Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 B 11 Morgunblaðið/Ámi Sæberg UM 400 Grunnvíkingar komu til Flæðareyrar við Leirufjörð helgina 5.-8. júlí. Mótsgestir létu ekki á sig fá að gista í tjöldum þótt köldu andaði frá kolsprungnum Drangajökli. FÓLK streymdi um borð í djúpbátinn Fagra- nes í ísafjarðarhöfn um hádegið 5. júlí síðast- liðinn og skipveijar voru önnum kafnir við að hífa fiskikör full af farangri um borð. Það leið að brottför inn að Flæðareyri í Jökulfjörð- um þar sem átthagamót Grunnvíkinga skyldi hefjast um kvöldið. Það komust færri með en vildu í þessari ferð, farþegar voru um 200 og farangurinn vóg lítil 20 tonn. Fagranesið flutti lungann af hátíðargestum en margir komu á minni fleyjum, rækjubátum, hraðfiskibátum, skemmtisnekkjum, kajökum, skútu og að minnsta kosti einum árabáti. Alls staðar var fólk, hvort heldur á báta- dekkinu eða í veitingasölum. Það leyndi sér ekki að víða urðu fagnaðarfundir kunningja og vina. Krakkarnir hlupu um skipið og full- orðna fólkið tyllti sér í öll möguleg sæti. Bíla- dekkið var þakið farangri frá skut og fram yfir mitt skip. Þar ægði saman viðlegubún- aði, garðhúsgögnum, gosdrykkjum í brettavís, salernispappír, pappakössum og úttroðnum svörtum plastsekkjum. ísafjarðardjúpið skartaði sínu fegursta þegar Fagranesið lagði úr höfn með stefnu á Bolungarvík. Þar bættust við fleiri farþeg- ar og meira dót. Eftir þægilega sigl- ingu yfir Djúpið renndi skipið fyrir Bjarnarnúpinn og Grunnavíkin opnað- ist. Fólkið hópaðist að stjórnborðssíðunni og staðkunnugir fræddu þá sem minna vissu. Miðaldra kona sýndi sam-_______ ferðafólki Ófæruna, Mar- íuhornið og kirkjuna áStað. Unglings- stúlka benti vinkonum sínum upp í víkina: „Þarna eru rústirnar af húsinu hennar ömmu!“ Afram hélt Fagranesið með virðulegum þunga inn með Staðarhlíð og Sveitinni. Þegar nær dró Flæðareyri fór að kula af austri. Nokkrir hraðfiskibátar þeystu hjá og lömdu ölduna svo pusið gekk í allar áttir. Á Flæðareyri var þegar risin tjaldborg umhverfis félagsheimilið sem Ungmennafélag- ið Glaður reisti snemma á fjórða áratugnum. Nokkrir bátar rugguðu fyrir festum. Búið var að setja niður flotbryggju sem auðveldaði flutning fólks og farangurs. Skipveijar á Fagranesi settu þijá slöngubáta á flot og úr landi komu fleiri smábátar. Skuthlera skipsins var lyft og hafist var handa við að flytja far- angurinn út í bátana. Farþegarnir stilltu sér upp í röð og skipveijar klæddu hvern og einn í bjargvesti áður en hann var feijaður yfir. í landi var mynduð röð burðarfólks sem hand- langaði dótið upp í fjöru. Þaðan var það borið eða ekið á handkerrum og hjólbörum inn á tjaldstæðið. Þótt allir kepptust við tók rúma tvo tíma að afferma skipið. Varðeldur og söngur Fólk gaf sér tíma tii að tjalda og elda áður en hátíðin var sett með varðeldi um kvöldið. Enn var strekkingsvindur og stóð kuldastrók- urinn af kolsprungnum Drangajökli og úr Hrafnfirði yfir mótssvæðið. Nokkru fyrir miðnætti leiddu tveir harmón- ikkuleikarar skrúðgöngu frá félagsheimilinu að bálkestinum og kappklæddir hátíðargestir tylltu sér utan í hól. Kveikt var í brennunni sem skíðlogaði í rokinu undir öruggri stjórn Óskars brennustjóra. Hlíf Guðmundsdóttir, formaður Grunnvík- ingafélagsins á ísafirði, setti hátíðina og stýrði fjöldasöng. Mótsgestir höfðu fengið söngbókina Hír- amíu sem innihélt hagnýtar upplýs- ingar, átthagasöngva Grunnvíkinga og ætt- jarðarlög. Það var byijað á „Strollunni" sem virtist mótsgestum einkar kær. Hver söng með sínu nefi upp í gjóiuna og sumir vættu kverkarnar og yljuðu sér á eldvatni. „Fyrr var oft í koti kátt“ og „Grunnavíkurhreppur er gimsteinn þessa lands“ hljómuðu svo undir tók meðan æðarkollurnar kúrðu á steinum fyrir landi og skemmtu sér konunglega. Eftir varð- eldinn var selt heitt kakó og kleinur út um eldhúsgluggann á féiagsheimilinu. Grunnvíkingum ungað út Grunnavíkurhreppur fór í eyði haustið 1962 þegar síðustu sex fjölskyldurnar fluttu úr Grunnavík. Brottfluttir Grunnvíkingar stofn- uðu tvö átthagafélög, á ísafirði og í Reykja- vík. Hlíf Guðmundsdóttir er formaður félags- ins á ísafirði, stofnað 1955, til að auðvelda brottfluttum sveitungum að hittast. Félags- menn fara í kirkjuferð eða annað ferðalag á hveiju sumri, auk þess er basar, aðventufund- ur, þorrablót og sumarkaffi fyrir aldraða ár- lega. Fyrsta Flæðareyrarhátíðin var haldin 1969 og voru þær fyrst á þriggja ára fresti en nú fjögura. Var þetta áttunda hátíðin. FÓLKIÐ flykktist út að borðstokknum til að berja æskustöðvarnar augum. KAUPFÉLAG Flæðareyrar og nágrennis var iðulega lokað vegna vörutalningar! STEINDÓR Ögmundsson frá Tálkna- firði og Theodór Theodórsson á ísafirði í léttu spjalli á fjörukambinum. „Þetta er átthagamót Grunnvíkinga og hvergi auglýst," sagði Hlíf, sem er ættuð úr Furufirði. „Reyndar sáum við okkur knúin til að auglýsa nú að hátíðin væri einungis ætluð Grunnvíkingum. Það hefur borist út að hér sé gaman og við fengum pata af hópum sem stefndu hingað. Flestir hátíðargestirnir hafa aldrei búið hér en koma í fylgd höfuðs fjöl- skyldunnar sem einu sinni átti hér heima. Þetta eru ekki margar fjölskyldur en orðnar fjölmennar. Eg held að Grunnvíkingar hafi sterka kennd fyrir uppruna sínum. Maður elur börnin upp sem Grunnvíkinga, þetta er mark- viss innræting! Það kemur ekki til hjá þeim að sleppa úr hátíð. Upp til hópa eru Grunn- víkingar léttir og kátir 5 sinni. Þeir halda fast saman. Ég minnist þess ekki að hafa verið neitað þegar ég hef leitað liðsinnis einhvers." Hlif sagði mikla áherslu lagða á að ganga vel um svæðið. „Fólk fer ekki að sofa fyrr en búið er að tína upp rusl, sópa og ganga vel frá félagsheimilinu. Það kemur enginn til að taka til eftir okkur þegar við förum.“ Maður er manns gaman Félagsheimilið var miðpunktur hátíðar- haldanna. Sett var upp Kaupfélag Flæðar- eyrar og nágrennis í skúrbyggingu við húsið þar sem sælgæti og gosdrykkir var selt á eðlilegu kaupfélagsverði en ekki uppsprengdum útihátíðaprís. Drykkjaum- búðir voru greiddar út í hönd við skil. Þetta var gert til að stuðla að þrifum á svæðinu og unga kynslóðin var óþreyt- andi í söfnun umbúða. Salurinn í félagsheimilinu er á að giska 40 fermetrar, eða á stærð við þokkalega stofu í einbýlishúsi. Fyrir endanum er upphækkað svið og með veggjum baklaus- ir bekkir. í kjallaranum er eldhús þar sem framreiddar voru einfaldar veitingar, pyls- ur, kaffí og stundum kakó og kleinur. Veitingarnar voru ýmist afgreiddar út um glugga eða að fólk tyllti sér við borð í eldhúsinu. Dagskrá mótsins bar þess merki að maður er manns gaman. Fólkið skemmti sér sjálft og var ekki i neinum vandræðum með að kitla hláturtaugar og gleðjast saman. Skipulagðar voru gönguferðir að Drangajökli, Dynjanda og Höfða, og margir lögðu land undir fót upp á eigin spýtur. Síðdegis voru leikir fyrir fólk á öllum aldri og tóku ekki síst börnin þátt í þeim. Kvölddagskráin hófst svo með kvöldvöku. Þar voru hin fjölbreytt- ustu atriði, knattspyrnuleikur á léttum nótum þar sem Viðgerðarliðið ’96 atti kappi við Landsbyggðarúrvalið á „Eyrar Stadium“. Leikmenn sýndu snilldaitakta og fengu sóleyj- ar fyrir gula spjaldið og epli fyrir það rauða. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.