Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 14
14 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Verðskuld- aður sigur - sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga „ÞETTA var hörkuleikur og ég er auðvitað ánægður með sig- urinn. Ég held að þetta hafi verið verðskuldað því við vor- um að skapa meira en þeir," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga, eftir leikinn. Kostic sagði að leikurinn hefði spilast svipað og hann bjóst við fyrirfram. „Leikmenn gáfu sig alla í leikinn sem byggðist upp á meiri baráttu en fallegri knatt- spyrnu. Við náðum ekki upp nægi- lega góðu spili í fyrri hálfleik. Menn voru að hugsa um að koma boltan- um of mikið á Ríkharð. í hálfleik ræddum við um að spila boltanum meira með jörðinni. Fram að mark- inu vorum við að spila vel, en eftir markið komu Skagamenn meira inn í leikinn og náðu nokkrum sinnum að ógna marki okkar. Ég held að það hafi komið í ljós í þessum leik að þetta eru bestu liðin á íslandi í dag. Við höfum ekki tapað leik í rúma fjóra mánuði svo ég get ekki annað en verið ánægður með gang mála,“ sagði þjálfari KR-inga. Gat ekki annað en skorað Ríkharður Daðason gerði sigur- mark KR og var að sjálfsögðu ánægur enda er hann búinn að gera 7 mörk í deildinni. Um markið sagði hann: „Þetta var góð sending frá Hilmari og ég gat ekki annað en skorað, ef ég hefði ekki gert það hefði ég farið útaf. Þetta er búið að ganga vel hjá okkur í sumar og það er alltaf gaman þegar svona vel gengur. Við höfum verið að leika vel, einnar snertingar bolta og við erum efstir og höfum ekki tapað leik. Er hægt að fara fram á meira?“ Höfum ekki sagt okkar síðasta orð Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, var að vonum ekki sáttur við úrslit leiksins á sunnudag en sagði jafnframt að enga uppgjöf væri að finna 5 herbúðum sinna manna þrátt fyrir ósigurinn. „Ég er mjög ósáttur við tapið því við vorum alls ekki að leika verr en þeir og ekkert í leiknum gaf tilefni til þess að við skyldum bíða ósigur. Við söknuðum tveggja lykilmanna liðsins og sást það kannski best á spili okkar, en það þýðir samt ekk- ert að gefast upp því mikið er enn eftir af íslandsmótinu og við höfum svo sannarlega ekki sagt okkar síð- asta orð.“ húm FOLK ■ GESTUR Gylfason var í leik- banni hjá Keflavík gegn FC Kaup- mannahöfn í Intertoto-keppninni á laugardaginn. Ragnar Margeirs- son og Georg Birgisson voru meiddir og því ekki með. ■ AÐEINS 100 áhorfendur komu til að sjá leik Keflvíkinga og FC Kaupmannahöfn og má því segja að Keflvíkingar fái ekki mikinn stuðping frá bæjarbúum. ■ ÓMAR Friðriksson úr Val, lék sinn fyrsta leik í fyrstu deild á sunnudaginn þegar hann kom inná á 85. mínútu í leiknum gegn Fylki. ■ ANTHONY Karl Gregory lék sinn fyrsta leik fyrir Val í sumar en hann skipti fyrir skömmu úr Breiðabliki til sinna gömlu félaga. ■ NEDJO Vukovic, sem nýlega gekk í raðir Fylkismanna, var ekki með gegn Val á sunnudaginn. Hann er enn ekki í nógu góðri æfingu en Árbæingar binda nokkrir vonir við hann. Morgunblaðið/Golli KRISTJAN Finnbogason var einn besti maður KR-Inga þegar stórliðin KR og ÍA mættust á sunnudag og var það ekki síst frábærri markvörslu hans að þakka að þeir fyrrnefndu höfðu sigur. Það er Skagamaðurinn Kári Steinn Reynisson, sem sækir hér að Kristjáni. KR-ingar á toppinn Sigurgeir Guðiaugsson skrifar KR-ingar tóku sér á sunnudag stöðu á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu erkifjendur sína frá Akranesi að velli 1:0 í miklum baráttuleik á KR-vellinum í Frostaskjóli. Það var ljóst strax á upphafsmín- útum leiksins í Vesturbænum á sunnudaginn að hvorugt lið ætl- aði sér að gefa þumlung eftir í við- ureigninni, sem skera myndi úr um hvort það yrðu bik- armeistarar KR-inga eða íslands- meistarar Skagamanna sem sitja myndu á toppi