Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 3 Q&P ATLANTA’96 Rúnar nokkuð ánægður FIMLEIKAR Rúnar keppti fyrst á laugardag, gerði þá skylduæfingarnar, en lauk síðan keppni í gær með fijálsum æfingum. Honum gekk ekki vel fyrri daginn en ekki er hægt að segja annað en hann hafi staðið sig nokkuð vel í gær. Rúnar byijaði á tvíslánni í gær og var ekki ánægður með frammi- stöðu sína þar. Hann fékk 8,300 í einkunn en síðan 9,200 á svi- fránni sem hann fór næst á. Gerði þá æfingu fallega og stóð sig vel. Rúnar fór því næst á gólfið, virkaði frekar óöruggur framan af en endaði æf- ingar sínar glæsilega og dómararnir gáfu honum 9,300. Bogahesturinn - þar sem Rúnar hefur náð best- um árangri - var næstur og þar stóð strákur sig vel. Gerði glæsi- legar æfingar enda greinilega ánægður að þeim loknum. Þar til í gær átti Rúnar best 9,4 í ein- kunn fyrir æfingar á bogahesti á alþjóðlegu móti en bætti um betur og hlaut 9,537 stig. Vert er að geta þess að á móti heima á ís- landi hefur hann fengið milli 9,6 og 9,7. Bogahesturinn er talinn erfiðasta áhaldið í fimleikum karla og því er ánægjulegt að sjá hve vel Rúnari gengur þar. Aðspurður sagðist hann líklega þurfa að ná 9,6 báða dagana í einkunn til að komast í úrslit á svo stóru móti. Hringirnir voru næstir í röð- inni, þar byijaði hann vel en Rún- ari urðu á mistök um miðbik æf- ingarinnar er hann ætlaði að snúa sér - sem hann hafði gert einu sinni áður með góðum árangri, og lenti út á hlið. Hér fékk hann 8,750. Síðasta æfing Rúnars var svo stökkið á hestinum, en á þeim vettvangi hefur hann ekki verið góður. Rúnar gerði ekki mjög erf- iða æfingu en gerði hana vel og fékk 8,925 í einkunn. Ánægður „Já, ég er ánægður. Þetta var svipað og ég bjóst við. Eg hefði reyndar getað gert betur, sérstak- lega í hringjun- ______________________________ um en þar gerði ég slæm mistök. Fékk hæstu einkunn _____________________________ nogu langt og lenti í vandræð- um. Svo var ég líka mjög óánægður með mig á tvíslánni. Mér gekk illa en geri mér ekki enn grein fyrir því hvers vegna. Kannski vegna þess hve snemma sú grein var,“ sagði Rúnar eftir keppnina í gær en hann keppti fyrst á tvíslánni sem fyrr segir. Súmar æfingarnar sem Rúnar gerði í gær var hann að prófa í fyrsta skipti í keppni; hluta af æfingunum í hringjunum og á tví- slánni - en hann var óánægður með frammistöðuna í báðum. Get- ur verið að það hafi verið mistök hjá honum að gera æfingarnar hér í fyrsta skipti? Var hann að reyna við of erfiðar æfingar, í fyrsta skipti á svona stóru móti? „Nei,“ svaraði hann ákveðinn. Það sem ég var að reyna í þessum æfingum sína á bogahesti á alþjóðlegu móti - 9,537 Rúnar Alexandersson getur verið þokkalega ánægður með frammi- stöðuna á fyrstu Ólymp- íuleikunum. Skapti Hallgrímsson fylgdist með honum í fimleika- keppninni í Atlanta og tók hann tali á eftir. var mjög erfitt en ég er viss um að rétt var að prófa þetta hér. Eg var í sjálfu sér ekki að keppa við neinn í dag - en það var gott að gera æfingarnar með framtíðina í huga.