Morgunblaðið - 14.07.1996, Page 23

Morgunblaðið - 14.07.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 B 23 ALPAFIFILL - EDELWEISS (Leontopodium alpinum) EKKI MUNU fyrir- fínnast margar jurtir sem sveipaðar eru öðr- um eins ævintýraljóma og Alpafífillinn frægi, hið eðla hvíta blóm sem ber latneska heitið Leontopodium alp- inum. Aðalheimkynni hans eru Alpafjöllin og svo ákaflega var sóst eftir því að ná þessari jurt úr snarbröttum skriðum og nær ókleif- um klettum, að henni var nánast útrýmt. Það var sem sé siður ijallagarpsins að hika ekki við að leggja líf sitt í hættu við að ná þessari „eðalhvítu" jurt til þess að færa elskunni sinni svo'hún mætti sannfærast um karlmennsku hans og þor. Um þetta voru svo skráðar sögur, ljóð ort og lög samin og enn- fremur mun vera til helgisögn um uppruna alpafífilsins, en ekki kann ég á henni skil. Ferðamenn allra tíma hafa jafnan haft mik- inn hug á að eignast þessa jurt, sem sumir kölluðu „drottningu alpablómanna" og flytja heim í garða sína. Asókn ferða- manna . var slík að hætta var á útrým- ingu, sem gerði það að verkum að hún var friðuð a.m.k. á vissum svæðum. Nú þarf enginn að stofna lífi og limum í hættu til að eignast þessa jurt því hún er fyrir margt löngu orðin vin- sæl garðjurt, sem hægt er að kaupa í gróðrarstöðvum víða um lönd, líka hér á landi. Sú saga komst á kreik BLÓM VIKUNNAR Þáttur nr. 334 hmsjón Ágústa li j ii r n s d ó 11 i r í Danmörku fyrir mörgum árum, að edelweiss-plöntur sem seldar væru dýrum dómum suður í Sviss í fagurlega máluðum blómapottum og jafnvel Danir keyptu þar, væru í rauninni framleiddar í tiltekinni danskri gróðrarstöð og fluttar það- an á suðlægári breiddargráður til þess að verða seldar þar fyrir dijúg- an skiiding. Ekki mun þessi sögu- sögn vera staðfest. Vaxtarstaðireru fleiri en Alpafjöllin, þó jurtin sé við þau kennd, eða allt vestan frá Spáni og austur til Japan í 500-3500 m hæð. Alpafífillinn er af körfublómaætt, og er hæðin um 20 sm. Blöðin eru grá, og sitja flest í hvirfingu niður við jörð. Stönglarnir sem einnig eru gráir, uppréttir og stinnir, bera líka blöð, en þau eru gisin og mjórri en hin. Sjálft blómið er heldur óásjálegt, gulleitt, en það er umlukið hvítum loðnum blaðkransi, einskonar háblöð- um sem er aðal- prýði og sérkenni jurtarinnar. Blómgast jafnan eftir mitt sumar. Ekki gerir alpafífillinn miklar kröfur til lífsins. Hann þrífst best í þurrum, fremur ófijóum jarðvegi móti sól, t.d. í steinhæð, hrauni eða gijót- hleðslum, enda líkjast slíkir staðir hvað mest hans eðlilega umhverfi. I mjög fijórri, rakri mold missir jurtin sinn fallega gráhvíta lit og fær á sig grænan blæ. Jarðvegs- bleytu á vetrum þolir hann illa. Þar sem vel tekst til um vaxtarstað getur alpafífillinn dafnað vel og lif- að árum saman. Haust og vor má skipta plöntunum til fjöigunar og endumýjunar, en sé fræsáning við- höfð er ekki öruggt að allir kostir móðurplöntunnar haldi sér. Einnig má taka hliðarsprota og nota sem græðlinga til fjölgunar. Náskyldur alpafíflinum er Mon- gólafífill (Leontopodium sibricum) ættaður frá Siberíu, eins og nafnið bendir til, en vex einnig villtur í Mongólíu og Kóreu. Hann er öllu stórgerðari og enn loðnari en hinn og má heita að öll jurtin sé klædd hvítum loðfeldi einkum ef hún er ræktuð í mögrum, þurrum jarðvegi. Alpafífíllinn á sér ættingja í ís- lensku flórunni, það er FJandafæla (Gnaphalium) sem vex í lautum og bollum til fjalla, einkum þar sem snjóþungt er. Að sögn þeirra sem séð hafa alpafífilinn í heimkynnum sínum, en þar er hann ekki eins tígu- legur og í ræktaðri mold, er tals- vert svipmót með þeim frændsystk- inum. Alpafífillinn er vissulega þess virði að rækta í garði sínum. Einn af kostum hans er sá, að hann er heppilegur til þess að þurrka og nota í vönd eða smærri skreyting- ar. Einnig má pressa hann og líma, t.d. á kort. Á.B. RAÐAUGi YSINGAR Myndlistarmenn athugið! Innan skamms verður opnuð í Gallerí Borg sérstök gjafavörudeild. Þar verður kappkost- að að hafa til sölu úrval myndverka og ann- arra listmuna sem henta vel til tækifæris- gjafa, t.d. grafíkmyndir, vatnslita- og pastel- myndir, lítil olíuverk, ásamt keramikmunum. Vinsamlegast hafið samband við Gallerí Borg í síma 552 4211 frá kl. 12-18 virka daga. éraéfé'ic BÖRG v/lngólfstorg. Toppmyndir gömlu meistaranna Fyrir fjársterkan aðila leitum við að mjög góðum verkum eftir t.d. Kjarval, Ásgrím, Jón Stefánsson, Gunnlaug Scheving, Kristínu Jónsdóttur, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal og Jóhann Briem. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst við Gallerí Borg í síma 552 4211 frá kl. 12-18 virka daga. BÖRG v/lngólfstorg Lögreglumannatal - upplýsingar óskast Ritnefnd Lögreglumannatals óskar eftir upp- lýsingum frá almenningi/aðstanendum um héraðs- og afleysingamenn fram til ársins 1965. Upplýsingar þessar koma til með að birtast í Lögreglumannatali, sem áætlað er að komi út í október 1997. Þeir, sem hafa upplýsingar um menn, er gegnt hafa slíku starfi fram til ársins 1965, eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim á skrifstofu Landssambands lögreglumanna, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, sími 562 4411, símbréf 562 5011. Ritnefnd Lögreglumannatals. HJÖNA- BANDS- SKÓLINN SÍMI: 562-9911 Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. ^ VEGURINN V Kristlð samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Kvöldsamkoma kl. 20.00. Hjálmar Jóhannsson predikar. Gestir frá Kansas. Keppið eftir kærleikanum. Allir velkomnir. Rauðarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400,897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Hverfisgötu 105,1. hæð Samkoma kl. 20.00 f kvöld. Grundvöllurinn er Kristur. Seinni hluti. Hilmar Kristinsson predikar. Frelsishetjurnar kl. 11.00 Fimmtudagskvöld kl. 20. Bænastund og kennsla. Allir velkomnir. Vertu frjáls, kíktu í Frelsið. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Samkoma í kvöld kl. 20.00. í ótta og elsku frammi fyrir Drottni. Ræðumaður: Sr. Sigfús Ingvason. Allir velkomnir. Alrnenn samkoma i Breiðholts- kirkju kl. 20.00. Ólöf Davíðsdóttir predikar. Ef þér leitið mín, af öllu hjarta, mun óg láta yður finna mig, seg- ir Drottinn. Lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. fcimhjólp Almenn samkoma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Samhjálparvinir gefa vitnis- buröi mánaðarins og vitna um reynslu sína og trú. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. A \ mn\ K lettur Kristið samfélag Samkoma í Góðtemplarahúsinu, Suðurgötu 7, Hafnarfirði, í dag kl. 20.00. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Brotning brauðsins. Allir velkomnir. & Hjálpræðis- herinn ííúiKirkjustræti 2 Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Káre og Reidun Morken stjórna og tala. Allir velkomnir. Þriðjudaginn 16. júlí kl. 20.30 Bænastund. Hvítasunnukirkjan Filadelfía Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Niðurdýfingarskírn. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Bamagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkominn. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Sunnudagur 21. júlí: Samkoman færist fram til kl. 16.30 aðeins í þetta eina skipti. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Guðsteinn Ingimarsson frá Nýja Sjálandi predikar. Að lokinni samkomunni verður veisla í efri sal kirkjunnar. Þriðjudagur: Bibliulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma i dag kl. 11. Ásmundur Magnússon prédikar. „Fyrstu skrefin" í kvöld kl. 20.00. „Að treysta Guði“ kennsla á miðvikud. kl. 20. Jódís Konráðs- dóttir. Bóksala alla virka daga frá kl. 14-16 og eftir samkomur. Allir hjartanlega velkomnir til okkar. FERÐAFÉIAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sumarleyfisferðir 1. Hornstrandaganga frá Hest- eyri um Hornvík í Reykjafjörð 18.-27. júlí. Spennandi bak- pokaferð. 2. Á Lónsöræfum 20.-25. júlí. Gist í Múlaskála og við Kollu- múlavatn. Biðlisti. 3. Eyðibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfanda 26/7-1/8. Biðlisti. Gönguferðir milli Landmanna- lauga og Þórsmerkur og frá Hvít- árnesi til Hveravalla 5 og 6 daga ferðir og gönguferðir frá Snæ- felli til Lónsöræfa 7 daga ferðir. Kynnið ykkur möguleikana. Undirbúningsfundir fyrir „Lauga- vegsferðirnar" eru öll mánu- dagskvöld kl. 20.00 í Mörkinni 6 og fyrir „Kjalveg" þriðjudags- kvöld kl. 20.00 í Mörkinni 6 (risi). Helgarferðir r 19.-21/7 Þórsmörk - Langidalur. 19. -21/7 Landmannalaugar - Álftavatn. 20. -21/7 Yfir Fimmvörðuháls. Við minnum á ódýra sumardvöl ( Þórsmörk. Miðvikudagsferðir i júlí og ágúst. Munið árbókina 1996: Ofan Hreppafjalla. Ár- gjaldið er kr. 3.300 kr. og árbók- in er innifalin. 500 kr. aukagjald fyrir innbundna bók. Utanlandsferðir fyrir félaga í F.j verða til Suður-Grænlands og Noregs (Jötunheima) í ágúst og Færeyja í september. Ferða- áætlun liggur fyrir fljótlega. Þriðjudagur16.júlí kl. 19.00 Vígsla nýrrar hringsjár á Uxa- hryggjum. Brottför frá BSÍ, aust- anmegin og Mörkinni 6. Allir velkomnir. Kaffiveitingar. Verð aðeins 1.000 kr. frítt f. böm m. fullorðnum. Heimkoma um eða fyrir miðnætti. Ferðafélag Islands. MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 14. júlí kl. 8.00: Þórsmörk, dagsferð og til lengri dvalar. Verð 2.700 kr í dagsferð. Kl. 13 Djúpavatn - Grænadyngja. Skemmtileg ganga í Reykjanes- fólkvangi. Verð 1.200 kr., frítt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSl’, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.