Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir sex árum var Maríanna Friðjónsdóttir fengin til að taka við framleiðslu- og tækni- deild á danskri auglýs- ingasjónvarpsstöð, sem nú er þriðja stærsta stöðin á eftir ríkisstöðv- unum tveimur. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Maríönnu um sjón- varpsrekstur, sem leiddi yfir í hugleiðingar um heimilisrekstur. DANSKI sjónvarps- heimurinn hefur um ára- bil líkst þeim íslenska, að því leyti að þar sat ríkið í öndvegi og var eitt um sjónvarpsreksturinn. Svo hreinlyndir voru Danir í sjónvarps- málum sínum að stöðin var rekin auglýsingalaus, en þegar annarri stöð var bætt við voru reyndar leyfðar auglýsingar þar. Undanfar- in ár hafa svo einkastöðvar sprott- ið upp, fyrst hægt og hikandi með gjaldþrotum og basli. Ein stöðin, Kanal 2 hefur nú náð góðri fót- festu eftir ýmsar kollsteypur fram- an af. Maríanna Friðjónsdóttir sér um framleiðslu- og tæknisvið stöðvarinnar og á dijúgan þátt í uppgangi þessarar þriðju stærstu stöðvar, næst á eftir ríkisstöðvun- um. Maríanna bjó að reynslu tuttugu ára sjónvarpsvinnu á Islandi, þegar aðstandendur dönsku stöðvarinnar hringdu til hennar þar sem hún var í fríi með ijölskyldunni á Maj- orka. Hún hugsaði sig ekki tvisvar um, var enda með hausinn fullan af hugmyndum, sem hún þóttist sjá að ekki yrði svigrúm til að reyna heima fyrir. Og maðurinn hennar hafði heldur ekkert á móti því að breyta til. Birgir Þór Bragason er með eigið framleiðslufyrirtæki og hefur meðal annars selt myndir frá íslenskum aksturskeppnum til Eu- rosport og fleiri stöðva, en það er danska ríkissjónvarpið sem mark- aðssetur efni hans. Á skoðunarferð um húsakynni Kanal 2 úti í Skovlund, skammt utan við Kaupmannahöfn, sann- færist gesturinn fljótlega um að það liggur mikil útsjónarsemi að baki skipulagningarinnar, bæði hvað verklag og tækjakost varðar. Á þessu sviði hefur Maríanna ein- mitt mjög látið til sín taka. Nú beinist allur kraftur að því að und- irbúa reksturinn fyrir nýjar að- stæður um áramótin, þegar sam- sendingar verða leyfðar. Þar með verður stöðin ljóslega sú þriðja stærsta í Danmörku á hæla ríkis- stöðvanna tveggja. Maríanna er ekki í vafa um að það skili stöð- inni heilmiklum hagnaði, sem not- aður verður til að auka framleiðsl- una enn. Markhópar og ekki efni fyrir olla Kanal 2 er ekki sjónvarpsstöð í þeim skilningi að hún hafi sending- arleyfi, heldur framleiðir hún og sér um innkaup og dreifíngu efnis til tólf staðbundinna sjónvarps- stöðva í Danmörku. Eins og er fá stöðvarnar kistur fullar af efni frá Kanal 2 tvisvar í viku. Með sam- sendingu, sem pólitískur meirihluti er fyrir að hefjist um næstu ára- mót, breytist þetta og efnismiðlun- in einfaldast til muna. Þessar tólf stöðvar hafa sendingarleyfi á sömu rás. Þær koma sér síðan saman hvernig sendingum skuli háttað og því skipulagi er stýrt frá Kanal 2. En í gegnum stöðina sendir einn- ig kvikmyndastöð út efni, sem tek- Maríanna Friðjónsdóttir ið er á móti í gegnum símalínur frá höfuðstöðvunum, í Stokkhólmi. Danski herinn framleiðir heilmikið af sjónvarpsefni til eigin nota, auk þess sem þeir senda út vikulegan þátt fyrir karlmenn á aldrinum 15-40 ára og þessi starfsemi er undir sama þaki og Kanal 2 og er rekin í samvinnu við stöðina. Áhersla á markhópa er hluti af þeim hugsunarhætti sem einkennir auglýsingastöð eins og Kanal 2 er, segir Maríanna. „Við erum auglýs- ingastöð og hugmyndin er ekki