Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VITLAUST GEFIÐ Freisting- ARNAR eru víst til að falla fyrir þeim. Því fellur Gáruhöfundur nú fyrir einni, sem hann ætlaði aldrei að láta henda sig, að segja: Sagði ég ekki! Maður verður svo hundleiðinlegur. í síðustu skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar reyndist sú þeirra réttust sem ekki útilokaði elstu kjósendurna, eins og hér var spáð. Skoðanakönnun DV komst næst úrslitunum, þó ekki munaði miklu. Það var síma- könnun, þar sem aldur svarenda skipti ekki máli. Reyndist rétt- ari en hjá þeim sem útilokuðu kjósendur eldri en 75 ára. Sú skekkja á eftir að aukast í skoð- anakönnunum, því hlutfall aldr- aðra vex jafnt og þétt, spáð að hlutfall 70 ára og eldri muni vaxa hratt á næstu 30 árum. Kemur upp í hugann gamanvísa úr revíusöng sem hún Áróra Halldórsdóttir söng og varð vin- sæl í eina tíð: „Fyrst sjá þeir byssan og svo sjá þeir mé, þá má nu alla fuglene fara að vara sé“. Kannski eins gott að reikna með þessu fólki. Ekki síst þeir sem eiga sitt undir atkvæðum. Vilja ekki allir halda í völdin eða fá þau, hafi þeir komist á bragðið eða nálægt því að fá þau? Það er víst bara mann- legt eðli - sem býsna víða glyttir í nú um stundir, ekki satt? Ástæð- an þvælist fyrir fleirum en þessum skrifara og honum Muhamed Boudief Alsírforseta, sem varð að orði fáum sekúndum áður en hann var líflátinn: „Líf mannsins er mjög stutt. Það liggur fyrir okkur öllum að deyja. Því skyld- um við hanga svona á völdun- um?“ Þótt Gáruhöfundur hyggi ekki á framboð, þá er aldrei að vita ef lífssýn hans og málfiutn- ingur „fær ómótstæðilegar und- irtektir!" Því beinir hann nú sjónum sínum að þessum af- skipta „markhópi". Bandaríkjamenn hafa verið að skoða sérstaklega aldurshóp- inn sem eldri er en 85 ára og fjölgar hraðar en nokkrum öðr- um, þ.e. um 232 % á sl. 35 árum meðan landsmönnum í heild hefur fjölgað um 30%. Að vísu eru þeir enn ekki nema 1,2% þjóðarinnar, en verða 10% undir miðja næstu öld. Nú fara eflaust margir að biðja fyrir sér, þar sem líklegt er að þetta verði svipað hér sem í öðrum velferð- arríkjum. Rangt! Áhyggjur Bandaríkjamanna hurfu eftir að sannað var að þeir sem á annað borð ná því að verða 85 ára séu yfirleitt heilsubetri en þeir sem falla frá fyrir þann tíma. Þeir séu því ekki sú byrði sem gjarn- an er af látið. Kostnaður við læknishjálp til þeirra er hlut- fallslega minni en til þeirra sem eru í næsta 20 ára aldurshópi á undan. Og þegar dauðinn loks knýr dyra gerist það yfirleitt nokkuð hratt, án langvarandi þjáninga eða erfiðs dauðastíðs, eins og algengara er hjá yngra fólki. Enda draga erfiðir sjúk- dómar á borð við krabbamein og hjartasjúkdóma fólk tiltölu- lega snemma til dauða. Og als- heimersjúklingar eru sjaldan í hópi eldri en átt- ræðra. Þeir sem lifa af stóru sjúkdóm- ana, sem eru með algengustu dánar- orsökum nú á dögum, eru venju- lega vel á sig komnir líkamlega, hafa verið frekar heilsuhraustir allt sitt líf, geta átt von á að ná háum aldri við nokkuð góða heilsu og deyja oftast hægum dauða úr lungnabólgu eða flensu. Þeir elstu standa sem sagt betur að vígi og ómaklegt að kvarta undan þeim í heil- brigðisþjónustunni. Það er því um að gera að halda sér við, heila og líkama, fram yfir 85 ára. Þetta breytir ekki því að fjölgar í öllum efri aldurshópun- um, sem