Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ Q99 ATLANTA ’96 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1996 B 5 Bar fram bón- orðið á setning- arhátíðinni SHAUN Pearce, 26 ára breskur róðrarmaður, kom unnustu sinni heldur betur á óvart á föstudagskvöld- ið. Hann bar þá upp bónorðið og valdi aldeilis stað- inn og stundina; setningarathöfnina á Ólympíuleik- vanginum. Unnustan heitir Julie Stark og er sjúkra- þjálfari hjá breska ólympíuliðinu. Hópurinn hafði gengið inn á leikvanginn og þau skötuhjú voru ásamt öðrum úr liðinu stödd inni á vellinum þegar Shaun kraup í grasið og bað Julie. Hún stóð agndofa um stund en svaraði síðan játandi og drengurinn var þá ekki seinn á sér að draga upp trúlofunarhring- ana. Félagar þeirra í breska liðinu brugðust við með dynjandi lófataki og fagnaðarópum en Julie sagði á eftir: „Þetta var ótrúlega rómantískt. Ég var svo hamingjusöm að ég grét það sem eftir var hátíðarinn- Kanntu annan TED Turner, fjölmiðlakóngur í Atlanta og m.a. eigandi CAW-sjónvarpsstöðvarinn- ar, var ekki beint ánægður þegar einn starfsmanna hans vefengdi skilríki hans og meinaði lionum inngöngu í eigin bygg- ingu. Öryggisgæsla var hert til muna í Atlanta eftir flugslysið hræðilega rétt við New York um miðja liðna viku og fékk Turner að finna fyrir því um Iielgina. Hann gat þó komið þvi til leiðar að kallað var á yfiröryggisvörðinn og þegar hann sannfærði hiim öryggisvörðinn um að eig- andinn væri á ferð fékk hann að fara á skrifstofuna. |1||. | ft■ ■ RENATA Mauer varð fyrst til að vinna gull á ÓL. Reuter ÍÞfémR FOLX ■ PETER Ribe frá Noregi var í gær dæmdur úr keppni í kanóróðri á Ólympíuleikunum í Atlanta eft- ir að upp komst að hann hefði neytt ólöglegra lyfja. Ribe, sem er 29 ára gamall, vann til bronsverðlauna á heimsmeistaramótinu í greininni fyrir þremur árum og er það mikið áfall fyrir Norðmenn að missa kappann í keppnisbann því hann þótti mjög sigurstranglegur í kanó- róðri á leikunum. ■ ÍTALSKA hástökkskonan An- tonella Bevilacqua gæti einnig átt það á hættu að verða dæmd úr keppni á ÓL því hún varð uppvís að ólöglegri lyfjanotkun í maí. Mál hennar verður tekið fyrir hjá sér- stakri aganefnd snemma í næstu viku og verður hún því að bíða í nokkra daga enn til að fá úr því skorið hvort hún megi keppa á leik- unum eður ei. ■ SENT var sérstaklega eftir tveimur rauðum póstkössum og ein- um símaklefa frá Bretlandi fyrr í vikunni til þess að reyna að láta bresku keppendurna á leikunum fá þá tilfinningu að þeir væru staddir [ heimalandi sínu. Póstkössunum og símaklefanum var komið fyrir í breska hluta ólympíuþorpsins en engum sögum fer hins vegar af því hvort Bretarnir hafi við þetta tek- ið gleði sína á ný eftir að hafa ver- ið hrúgað saman átta í hvert her- bergi, sem vanalega hýsir aðeins íjóra. ■ BARRY McDonald var á laug- ardaginn fyrsti karlamaðurinn frá Irlandi til að taka þátt í fimleika- keppni Ólympíuleika. Hann var í sjöunda himni í lok keppninnar þar sem hann hafnaði í 25. sæti af 38 þátttakendum. „Það var stórkost- legt að vera með og það sem meira er, mér tókst að ljúka öllum grein- um án þess að gera meiriháttar mistök," sagði hann glaðbeittur. Pólsk stúlka fékk fyrsta gullid Pólska stúlkan Renata Mauer varð fyrsti sigurvegarinn á Ólympíuleikunum í Atlanta. Hún sigraði í keppni með loftriffli (10 m) á laugardag en þýska stúikan Petra Horneber varð í öðru sæti og Alek- sandra Ivosev frá Júgóslavíu fékk bronsið. Horneber hafði forystu frá byijun en fékk 8,8 af 10,9 stigum möguleg- um fyrir 10. og síðasta skotið. Mau- er, sem er 27 ára, skaust í efsta sætið i síðustu tilraun, fékk 10,7 stig og samtals 497,6 en þýska stúlk- an fékk 497,4 stig. Ivosev fékk 497,2 stig. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Póllands í skotfimi kvenna. „Þetta er í þriðja sinn sem Pólland vinnur til gullverðlauna í skotfimi og ég er hreykinn af frammistöðunni," sagði Mauer. Jozef Zapedzki sigraði í skammbyssukeppni 1968 og 1972. Homeber sagði að spennan hefði náð tökum á sér í síðasta skotinu. „Þetta er eitt af því sem getur gerst í fyrsta skotinu, síðasta skotinu eða á miðri leið,“ sagði hún. „Þetta gerist vegna taugaspennunnar sem fylgir svona keppni. Segja má að ég hafi kastað gullinu frá mér en ég vil frek- ar segja að ég hafi unnið silfur." Ivosev, sem er frá Novi Sad eins og tennisstúlkan Monica Seles, sagði að stríðið í fyrrum Júgóslavíu hefði gert allan undirbúning erfiðan. „Vegna samskiptabannsins gátum við ekki farið til annarra landa til að keppa,“ sagði hún. Löng bið eftir sjúkrabíl AUSTURRISKI júdómaðurinn Eric Krieger hugs- ar vafalítið starfsinönnum Ólympíuleikanna í Atl- anta þegjandi þörfma um þessar mundir því kapp- inn þurfti að liggja í hvorki meira né minna en heila klukkustund og bíða eftir sjúkrabíl þegar hann slasaðist nokkuð illa á hálsi i viðureign sinni við franska heimsmeistarann og jafnframt uý- krýndan Ólympíumeistara í +95 kílógramma flokki, David Douillet. Ástæðan fyrir þessari miklu töf var sú að sjúkra- bílinn, sem fljija átti Krieger á sjúkrahús var rafmagnslaus og þurfti því að kalla til annan bíl, sem ekki kom á staðinn fyrr en að klukkustund liðinni. Krieger hlaut vægan heilahristing og þurfti hann að dvelja yfir nótt á Crawford Long- sjúkrahúsinu en hann er nú á batavegi og mun væntanlega ekki hljóta varanlegt tjón af slysinu þótt hann liafi þurft að liggja næstum meðvitund- arlaus í allan þennan tima áður en starfsmönnum Ólympíuleikanna tókst að fá hann fluttan á sjúkra- hús. Olympíugull og grænir skógar ÞINGMAÐUR á Filipseyjum lagði til fyrir skömmu að sá sem vinnur fyrsta ólympíugull landsins fái mánaðarlegar greiðslur allt til æviloka og ýmis önn- ur fríðindi. Þingmaðurinn, Ernesto Herrera, sagði að viðkomandi íþróttamaður fengi styrk sem nemur 2,5 milljónum króna. Einnig myndi íþróttamaðurinn hafa forgang í landakaupum. Að sögn Herrera yrði litið á gullverðlaunahafann sem þjóðhetju, en engum Filipseyingi hefur tekist að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikum. Frumvarp Herreras hefur ekki verið samþykkt en í því segir að ólympíumeistarinn myndi einnig fá afslátt af hótelgistingu í heimalandi sínu ásamt því að fá um tuttugu prósenta afslátt á veitingahúsum og annarri afþreyingu. Fjölskylda gullverðlaunahafans nyti einnig góðs af örlæti Filipeyskra yfirvalda því hún fengi ókeypis heilbrigðis- og tannlæknaþjónustu ásamt því að fjöl- skyldumeðlimir eiga þess kost að sækja háskóla fritt. Eyjaskeggjar hafa einu sinni unnið til silfurverð- launa á Ólympíuleikum. Það var á leikunum í Tókýó árið 1964 þegar Anthony Villanueva hafnaði í öðru sæti í hnefaleikum. Tólf íþróttamenn frá Filipseyjum taka þátt í Atlanta að þessu sinni og er enginn þeiira talinn eiga möguleíka á gulli. Atlantal996 Di Donna fékk gæðavín ÍTALINN Roberto Di Donna sigraði í skotfimi með loft- skammbyssu af 10 metra færi og færði ítölum því sín fvrstu gullverðlaun á leikunum í Atlanta. Samtök vínframleið- enda, „Citta del Vino“ [Vín- borgin], á Ítalíu hafa ákveðið að verðlauna skotmanninn með því að gefa honum 150 úrvalsvínflöskur. Di Donna sigraði í skotkeppninni með minnsta mögulega mun eftir að fyrrverandi ólympíumeist- ari, Wang Yifu, missti marks í síðasta skoti sínu, en hann var á góðri leið með að slá sitt eigið ólympíumet. Clinton í fótspor Reagans BILL Clinton, forseti Banda- rílganna, setti Ólympiuleik- ana og varð þar með annar forsetinn i sögu Bandaríkj- anna til að setja Ólympíu- leika. Hinn var Ronald Reag- an, sem setti leikana i Los Angeles 1984. Franklin D. Roosevelt, ríkisstjóri í New York (og síðar forseti) setti vetrarleikana i Lake Placid, Charles Curtis varaforseti sumarleikana i Los Angeles 1932, Richard Nixon, þáver- andi varaforseti og síðar for- seti, vetrarleikana í Squaw Valley 1960 og Walter Mond- ale, varaforseti, veti’arleikana I Lake Placid 1980. Skráir Suley- manoglu nafn sitt á spjöld sögunnar? TYRKINN Naim Suleyma- noglu stefna að því að skrá nafn sitt á spjöld söguimar með því að verða fyrsti lyft- ingakappi veraldar til þess að krækja sér í þrenn gullverð- laun á Ólympíulcikum. Hann mun freista þess að lyfta þre- faldri líkamsþyngd sinni, en hvort það mun duga honum til sigurs er erfitt að segja því helsti keppinautur hans, Valerios Leonidis frá fyrrum Sovétríkjununi, ætlar sér stóra hluti á leikunum og mun hann örugglega ekki gefa fyrsta sætið baráttulaust upp á bátinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.