einu gróðursælasta svæði landsins, Héraði, u.þ.b. 13 kílómetra frá Egilsstöðum. í boði er ódýrt húsnæði, flutn- ingur verður greiddur og auk þess eru tekju- möguleikar nokkuð góðir þar sem skólinn er heimavistarskóli lungann úr vetrinum. Ef þú- hefur áhuga, hringdu þá í formann skólanefndar í síma 471 3835, eða oddvita Eiðahrepps í síma 471 3840. Tæknifræðingur - verkfræðingur Vélaverkstæði Sigurðarehf. leitareftirtækni- fræðingi - verkfræðingi af vélasviði. Nauð- synleg er reynsla af smiðjuvinnu eða öðru sambærilegu, svo og reynsla af teikni- vinnu/hönnun. Vegna mikilla verkefna að undanförnu vantar okkur framsækinn tæknimenntaðan mann til starfa við stjórnunarstörf. Umsóknir, með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar til afgreiðslu Mbl. merktar: „VS - 0696", fyrir 30. júní. Vélaverkstæði Sigurðar var stofnað í janúar 1995. Byggir það á gömlum merg og starfsmenn þess hafa áratuga reynslu í smíði spilvinda og ýmisri þjónustu við skipaflota íslendinga, svo og ann- arri smiðjuvinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.