líka lifa við síbatnandi heilsu sem betur fer. Eldri en sjötugir eru þegar yfir 20 þús- und, hefur fjölgað um fjórðung á rúmum áratug. Auðvitað þarf þetta fólk og á skilið nauðsyn- lega þjónustu, eins og við höfum sett markið á. En við veigrum okkur við að líta raunsætt á málið, hvað þá skilgreina þann grundvöll sem það byggist á og hægt er að Ijármagna. Og það þó að þegar sé farið af fjár- hagsástæðum að ganga á þjón- ustu við aldraða. Samtímis er gripið til þess að letja fólk til að geta sjálft búið sig undir að sjá fyrir sér í ellinni. Þetta sýn- ir litla framsýni, þvl varla verð- ur hægt að sjá sómasamlega fyrir öllum landsmönnum upp úr 67 ára eða jafnvel yngri. Það blasir við og viðbrögðin virðast vera að draga úr þjónustunni við alla þegar að kreppir. Þegar horft er fram í tímann gengur það augljóslega ekki upp nema með vesöld fyrir alla - og, eins og nú er, með óviðunandi mis- munun. Sumum eigi að sjá fyr- ir frá 67 ára eða jafnvel niður í sextugt, en öðrum eftir sjö- tugt, burt séð frá því hvernig þeir eru á sig komnir og þurf- andi. Þessvegna varð^ég alveg gáttuð að sjá að formaður Fé- lags eldri borgara skrifaði í grein að félagið ætlar að færa út kvíarnar og færa umbjóðend- ur sína í aldri niður í 60 ára. Augljóslega verður ekki hægt að sjá fyrir öllum íslendingum yfir sextugt í framtíðinni, og hlýtur að þynna út þjónustuna fyrir fólk sem eldra er, sem nú er háð varnarbarátta fyrir. Ekki síst þar sem enginn þorir að taka á jafnræðisreglunni og færa allan lífeyrisaldur og þjón- ustu á sama aldur, í sjötugt. Fyrir utan það að eldri borg- arar endurspegla þverskurð mannlífsins í landinu og því beinlínis rangt að slá öllurn ald- urshópnum í stjórnsýslunni saman við þá sem af öðrum ástæðum geta ekki séð sér far- borða og tala um þá sem þurf- andi. Það er semsagt vitlaust gefið og í úrspilinu á það eftir að auka möguleikana á að illa spilist úr - eða töpuðum leik. Cárur eftir Etínu Pálmadóttur MANNLIFSSTRAUMAR TÆKNI/L^m ofurstrengirgátuna um óendanleikannf Gátanum þyngdarqflið í HUNDRAÐ ára einsemd lætur Gabríel Gareia Marquez síðasta ættlið Búendíaættarinnar farast um leið og hann les spádóm Melk- íaðesar og honum verður ljós allur sannleikur um ætt sína. Það freist- ar að alhæfa út frá því og velta fyrir sér hvort mannkynið upp- götvi einhvem altækan megins- annleik um heiminn sem það býr í, en íjaman fari að hin fullkomna þekking tortími því. Eðlisfræðin hefur aldrei fundið nein algild sannindi, heldur aðeins að sam- hengi sé á milli fyrirbrigða efn- isheimsins. Ef eitthvað gerist, þá gerist eitthvað annað. Hendi ég epli, dettur það á jörðina. Vísinda- menn hafa ekki haft hugmynd um af hveiju þyngdaraflið stafaði, og margir þeirra hafa ekki gert sér grillur út af því. Newton tókst að tengja saman það afl er togar eplið til jarðar og aflið er heldur tunglinu á brautu. Það var risa- skref í átt til skilnings efnisheims- ins, en eftir það má segja að ekki hafi komið ný sýn á þyngdaraflið fyrr en með Einstein árið 1915, er hann birti fræði sín um al- mennu afstæðiskenninguna. Afstæðiskenningin birti nýtt sjónhorn á hreyfingu hluta, og þarmeð áhrif þyngdar. í stað hins hefðbundna sjónarmiðs að hlutir færu eftir brautum fyrir tilverknað krafta, er hreyfing hlutar orðin að stystu leið milli tveggja staða á bognum fleti í