Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1996 B 7 KVIKMYNDIR HVER gerði það? Sting, Bates og Russell Bates í enskri morðsögu THYGLISVERT leikaralið kemur saman í nýrri breskri sakamálámynd sem heit- ir „The Grotesque". Með aðalhlutverkin fara Alan Bates, Theresa Russell og poppsöngvarinn Sting en leikstjóri er John-Paul Davidson. Myndin er byggð á sakamálasögú eftir Patrick McGrath og ger- ist á ensku sveitasetri árið 1949. Bates leikur höfuð Colefjölskyldunn- ar og er steingerfinga- fræðingur með byltinga- kenndar hugmyndir um endalok risaeðlanna. Russell er bandaríska eiginkonan hans og heldur mjög framhjá honum með gestum og gangandi. Sting er einkaþjónninn á heimilinu en eiginkona hans í myndinni er leikin af eiginkonu hans í ver- unni, Trudie Styler. Lena Headley leikur dótturina á heimilinu og þegar unn- usti hennar finnst inyrtur er sett í gang klassísk, ensk morðsaga. Bates hefur ekki sést mikið í bíómyndum hin seinustu ár og þykir aðdá- endum hans sjálfsagt akk- ur í myndinni ekki síður en aðdáendum enskra sakamálabókmennta. ÍBÍÓ Metsölumyndir í Bandaríkjunum verða gjarnan metsölu- myndir hér heima líka og víða um heimsbyggð- ina þótt undantekningar séu þar á. Með það í huga má búast við að heimsendamyndin Þjóð- hátíðardagurinn eða „Independence Day“, sem reyndar inniheldur vænan skammt af am- erískri þjóðerniskennd, verði ofarlega á_ met- sölulista ársins á Íslandi og mjög líklega í efsta sæti. Ef mið er tekið af t.d. gengi Júragarðsins hér, en ID4 verður a.m.k. jafnvinsæl henni vestra, má áætla að á milli 80 og 90 þúsund manns sjái Þjóðhátíð- ardaginn á íslandi. Bíó- sumarið vestra stefnir í að verða það ábatasam- asta í mannaminnum með myndum eins og „Twister" og „Mission: Impossible". Það er engin spurning að allur þessi bíóáhugi á eftir að smita út frá sér í aukinni bíósókn hér heima. HEIMSENDAÓTTINN fær byr undir báða vængi; úr ID4. Afhverju erID4 svona vinscelf HEIMSENDA ÓTTINN ID4 er sumarsmellurinn sem alla framleiðendur dreymir um. Hún er hlaðin tæknibrellum af öllum stærðum og gerðum og seg- ir af því þegar risa- vaxin óvina- geimskip setjast um jörðina og leggja hana í rúst en hópur manna undir stjórn forseta Bandaríkjanna reynir að finna leiðir til að sigrast á flotanum. Þegar myndin hafði verið sýnd í tvo daga höfðu 28,4 milljónir dollara komið í kassann og eftir aðeins fimm daga voru millj- EKKERT lát er á sumarsmellum vestur í Bandaríkjunum og nú er metsölumynd ársins komin fram. Geimvísindatryllirinn Þjóðhátíðardagur eða „Independence Day“ hefur notið ótrúlegra vinsælda frá því hún var frumsýnd skömmu fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, og hún hefur slegið hvert miðasölumetið á fætur öðru. Er því spáð að tekjur af henni nemi a.m.k. 300 milljónum dollara í Bandaríkjunum einum þegar upp er staðið. Menn vestra eru greinilega bíósjúkir þetta sumar; ID4 kemur í kjölfar „Twisters" sem tekið hefur inn meira en 200 milljónir dollara og „Mission: Impossible“, sem gæti farið upp í 200 milljónir auk þess sem öðrum stórmyndum hefur gengið mjög bærilega. eftir Arnald Indriðason ónirnar orðnar 94,6. Þannig fer hún langt yfir 100 millj- óna dollara markið á einni einustu viku. Til samanburð- ar má geta þess að metsölu- myndin Júragarðurinn tók inri 81 milljón fyrstu vikuna. Roland Emmerich heitir leikstjóri myndarinnar og er orðinn næsti Steven Spiel- berg með metsölumynd sinni. Hann er lítt þekktur en hefur verið lengi að og gert eina akvonda B-mynd („Universal Soldiers“) og eina sæmilega („StarGate"). Ef að líkum lætur getur hann valið úr tilboðum um myndir svipaðs efnis og ID4 því þær eiga eftir að koma i hrönnum og sjálfsagt mun þegar verið farið að plan- leggja ID4 2. Spurningin er af hveiju verður mynd um innrás geimvera á jörðina eftir nær óþekktan