að vera með efni, sem eigi að ná til allra, eins og ríkisstöðvarnar miða við. Það eru auglýsingarnar, sem ákveða hvenær dagskráin hefst. Dagskráin er ramminn, en auglýs- ingablokkin ræður því hvort dag- skráin hefst kl. 20.30 eða 20.32. Ef það er pláss sláum við ekki hendinni á móti einni auglýsingu í viðbót. Á íslandi og í ríkissjónvarpinu hér kaupa auglýsendur ákveðinn fjölda sýninga á auglýsingar sínar, til dæmis 20-30 skipti. Við seljum hins vegar horfun, ekki fjölda út- sendinga. Hjá okkur kaupir auglýs- andi að auglýsingu hans sjái til dæmis þúsund konur á aldrinum 20-40 ára. Ef við erum með dag- skrá, sem við vitum að er vinsæl hjá konum á þessum aldri og hengj- um auglýsinguna í þann þátt, erum við fljót að selja upp í kvótann. Þetta getum við gert því að á hveijum degi kl. 14 fáum við horf- unartölur frá Gallup, sem segja til um hversu margir hafi horft á ákveðna dagskrá, hversu margir af hvoru kyni og á hvaða aldri áhorfendur eru og með fylgir líka svipmynd af þeim, hvaða áhuga- mál þeir hafa, tekjur þeirra og búseta. Þetta gerir okkur kleift að miða auglýsingar mjög nákvæm- lega við markhópinn, sem auglýs- andinn miðar á. Gallup fær upplýsingar sínar út frá svokölluðum svörtum kössum, sem dreift er til heimila út um borg og bæ. Aðeins Gallup-fyrir- tækið veit hjá hvaða fjölskyldum kassarnir eru niðurkomnir. Þegar fjölskyldumeðlimir horfa á sjón- varp skrá þeir inn hver horfir og á hvað. Út frá þessum upplýsingum er hægt að meta hver horfunin er, en þær gefa okkur einnig hugmynd um hveijir horfa á Kanal 2 og hveiju þeir sækjast eftir. Við vitum til dæmis að áhorfendur okkar kjósa að horfa á fréttir, þar sem aðaláhersian er lögð á hið mann- lega sjónarmið, fremur en harðar pólitískar fréttir og við þetta mið- um við fréttasendingarnar. Þar sem flestir áhorfendur okkar eru á Stór-Kaupmannahafnar- svæðinu eru fréttirnar mest þaðan, en þar sem um höfuðborgina er að ræða eru þær einnig landsfrétt- ir. Við erum með tvær fréttaút- sendingar á dag, utan hvað frétta- deildin er í fríi í júlí. Við erum þjón- ustuaðilar fyrir CNN-sjónvarps- stöðina og fáum fréttaefni þaðan eftir þörfum. Fyrri fréttatíminn er kl. 17.30, þegar margir eru við tækin. Hluti þeirra sem horfir þá á fréttir okkar er stærri en horfir á fréttimar kl. 21 á ríkisstöðinni Danmarks Radio, DR - og það þótt okkar fréttir kosti mörgum sinnum minna en þeirra." Dönsk f jölmiðlalöggjöf úrelt Framan af gekk rekstur auglýs- ingastöðva mjög brösuglega í Dan- mörku. Hvernig horfir reksturinn við núna? „Þegar ég kom hingað 1990 voru bandarískir eigendur að taka við rekstrinum og Kanal 2 er nú f eigu bandaríska fyrirtækisins Scandinavian Broadcasting Sy- stem, SBS, sem rekur stöðvar á hinum Norðurlöndunum eins og TV Norge og Kanal 5 í Svíþjóð og reyndar einnig víðar í Evrópu. Stöðin er framtak eins manns, sem hafði áhuga á að koma á markað- inn efni, sem hann framleiddi í Hollywood. Honum þótti Norður- löndin fýsilegur markaður, því þar væri velmegun og hátt menntunar- stig, en lítil sjónvarshorfun miðað við nágrannalöndin. Þetta var spurning um fjárfestingu og ekkert annað. Árið 1991 urðum við að skera reksturinn niður og rákum þá 80 manns á einu bretti. Sjónvarpsaug- lýsingamarkaðurinn í Danmörku er lítill. Við höfðum ákveðið að eyða miklu í framleiðslu, en mark- aðurinn fylgdi ekki eftir og því fór sem fór. Ástæðan fyrir því hve hægt hann fór af stað var senni- lega sú að