deildarinnar þegar íslandsmótið væri hálfnað. Bæði lið léku mjög fast og ákveð- ið allan leikinn, oft og tíðum á kostnað sendinga og samspils, og var það e.t.v. ástæðan fyrir því að þessi viðureign, sem beðið hafði verið eftir með eftirvæntingu síð- ustu daga, varð ekki sú mikla skemmtun, sem flestir knattspymu- unnendur höfðu átt von á því oft hafa bæði þessi lið sýnt fallegri til- þrif en í fyrradag. í fyrri hálfleik voru það heima- menn, sem héldu knettinum öllu meira án þess þó að ná að skapa sér nein umtalsverð færi en óhætt er að fullyrða að fá hættuleg mark- tækifæri hafi litið dagsins ljós" fyrstu 45 mínúturnar í leiknum og gilti það jafnt um KR-inga sem Hafa ekki tapað leik í fjóra mánuði 1:0 A 67. minútu vann Ólafur Kristjánsson knöttinn vinstra megin á eigin vallarhelmingi og sendi hann fram á Ásmund Haraldsson á miðjunni. Ásmundur gaf yfír til hægri á Heimi Guðjónsson, sem framlengdi svo upp í homið á Hilmar Bjömsson. Sigursteinn Gíslason, Skagamaður, virtist eiga góða mögúleika á að ná til knattarins en eitthvað virtist Sigursteinn misreikna sig því Hilmar náði knettinum auðveld- lega, sendi fyrir markið framhjá Þórði markverði og þar var mættur Ríkharður Daðason, sem ekki átti í miklum erfíðleik- um með að renna knettinum í autt markið. Skagamenn. Það vom þó gestirnir, sem vom nær því að taka forystuna í hálfleiknum þegar Bjarni Guðjóns- son komst einn inn fyrir vörn KR- inga en Kristján Finnbogason, markvörður, bjargaði glæsilega. Eftir leikhléið hélt svo baráttan áfram af sama krafti og áður en marktækifæri síðari hálfleiksins urðu þó öllu fleiri en þess fyrri. Guðmundur Benediktsson komst t.d. einn innfyrir vörn Skagamanna snemma hálfleiksins en þegar hann var í þann mund að fara að spyrna knettinum að marki gestanna féll hann niður í teignum eftir að hafa tognað á fæti. Guðmundur þurfti svo í kjölfarið að yfirgefa völlinn en í hans stað kom inn á Ásmundur Haraldsson og átti Ásmundur ágæt- an skalla rétt yfir mark Skaga- manna aðeins örfáum mínútum síð- ar. Ekki fór þó knötturinn í markið í það skiptið en það gerði hann hins vegar um miðjan hálfleikinn þegar Ríkharður Daðason kom heima- mönnum yfír eftir góðan undirbún- ing Heimis Guðjónssonar og Hilm- ars Björnssonar. Eftir markið drógu bikarmeistaramir sig örlítið aftar á völlinn og Skagamenn freistuðu þess að sækja en vöm KR-inga var sterk og fyrir aftan stóð Kristján Finnbogason sem klettur í markinu. Það voru síðan KR-ingar, sem voru nær því að bæta við marki en Skagamenn að jafna metin þegar Ásmundur Haraldsson komst einn inn fyrir vörn Islandsmeistaranna en Ásmundur náði ekki að stýra knettinum nægilega vel og fór því skot hans hátt yfir mark Akurnes- inga. Skagamenn gerðu svo tvær þokkalegar tilraunir í blálok leiksins til þess að krækja sér í eitt stig úr viðureigninni en allt kom fyrir ekki því Kristján í markinu varði tvíveg- is ágæta skalla frá Akurnesingum. Það voru því KR-ingar, sem fögn- uðu sigri í þessum afar þýðingar- mikla leik milli tveggja sterkustu liða landsins í dag og sitja þar af leiðandi einir á toppi 1. deildar með 25 stig og eiga einn leik til góða á núverandi Íslandsmeistara, Skaga- menn, sem verma annað sætið stigi á eftir KR-ingum. Mark Price til Golden State BANDARÍSKA körfuknatt- leiksliðið Golden State Warriors nældi sér um helg- ina í hinn geysisterka bak- vörð, Mark Price, frá Was- hington Bullets. Price, sem er 32 ára gamall, hefur fjór- um sinnum verið valinn til þess að leika í stjömuleik NBA-deildarinnar en hann gat hins vegar Iítið leikið með Washington á síðasta keppnistímabili sökum meiðsla á fæti. Kappinn virðist nú hins vegar á bata- vegi og hefur sem sagt tek- ið þá ákvörðun að reyna fyrir sér hjá Golden State á komandi tímabili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.