fjórvíðu rúmi. Þetta hljómar sem púra latína í eyrum leikmanns, en stærðfræði þessa fyrirbrigðis er ekki verulega flókin. Þyngdar- aflið kemur fram sem sveigja þessa stærðfræðilega rúms, líkt og lóð sé lagt ofan á pjasthimnu sem þanin er í ramma. Án þyngd- ar er himnan slétt. Lóðið býr til gryfju í himnunni. Létt stálkúla sem er hent á himnuna hreyfist í gryfjunni hlið- stætt og fylgi- hnöttur á ferð um móðurhnött. Hin nýja sýn Einsteins færði okkur ekki nær frumgátunni um það hvað efni er. En í afstæðis- kenningunni var að finna leið áleiðis til meiri skilnings á því. Hún er skyld því hvað efnisögn er í innsta eðli sínu. Við getum ekki tekið billjarðkúlu og minnkað hana að vild. Hugmynd okkar um billjarðkúluna er háð reynslu okkar úr dag- Iegu lífi og hana má ekki alhæfa í heimi ör- eindanna. En lítum við t.d. á rafeind, þá hefur ekki verið hægt að kom- ast nær henni en svo að hún komi fram út á við þannig að hún sé öll í einum óendanlega litl- um punkti. Rafkröftum eða þyngdarafli sem til- heyra henni eru sam- kvæmt því ekki takmörk sett. Almenna afstæðis- kenningin hefði einmitt varpað ljósi á fyrirbrigði í hinum stjarnfræðilega heimi sem nú er almennt trúað á. Það eru svartholin. Drag- ist stjarna nægilega saman, verð- ur þyngdaraflið öllum fráhrindi- kröftum yfirsterkara, og efnið hverfur inn í sjálft sig. Út á við finnst ekkert nema aðdráttarafl efnisins. Nútíma sýn á efnisagnir yfirfærir þetta á eindir. Er t.d. rafeind nokkuð nema lítið svart- hol? Ofurstrengir eru aftur alhæf- ing svartholsins, að því leyti að fyrirbrigðið er ekki bundið við punkt í rúminu, eins og við höfum verið að hugsa okkur um rafeind- ina, heldur við línu (streng). Hvar sem við nálgumst þennan streng, ætti þyngdarafl eða rafkraftar að vaxa upp úr öllu valdi. (Lesanda er bent t.d. á „Sögu tímans“ eftir Stephen Hawking, útgefna á ís- lensku, vilji hann kynna sér strengii) Bandaríkjamaðurinn Andrew Strominger hefur sett fram tilgátu um ofurstrengi í sex- víðu rúmi!!!, sem sameinar alla krafta náttúrunnar í einu, þar sem virðist mega gera ráð fyrir einu grunnhugtaki sem sé undirstaða allra efnisfyrirbrigða. Þetta frum- hugtak mætti nefna „Svart ör- hol“. Út frá því fyrirbrigði virðist mega skýra alla eiginleika efnis- agna og alla krafta sem við þekkjum til, þar með þyngdaraflið einnig. Það er eðli eðlisfræðinnar að leita uppi einingu og ein- faldleika. Einstein tókst að sameina fyrirbrigðin segulafl og rafmagn í einu hugtaki, rafsegul- sviðinu. En þessi tvö fyrirbrigði voru talin tengd áður, þótt ekki væri litið á þau sem eina heild. Eðlisfræðin hefur snúist mjög um það und- anfarna áratugi að halda þessari samein- ingu áfram. Er það t.d. tilviljun að þyngdarlög- málið og aðdráttarlög- málið eru svo líka að nálgast að vera eineggja tvíburar? Kenning Stromingers er e.t.v. skref í átt til þeirrar sameiningar. Hvort svo er verður tíminn að leiða í ljós. Newton AÐALFUNDUR Aðalfundur Togaraútgerðar Ísaí)arðar h£. fyrir árið 1995 verður haldinn á Hótel ísafirði miðvikudaginn 17. júlí nk. kl. 14.00. DAGSKRÁ: Samkvæmt 15. gr. samþykkta íélagsins. II Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. II Ársreikningur félagsins liggur frammi á skrifstofunni, Aðalstræti 26, Isafírði. Togaraútgerð ísafjarðar hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.