“ Frí frá keppni? Rúnar hyggst breyta dagskrá sinni á næstunni frá því sem verið hefur: „Næsta árið ætla ég hugsanlega bara að æfa en ekki að keppa neitt. Kannski verð ég með á Islandsmótinu en keppi að minnsta kosti ekkert erlendis," sagði hann, en heimsmeistaramót er m.a. á dagskrá á næsta ári. „Ég verð að gefa mér tíma til að læra meira og æfa mig. Nú koma nýjar reglur, eins og alltaf eftir Ólymp- íuleika, og ég vil æfa mig sem best, samkvæmt þeim. Það er ekki tími til að æfa nógu vel ef maður keppir mikið,“ sagði Rúnar. En er ekki leiðinlegt að æfa stanslaust og geta ekkert keppt? „Nei. Þetta verður að gera til að 'jBggfrá Morgunblaðið/Kristinn RÚNAR Alexandersson í keppni á bogahesti á Ólympíulelkun- um í Atlanta í gær. ná framförum," sagði hann og játti því að næsta stóra markmið væri að gera vel á Ólympíuleikun- um í Sydney eftir fjögur ár. „Þá verð ég 23 ára. Það er mjög góður aldur í fimleikum." Rúnar var spurður í hvaða greinum hann þyrfti helst að taka sig á og kvað hann svifrána, hring- ina og stökkið sínar slökustu greinar - en nú á sem sagt að fara að vinna í því að bæta það sem bæta þarf. Slakt á laugardag Éftir fyrri hluta keppninnar, skylduæfingarnar á laugardag, var Rúnar í 75. og næst neðsta sæti þeirra keppenda sem fengu stig fyrir allar greinar - var með 50,325 stig. Fékk þá 8,900 fyrir gólfæfingarnar, 8,500 á boga- hesti, 8,825 í hringjum, 9,275 fyr- ir stökk, 7,800 á tvíslá og 7,025 á svifrá. Rúnar hefur ekki lagt mikla rækt við skylduæfingarnar fram að þessu, sem telja verður heldur undarlegt þar sem hann stefndi á Ólympíuleikana, og ef til vill hefur það komið honum í koll. Gólfæf- ingarnar gerði hann ágætlega en rak sig hins vegar í bogahestinn í afstökkinu og var dreginn niður í einkunn fyrir það. Honum tókst ágætlega upp í hringjunum, einnig í stökkinu en á tvíslá gerði hann mjög slæm mistök. Mistókst tvisv- ar að sveifla sér upp eftir að hafa gert æfingu, og þurfti því í bæði skiptin að taka aukasveiflu - enda fékk hann aðeins 7,800 í einkunn. A svifránni gekk honum líka mjög illa, stoppaði tvisvar og einkunn hans var því lág - 7,025. Logi og Eydís f i ætla að bæta sig Logi Jes Kristjánsson og Eydís Konráðsdóttir keppa bæði í sundi í dag, Logi í 100 metra bak- sundi en Eydís í 100 Skapti m flugsundi. Þriðji Hallgrímsson íslenski sundmaður- skrifar frá inn á leikunum, Elín Atlanta Sigurðardóttir, verður svo í sviðsljósinu á föstudag- inn er hún tekur þátt í 50 m skrið- sundi. íslendingarnir keppa aðeins í einni grein hver á leikunum Logi stingur sér fyrstur Islend- inganna, kl. 11.33 að staðartíma, kl. 15.33 að íslenskum tíma í dag. Hann syndir á annarri braut í 3. riðli. „Ég horfði á úrslitasund í fyrsta skipti í gærkvöldi og aðeins á undanriðlana í morgun. Annars hefur maður mest haldið sig heima — vill ekki eyða orkunni í óþarfa en það er samt gott að kynnast aðstæðum. Að vera með allt á hreinu þegar kemur að keppninni, hvaða leiðir á að fara og svo fram- vegis,“ sagði Logi vi Morgunblaðið í gær. Logi kvaðst vel stemmdur. Is- landsmet Eðvarðs Þórs Eðvarðs- sonar er 57,15 sekúndur en Logi á bestan tíma 57,64. Þeim tíma náði hann í Mónakó fyrr á þessu ári og tryggði sér þar með rétt til þátttöku hér í Atlanta en lágmark- ið var 57,72 sek. „Ég ætia að reyna að slá Islandsmetið. Ef ég næ að bæta mig reikna ég með að það verði nokkuð og þá fylgi metið með. Ég hugsa þó aðallega um að bæta minn besta tíma en hitt yrði bónus — að setja íslandsmet og komast áfram í úrslit." Logi sagði erf- itt að hugsa um það á þessari stundu hvort hann á mögu- leika á að kom- ast í úrslit. „Þeg- ar þar að kemur hugsar maður bara um stað og stund. Ég verð bara að hugsa um mig en ekki hina. Ég er helst að keppa við tímann, gæti lent í hæg- um riðli sem drægi mig niður en gæti líka lent í hröðum riðli.