auglýsingar skiluðu sér seint á staðbundnu stöðvarnar. Reksturinn hafði verið ótryggur þar til SBS kom til sögunnar og því héldu auglýsendur líklega að við færum fljótt á hausinn. Rfkis- stöðin TV2 sýndi líka auglýsingar. En síðan hefur allt gengið rólega upp á við og auglýsingamarkaður- inn hefur vaxið, þó hann sé alls ekki kominn í sama hlutfall og er í Frakklandi, Englandi og Þýska- landi. Ef SBS hefði ekki komið inn á danska markaðinn 1990 þá væru ekki til neinar staðbundnar stöðvar í Danmörku, því stöðvarnar dafna í skjóli hugsunarháttar SBS, skipu- lagningar og með dagskrár, sem fást í gegnum sambönd þeirra. Allir sem koma ekki efni að hjá ríkisstöðvunum eiga að koma því inn hjá staðbundnu stöðvunum, sem eru skyldugar til að senda efni bundið staðnum í ákveðinn tíma á viku. Dönsk fjölmiðlalöggjöf hefur verið gasalega úrelt, en sam- sendingar bæta þar um.“ Hveiju breytir að gefíð verður leyfí til að samsenda? „Það breytir öllu. Þá getum við tengt stöðvarnar tólf saman og búumst þá við að ná til 75 prósent áhorfenda. Það þýðir kúvendingu í framleiðslu okkar og við komum til með að hafa miklu meiri pen- Morgunbladid/Sigrún Uavíðsdóttir inga, því um leið og hægt verður að senda sama efni til miklu fleiri áhorfenda en áður verður hægt að selja auglýsendum miklu meiri horfun en áður. Stór hluti auglýsin- gatekna fer beint í framleiðsluna. Hingað til höfum við þurft að spara í hveiju einasta atriði í framleiðsl- unni og framleitt efni á mjög hag- kvæman hátt. Nú verður hægt að leyfa sér aðeins meira. Okkar eigin framleiðsla skiptir máli, því við viljum vera dönsk stöð og fylgja þeim reglum, sem ríkja hér í stað þess að gera eins og gervihnattastöðvarnar, sem geta sent hingað án þess að fylgja danskri löggjöf, til dæmis varðandi auglýsingar. Þeir geta rofið dag- skrár til að koma auglýsingum að, en það er bannað hér. Við vitum hins vegar að áhorfendur vilja fyrst og fremst horfa á danskt sjónvarp og þeim óskum viljum við mæta.“ Hvernig stóð á að þú réðst hing- að, þegar þú sast í traustri vinnu á Islandi? „Það var hringt í mig 1990 af því verið var að leita eftir pródús- ent með reynslu í auglýsingasjón- varpi. Auglýsingasjónvarp var þá nýtt af nálinni hér og því fáir með reynslu á því sviði. Eg hafði verið hjá ríkissjónvarpinu íslenska frá 1970 til 1986 að ég fór yfir á Stöð 2. Mér fannst ég hafa framleitt allt það sjónvarpsefni, sem ég gæti á íslandi og fannst spennandi að hér var verið að byggja upp rekstur á alveg nýjum forsendum.“ Kveinka mér ekki við að búa til söluefni Ef þú berð rekstur Kanal 2 sam- an við íslenskar aðstæður hvað kemur þér þá helst í hug? „Það er sama hvort um er að ræða íslenska ríkissjónvarpið eða það danska að hugmyndin þar er enn „broadcasting“, það að ná til allra áhorfenda, meðan við miðum á markhópa. DR var fyrirmynd íslenska sjónvarpsins í upphafi og allir íslensku starfsmennirnir menntaðir þar. DR er sjúkur risi og margt af því, sem er danska ríkissjónvarpinu fjötur um fót er einmitt það, sem verið er að gera á Islandi. íslenska ríkissjónvarpið er enn einangrað í sama heimi og það danska og þennan heim þarf að bijóta upp. Þetta er meðal ann- ars spurning um samkeppni við alnetið, þar sem verða milljónir lít- illa sjónvarpsstöðva eftir nokkur ár. Ef ekki verður farið að fram- leiða gott íslenskt sjónvarpsefni þá verður ríkissjónvarpið einfaldlega undir í samkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.