Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 B 21 ATVIN N U A UGL YSINGAR Littlewoods á íslandi óskar eftir að ráða sölumenn um land allt. Góðir tekjumöguleikar fyrir áhugasamt og duglegt fólk. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt. Skriflegar umsóknir berist til: Littlewoods á íslandi, Garðarsbraut 5, 640 Húsavík, merkt: „Sölumenn", fyrir 21. júní. Nánari upplýsingar í síma 464 0421 milli kl. 9-18 alla virka daga. Littlewoods er ein af stærstu póstverslun- um í Evrópu. Sumarafleysingar Óskum eftir að ráða sumarafleysingafólk í eftirfarandi störf með möguleikum á fast- ráðningu. Einungis réttindamenn koma til greina. Mikil vinna framundan: Vélvirkja Plötu- og ketilsmiði Skipasmiði Rafsuðumenn Einnig óskum við eftir vönum mönnum í: Vatnsblástur. Upplýsingar veita Eiríkur eða Guðmundur á milli kl. 18 og 20 næstu daga í síma 555 4199 og á staðnum. Vélsmiðja Orms og Víglundar sf. var stofnuð árið 1973. Hún hefur verið sérhæfð í nýsmíði á tækjum og vélbúnaði fyrir iðnað og virkjan- ir. Fyrirtækið er vaxandi í viðhaldi og þjónustu á skipum og bátum, þar sem lögð er rík áhersla á vönduð vinnubrögð. Grunneiningar þess eru plötuverkstæði, renniverkstæði, slippur og flotkví. WVélsmiðja ORMS & VÍGLUNDAR sf. Kaplahrauni 14-16, Strandgötu 82-84, Háabakka Kjötumboðið hf. leitar að starfsmanni til almennra skrifstofu- starfa. Við leitum að starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og hefur frumkvæði. Starfsreynsla er æskileg og einhver reynsla af Excel/Word. Unnið er með Fjölni (hugbúnað). Helstu verksvið: • Aðstoð við innheimtu. • Gjaldkerastörf. • Umsjón með launaútreikningi. • Gerð útflutningspappíra. • Ásamt fleiri tilfallandi verkefnum. Vinnustaðurinn er reyklaus. Umsóknir skulu sendar til afgreiðslu Morgun- blaðsins merktar: „G - 15203“, fyrir 14. júní 1996. Framkvæmdastjóri Kvennalistans Samtök um kvennalista auglýsa eftir fram- kvæmdastjóra til afleysinga í eitt ár. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkom- andi að geta hafið störf í ágúst. Starfið felst í að hafa umsjón með skrifstofu samtakanna, gefa út mánaðarlegt fréttabréf, skipuleggja fundi, annast fjárreiður og hafa samskipti við aðrar kvennalistakonur. Umsækjandi þarf að hafa gott vald á ís- lensku og fleiri tungumálum, geta unnð sjálf- stætt og hafa áhuga á kvenfrelsismálum. Umsóknir skal senda Samtökum um kvenna- lista, pósthólf 836, 121 Reykjavík, fyrir 21. júní nk. Nánári upplýsingar veitir Stefanía Óskars- dóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Samtak- anna, í síma 563 0705 kl. 10-14 virka daga. Frá Grunnskólanum að Hólum í Hjaltadal Kennara vantar næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 4. júlí. Kennslugreinar: Eðlis- og efnafræði og/eða íþróttir - annað eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 453 6601 eða formaður skólanefndar í síma 453 6582. Kennara vantar á Flúðir Við auglýsum eftir kennurum að Flúða- skóla. Til greina koma einstaklingar eða hjón. í boði er nýtt einbýlishús — ódýr leiga. Kennslugreinar eru: Líffræði, eðlisfræði, danska og kennsla yngri barna. í Flúðaskóla eru um 150 nemendur í 1.-10. bekk. Flúðir eru í 100 km fjarlægð frá Reykjavík í uppsveitum Árnessýslu. Mikil gróðursæld og heitt vatn. íbúarnir starfa við landbúnað, garðyrkju og ýmis konar þjónustu. Á Flúðum er leikskóli, verslun, sundlaug, nýtt íþróttahús o.fl. Frekari upplýsingar gefa skólastjóri, Bjarni H. Ansnes, í síma 486 6601 eða 897 6508 og formaður skólanefndar, Eiríkur Ágústs- son, i síma 486 6754. Biskup íslands auglýsir tvær stöður hjá Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunn- ar Staða fræðslufulltrúa á Norðurlandi, með aðsetur á Akureyri, er laus til umsóknar. Starfið felst í því að vinna að fræðslumálum innan prófastsdæma og sókna á Norður- landi. Ennfremur er auglýst 30% staða fræðslufull- trúa á Norðurlandi vestra. Starfið felst í því að vinna að fræðslumálum innan Skagafjarðar- og Húnavatnsprófasts- dæma. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í guð- fræði og uppeldisfræði eða kennarapróf með kristnifræði sem valgrein. Stöðurnar veitast frá 1. ágúst nk. Upplýs- ingar veitir fræðslustjóri kirkjunnar í síma 562 1500. Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk. Umsóknir sendist Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Ræstingar Ræstingardeild Securitas óskar eftir ræst- ingarfólki til starfa nú þegar. Okkur vantar duglega og vandvirka einstakl- inga á aldrinum 20-50 ára til starfa við fyrir- tækjaræstingar í eftirtalin hverfi Reykjavíkur: Vesturbæ - Skeifuna - miðbæ. Vinnutími er frá kl. 17.00 mánudaga til föstu- daga, þrjá til fjóra tíma á dag. Kópavogur/Garðabær Einnig vantar hrausta og duglega einstakl- inga til að vinna við vélræstingar. Vinnutími frá kl. 21.00 fimm kvöld í viku. Þá vantar okkur starfskraft til næturræstinga, 4 tíma á nóttu. Frekari upplýsingar um ofangreind framtíðar- störf og umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 10.00 og 11.30 til og með 13. júní nk. rrn SECURITAS SjÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR í leikskólanum Furuborg, sem er staðsettur í Fossvogi, er laus staða leikskólakennara. í skólanum eru 44 börn á aldrinum eins til sex ára. Staðan er veitt frá og með 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, leikskólastjóri, í síma 525 1020. Heilsugæslustöðin Borgarnesi Hjúkrunarfræðingar Laus er til umsóknar 50% staða hjúkrunar- fræðings við Heilsugæslustöðina Borgar- nesi. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra fyrir 15. júlí nk. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 437 1400 milli ki. 8-17 virka daga. Einnig vantar hjúkrunarfræðing til sumar- afleysinga. Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslu- stöðina Borgarnesi er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra stöðvarinnar fyrir 10. júlí nk. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 437 1400 milli kl. 8-17 virka daga. Reiknistofa bankanna óskar eftir að ráða sérfræðing (kerfisforrit- ara) í tæknisvið reiknistofunnar. í starfinu felst uppsetning og viðhald tölvu- stjórnkerfa, einkum gagnagrunna, og mun framhaldsmenntun og þjálfun fara fram þæði hérlendis og erlendis. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskóla- próf í tölvunarfræði eða verkfræði og umtals- verða reynslu af tölvuvinnu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SÍB og bankanna. Umsóknarfrestur er til 18. júní nk. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri tæknisviðs RB. Umsóknir berist á þar til gerðum eyðublöð- um, sem fást hjá Reiknistofu bankanna, Kalk- ofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Sími 569 8877. Alþjóðafulltrúi Starf alþjóðafulltrúa við Háskólann á Akur- eyri er laust til umsóknar. Um er að ræða hálft starf. Starfið felst m.a. í að hafa umsjón með alþjóðastarfi Háskól- ans á Akureyri í samvinnu við Landsskrlf- stOfu Leonardó á sviði rannsókna, menntun- ar og þjálfunar. í þessu sambandi starfar alþjóðafulltrúi sem tengiliður áðurnefndra aðila við mennta- og vísindastofnanir og fyrir- tækja á Norðurlandi. Háskólamenntun og mjög góð enskukunn- átta er áskilin. Haldgóð kunnátta í einu Norð- urlandamáli og í öðrum evrópumálum, t.d. þýsku eða frönsku, er æskileg. Upplýsingar um starfið gefur rektor háskól- ans í síma 463 0900. Umsóknir, ásamt með greinargerð um náms- og starfsferil, sendist Háskólanum á Akur- eyri fyrir 30. júní nk. Háskólinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.