“ Logi sagðist reyna eftir megni að vera rólegur og yfirvegaður. „Ég reyni að hugsa um þetta sem hvert ann- að mót til að verða ekki of spennt- ur. Stemmningin hefur alltaf verið góð í sundlauginni enda áhorfend- ur margir og ég ætla að nota það til að peppa ntig upp,“ sagði Logi Jes. EM-lágmark í augsýn „Markmiðið ér bara að standa sig. Ég ætla að synda undir lág- marki fyrir Evrópumeistaramótið á næsta ári — það et' urn 1,3 mínút- ur,“ sagði Eydís Konráðsdóttir í samtali við Morg- unblaðið í gær, en kl. 12.03 (16.03 á íslandi) stingur hún sér til 100 m flugsundsins. Ey- dís er í þriðja riðli og syndir á fyrstu braut. íslandsmet hennar í greininni er 1.02,62 mín., sent hún setti á mótinu í Mónakó í lok maí og náði þar nteð ólympíulágmarkinu sem var 1.03,18. „Ég á að geta orðið nálægt því að bæta ntig. Mér hefur réyndar ekki gengið vel í sprettum á æfing- urn í dag og í gær, en það á ekki endilega að skipta máli. Ég vonast til að það verði í lagi á morgun.“ Eydís sagðist leggja aðaláherslu á að keppa við tímann og bæta sig, en hugsaði lítið um mótheijana. SUND „Ég ætla að reyna að slá íslandsmetið," segir Logi Enn rigndi á Sigurð Einarsson IMáði ekki lágmarkinu FRJALSIÞROTTIR Söguleg kúluvarps- keppni sem Pétur tók þátt í Sigurður Einarsson tók þátt í móti í Marrietta, útborg Atl- anta, á sunnudagskvöld í þeirri von að ná lágmarkinu fyrir Ólymp- íuleikana en það tókst ekki: spjót- ið sveif lengst 74,16 metra hjá honum. Sigurður varð í öðru sæti en sigurvegarinn kastaði 79,94. Það átti greinilega ekki af Sigurði að ganga á loka- “ sprettinum við að ná ólympíulág- markinu. Hann hefur lent í vand- ræðunt á hveiju mótinu á fætur öðru undanfarið; ýmist kastað í slæmu veðri eða mótum sem hann ætlaði að keppa á verið frestað vegna veðurs. Og á sunnudags- kvöldið rigndi enn á hann. Framan af móti voru aðstæður góðar en skyndilega fóru að detta úr lofti dropar stórár, eins og skáldið sagði, og Sigurður náði sér alls ekki á strik. Pétur Guðmundsson tók þátt í sama móti, þó svo hann hefði feng- ið þau skilaboð frá Ólympíunefnd Islands að frestur hans til að ná lágmarki væri runninn út. Kúlu- varpskeppnin var söguleg því vit- laust var mælt. Pétur var óhress nteð stöðuna eft- ir fimm köst, Gísli Sigurðsson, þjálfari ólympíul- iðsins, blandaði sér í málið og komst að því að 15 sentímetra vantaði upp á í öllum köstunum fram að því - ekki var bytjað að mæla á núlli á málbandinu! Gísli kvartaði við yfirdómarann og vat' réttilega ákveðið að öll köstin væru ógild. Lengsta kast Péturs - með 15 sentímetrunum inniföld- um - var 19,39 nt. Kúluvarpararnir fengu 20 mín. hvíld og köstuðu síðan aftur og þá kastaði Pétur aðeins 18,78 metra, enda orðinn ntjög þreyttur eftir fyrri köstin fimm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.