Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.06.1996, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Brúðkaupsleikur Morgunblaðsins Fara til Parísar og á Hótel Búðir ÞAÐ voru margir sem að þessu sinni tóku þátt í brúðkaupsleik Morgunblaðsins sem birtist í blað- aukanum Brúðkaup - í blíðu og stríðu þann 26. maí síðastliðinn. Júlíus Þór Gunnarsson og Guðrún Júlíusdóttir, sem gifta sig í Lang- holtskirkju 6. júlí næstkomandi, hrepptu þriggja daga ferð til París- ar eða London með Úrvali-Útsýn og síðan voru það Hallgerður Jóns- dóttir og Óskar Friðrik Jónsson sem gifta sig 10. ágúst í Dómkirkjunni sem fengu tvær nætur á Hótel Búðum, veislukvöldverð við kerta- ljós og siglingu eða hestaferð um nágrennið. Hann í atvinnumennsku í handbolta Þar sem Guðrún og Júlíus höfðu ekki gert ráð fyrir því að komast í brúðkaupsferð voru þau að vonum ánægð þegar þau voru dregin út í þessum leik Morgunblaðsins. „Við megum velja um París eða London og ætlum að fara til Parísar enda borgin svo rómantísk,“ segir Guð- rún. Hún starfar sem viðskipta- fræðingur hjá íslensku óperunni en Júlíus er hagfræðingur og starfar hjá Skattstofu Hafnarfjarðar. Reyndar eru þau mörgum kunn úr íþróttum, Júlíus hefur verið í hand- boltanum lengi og er á leiðinni til Þýskalands sem atvinnumaður í handbolta. Guðrún, sem er marg- faldur íslandsmeistari i badminton, ætlar að reyna fyrir sér á þýskri grund í þeirri íþróttagrein. Fjölmennt brúðkaup Það verða margir í brúðkaupinu, þau buðu um 220 gestum. „Það er hefð fyrir því að bjóða öllu liðinu þegar einhver úr því giftir sig,“ segir Júlíus sem er í meistaraflokki í handknattleik. Sömu sögu er að segja af brúðinni sem býður mörg- um sem leikið hafa með henni bad- minton um árin. Þau sendu inn seðil í leikinn um leið og þau voru að keyra út boðs- kortin í brúðkaupið. „Þegar við vor- Morgunblaðið/Þorkell FRÁ afhendingu verðlaunanna. Frá vinstri eru foreldrar Óskars, Jón Valdimar Sævaldsson og Fann- ey Jónsdóttir, að taka við verðlaunum Óskars Friðriks Jónssonar og Hallgerðar Jónsdóttur, en þau hlutu í verðlaun tvær nætur á Hótel Búðum. Við hljð þeirra eru verðandi brúðhjón Guðrún Júlíus- dóttir og Júlíus Þór Gunnarsson, sem hlutu ferð með Úrvali-Útsýn í þrjár nætur til Parísar eða London. um búin að keyra öll boðskortin á sinn stað enduðum við laust eftir miðnætti hjá Morgunblaðshúsinu." Ætla í brúðkaupsferð um landið Hjónaefnin Hallgerður Jónsdóttir og Óskar Friðrik Jónsson, sem unnu rómantíska ferð á Snæfellsnesið, búa í Portúgal. Það voru foreldrar brúðgumans, þau Jón Valdimar Sævaldsson og Fanney Jónsdóttir, sem sendu inn seðil fyrir brúðhjón- in. „Þetta kom sér vel. Hallgerður og Óskar koma til landsins til að láta gifta sig og skíra frumburðinn í ágúst og ætluðu einmitt i fram- haldi að fara í brúðkaupsferð um landið. Að fá þessa rómantísku daga á Hótel Búðum kom þeim því skemmtilega á óvart,“ segja Fanney og Jón Valdimar sem tóku við vinn- ingnum fyrir þeirra hönd. Búa í Portúgal Brúðkaupið verður í Dómkirkj- unni og þar verður margt um mann- inn eða um tvö hundruð gestir. Veislan verður síðan haldin á Hótel Borg. Óskar og Hallgerður hafa verið búsett í Portúgal í nokkur ár en þau eru með skóframleiðslu þar í landi. „Fyrirtækið heitir Eurowalk og þar starfa þau bæði en eru auk þess með fólk í vinnu. Fyrirtækið er með sólaframleiðslu en kaupir einnig skófatnað af öðrum og sel- ur. Þau eru með nokkur vörumerki og selja aðallega skó til Bretlands, Norðurlandanna, Þýskalands og að undanförnu einnig til Bandaríkj- anna.“ Jón Valdimar og Fanney segja að í haust ætli brúðhjónin verðandi síðan að flytjast til London en þar eru þau með stærstu söluskrifstof- una sína. Látum skóna ganga aftur Rauði kross íslands í samvinnu við Steinar Waage og Sorpu tekur á móti skóm á öllum gámastöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Jafnframt taka deildir Rauða kross Islands um allt land á-móti skóm í söfnunina. Skórnir verða sendir til íbúanna í Pamir fjöllum í Tadsjikistan. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Rauða krossi íslands í síma 562 6722 og hjá deildum hans. RAUÐI KROSS ÍSLANDS A plús, auglýsingastofa ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.