leikstjóra með nær óþekktum stjörnu í aðalhlut- verkum að viðlíka fyrirbæri í miðasölunni og ID4? Hvað veldur öllum þessum vin- sældum? Að fráslepptri markaðsetningu framleið- andans, 20th Century Fox- kvikmyndaversins, sem hef- ur heppnast fullkomlega, er hægt að ímynda sér tvær ástæður. Önnur er sú að Hollywood hefur loksins fundið nýjan og skelfilegan óvin eftir að Kalda stríðinu lauk, einhvers konar komm- únista úr fjarlægu sólkerfi útgeimsins sem ráða yfir áður óþekktum tortímingar- mætti. Hin ástæðan er kannski sennilegri; nú þegar árþúsundaskiptin nálgast er gráupplagt að gera út á heimsendaótta fólks og ID4 boðar að sönnu heimsenda. Hún er eins og stórslysa- myndir Irwin gamla Allens í áttunda veldi. Tuttugu og fimm kílómetra löng geim- skipaferlíki líða yfir helstu borgir heimsins og byija að sprengja þær makindalega í loft upp. Og spurningin hjá öllum þeim sem sjá myndina er auðvitað þessi: Getur þetta gerst í alvörunni? Ef svarið reynist jákvætt er ID4 líklega besta forsýning sem hægt er að hugsa sér. SÝND á næstunni; Keaton í „Multiplicity". 7.000 höfðu séð Algjöra plágu ALLS höfðu rúm 7.000 manns séð gaman- myndina Algjöra plágu í Stjörnubíói, Sambíóunum og Borgarbíói á Akureyri eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 12.500 séð Vonir og væntingar og um 3.000 gamanmyndina Ein- um of mikið í Stjörnubíói. Næstu myndir Stjörnu- bíós eru m.a. nornamyndin „Craft", unglingamyndin „Sunset Park“, „Mrs. Wint- erborn“ og í lok ágúst kem- ur „Mulitiplicity" með Mich- ael Keaton þar sem hann fjölfaldar sjálfan sig með einræktun. Þá er væntanleg unglingamyndin „High School High“. Svo mun von á Djöflaeyj- unni eftir Friðrik Þór Frið- riksson í Stjörnubíó í haust. MEFTIR margra mánaða jaml, japl og fuður hefur leik- stjórnin á fjórðu Alienmynd- inni, „Alien Resurrection“, fallið í skaut franska kvik- myndagerðarmannsins Je- an-Pierre Jeunet. Hann er þekktur fyrir að vera annar maðurinn á bak við myndirn- ar „Delicatessen" og Borg hinna týndu barna. MOg enn eru bækur John Grishams kvikmyndaðar næstum jafnóðum og þær koma frá prentsmiðjunni. Francis Ford Coppola ætl- ar að kvikmynda „The Ra- inmaker" sem fjallar um milljarða króna tryggingas- vindl. Enn er óvíst er hveijir hreppa aðalhlutverkin. MOg ekki er minni áhugi á sögum Michael Crichtons, gömlum og nýjum. Ein af eldri sögunum heitir „Sphere“ og segir af geim- skipi sem sokkið hefur á hafs- botn. Talið er líklegt að Barry Levinson leikstýri en hann hefur ekki hingað til a.m.k. fengist við spenn- utrylla. MNý kvikmyndaútgáfa um ævintýri Don Kíkóta mun í uppsiglingu. Eru tveir leikar- ar nefndir til sögu í aðalhlut- verkin tvö, John Cleese og Robin Williams. MNæsta mynd Gus Van Sant verður „The Mayor of Castro Street“ um borgar- stjóra San Francisco, Harv- ey Milk, sem var samkyn- hneigður. Willis í Síðasta manninum T/~ vikmyndagerðarmenn XV. hafa orðið til að endur- gera á sína vísu meistaraverk Kurosawa, Yojimbo frá 1961. Sergio Leone notaði hana sem grunn að fyrstu dollaramynd sinni,i „A Fistful of Dollars", árið 1964 og nú hefur hasar- myndaleikstjórinn Walter Hill endurgert hana í formi: nútímavestra er hariri kallar „Last Man Standing11 Bruce Willis fer með aðal- hlutverkið í Síðasti maður- henni en mót- inn;wmisl„Lastiejitarar hans Man Standmg . eru Bruce Dern og Christopher Walken svo nóg virðist af sálfræðilega biluðum óþokkum í henni. Myndin segir af byssumanni er ræður sig til tveggja strið- andi aðila og fylgist svo með þeim tortíma hvor öðrum. Hvort hér er um að ræða eins- konar „Die Hard“ villta vest- ursins skal ósagt látið en Hill veitir í öllu falli ekki af kassa- stykki til að koma sér aftur á blað sem einum af kröftugustu spennumyndastjórum Holly- woodmyndanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.